Íslendingar að kafna í methita í Danmörku Kristín Ólafsdóttir skrifar 20. júlí 2022 21:30 Skæð hitabylgja sem gengið hefur yfir Evrópu síðustu daga lét til sín taka í Danmörku í dag, þar sem hitamet fyrir júlímánuð var slegið. Íslendingar á heitustu svæðunum segja hitann hafa verið kæfandi og götur tómar. Hitabylgjan sem dregið hefur þúsundir til dauða, þar af um 1500 í Portúgal og Spáni, færir sig nú norður á bóginn - þó að hún muni reyndar ekki ná til Íslands. Hitinn var víða þrúgandi í Belgíu og Þýskalandi í gær og þá var gærdagurinn metdagur hjá slökkviliði Lundúnaborgar, sem ekki hefur sinnt jafnmörgum útköllum á einum degi síðan í seinni heimsstyrjöldinni, í mesta hita frá upphafi mælinga. Og loks fengu Danir sinn skerf af hitabylgjunni í dag, þar sem veðurfræðingar spáðu raunar að allsherjar hitamet gæti fallið. Svo fór þó ekki en hins vegar mældist hiti 35,9 stig í Abed á Láglandi - sem er hæsti hiti sem mælst hefur í júlímánuði í Danmörku. Fyrra met var 35,3 gráður árið 1941. Þrjár viftur á fullu Þarna er þó miðað við opinberar tölur. Hitamælar Íslendinga víðsvegar um Danmörku sem fréttastofa ræddi við í dag sýndu þó margir hærra hitastig en umræddan methita eins og sjá má í meðfylgjandi kvöldfrétt. Elka Mist Káradóttir, sem býr á Láglandi þar sem júlímetið féll, segir hitann sláandi fyrir Danmörku. „Svo eru krakkarnir núna úti bara bugaðir að leika í sundlauginni með úðara og vatnið er á fullu. Systir mín liggur úti í sólbaði og er með þrjár viftur á sér, því það er eiginlega bara of heitt til að liggja í sólbaði.“ Ólíft utandyra Og Martha Sif Jónsdóttir, nýflutt til Silkeborgar, segir hafa verið ólíft í borginni í dag. „Ég hef búið á Ítalíu áður og það var aldrei svona heitt þar, allavega ekki á meðan ég bjó þar.“ Þá séu götur borgarinnar nær tómar. „Maðurinn minn fór áðan niður á göngugötu sem er vanalega alveg full af fólki og það var bara ekki sála þar. því það er eiginlega ekkert hægt að vera úti.“ Þannig að þið kannski hugsið hlýtt til 12 stiganna hérna heima? „Já, maður væri alveg til í að vera heima í dag!“ segir Martha. Danmörk Íslendingar erlendis Mest lesið „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent Konan er fundin Innlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Erlent Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Innlent Sextán ára kveikti í herbergi sínu Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Erlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent Fleiri fréttir Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Fimmtán látnir hið minnsta eftir að kláfur fór út af sporinu Ætla að fella niður bólusetningarskyldu í Flórída Sjá meira
Hitabylgjan sem dregið hefur þúsundir til dauða, þar af um 1500 í Portúgal og Spáni, færir sig nú norður á bóginn - þó að hún muni reyndar ekki ná til Íslands. Hitinn var víða þrúgandi í Belgíu og Þýskalandi í gær og þá var gærdagurinn metdagur hjá slökkviliði Lundúnaborgar, sem ekki hefur sinnt jafnmörgum útköllum á einum degi síðan í seinni heimsstyrjöldinni, í mesta hita frá upphafi mælinga. Og loks fengu Danir sinn skerf af hitabylgjunni í dag, þar sem veðurfræðingar spáðu raunar að allsherjar hitamet gæti fallið. Svo fór þó ekki en hins vegar mældist hiti 35,9 stig í Abed á Láglandi - sem er hæsti hiti sem mælst hefur í júlímánuði í Danmörku. Fyrra met var 35,3 gráður árið 1941. Þrjár viftur á fullu Þarna er þó miðað við opinberar tölur. Hitamælar Íslendinga víðsvegar um Danmörku sem fréttastofa ræddi við í dag sýndu þó margir hærra hitastig en umræddan methita eins og sjá má í meðfylgjandi kvöldfrétt. Elka Mist Káradóttir, sem býr á Láglandi þar sem júlímetið féll, segir hitann sláandi fyrir Danmörku. „Svo eru krakkarnir núna úti bara bugaðir að leika í sundlauginni með úðara og vatnið er á fullu. Systir mín liggur úti í sólbaði og er með þrjár viftur á sér, því það er eiginlega bara of heitt til að liggja í sólbaði.“ Ólíft utandyra Og Martha Sif Jónsdóttir, nýflutt til Silkeborgar, segir hafa verið ólíft í borginni í dag. „Ég hef búið á Ítalíu áður og það var aldrei svona heitt þar, allavega ekki á meðan ég bjó þar.“ Þá séu götur borgarinnar nær tómar. „Maðurinn minn fór áðan niður á göngugötu sem er vanalega alveg full af fólki og það var bara ekki sála þar. því það er eiginlega ekkert hægt að vera úti.“ Þannig að þið kannski hugsið hlýtt til 12 stiganna hérna heima? „Já, maður væri alveg til í að vera heima í dag!“ segir Martha.
Danmörk Íslendingar erlendis Mest lesið „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent Konan er fundin Innlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Erlent Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Innlent Sextán ára kveikti í herbergi sínu Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Erlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent Fleiri fréttir Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Fimmtán látnir hið minnsta eftir að kláfur fór út af sporinu Ætla að fella niður bólusetningarskyldu í Flórída Sjá meira