„Þurfum bara að mæta með kassann úti og keyra yfir þá“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 21. júlí 2022 15:00 Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks, fór yfir Evrópuleik kvöldsins. Vísir/Stöð 2 Breiðablik tekur á móti Budućnost Podgorica í fyrri leik liðanna í forkeppni Sambandsdeildar Evrópu í kvöld. Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari liðsins, ræddi við Stöð 2 í dag og fór yfir möguleika sinna manna. „Bara hrikalega vel. Við erum auðvitað bara mjög spenntir því Evrópuleikirnir hafa sinn sjarma og eru öðruvísi en deildarleikirnir. Þannig að okkur hlakkar bara mikið til,“ sagði Óskar Hrafn í samtali við Stöð 2 í dag. Óskar segir að andstæðingar kvöldsins séu með öflugt lið sem ber að varast. Hann segir einnig að sínir menn verði að taka frumkvæðið í leiknum og byrja af krafti. „Þeir eru með gott lið. Við höfum tvo leiki úr síðustu umferð í Evrópu til að meta þá því þeir eru með svolítið breytt lið frá því í fyrra. Þetta er öflugt lið og kröftugt með mikil einstaklingsgæði úti á köntunum. Þeir eru með unga leikmenn sem eru feikilega öflugir og við þurfum að varast.“ „Þeir fara hátt þegar þeir treysta sér til þess, en þeim líður líka ágætlega niðri og voru mjög varnarsinnaðir á útivelli í síðustu umferð. Þar voru þeir auðvitað að verja tveggja marka forystu frá fyrri leiknum. Okkar mögueliki liggur bara helst í því að færa lappirnar hraðar en þeir, leggja meira í leikinn og byrja af krafti.“ Þá segir Óskar að sínir menn verði að nýta sér sína styrkleika og þá staðreynd að leikmenn Budućnost Podgorica séu ekki vanir að spila á grasi. „Það er bara full ferð. Við förum í hvern einasta heimaleik til að ná frumkvæðinu og markmiði er að taka frumkvæðið og keyra yfir lið. Aum leið og menn eru kraftmiklir þá hefur sóknarleikurinn tilhneigingu til að koma í kjölfarið og það gerist allt hraðar. Ég held að það verði mikilvægt fyrir okkur.“ „Þetta er lið sem spilar á grasi alla leiki og hér liggur einn af okkar styrkleykum, að spila heima á gervigrasi fyrir framan geggjaða áhorfendur. Þannig við þurfum bara að mæta með kassann úti og keyra yfir þá.“ Óskar segir enn fremur að örlítill stigsmunur sé á því hvernig liðið nálgast Evrópuleiki annars vegar og venjulega deildarleiki hins vegar. „Auðvitað er töluverður munur á því hvernig þú nálgast þennan leik annars vegar eða þá FH úti hins vegar. Í FH-liðinu eru leikmenn sem allir okkar leikmenn þekkja út og inn og þar er fátt sem kemur á óvart. Þá ertu kannski meira að skerpa á þínum eign hlutum, en í Evrópukeppni ertu kominn kannski meira niður í smáatriði. Einstaklingar sem eru óþekktar stærðir og eru öðruvísi en menn hafa verið að glíma við. Og svo er stíll liðanna bara öðruvísi sem koma úr þessum hluta Evrópu.“ „Á sama tíma og þetta er krefjandi verkefni þá er þetta líka bara frábært uppbrot á tímabilinu.“ Klippa: Óskar Hrafn fyrir leik Breiðabliks gegn Budu nost Podgorica Fyrst að Óskar nefndi FH-ingana lá beinast við því að spyrja út í næsta deildarleik Breiðabliks sem er einmitt gegn FH um helgina. Óskar segist þó ekki endilega ætla að hræra mikið í liðinu á milli leikja þó leikurinn gegn FH sé á milli Evrópuleikja. „Við tökum hann bara þegar að því kemur. Það er fullur fókus á leikinn í kvöld og þegar hann er búinn þá förum við að hugsa um leikinn gegn FH. Það verður bara að vera þannig. Það er í rauninni rosa lítið hægt að plana langt fram í tímann.“ „Það verður bara að koma í ljós hvernig menn koma út úr þessum leik. Hvort einhverjir verði fyrir einhverju hnjaski og hversu ferskir menn eru. En í grunninn reynum við að hafa heilbrigðar breytingar á milli leikja og ekki umturna öllu. Við reynum að halda í það sem við höfum verið að gera og það gerist ekki með því að taka 7-8 leikmenn og umbylta liðinu. En væntanlega munum við þurfa að breyta eitthvað til.