Ofbeldi eyðileggur góða skemmtun Guðfinnur Sigurvinsson skrifar 28. júlí 2022 09:01 Nú þegar Verslunarmannahelgin er framundan hlakkar marga eflaust til að koma saman og skemmta sér vel á útihátíðum vítt og breitt um landið. Það er eðlilegt, ekki síst í ljósi þess að síðastliðin tvö sumur hefur slíkt skemmtanahald legið í láginni vegna faraldursins. Nú skulum við sameinast um að halda góða skemmtun og koma öll heil heim. Því miður hefur það í áranna rás verið fylgifiskur útihátíða að þar á sér stað ofbeldi, ekki síst kynferðisofbeldi. Því verður að breyta og það getum við ef við leggjumst öll á eitt. Dómsmálaráðuneytið, ríkislögreglustjóri og Neyðarlínan settu á fót starfshóp gegn kynferðisofbeldi um áramót þar sem ég á sæti. Meðal áhersla starfshópsins er að stemma stigu við ofbeldi í skemmtanalífinu. Fyrri hluta árs réðumst við í vitundarvakningu undir kjörorðunum „Verum vakandi – Er allt í góðu?” og nú í sumar „Góða skemmtun”.Þar erum við að hvetja almenning til að vera vakandi fyrir hegðun sem gæti leitt til ofbeldis, einkum á næturlífinu um helgar þegar flest brotin eiga sér stað. Sjáum við eitthvað sem gæti verið undanfari ofbeldis? Þá má stíga inn í og spyrja hvort allt sé í góðu. Ef aðstæður eru augljóslega orðnar ofbeldisfullar og ekki skynsamlegt að stíga beint inn í þá skal hringt í 112 símanúmer Neyðarlínunnar. Þar er fólk þrautþjálfað til að leysa málin, veita ráðgjöf og eftir atvikum senda lögreglu á staðinn. Sömuleiðis er á vef Neyðarlínunnar 112.is að finna mikið magn upplýsinga um ofbeldi og hægt að ræða við neyðarvörð á netspjallinu. Það var forgangsmál hjá Jóni Gunnarssyni dómsmálaráðherra að gera nauðsynlegar kerfisbreytingar og ráðast í þessa vitundarvakingu til að þolendur fái betri móttökur þegar mál þeirra kom inn í kerfið. Líka að sinna forvörnum svo hægt sé að draga sem mest úr kynferðisofbeldi en um leið fjölga tilkynningum um slíkt ofbeldi. Höfuðmarkmiðið að auka traust á kerfinu. Í starfshópnum sitja auk mín, Sigríður Björk Guðjónsdóttir ríkislögreglustjóri, sem er formaður og leiðir hópinn, Hildur Sunna Pálmadóttir lögfræðingur hjá dómsmálaráðuneytinu og Eygló Harðardóttir verkefnastjóri aðgerða gegn ofbeldi hjá ríkislögreglustjóra. Breytingar í rétta átt Í vinnu starfshópsins höfum við átt fundi og samtöl við ótrúlegan fjölda fólks sem kemur að úrvinnslu ofbeldismála á einn eða annan hátt. Rætt hefur verið við önnur ráðuneyti, Reykjavíkurborg, lögregluembættin hringinn í kringum landið, þolendasamtök og þolendamiðstöðvar auk Samtakanna 78. Saman erum við að leita leiða til að bæta allt kerfið fyrir þolendur kynferðisofbeldis og það er að takast í veigamiklum atriðum. M.a. með skýrari rekstrarramma og -forsendum fyrir þolendamiðstöðvar, aukinni sálfræðiþjónustu og ráðgjöf, eflingu ofbeldisgáttar 112 með upplýsingum um réttarvörslukerfið og fyrir þolendur kynferðisofbeldis, áframhaldandi þróun á þjónustugátt lögreglunnar, aðgerðir vegna ofbeldis gegn hinsegin fólki og reglubundinni birtingu tölfræðiupplýsinga um kynbundið ofbeldi á landsvísu. Að auki er verið að bæta við rannsakendum, ákærendum og tæknifólki innan lögreglunnar til að bæta gæði rannsókna og stytta málsmeðferðartíma. Starfshópurinn skilar dómsmálaráðherra annarri áfangaskýrslu sinni í haust en þeirri fyrstu var skilað í vor. Lokaskýrslan kemur í árslok og þá verður árangur starfsins kynntur almenningi á blaðamannafundi. Verslunarmannahelgi á að vera góð skemmtun Verslunarmannahelgin á að skilja eftir sig góðar minningar um góða skemmtun með vinum og vandamönnum. Það er eftirsóknarvert markmið ef við getum haldið verslunarmannahelgi þar sem ekkert ofbeldi á sér stað, ekkert kynferðisofbeldi, engin nauðgun. Með samhentu átaki getum við vonandi unnið okkur að því markmiði. Neyðarlínan hefur þjálfað og frætt þau sem standa að hátíðarhöldum helgarinnar þannig að fólki getur leitað til þeirra um helgina og svo hvet ég fólk til að hlaða niður 112 appinu þar sem nálgast má allar upplýsingar og hafa beint samband við neyðarvörð. Gleðilega Verslunarmannahelgi og góða skemmtun. Höfundur er ráðfjafi dómsmálaráðherra í starfshópi um vitundarvakningu og forvarnir gegn kynferðisofbeldi og kynbundnu ofbeldi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðfinnur Sigurvinsson Kynferðisofbeldi Ferðalög Sjálfstæðisflokkurinn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Skoðun Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Sjá meira
