Ekki tilefni til að grípa til harðari aðgerða vegna apabólu Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 24. júlí 2022 12:10 Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir ekki tilefni til að grípa til hertra aðgerða vegna apabólu. Vísir/Vilhelm Ekki er tilefni til að grípa til harðari aðgerða vegna apabólunnar að mati sóttvarnalæknis. Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin lýsti í gær yfir alþjóðlegu neyðarástandi vegna sjúkdómsins. „Þetta breytir í sjálfu sér ekki þeim viðbrögðum sem við erum með hér. Það sem við erum að gera hér í samræmi við það sem Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin hefur verið að mælast til. Við erum að vinna með grasrótarsamtökum og erum að vinna með þessa hvatningu og benda á í hverju áhættan felst í því að smitast,“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. Hingað komi bóluefni í haust sem gefið verður þeim sem eru í mestri áhættu og byrjað á þeim sem eru þegar í fyrirbyggjandi meðferð gegn HIV. Bólusett verður uppi á göngudeild smitsjúkdóma á Landspítalanum. „Við erum að fá bóluefni þessa fjörutíu skammta og það verður kannski erfitt að útdeila þeim alveg á réttlátan máta en það er mikilvægt að byrja að bólusetja sem fyrst og síðan fáum við í framhaldi af því 1400 skammta sem er búið að lofa okkkur frá Evrópusamabandinu. Ég vona bara að þeir komi fljótlega,“ segir Þórólfur. „Við munum beina sjónum okkar að [þeim sem eru í fyrirbyggjandi meðferð við HIV] fyrst og teljum að þeir séu kannski í mestri áhættu af að smitast. Það getur vel komið til að það þurfi að útvíkka það eitthvað, það er óljóst á þessum tíma,“ segir Þórólfur. Ekki sé ástæða til að grípa til hertra aðgerða. „Það er ekki ástæða til í sjálfu sér til að beita einhverjum lokunum eða takmörkunum, ekki á þessu stigi. Ég held við ættum að geta náð þessu, alla vega látið á það reyna fyllilega fyrst og sem betur fer er þetta ekki alvarlegur sjúkdómur, þannig að fólk er ekki að veikjast alvarlega. Þeir níu sem hafa veikst hér hafa ekki veikst alvarlega og geta verið heima en þetta getur verið mjög hvimleiður sjúdómur.“ Heilbrigðismál Apabóla Tengdar fréttir Lýsa yfir alþjóðlegu neyðarástandi vegna apabólu Alþjóðaheilbrigðisstofnunin hefur lýst yfir neyðarástandi á heimsvísu vegna útbreiðslu apabólu. Þetta var tilkynnt í dag í kjölfar annars fundar neyðarnefndar vegna málsins. 23. júlí 2022 16:13 Níu greinst með apabólu og það styttist í bólusetningu Alls hafa níu manns greinst með apabólu hér á landi. Þeir smituðu eru karlmenn á miðjum aldri, helmingur þeirra er með tengsl við útlönd og helmingur ekki. 21. júlí 2022 12:45 Bóluefni gegn apabólu væntanlegt í júlí Bóluefni gegn apabólu er væntanlegt til Íslands í lok júlí. Íslenskt stjórnvöld tryggðu sér birgðir af bóluefninu Jynneos með þátttöku í Evrópusamstarfinu HERA og EU4health. 30. júní 2022 17:29 Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Viðskipti erlent Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Innlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Innlent Frambjóðendur spurðu hvor annan: „Ég ætla að hlusta á þá“ Innlent Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Innlent Fleiri fréttir „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Frambjóðendur spurðu hvor annan: „Ég ætla að hlusta á þá“ Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Sjá meira
