Neitaði Adana þrisvar áður en hann samþykkti samningstilboðið Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 21. júlí 2022 11:01 Birkir Bjarnason spilar í dag í Tyrklandi. BSR Agency/Getty Images Landsliðsmaðurinn Birkir Bjarnason spilar í dag í Tyrklandi. Hann hafði þó upphaflega lítinn áhuga á að spila fyrir núverandi lið sitt Adana Demirspor og neitaði samningstilboði frá félaginu þrívegis áður en hann sagði já. Hinn 34 ára gamli Birkir var í ítarlegu viðtali við staðarmiðilinn Akureyri.net á dögunum. Þessi fjölhæfi miðjumaður er uppalinn á Akureyri en flutti ungur að árum til Noregs. Hann hefur komið víða við á áhugaveðrum ferli en spilar í dag með Adana Demirspor í tyrknesku úrvalsdeildinni. Borgin Adana er staðsett fyrir botni Miðjarðarhafs, rétt tæpum 850 kílómetrum frá Istanbúl en þar æfði liðið á dögunum þar sem hitinn í Adana var tæp 40 stig. Birkir gekk í raðir félagsins á síðasta ári en hafði áður spilað í Noregi, Belgíu, Ítalíu, Sviss, Englandi og Katar. Hann hafði lítinn áhuga á að bæta Tyrklandi við þann lista í upphafi. Birkir Bjarnason með fyrirliðabandið í einum af sínum 110 A-landsleikjum.EPA-EFE/Lavandeira Jr „Þegar ég og kærastan komum hingað fyrst og kíktum á aðstæður leist okkur illa á. Þetta var rétt eftir að við höfðum verið föst á Ítalíu í tvö ár vegna kórónuveirunnar og ég hafði ekkert hitt fjölskylduna allan þann tíma, Tyrkland er langt í burtu og allt mjög frábrugðið því sem maður er vanur. Ég neitaði þess vegna samningstilboði frá liðinu, og gerði það reyndar þrisvar,“ segir landsliðsmaðurinn í viðtalinu við Akureyri.net. „Svo ákváðum við að fara aftur hingað niðureftir. Ég sló á endanum til og er ótrúlega glaður að ég skyldi ákveða að koma hingað,“ bætti hann við. Demirspor endaði í 9. sæti Süper Lig, tyrknesku úrvalsdeildarinnar, á síðustu leiktíð eftir að hafa verið í Evrópubaráttu framan af ári. Hinn hlédrægi Birkir spilaði þar með leikmanni sem elskar sviðsljósið, Ítalanum Mario Balotelli. Hann ber honum vel söguna en þeir höfðu spilað saman áður. „Mér finnst mjög gott að spila með honum. Við náum vel saman enda þekktumst við síðan við spiluðum saman hjá Brescia á Ítalíu um tíma. Auðvitað er svo gott að við tölum báðir ítölsku.“ Birkir í leik gegn Liechtenstein.EPA-EFE/CHRISTIAN MERZ Birkir er samningsbundinn Adana út næsta tímabil og stefnir á að njóta tímabilsins og lífsins í Tyrklandi næstu mánuði. „Ég er kominn á þann aldur að ég reyni að njóta í botn. Maður veit aldrei hvað maður getur verið lengi að og ég ætlaði því að njóta þess að spila fótbolta eins lengi og ég get,“ sagði hann að lokum en viðtal Birkis á Akureyri.net má finna hér. Fótbolti Tyrkneski boltinn Mest lesið Hrókeringar í markmannsmálum Man City Enski boltinn Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Íslenski boltinn Spánverjar örugglega áfram þrátt fyrir vítaklúður Fótbolti Töpuðu stórt áður en þeir mæta Blikum í Meistaradeildinni Fótbolti Andri Fannar á leið frá Bologna enn á ný Fótbolti Vélmennið leiðir Opna breska Golf Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Fótbolti Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Enski boltinn Reyndi allt til að koma kúlunni niður Golf Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Íslenski boltinn Fleiri fréttir Hrókeringar í markmannsmálum Man City Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Spánverjar örugglega áfram þrátt fyrir vítaklúður Töpuðu stórt áður en þeir mæta Blikum í Meistaradeildinni Andri Fannar á leið frá Bologna enn á ný Hófu titilvörnina á naumum sigri Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Madueke skrifar undir hjá Arsenal Goðsögnin sorgmædd yfir aðstöðunni Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Guðrún til Braga í Portúgal: „Nýr klettur í vörninni okkar“ Mbeumo gengur til liðs við Manchester United Sjáðu öll átta mörk Víkings og miðjumark Tryggva Fimm íslenskir Evrópusigrar, sautján mörk í plús og met Blika og KR féll Mætti inn á með brúðkaupsmyndina á legghlífinni og breytti leiknum Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Birnir Snær genginn til liðs við KA Hjálpaði til að vinna KR og var svo seldur Sló met Lennon og jafnaði met Atla Guðna Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir „Ég vildi prófa eitthvað alveg nýtt í umhverfi sem ég þekki ekki mikið“ „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Guðrún kveður Rosengård Að minnsta kosti 57 marktilraunir í sögulegri endurkomu Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Sjá meira
