Lufthansa aflýsir nær öllum flugferðum frá Frankfurt og München Magnús Jochum Pálsson skrifar 26. júlí 2022 11:38 Talið er að rúmlega 130 þúsund farþegar muni finna fyrir aflýsingum meira en þúsund flugferða frá Frankfurt og München í dag og á morgun. AP/Michael Probst Lufthansa mun þurfa að aflýsa næstum öllum flugferðum sínum frá Frankfurt og München á miðvikudag vegna verkfalls þýskra flugvallarstarfsmanna. Flugfélagið ætlar að aflýsa 1.023 flugferðum sem þýðir að rúmlega hundrað þúsund ferðalangar munu verða fyrir áhrifum. Flugfélagið segist þurfa að aflýsa 678 flugferðum frá Frankfurt og 345 flugferðum frá München. Meirihluti aflýsinganna verður á miðvikudag en tæplega fimmtíu flugferðum verður aflýst í dag. Jafnframt segir flugfélagið að 92 þúsund farþegar verði fyrir áhrifum aflýsinganna frá Frankfurt og 42 þúsund frá München. Þá kemur fram í tilkynningu flugfélagsins að haft verði samband við þá farþega sem verði fyrir áhrifum aflýsinganna og að flugfélagið muni reyna að endurbóka viðkomandi farþega á nýjar flugferðir þar sem það er hægt. Um leið varar flugfélagið við „mjög takmörkuðu“ plássi. Flugfélagið greinir frá því að verkfallið gæti einnig leitt til „einstakra aflýsinganna eða frestana flugferða“ á fimmtudag og föstudag. Verkföllin bæti gráu á svart ástand flugvalla Verkalýðsfélagið Verdi, sem er næststærsta verkalýðsfélag Þýskalands, tilkynnti á mánudag að það hygðist beita eins dags verkfalli til að setja þrýsting á Lufthansa í samningaviðræðum við um tuttugu þúsund starfsmenn flugfélagsins sem vinna á jörðu niðri. Verkalýðsfélagið hefur kallað eftir 9,5 prósent launahækkun og segir síðasta samningsboð Lufthansa langt frá því að vera ásættanlegt. Lufthansa sér fram á að þurfa að aflýsa meira en þúsund flugferðum frá Frankfurt og München í dag og á morgun.AP/Matthias Schrader Verkfallið mun vara frá morgni miðvikudags til morguns fimmtudags og bætir gráu ofan á svart ástand þýskra flugvalla sem hafa þolað langar biðraðir og frestanir vegna starfsmannaskorts og ferðalagaþyrstra ferðalanga eftir Covid-faraldur. Ástandið hefur verið slæmt um alla Evrópu þar sem flugvellir hafa átt í erfiðleikum með að endurráða starfsfólk sem var sagt upp í Covid-faraldrinum. Til að bregðast við ástandinu hafa flugvellir á borð við Heathrow og Schipol gripið til þess ráðs að setja hámark á fjölda daglegra flugfarþega. Þess má geta að í dag er áætlað flug með Lufthansa frá Frankfurt til Íslands sem á að lenda klukkan 13:50 á Keflavíkurflugvelli. Samkvæmt vef Keflavíkurflugvallar er sú flugferð enn á áætlun. Fréttir af flugi Þýskaland Tengdar fréttir Ófremdarástandið gæti varað fram á haust Ófremdarástandið sem ríkir á flugvöllum víða í Evrópu gæti varað fram á haust að sögn forstjóra þýska flugfélagsins Lufthansa því erfitt hefur reynst að manna stöður eftir faraldurinn. Ritstjóri Túrista segir að það sé ekki skynsamlegt að bóka tengiflug í sumar því viðbúið sé að miklar breytingar verði á flugáætlunum. 6. júlí 2022 15:22 Heathrow-flugvöllur setur takmörk á fjölda farþega Heathrow-flugvöllur hefur sett hámark á þann fjölda farþega sem flýgur frá vellinum næstu þrjá mánuði. Af því tilefni hafa stjórnendur flugvallarins sagt flugfélögum að hætta að selja sumarmiða. Fari fjöldi daglegra farþega fram úr 100 þúsund gæti þurft að aflýsa einhverjum flugum. 12. júlí 2022 17:03 Mannekla veldur ófremdarástandi um allan heim Fréttir berast nú víða að af biðröðum og seinkunum á erlendum flugvöllum. Margir Íslendingar eru farnir að hafa áhyggjur af því að ástandið muni bitni á ferðalögum þeirra. Upplýsingafulltrúar flugfélaganna Play og Icelandair segja mikla aukningu hafa orðið á „tösku-seinkunum“ og að ástandsins gæti um allan heim. 23. júní 2022 16:34 Mest lesið „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Konan er fundin Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Erlent Sextán ára kveikti í herbergi sínu Innlent Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Innlent Fleiri fréttir Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Fimmtán látnir hið minnsta eftir að kláfur fór út af sporinu Sjá meira