„Þetta breytir í sjálfu sér ekki þeim viðbrögðum sem við erum með hér. Það sem við erum að gera hér í samræmi við það sem Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin hefur verið að mælast til. Við erum að vinna með grasrótarsamtökum og erum að vinna með þessa hvatningu og benda á í hverju áhættan felst í því að smitast,“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. Hingað komi bóluefni í haust sem gefið verður þeim sem eru í mestri áhættu og byrjað á þeim sem eru þegar í fyrirbyggjandi meðferð gegn HIV. Bólusett verður uppi á göngudeild smitsjúkdóma á Landspítalanum. „Við erum að fá bóluefni þessa fjörutíu skammta og það verður kannski erfitt að útdeila þeim alveg á réttlátan máta en það er mikilvægt að byrja að bólusetja sem fyrst og síðan fáum við í framhaldi af því 1400 skammta sem er búið að lofa okkkur frá Evrópusamabandinu. Ég vona bara að þeir komi fljótlega,“ segir Þórólfur. „Við munum beina sjónum okkar að [þeim sem eru í fyrirbyggjandi meðferð við HIV] fyrst og teljum að þeir séu kannski í mestri áhættu af að smitast. Það getur vel komið til að það þurfi að útvíkka það eitthvað, það er óljóst á þessum tíma,“ segir Þórólfur. Ekki sé ástæða til að grípa til hertra aðgerða. „Það er ekki ástæða til í sjálfu sér til að beita einhverjum lokunum eða takmörkunum, ekki á þessu stigi. Ég held við ættum að geta náð þessu, alla vega látið á það reyna fyllilega fyrst og sem betur fer er þetta ekki alvarlegur sjúkdómur, þannig að fólk er ekki að veikjast alvarlega. Þeir níu sem hafa veikst hér hafa ekki veikst alvarlega og geta verið heima en þetta getur verið mjög hvimleiður sjúdómur.“
Heilbrigðismál Apabóla Tengdar fréttir Lýsa yfir alþjóðlegu neyðarástandi vegna apabólu Alþjóðaheilbrigðisstofnunin hefur lýst yfir neyðarástandi á heimsvísu vegna útbreiðslu apabólu. Þetta var tilkynnt í dag í kjölfar annars fundar neyðarnefndar vegna málsins. 23. júlí 2022 16:13 Níu greinst með apabólu og það styttist í bólusetningu Alls hafa níu manns greinst með apabólu hér á landi. Þeir smituðu eru karlmenn á miðjum aldri, helmingur þeirra er með tengsl við útlönd og helmingur ekki. 21. júlí 2022 12:45 Bóluefni gegn apabólu væntanlegt í júlí Bóluefni gegn apabólu er væntanlegt til Íslands í lok júlí. Íslenskt stjórnvöld tryggðu sér birgðir af bóluefninu Jynneos með þátttöku í Evrópusamstarfinu HERA og EU4health. 30. júní 2022 17:29 Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Viðskipti erlent Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Innlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Innlent Frambjóðendur spurðu hvor annan: „Ég ætla að hlusta á þá“ Innlent Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Innlent Fleiri fréttir „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Frambjóðendur spurðu hvor annan: „Ég ætla að hlusta á þá“ Macron vinsamlegur en ákveðinn á fundi með Trump Drónaframleiðsla, sprengjuleit og innviðauppbygging meðal þess sem Ísland styrkir Slökkviliðsmenn felldu samninginn Kristrún í Kænugarði: „Mjög tilfinningaþrungið ástand hérna“ Ofbýður hvað Reykjavík er ljót „Ekki sitja í störukeppni á meðan molnar undan unga fólkinu“ Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Sjá meira
Lýsa yfir alþjóðlegu neyðarástandi vegna apabólu Alþjóðaheilbrigðisstofnunin hefur lýst yfir neyðarástandi á heimsvísu vegna útbreiðslu apabólu. Þetta var tilkynnt í dag í kjölfar annars fundar neyðarnefndar vegna málsins. 23. júlí 2022 16:13
Níu greinst með apabólu og það styttist í bólusetningu Alls hafa níu manns greinst með apabólu hér á landi. Þeir smituðu eru karlmenn á miðjum aldri, helmingur þeirra er með tengsl við útlönd og helmingur ekki. 21. júlí 2022 12:45
Bóluefni gegn apabólu væntanlegt í júlí Bóluefni gegn apabólu er væntanlegt til Íslands í lok júlí. Íslenskt stjórnvöld tryggðu sér birgðir af bóluefninu Jynneos með þátttöku í Evrópusamstarfinu HERA og EU4health. 30. júní 2022 17:29