Bannaður frá öllum leikvöllum í Englandi eftir nasistakveðju Atli Arason skrifar 20. júlí 2022 23:16 Umrætt atvik átti sér stað á St. James' Park, heimavelli Newcastle. Stuðningsmaðurinn fær ekki að mæta þangað aftur í náinni framtíð. Getty Images Shay Asher, 24 ára gamall Englendingur og stuðningsmaður Newcastle, hefur verið dæmdur í þriggja ára bann eftir rasíska kveðju að hætti nasista í leik Newcastle gegn Tottenham á St. James‘ Park, heimavelli Newcastle, þann 17. október 2021. Asher sást í stúkunni senda nasistakveðjur til stuðningsmanna Tottenham þar sem hann lyfti upp hægri hönd á meðan hann notaði vinstri vísifingur til að líkja eftir yfirvaraskeggi. Samkvæmt Chronicle hafa stuðningsmenn Tottenham og íbúar Norður-Lundúna sterk tengsl á meðal gyðinga. „Þetta tilvik er einstakt, þegar Tottenham Hotspurs á í hlut vegna þess að liðið er staðsett í Norður-Lundúnum. Það er vel þekkt innan fótboltasamfélagsins að þar er sterkur bakgrunnur gyðinga á meðal stuðningsmanna,“ sagði saksóknari málsins, Brian Payne, í réttarsal í Newcastle í gær. „Sá ákærði tók upp á því að framkvæma nasistakveðju þegar hann vissi, eða á að hafa vitað, að margir gyðingar voru á meðal stuðningsmanna gestaliðsins.“ Shay Asher fær bann frá öllum enskum knattspyrnuleikjum til ársins 2025.Lögreglan í Northumbria Asher er fyrrum hermaður hjá breska hernum og stuðningsmaður Newcastle. Í réttarskjölum er sagt að hann hafi mætt á einn eða tvo fótboltaleiki á síðustu fimm árum. Hann hafi hins vegar haft mikinn áhuga á því að mæta á leik Newcastle gegn Tottenham. „Hatursglæpir munu ekki fá að viðgangast innan samfélagsins okkar undir hvaða kringumstæðum sem er. Ég fagna því banni sem Asher fær,“ sagði rannsóknarlögreglumaðurinn hjá lögreglunni í Northumbria, Gillian Beecroft, áður en hann bætti við. „Í norðaustur Englandi höfum við einhverja af ástríðufyllstu stuðningsmönnum landsins og mikill meirihluti þeirra geta hagað sér á knattspyrnuvöllum. Hins vegar getur lítill minnihluti eyðilagt skemmtun annara með svona hegðun. Þegar það gerist er nauðsynlegt að við notum allt í okkar verkahring til að sækja þá til saka.“ Asher verður bannaður á öllum leikvöngum Englands til ársins 2025. Gildir bannið í öllum deildum Englands sem og á landsleiki Englands. Mun Asher þá heldur ekki fá að ferðast á leiki enska landsliðsins á útivelli. Enski boltinn Bretland Mest lesið Ronaldinho og Usain Bolt reyna fyrir sér í þjálfun Sport NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Körfubolti Hákon reyndist hetja Brentford Enski boltinn Skoraði nánast alveg eins mark í fyrra en Del Piero gerði betur Fótbolti Magnaður viðsnúningur hjá Aserum Fótbolti „Vissi ekki að við gætum þetta“ Fótbolti Hættir að verja mark Frakklands til að verja tíma með fjölskyldunni Sport Ótrúlegt átta marka jafntefli hjá Juventus og Dortmund Fótbolti Tottenham slapp með sigur eftir furðulegt sjálfsmark Fótbolti Ódýr vítaspyrna tryggði tíu Madrídingum endurkomusigur Fótbolti Fleiri fréttir Skoraði nánast alveg eins mark í fyrra en Del Piero gerði betur Hákon reyndist hetja Brentford Magnaður viðsnúningur hjá Aserum Ótrúlegt átta marka jafntefli hjá Juventus og Dortmund Ódýr vítaspyrna tryggði tíu Madrídingum endurkomusigur Tottenham slapp með sigur eftir furðulegt sjálfsmark „Vissi ekki að við gætum þetta“ Varamennirnir lögðu upp hvor fyrir annan Kristall skaut Sønderjyske áfram Yamal meiddur og þjálfarinn gagnrýnir landsliðið Fyrirliðinn ekki með Arsenal í Baskalandi Gæti spilað í kvöld en þarf að mæta í réttarsal í fyrramálið Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Bellingham batnaði hraðar en búist var við „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Varamaður Mikaels skoraði jöfnunarmarkið Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Sparkað í klof liðsfélaga Kolbeins en sigurinn sóttur Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Meiðslahrjáði miðvörðurinn lætur gott heita Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Verður væntanlega ráðinn 89 dögum eftir að hann var rekinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Leik hætt eftir að leikmaður hné niður „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Sjá meira
