„Að komast inn á heimsleikana er náttúrulega bara toppurinn“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 29. júlí 2022 08:31 Sólveig Sigurðardóttir er nýjasta CrossFit-stjarna okkar Íslendinga. theprogrm.com Sólveig Sigurðardóttir er nýjasta CrossFit-stjarna okkar Íslendinga, en hún tekur þátt á heimsleikunum í CrossFit í næstu viku. Þetta verður í þriðja skipti sem Sólveig keppir á leikunum, en þetta er í fyrsta skipti sem hún vinnur sér inn þátttökurétt í einstaklingskeppninni. Sólveig er 27 ára gömul og hefur tekið þátt í liðakeppni heimsleikanna í tvígang. Hún hefur stundað CrossFit í níu ár og segir að það sé eina íþróttin sem hún hafi fundið sig almennilega í. „Ég fór á fyrstu CrossFit æfinguna mína 2013 þannig að það eru alveg komin nokkur ár síðan maður byrjaði,“ sagði Sólveig þegar Vísir náði af henni tali í gær. „Ég var svona krakki sem gerði allt og hélst aldrei í neinu,“ sagði Sólveig aðspurð að því hvort hún hafi stundað einhverjar íþróttir í æsku. „Ég var ekki með neinn metnað fyrir neinni íþrótt, en fann mig svo í þessu. Ég held að það hafi komið bara með aldrinum.“ Eftir því sem maður verður eldri og reyndari þá fattar maður að það er gaman að leggja á sig. View this post on Instagram A post shared by So lveig Sigurðardo ttir (@solasigurdardottir) Stutt síðan hún sá að sæti á heimsleikunum væri möguleiki Þrátt fyrir að hafa stundað íþróttina í um níu ár og tekið þátt í liðakeppninni í tvígang segir Sólveg að hún hafi ekki áttað sig á því að hún gæti mögulega unnið sér inn sæti í einstaklingskeppninni fyrr en á seinasta ári. „Ég hef alltaf verið ágæt í CrossFit á þessu „Regional-leveli“ og í Evrópu hef ég verið í kannski topp fimmtíu eða eitthvað svoleiðis. En að fara á heimsleikana er bara allt annar pakki. Það að komast inn á heimsleikana er náttúrulega bara toppurinn. Þannig að það var alltaf mjög fjarlægur draumur þó ég væri að keppa á Evrópumeistaramótum og svona.“ „Mér einhvernveginn datt það ekki í hug að ég gæti þetta. Auðvitað var það alltaf markmiðið og maður hugsar alltaf um það hvað það væri geðveikt að komast.“ „En það var ekki fyrr en bara í fyrra að ég hugsaði að það væri kannski möguleiki. Þannig að það er bara mjög stutt síðan að maður byrjaði að trúa því sjálfur og var ekki bara að taka þátt til þess að taka þátt, heldur byrjaði maður að keppa fyrir alvöru.“ Æfingar gengið vel en undirbúningurinn stuttur Sólveig er nú mætt til Bandaríkjanna þar sem hún klárar lokaundirbúning sinn fyrir leikana. Hún segir að æfingarnar hingað til hafa gengið nokkuð vel, en að hún hefði viljað fá meiri tíma til að undirbúa sig almennilega. „Æfingarnar hafa gengið allt í lagi. Þetta er náttúrulega í fyrsta skipti sem ég tek eitthvað svona undirbúningstímabil fyrir heimsleikana og maður þarf kannski að minna sig á að það er ekki undirbúningstímabilið núna sem skiptir mestu máli heldur allt árið.“ Ef það gegnur ekki nógu vel getur maður gleymt sér í samfélagsmiðlum þar sem allir virðast eiga besta undirbúning í heimi á meðan það er ekki allt að smella hjá mér. Það segir manni ekkert. „En það eru tvær undankeppnir haldnar í Evrópu og okkar undankeppni var sú seinni þannig við höfum bara haft rétt rúmar fimm vikur frá þeirri keppni til að undirbúa okkur, á meðan hinar sem tóku þátt í fyrri eru búnar að hafa átta til níu vikur. Svo eftir svona keppni tekur maður alltaf um viku í hvíld þannig þetta var bara rétt rúmur mánuður sem maður er búinn að hafa. Það er kannski ekkert rosa langur tími, en maður hefur bara reynt að gera það besta úr því.“ Lætur hitann ekki á sig fá Eins og staðan er núna er spáð 34°C á fyrsta keppnisdegi í Madison þar sem heimsleikarnir fara fram. Sólveig segist þó vera nokkuð vön því að æfa í slíkum hita og að þó þetta séu ekki kjöraðstæður fyrir Íslendinga ætli hún ekki að láta hitann á sig fá. „Ég hef verið svolítið mikið á Mallorca þannig að ég hef alveg verið að æfa í miklum hita. Þannig þetta er ekki eitthvað sem ég endilega kvíði fyrir, en það er ekkert þægilegt að æfa í svona ofboðslega miklum hita. En ég held að ég sé alveg ágætlega undirbúin miðað við að vera frá Íslandi,“ sagði Sólveig. View this post on Instagram A post shared by So lveig Sigurðardo ttir (@solasigurdardottir) Stefnir á niðurskurðinn og endurkomu á næsta ári Að lokum var Sólveg spurð um hennar markmið á þessum leikum sem nú eru að hefjast, ásamt markmiðum hennar á næstu árum. Sólveg segist stefna á að komast í gegnum niðurskurðinn í ár og koma svo enn sterkari inn á leikana á næsta ári. „Mig langar að vera í topp 30 fyrir niðurskurðinn. Það er skorið niður í 30 úr 40 fyrir seinasta daginn og ég ætla bara að vera í þessum 30 manna hóp. Það er aðalmarkmiðið mitt.