“ Viðtalið við Óskar Hrafn má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan. Leikur Breiðabliks og Budućnost Podgorica hefst klukkan 19:15 og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 4. Fótbolti Breiðablik Sambandsdeild Evrópu Mest lesið Sterkasta kona heims svipt titlinum þegar í ljós kom að hún fæddist karlkyns Sport Margt jákvætt en þýska stálið refsaði Handbolti „Meira vesen fyrir manninn sem hefur ekki hoppað yfir símaskrá“ Sport Dæmd í langt bann fyrir að leyna því hvar hún væri Sport Fiskur og rauðvín í Barcelona í skugga sögusagna: „Best að segja sem minnst“ Handbolti Atli kveður KR og flytur norður Íslenski boltinn „Það helsta sem ég sakna við Þýskaland“ Handbolti Skjótur bati Janusar: „Tel mig heppinn að ekki hafi farið verr“ Handbolti Ætla að senda skýr skilaboð gegn Íslandi og gætu fengið vænan bónus Handbolti Estevao hangir ekki í símanum Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu mark númer tvö hjá Viktori í Meistaradeildinni Þurftu að biðjast afsökunar á framkomu áhrifavalds í bikardrætti FCK - Kairat | Hvað gerir Viktor gegn Kasökum? Svona var fundur Blika fyrir slaginn við Loga og félaga Estevao hangir ekki í símanum Atli kveður KR og flytur norður Fantasýn: Hefði átt að hlusta á fáránlegu rökin sín „Eins og vanvirðing og skilur ekkert eftir sig nema vont bragð“ Refur á vappi um Brúna minnti á Atla Sjáðu öll mörkin: Magnaður Estevao, 36 ára Auba og McTominay í stuði Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Drama í Noregi og 36 ára Auba sá um Newcastle Gjörbreytt lið City mátti þola sitt fyrsta tap Spænski risinn grátt leikinn og Estevao vann uppgjör ungstirnanna Slot kennir sjálfum sér um eftir „fáránlegt“ gengi Skildu Ajax-menn eina eftir án stiga á botni Meistaradeildarinnar Flokkarnir fyrir HM-drátt: Leiðin gerð svo að fjögur bestu mætist seint Ronaldo slapp við bann á HM Theodór Elmar hættur hjá KR Yfir sig ánægður með Rashford: „Hann er síbrosandi“ Sjáðu bestu vörslur Pickfords gegn United „Sem fagmaður frábær en ennþá betri vinur“ Íslensku stelpurnar hjá Inter báðar í liði umferðarinnar Fannst ferlega erfitt að horfa á Isak: „Gjörsamlega ósýnilegur“ Gueye biðst afsökunar: „Ekkert réttlætir svona hegðun“ Moyes kastaði kveðju á vini sína á Íslandi eftir viðtal við Hjörvar „Salah talar bara þegar hann vantar nýjan samning“ Sjáðu markið, rauða spjaldið og púðurskot United í sögulegum sigri Everton Amorim við Hjörvar: Ég og liðið áttum þetta baul skilið United afþakkaði glórulausa gjöf Gueye Sjá meira
„Bara hrikalega vel. Við erum auðvitað bara mjög spenntir því Evrópuleikirnir hafa sinn sjarma og eru öðruvísi en deildarleikirnir. Þannig að okkur hlakkar bara mikið til,“ sagði Óskar Hrafn í samtali við Stöð 2 í dag. Óskar segir að andstæðingar kvöldsins séu með öflugt lið sem ber að varast. Hann segir einnig að sínir menn verði að taka frumkvæðið í leiknum og byrja af krafti. „Þeir eru með gott lið. Við höfum tvo leiki úr síðustu umferð í Evrópu til að meta þá því þeir eru með svolítið breytt lið frá því í fyrra. Þetta er öflugt lið og kröftugt með mikil einstaklingsgæði úti á köntunum. Þeir eru með unga leikmenn sem eru feikilega öflugir og við þurfum að varast.“ „Þeir fara hátt þegar þeir treysta sér til þess, en þeim líður líka ágætlega niðri og voru mjög varnarsinnaðir á útivelli í síðustu umferð. Þar voru þeir auðvitað að verja tveggja marka forystu frá fyrri leiknum. Okkar mögueliki liggur bara helst í því að færa lappirnar hraðar en þeir, leggja meira í leikinn og byrja af krafti.“ Þá segir Óskar að sínir menn verði að nýta sér sína styrkleika og þá staðreynd að leikmenn Budućnost Podgorica séu ekki vanir að spila á grasi. „Það er bara full ferð. Við förum í hvern einasta heimaleik til að ná frumkvæðinu og markmiði er að taka frumkvæðið og keyra yfir lið. Aum leið og menn eru kraftmiklir þá hefur sóknarleikurinn tilhneigingu til að koma í kjölfarið og það gerist allt hraðar. Ég held að það verði mikilvægt fyrir okkur.“ „Þetta er lið sem spilar á grasi alla leiki og hér liggur einn af okkar styrkleykum, að spila heima á gervigrasi fyrir framan geggjaða áhorfendur. Þannig við þurfum bara að mæta með kassann úti og keyra yfir þá.