Asher sást í stúkunni senda nasistakveðjur til stuðningsmanna Tottenham þar sem hann lyfti upp hægri hönd á meðan hann notaði vinstri vísifingur til að líkja eftir yfirvaraskeggi. Samkvæmt Chronicle hafa stuðningsmenn Tottenham og íbúar Norður-Lundúna sterk tengsl á meðal gyðinga. „Þetta tilvik er einstakt, þegar Tottenham Hotspurs á í hlut vegna þess að liðið er staðsett í Norður-Lundúnum. Það er vel þekkt innan fótboltasamfélagsins að þar er sterkur bakgrunnur gyðinga á meðal stuðningsmanna,“ sagði saksóknari málsins, Brian Payne, í réttarsal í Newcastle í gær. „Sá ákærði tók upp á því að framkvæma nasistakveðju þegar hann vissi, eða á að hafa vitað, að margir gyðingar voru á meðal stuðningsmanna gestaliðsins.“ Shay Asher fær bann frá öllum enskum knattspyrnuleikjum til ársins 2025.Lögreglan í Northumbria Asher er fyrrum hermaður hjá breska hernum og stuðningsmaður Newcastle. Í réttarskjölum er sagt að hann hafi mætt á einn eða tvo fótboltaleiki á síðustu fimm árum. Hann hafi hins vegar haft mikinn áhuga á því að mæta á leik Newcastle gegn Tottenham. „Hatursglæpir munu ekki fá að viðgangast innan samfélagsins okkar undir hvaða kringumstæðum sem er. Ég fagna því banni sem Asher fær,“ sagði rannsóknarlögreglumaðurinn hjá lögreglunni í Northumbria, Gillian Beecroft, áður en hann bætti við. „Í norðaustur Englandi höfum við einhverja af ástríðufyllstu stuðningsmönnum landsins og mikill meirihluti þeirra geta hagað sér á knattspyrnuvöllum. Hins vegar getur lítill minnihluti eyðilagt skemmtun annara með svona hegðun. Þegar það gerist er nauðsynlegt að við notum allt í okkar verkahring til að sækja þá til saka.“ Asher verður bannaður á öllum leikvöngum Englands til ársins 2025. Gildir bannið í öllum deildum Englands sem og á landsleiki Englands. Mun Asher þá heldur ekki fá að ferðast á leiki enska landsliðsins á útivelli.
Enski boltinn Bretland Mest lesið Ronaldinho og Usain Bolt reyna fyrir sér í þjálfun Sport NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Körfubolti Hákon reyndist hetja Brentford Enski boltinn Skoraði nánast alveg eins mark í fyrra en Del Piero gerði betur Fótbolti Magnaður viðsnúningur hjá Aserum Fótbolti „Vissi ekki að við gætum þetta“ Fótbolti Hættir að verja mark Frakklands til að verja tíma með fjölskyldunni Sport Ótrúlegt átta marka jafntefli hjá Juventus og Dortmund Fótbolti Tottenham slapp með sigur eftir furðulegt sjálfsmark Fótbolti Ódýr vítaspyrna tryggði tíu Madrídingum endurkomusigur Fótbolti Fleiri fréttir Skoraði nánast alveg eins mark í fyrra en Del Piero gerði betur Hákon reyndist hetja Brentford Magnaður viðsnúningur hjá Aserum Ótrúlegt átta marka jafntefli hjá Juventus og Dortmund Ódýr vítaspyrna tryggði tíu Madrídingum endurkomusigur Tottenham slapp með sigur eftir furðulegt sjálfsmark „Vissi ekki að við gætum þetta“ Varamennirnir lögðu upp hvor fyrir annan Kristall skaut Sønderjyske áfram Yamal meiddur og þjálfarinn gagnrýnir landsliðið Fyrirliðinn ekki með Arsenal í Baskalandi Gæti spilað í kvöld en þarf að mæta í réttarsal í fyrramálið Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Bellingham batnaði hraðar en búist var við „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Varamaður Mikaels skoraði jöfnunarmarkið Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Sparkað í klof liðsfélaga Kolbeins en sigurinn sóttur Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Meiðslahrjáði miðvörðurinn lætur gott heita Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Verður væntanlega ráðinn 89 dögum eftir að hann var rekinn City rak barþjón sem mætti í United-treyju í vinnuna „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Leik hætt eftir að leikmaður hné niður „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Sjá meira