Flugfélagið segist þurfa að aflýsa 678 flugferðum frá Frankfurt og 345 flugferðum frá München. Meirihluti aflýsinganna verður á miðvikudag en tæplega fimmtíu flugferðum verður aflýst í dag. Jafnframt segir flugfélagið að 92 þúsund farþegar verði fyrir áhrifum aflýsinganna frá Frankfurt og 42 þúsund frá München. Þá kemur fram í tilkynningu flugfélagsins að haft verði samband við þá farþega sem verði fyrir áhrifum aflýsinganna og að flugfélagið muni reyna að endurbóka viðkomandi farþega á nýjar flugferðir þar sem það er hægt. Um leið varar flugfélagið við „mjög takmörkuðu“ plássi. Flugfélagið greinir frá því að verkfallið gæti einnig leitt til „einstakra aflýsinganna eða frestana flugferða“ á fimmtudag og föstudag. Verkföllin bæti gráu á svart ástand flugvalla Verkalýðsfélagið Verdi, sem er næststærsta verkalýðsfélag Þýskalands, tilkynnti á mánudag að það hygðist beita eins dags verkfalli til að setja þrýsting á Lufthansa í samningaviðræðum við um tuttugu þúsund starfsmenn flugfélagsins sem vinna á jörðu niðri. Verkalýðsfélagið hefur kallað eftir 9,5 prósent launahækkun og segir síðasta samningsboð Lufthansa langt frá því að vera ásættanlegt. Lufthansa sér fram á að þurfa að aflýsa meira en þúsund flugferðum frá Frankfurt og München í dag og á morgun.AP/Matthias Schrader Verkfallið mun vara frá morgni miðvikudags til morguns fimmtudags og bætir gráu ofan á svart ástand þýskra flugvalla sem hafa þolað langar biðraðir og frestanir vegna starfsmannaskorts og ferðalagaþyrstra ferðalanga eftir Covid-faraldur. Ástandið hefur verið slæmt um alla Evrópu þar sem flugvellir hafa átt í erfiðleikum með að endurráða starfsfólk sem var sagt upp í Covid-faraldrinum. Til að bregðast við ástandinu hafa flugvellir á borð við Heathrow og Schipol gripið til þess ráðs að setja hámark á fjölda daglegra flugfarþega. Þess má geta að í dag er áætlað flug með Lufthansa frá Frankfurt til Íslands sem á að lenda klukkan 13:50 á Keflavíkurflugvelli. Samkvæmt vef Keflavíkurflugvallar er sú flugferð enn á áætlun.
Fréttir af flugi Þýskaland Tengdar fréttir Ófremdarástandið gæti varað fram á haust Ófremdarástandið sem ríkir á flugvöllum víða í Evrópu gæti varað fram á haust að sögn forstjóra þýska flugfélagsins Lufthansa því erfitt hefur reynst að manna stöður eftir faraldurinn. Ritstjóri Túrista segir að það sé ekki skynsamlegt að bóka tengiflug í sumar því viðbúið sé að miklar breytingar verði á flugáætlunum. 6. júlí 2022 15:22 Heathrow-flugvöllur setur takmörk á fjölda farþega Heathrow-flugvöllur hefur sett hámark á þann fjölda farþega sem flýgur frá vellinum næstu þrjá mánuði. Af því tilefni hafa stjórnendur flugvallarins sagt flugfélögum að hætta að selja sumarmiða. Fari fjöldi daglegra farþega fram úr 100 þúsund gæti þurft að aflýsa einhverjum flugum. 12. júlí 2022 17:03 Mannekla veldur ófremdarástandi um allan heim Fréttir berast nú víða að af biðröðum og seinkunum á erlendum flugvöllum. Margir Íslendingar eru farnir að hafa áhyggjur af því að ástandið muni bitni á ferðalögum þeirra. Upplýsingafulltrúar flugfélaganna Play og Icelandair segja mikla aukningu hafa orðið á „tösku-seinkunum“ og að ástandsins gæti um allan heim. 23. júní 2022 16:34 Mest lesið „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Konan er fundin Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Erlent Sextán ára kveikti í herbergi sínu Innlent Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Innlent Fleiri fréttir Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Fimmtán látnir hið minnsta eftir að kláfur fór út af sporinu Sjá meira
Ófremdarástandið gæti varað fram á haust Ófremdarástandið sem ríkir á flugvöllum víða í Evrópu gæti varað fram á haust að sögn forstjóra þýska flugfélagsins Lufthansa því erfitt hefur reynst að manna stöður eftir faraldurinn. Ritstjóri Túrista segir að það sé ekki skynsamlegt að bóka tengiflug í sumar því viðbúið sé að miklar breytingar verði á flugáætlunum. 6. júlí 2022 15:22
Heathrow-flugvöllur setur takmörk á fjölda farþega Heathrow-flugvöllur hefur sett hámark á þann fjölda farþega sem flýgur frá vellinum næstu þrjá mánuði. Af því tilefni hafa stjórnendur flugvallarins sagt flugfélögum að hætta að selja sumarmiða. Fari fjöldi daglegra farþega fram úr 100 þúsund gæti þurft að aflýsa einhverjum flugum. 12. júlí 2022 17:03
Mannekla veldur ófremdarástandi um allan heim Fréttir berast nú víða að af biðröðum og seinkunum á erlendum flugvöllum. Margir Íslendingar eru farnir að hafa áhyggjur af því að ástandið muni bitni á ferðalögum þeirra. Upplýsingafulltrúar flugfélaganna Play og Icelandair segja mikla aukningu hafa orðið á „tösku-seinkunum“ og að ástandsins gæti um allan heim. 23. júní 2022 16:34