“ „Auðvitað vill maður gera vel. Aðalmarkmiðið er að komast í gegnum niðurskurðinn og svo líka bara að hafa þetta skemmtilega reynslu. Það er svo oft í svona keppnum að maður setur of mikla pressu á sig. Þetta er bara fyrsta skiptið mitt þannig ég vil bara hafa þetta sem jákvæða reynslu sem maður getur byggt á í framtíðinni,“ segir Sólveig, en rifjar svo upp hversu slæm áhrif erfið reynsla getur haft á keppendur. „Ég man að þegar ég fór fyrst á Evrópumeistaramót þá hafði ég miklar væntingar en það gekk bara ömurlega. Ég var mjög lengi að ná mér eftir það og mig langaði bara ekkert að keppa aftur þannig ég vil ekki að eitthvað svoleiðis komi fyrir. Ég vil bara hafa þetta jákvæða reynslu.“ Ég veit að ég á skilið að vera þarna og ég á skilið að prófa mig og sýna að hverju maður er búin að vera að vinna. „Ég geri þetta líka bara fyrir sjálfa mig, því ef maður hefur gaman þá gengur vel.“ „Svo er maður strax byrjaður að hugsa um næstu ár og markmiðið er hundrað prósent að komast aftur á leikana á næsta ári. Núna sér maður að maður getur þetta þannig að næsta ár fer bara í að æfa vel, æfa mikið og vonandi bara keppa aftur árið 2023,“ sagði Sólveg að lokum. CrossFit Mest lesið „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Juventus vann grannaslaginn Fótbolti Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Körfubolti Tvær breytingar á landsliðshópnum Fótbolti Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Körfubolti „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Körfubolti Leyniþjónustan með í för, bauluðu á fórnarlömb flóða á Spáni og fengu á baukinn Fótbolti Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Boltar, pökkar og pílur Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Juventus vann grannaslaginn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Tvær breytingar á landsliðshópnum Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Milan missteig eftir sigurinn frækna á Real Frábær þriggja marka sigur Vals Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð Hermann Hreiðars tekur við HK Bayern jók forystuna á toppnum á meðan Dortmund og Leverkusen töpuðu stigum Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Liðsfélaginn náði þriggja marka forskoti á Emilíu Kiær Birkir Bjarna kom aftur inn á og skoraði Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Vinicius Junior með þrennu í stórsigri Real Madrid Sigdís Eva opnaði markareikninginn og Hlín skoraði tvö Varsjáin tók mark af Jóni Degi Sædís í stuði með meisturunum Sveindís Jane og félagar upp í toppsætið „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Grindavík fær 35 þúsund króna sekt vegna háttsemi Kane Enginn Finni í formúlu 1 í fyrsta sinn í átján ár Guardiola skilur ekkert í valinu á Grealish Sjá meira
Sólveig er 27 ára gömul og hefur tekið þátt í liðakeppni heimsleikanna í tvígang. Hún hefur stundað CrossFit í níu ár og segir að það sé eina íþróttin sem hún hafi fundið sig almennilega í. „Ég fór á fyrstu CrossFit æfinguna mína 2013 þannig að það eru alveg komin nokkur ár síðan maður byrjaði,“ sagði Sólveig þegar Vísir náði af henni tali í gær. „Ég var svona krakki sem gerði allt og hélst aldrei í neinu,“ sagði Sólveig aðspurð að því hvort hún hafi stundað einhverjar íþróttir í æsku. „Ég var ekki með neinn metnað fyrir neinni íþrótt, en fann mig svo í þessu. Ég held að það hafi komið bara með aldrinum.