Hinn 34 ára gamli Birkir var í ítarlegu viðtali við staðarmiðilinn Akureyri.net á dögunum. Þessi fjölhæfi miðjumaður er uppalinn á Akureyri en flutti ungur að árum til Noregs. Hann hefur komið víða við á áhugaveðrum ferli en spilar í dag með Adana Demirspor í tyrknesku úrvalsdeildinni. Borgin Adana er staðsett fyrir botni Miðjarðarhafs, rétt tæpum 850 kílómetrum frá Istanbúl en þar æfði liðið á dögunum þar sem hitinn í Adana var tæp 40 stig. Birkir gekk í raðir félagsins á síðasta ári en hafði áður spilað í Noregi, Belgíu, Ítalíu, Sviss, Englandi og Katar. Hann hafði lítinn áhuga á að bæta Tyrklandi við þann lista í upphafi. Birkir Bjarnason með fyrirliðabandið í einum af sínum 110 A-landsleikjum.EPA-EFE/Lavandeira Jr „Þegar ég og kærastan komum hingað fyrst og kíktum á aðstæður leist okkur illa á. Þetta var rétt eftir að við höfðum verið föst á Ítalíu í tvö ár vegna kórónuveirunnar og ég hafði ekkert hitt fjölskylduna allan þann tíma, Tyrkland er langt í burtu og allt mjög frábrugðið því sem maður er vanur. Ég neitaði þess vegna samningstilboði frá liðinu, og gerði það reyndar þrisvar,“ segir landsliðsmaðurinn í viðtalinu við Akureyri.net. „Svo ákváðum við að fara aftur hingað niðureftir. Ég sló á endanum til og er ótrúlega glaður að ég skyldi ákveða að koma hingað,“ bætti hann við. Demirspor endaði í 9. sæti Süper Lig, tyrknesku úrvalsdeildarinnar, á síðustu leiktíð eftir að hafa verið í Evrópubaráttu framan af ári. Hinn hlédrægi Birkir spilaði þar með leikmanni sem elskar sviðsljósið, Ítalanum Mario Balotelli. Hann ber honum vel söguna en þeir höfðu spilað saman áður. „Mér finnst mjög gott að spila með honum. Við náum vel saman enda þekktumst við síðan við spiluðum saman hjá Brescia á Ítalíu um tíma. Auðvitað er svo gott að við tölum báðir ítölsku.“ Birkir í leik gegn Liechtenstein.EPA-EFE/CHRISTIAN MERZ Birkir er samningsbundinn Adana út næsta tímabil og stefnir á að njóta tímabilsins og lífsins í Tyrklandi næstu mánuði. „Ég er kominn á þann aldur að ég reyni að njóta í botn. Maður veit aldrei hvað maður getur verið lengi að og ég ætlaði því að njóta þess að spila fótbolta eins lengi og ég get,“ sagði hann að lokum en viðtal Birkis á Akureyri.net má finna hér.
Fótbolti Tyrkneski boltinn Mest lesið Hrókeringar í markmannsmálum Man City Enski boltinn Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Íslenski boltinn Spánverjar örugglega áfram þrátt fyrir vítaklúður Fótbolti Töpuðu stórt áður en þeir mæta Blikum í Meistaradeildinni Fótbolti Andri Fannar á leið frá Bologna enn á ný Fótbolti Vélmennið leiðir Opna breska Golf Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Fótbolti Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Enski boltinn Reyndi allt til að koma kúlunni niður Golf Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Íslenski boltinn Fleiri fréttir Hrókeringar í markmannsmálum Man City Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Spánverjar örugglega áfram þrátt fyrir vítaklúður Töpuðu stórt áður en þeir mæta Blikum í Meistaradeildinni Andri Fannar á leið frá Bologna enn á ný Hófu titilvörnina á naumum sigri Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Madueke skrifar undir hjá Arsenal Goðsögnin sorgmædd yfir aðstöðunni Lars Lagerbäck: Það verður enginn hálshöggvinn fyrir þetta Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Guðrún til Braga í Portúgal: „Nýr klettur í vörninni okkar“ Mbeumo gengur til liðs við Manchester United Sjáðu öll átta mörk Víkings og miðjumark Tryggva Fimm íslenskir Evrópusigrar, sautján mörk í plús og met Blika og KR féll Mætti inn á með brúðkaupsmyndina á legghlífinni og breytti leiknum Nördarnir sem sigruðu Ísland: „Það fóru allir að hlæja“ Birnir Snær genginn til liðs við KA Hjálpaði til að vinna KR og var svo seldur Sló met Lennon og jafnaði met Atla Guðna Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir „Ég vildi prófa eitthvað alveg nýtt í umhverfi sem ég þekki ekki mikið“ „Þú setur ekki svona pressu á átján ára stelpu“ Guðrún kveður Rosengård Að minnsta kosti 57 marktilraunir í sögulegri endurkomu Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Sjá meira