Nú þegar Verslunarmannahelgin er framundan hlakkar marga eflaust til að koma saman og skemmta sér vel á útihátíðum vítt og breitt um landið. Það er eðlilegt, ekki síst í ljósi þess að síðastliðin tvö sumur hefur slíkt skemmtanahald legið í láginni vegna faraldursins. Nú skulum við sameinast um að halda góða skemmtun og koma öll heil heim. Því miður hefur það í áranna rás verið fylgifiskur útihátíða að þar á sér stað ofbeldi, ekki síst kynferðisofbeldi. Því verður að breyta og það getum við ef við leggjumst öll á eitt. Dómsmálaráðuneytið, ríkislögreglustjóri og Neyðarlínan settu á fót starfshóp gegn kynferðisofbeldi um áramót þar sem ég á sæti. Meðal áhersla starfshópsins er að stemma stigu við ofbeldi í skemmtanalífinu. Fyrri hluta árs réðumst við í vitundarvakningu undir kjörorðunum „Verum vakandi – Er allt í góðu?” og nú í sumar „Góða skemmtun”.Þar erum við að hvetja almenning til að vera vakandi fyrir hegðun sem gæti leitt til ofbeldis, einkum á næturlífinu um helgar þegar flest brotin eiga sér stað. Sjáum við eitthvað sem gæti verið undanfari ofbeldis? Þá má stíga inn í og spyrja hvort allt sé í góðu. Ef aðstæður eru augljóslega orðnar ofbeldisfullar og ekki skynsamlegt að stíga beint inn í þá skal hringt í 112 símanúmer Neyðarlínunnar. Þar er fólk þrautþjálfað til að leysa málin, veita ráðgjöf og eftir atvikum senda lögreglu á staðinn. Sömuleiðis er á vef Neyðarlínunnar 112.is að finna mikið magn upplýsinga um ofbeldi og hægt að ræða við neyðarvörð á netspjallinu. Það var forgangsmál hjá Jóni Gunnarssyni dómsmálaráðherra að gera nauðsynlegar kerfisbreytingar og ráðast í þessa vitundarvakingu til að þolendur fái betri móttökur þegar mál þeirra kom inn í kerfið. Líka að sinna forvörnum svo hægt sé að draga sem mest úr kynferðisofbeldi en um leið fjölga tilkynningum um slíkt ofbeldi. Höfuðmarkmiðið að auka traust á kerfinu. Í starfshópnum sitja auk mín, Sigríður Björk Guðjónsdóttir ríkislögreglustjóri, sem er formaður og leiðir hópinn, Hildur Sunna Pálmadóttir lögfræðingur hjá dómsmálaráðuneytinu og Eygló Harðardóttir verkefnastjóri aðgerða gegn ofbeldi hjá ríkislögreglustjóra. Breytingar í rétta átt Í vinnu starfshópsins höfum við átt fundi og samtöl við ótrúlegan fjölda fólks sem kemur að úrvinnslu ofbeldismála á einn eða annan hátt. Rætt hefur verið við önnur ráðuneyti, Reykjavíkurborg, lögregluembættin hringinn í kringum landið, þolendasamtök og þolendamiðstöðvar auk Samtakanna 78. Saman erum við að leita leiða til að bæta allt kerfið fyrir þolendur kynferðisofbeldis og það er að takast í veigamiklum atriðum. M.a. með skýrari rekstrarramma og -forsendum fyrir þolendamiðstöðvar, aukinni sálfræðiþjónustu og ráðgjöf, eflingu ofbeldisgáttar 112 með upplýsingum um réttarvörslukerfið og fyrir þolendur kynferðisofbeldis, áframhaldandi þróun á þjónustugátt lögreglunnar, aðgerðir vegna ofbeldis gegn hinsegin fólki og reglubundinni birtingu tölfræðiupplýsinga um kynbundið ofbeldi á landsvísu. Að auki er verið að bæta við rannsakendum, ákærendum og tæknifólki innan lögreglunnar til að bæta gæði rannsókna og stytta málsmeðferðartíma. Starfshópurinn skilar dómsmálaráðherra annarri áfangaskýrslu sinni í haust en þeirri fyrstu var skilað í vor. Lokaskýrslan kemur í árslok og þá verður árangur starfsins kynntur almenningi á blaðamannafundi. Verslunarmannahelgi á að vera góð skemmtun Verslunarmannahelgin á að skilja eftir sig góðar minningar um góða skemmtun með vinum og vandamönnum. Það er eftirsóknarvert markmið ef við getum haldið verslunarmannahelgi þar sem ekkert ofbeldi á sér stað, ekkert kynferðisofbeldi, engin nauðgun. Með samhentu átaki getum við vonandi unnið okkur að því markmiði. Neyðarlínan hefur þjálfað og frætt þau sem standa að hátíðarhöldum helgarinnar þannig að fólki getur leitað til þeirra um helgina og svo hvet ég fólk til að hlaða niður 112 appinu þar sem nálgast má allar upplýsingar og hafa beint samband við neyðarvörð. Gleðilega Verslunarmannahelgi og góða skemmtun. Höfundur er ráðfjafi dómsmálaráðherra í starfshópi um vitundarvakningu og forvarnir gegn kynferðisofbeldi og kynbundnu ofbeldi.
Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir Skoðun
Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir Skoðun
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir Skoðun
Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir Skoðun