„Þá erum við í vondum málum, íslenskt samfélag“ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 21. júlí 2022 12:00 Oddný telur að orðspor Íslands velti ekki á því hvort kaup Ardian á Mílu nái fram að ganga. Vísir/Vilhelm Þingmaður segir það mun skaðlegra fyrir orðspor Íslands ef slegið yrði af kröfum um eftirlit með samkeppni, heldur en ef kaup fransks fjárfestingasjóðs á Mílu ná ekki fram að ganga. Samkeppniseftirlitið verði að geta sinnt lögbundnu hlutverki sínu. Samkeppniseftirlitið hefur gert athugasemdir við ákveðna þætti í samningi franska fjárfestingasjóðsins Ardian við Símann um kaupin á Mílu. Áhyggjur eftirlitsins snúa að samkomulagi um viðskipti Mílu við Símann til margra ára eftir söluna. Vilhjálmur Árnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, hefur sagt að ef salan á Mílu nái ekki fram að ganga kunni það að hafa neikvæð áhrif á orðspor Íslands sem álitlegur fjárfestingakostur. Þessu er Oddný G. Harðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, ósammála. Mestu máli skipti að Samkeppniseftirlitið geti sinnt sínu lögbundna hlutverki, sem sé að vinna gegn fákeppni og samkeppnishömlum. „Og það er auðvitað mjög skiljanlegt að fjárfestingasjóðurinn vilji láta fjárfestinguna borga sig, en það er hins vegar hlutverk Samkeppniseftirlitsins að gæta hag okkar og samfélagsins og vinna gegn hugsanlegum slæmum afleiðingum,“ segir Oddný í samtali við fréttastofu. Míla sé þjóðhagslega mikilvægt fyrirtæki. „Ég hef meiri áhyggjur af orðspori Íslendinga ef Samkeppniseftirlitið og viðeigandi stofnanir samfélagsins virka ekki eins og lög gera ráð fyrir. Sem betur fer erum við með slíkar stofnanir og þær eiga að sinna skyldum sínum, annars væri orðspor okkar sannarlega í hættu. Það sé von hennar að sem fæstir ráðamenn meti orðspor Íslands meðal fjárfesta meira heldur kröfur um eftirlit með samkeppni. „Ef það er svona almenn skoðun og álit innan ríkisstjórnarflokkanna að við eigum að slá af kröfum um samkeppni og eftirlit til þess að þóknast fjárfestingasjóðum, þá erum við í vondum málum, íslenskt samfélag. Salan á Mílu Samfylkingin Samkeppnismál Alþingi Mest lesið Engar Robin klementínur á landinu þessi jól Neytendur Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Viðskipti innlent Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Viðskipti innlent Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Viðskipti innlent Jólagjöf ársins 2025 veltir sigurvegara síðustu tveggja ára úr sessi Samstarf SFS vilja margfalda fiskeldi og fagna erlendri fjárfestingu Viðskipti innlent Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Viðskipti innlent Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Viðskipti innlent Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Viðskipti innlent Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Viðskipti innlent Fleiri fréttir Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Hallgrímur Örn og Bára Hlín til atNorth Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Bird skellt í lás Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Sjá meira
Samkeppniseftirlitið hefur gert athugasemdir við ákveðna þætti í samningi franska fjárfestingasjóðsins Ardian við Símann um kaupin á Mílu. Áhyggjur eftirlitsins snúa að samkomulagi um viðskipti Mílu við Símann til margra ára eftir söluna. Vilhjálmur Árnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, hefur sagt að ef salan á Mílu nái ekki fram að ganga kunni það að hafa neikvæð áhrif á orðspor Íslands sem álitlegur fjárfestingakostur. Þessu er Oddný G. Harðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, ósammála. Mestu máli skipti að Samkeppniseftirlitið geti sinnt sínu lögbundna hlutverki, sem sé að vinna gegn fákeppni og samkeppnishömlum. „Og það er auðvitað mjög skiljanlegt að fjárfestingasjóðurinn vilji láta fjárfestinguna borga sig, en það er hins vegar hlutverk Samkeppniseftirlitsins að gæta hag okkar og samfélagsins og vinna gegn hugsanlegum slæmum afleiðingum,“ segir Oddný í samtali við fréttastofu. Míla sé þjóðhagslega mikilvægt fyrirtæki. „Ég hef meiri áhyggjur af orðspori Íslendinga ef Samkeppniseftirlitið og viðeigandi stofnanir samfélagsins virka ekki eins og lög gera ráð fyrir. Sem betur fer erum við með slíkar stofnanir og þær eiga að sinna skyldum sínum, annars væri orðspor okkar sannarlega í hættu. Það sé von hennar að sem fæstir ráðamenn meti orðspor Íslands meðal fjárfesta meira heldur kröfur um eftirlit með samkeppni. „Ef það er svona almenn skoðun og álit innan ríkisstjórnarflokkanna að við eigum að slá af kröfum um samkeppni og eftirlit til þess að þóknast fjárfestingasjóðum, þá erum við í vondum málum, íslenskt samfélag.
Salan á Mílu Samfylkingin Samkeppnismál Alþingi Mest lesið Engar Robin klementínur á landinu þessi jól Neytendur Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Viðskipti innlent Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Viðskipti innlent Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Viðskipti innlent Jólagjöf ársins 2025 veltir sigurvegara síðustu tveggja ára úr sessi Samstarf SFS vilja margfalda fiskeldi og fagna erlendri fjárfestingu Viðskipti innlent Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Viðskipti innlent Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Viðskipti innlent Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Viðskipti innlent Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Viðskipti innlent Fleiri fréttir Nýr sameinaður lífeyrissjóður verði með þeim stærstu Ráðinn verkefnastjóri stórfjárfestinga Skýrt að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Fæstir hlynntir veru Rúv á auglýsingamarkaði Kaupsamningar fleiri í október þrátt fyrir óvissu á lánamarkaði Alvotech tekur dýfu eftir uppgjör Ráðinn framkvæmdastjóri upplýsingatækni hjá Styrkás Sendafélagið kaupir 4G og 5G dreifikerfi Sýnar og Nova Auknar tekjur en nýta sér 12,7 milljarða veltufjármögnun Búi sig undir að berja í borðið Bindur vonir við „plan B“ Klístruð gólf og mygla meðal þess sem felldi Alvotech Spá að stýrivextir haldist óbreyttir Markaðurinn telur taumhaldið of þétt en býst ekki við lækkun Stöðva rekstur Vélfags Milljón króna sekt fyrir að reka gistiheimili án leyfis Ráðinn aðstoðarsköpunarstjóri Hvíta hússins Ráðin framkvæmdastýra Ljósleiðarans Lögleiða þurfi netspilun til að ná stjórn á ástandinu Aldrei mikilvægara að fylgjast vel með lánunum Fundu „þjóðaröryggis-málma“ á Grænlandi Vélfag hafi ítrekað grafið undan eigin undanþágu Hallgrímur Örn og Bára Hlín til atNorth Vélfagi synjað um frekari undanþágur frá þvingunaraðgerðum Arion banki tilkynnir nýtt lánaframboð Bird skellt í lás Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Fóru með sigur af hólmi í Bretlandi Blása í lúðra vegna atvinnuleysis á Suðurnesjum Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Sjá meira