“ Óskar segir enn fremur að örlítill stigsmunur sé á því hvernig liðið nálgast Evrópuleiki annars vegar og venjulega deildarleiki hins vegar. „Auðvitað er töluverður munur á því hvernig þú nálgast þennan leik annars vegar eða þá FH úti hins vegar. Í FH-liðinu eru leikmenn sem allir okkar leikmenn þekkja út og inn og þar er fátt sem kemur á óvart. Þá ertu kannski meira að skerpa á þínum eign hlutum, en í Evrópukeppni ertu kominn kannski meira niður í smáatriði. Einstaklingar sem eru óþekktar stærðir og eru öðruvísi en menn hafa verið að glíma við. Og svo er stíll liðanna bara öðruvísi sem koma úr þessum hluta Evrópu.“ „Á sama tíma og þetta er krefjandi verkefni þá er þetta líka bara frábært uppbrot á tímabilinu.“ Klippa: Óskar Hrafn fyrir leik Breiðabliks gegn Budu nost Podgorica Fyrst að Óskar nefndi FH-ingana lá beinast við því að spyrja út í næsta deildarleik Breiðabliks sem er einmitt gegn FH um helgina. Óskar segist þó ekki endilega ætla að hræra mikið í liðinu á milli leikja þó leikurinn gegn FH sé á milli Evrópuleikja. „Við tökum hann bara þegar að því kemur. Það er fullur fókus á leikinn í kvöld og þegar hann er búinn þá förum við að hugsa um leikinn gegn FH. Það verður bara að vera þannig. Það er í rauninni rosa lítið hægt að plana langt fram í tímann.“ „Það verður bara að koma í ljós hvernig menn koma út úr þessum leik. Hvort einhverjir verði fyrir einhverju hnjaski og hversu ferskir menn eru. En í grunninn reynum við að hafa heilbrigðar breytingar á milli leikja og ekki umturna öllu. Við reynum að halda í það sem við höfum verið að gera og það gerist ekki með því að taka 7-8 leikmenn og umbylta liðinu. En væntanlega munum við þurfa að breyta eitthvað til.“ Viðtalið við Óskar Hrafn má sjá í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan. Leikur Breiðabliks og Budućnost Podgorica hefst klukkan 19:15 og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 4.
Fótbolti Breiðablik Sambandsdeild Evrópu Mest lesið Sterkasta kona heims svipt titlinum þegar í ljós kom að hún fæddist karlkyns Sport Margt jákvætt en þýska stálið refsaði Handbolti „Meira vesen fyrir manninn sem hefur ekki hoppað yfir símaskrá“ Sport Dæmd í langt bann fyrir að leyna því hvar hún væri Sport Fiskur og rauðvín í Barcelona í skugga sögusagna: „Best að segja sem minnst“ Handbolti Atli kveður KR og flytur norður Íslenski boltinn „Það helsta sem ég sakna við Þýskaland“ Handbolti Skjótur bati Janusar: „Tel mig heppinn að ekki hafi farið verr“ Handbolti Ætla að senda skýr skilaboð gegn Íslandi og gætu fengið vænan bónus Handbolti Estevao hangir ekki í símanum Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu mark númer tvö hjá Viktori í Meistaradeildinni Þurftu að biðjast afsökunar á framkomu áhrifavalds í bikardrætti FCK - Kairat | Hvað gerir Viktor gegn Kasökum? Svona var fundur Blika fyrir slaginn við Loga og félaga Estevao hangir ekki í símanum Atli kveður KR og flytur norður Fantasýn: Hefði átt að hlusta á fáránlegu rökin sín „Eins og vanvirðing og skilur ekkert eftir sig nema vont bragð“ Refur á vappi um Brúna minnti á Atla Sjáðu öll mörkin: Magnaður Estevao, 36 ára Auba og McTominay í stuði Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Drama í Noregi og 36 ára Auba sá um Newcastle Gjörbreytt lið City mátti þola sitt fyrsta tap Spænski risinn grátt leikinn og Estevao vann uppgjör ungstirnanna Slot kennir sjálfum sér um eftir „fáránlegt“ gengi Skildu Ajax-menn eina eftir án stiga á botni Meistaradeildarinnar Flokkarnir fyrir HM-drátt: Leiðin gerð svo að fjögur bestu mætist seint Ronaldo slapp við bann á HM Theodór Elmar hættur hjá KR Yfir sig ánægður með Rashford: „Hann er síbrosandi“ Sjáðu bestu vörslur Pickfords gegn United „Sem fagmaður frábær en ennþá betri vinur“ Íslensku stelpurnar hjá Inter báðar í liði umferðarinnar Fannst ferlega erfitt að horfa á Isak: „Gjörsamlega ósýnilegur“ Gueye biðst afsökunar: „Ekkert réttlætir svona hegðun“ Moyes kastaði kveðju á vini sína á Íslandi eftir viðtal við Hjörvar „Salah talar bara þegar hann vantar nýjan samning“ Sjáðu markið, rauða spjaldið og púðurskot United í sögulegum sigri Everton Amorim við Hjörvar: Ég og liðið áttum þetta baul skilið United afþakkaði glórulausa gjöf Gueye Sjá meira