“ Eftir því sem maður verður eldri og reyndari þá fattar maður að það er gaman að leggja á sig. View this post on Instagram A post shared by So lveig Sigurðardo ttir (@solasigurdardottir) Stutt síðan hún sá að sæti á heimsleikunum væri möguleiki Þrátt fyrir að hafa stundað íþróttina í um níu ár og tekið þátt í liðakeppninni í tvígang segir Sólveg að hún hafi ekki áttað sig á því að hún gæti mögulega unnið sér inn sæti í einstaklingskeppninni fyrr en á seinasta ári. „Ég hef alltaf verið ágæt í CrossFit á þessu „Regional-leveli“ og í Evrópu hef ég verið í kannski topp fimmtíu eða eitthvað svoleiðis. En að fara á heimsleikana er bara allt annar pakki. Það að komast inn á heimsleikana er náttúrulega bara toppurinn. Þannig að það var alltaf mjög fjarlægur draumur þó ég væri að keppa á Evrópumeistaramótum og svona.“ „Mér einhvernveginn datt það ekki í hug að ég gæti þetta. Auðvitað var það alltaf markmiðið og maður hugsar alltaf um það hvað það væri geðveikt að komast.“ „En það var ekki fyrr en bara í fyrra að ég hugsaði að það væri kannski möguleiki. Þannig að það er bara mjög stutt síðan að maður byrjaði að trúa því sjálfur og var ekki bara að taka þátt til þess að taka þátt, heldur byrjaði maður að keppa fyrir alvöru.“ Æfingar gengið vel en undirbúningurinn stuttur Sólveig er nú mætt til Bandaríkjanna þar sem hún klárar lokaundirbúning sinn fyrir leikana. Hún segir að æfingarnar hingað til hafa gengið nokkuð vel, en að hún hefði viljað fá meiri tíma til að undirbúa sig almennilega. „Æfingarnar hafa gengið allt í lagi. Þetta er náttúrulega í fyrsta skipti sem ég tek eitthvað svona undirbúningstímabil fyrir heimsleikana og maður þarf kannski að minna sig á að það er ekki undirbúningstímabilið núna sem skiptir mestu máli heldur allt árið.“ Ef það gegnur ekki nógu vel getur maður gleymt sér í samfélagsmiðlum þar sem allir virðast eiga besta undirbúning í heimi á meðan það er ekki allt að smella hjá mér. Það segir manni ekkert. „En það eru tvær undankeppnir haldnar í Evrópu og okkar undankeppni var sú seinni þannig við höfum bara haft rétt rúmar fimm vikur frá þeirri keppni til að undirbúa okkur, á meðan hinar sem tóku þátt í fyrri eru búnar að hafa átta til níu vikur. Svo eftir svona keppni tekur maður alltaf um viku í hvíld þannig þetta var bara rétt rúmur mánuður sem maður er búinn að hafa. Það er kannski ekkert rosa langur tími, en maður hefur bara reynt að gera það besta úr því.“ Lætur hitann ekki á sig fá Eins og staðan er núna er spáð 34°C á fyrsta keppnisdegi í Madison þar sem heimsleikarnir fara fram. Sólveig segist þó vera nokkuð vön því að æfa í slíkum hita og að þó þetta séu ekki kjöraðstæður fyrir Íslendinga ætli hún ekki að láta hitann á sig fá. „Ég hef verið svolítið mikið á Mallorca þannig að ég hef alveg verið að æfa í miklum hita. Þannig þetta er ekki eitthvað sem ég endilega kvíði fyrir, en það er ekkert þægilegt að æfa í svona ofboðslega miklum hita. En ég held að ég sé alveg ágætlega undirbúin miðað við að vera frá Íslandi,“ sagði Sólveig. View this post on Instagram A post shared by So lveig Sigurðardo ttir (@solasigurdardottir) Stefnir á niðurskurðinn og endurkomu á næsta ári Að lokum var Sólveg spurð um hennar markmið á þessum leikum sem nú eru að hefjast, ásamt markmiðum hennar á næstu árum. Sólveg segist stefna á að komast í gegnum niðurskurðinn í ár og koma svo enn sterkari inn á leikana á næsta ári. „Mig langar að vera í topp 30 fyrir niðurskurðinn. Það er skorið niður í 30 úr 40 fyrir seinasta daginn og ég ætla bara að vera í þessum 30 manna hóp. Það er aðalmarkmiðið mitt.“ „Auðvitað vill maður gera vel. Aðalmarkmiðið er að komast í gegnum niðurskurðinn og svo líka bara að hafa þetta skemmtilega reynslu. Það er svo oft í svona keppnum að maður setur of mikla pressu á sig. Þetta er bara fyrsta skiptið mitt þannig ég vil bara hafa þetta sem jákvæða reynslu sem maður getur byggt á í framtíðinni,“ segir Sólveig, en rifjar svo upp hversu slæm áhrif erfið reynsla getur haft á keppendur. „Ég man að þegar ég fór fyrst á Evrópumeistaramót þá hafði ég miklar væntingar en það gekk bara ömurlega. Ég var mjög lengi að ná mér eftir það og mig langaði bara ekkert að keppa aftur þannig ég vil ekki að eitthvað svoleiðis komi fyrir. Ég vil bara hafa þetta jákvæða reynslu.“ Ég veit að ég á skilið að vera þarna og ég á skilið að prófa mig og sýna að hverju maður er búin að vera að vinna. „Ég geri þetta líka bara fyrir sjálfa mig, því ef maður hefur gaman þá gengur vel.“ „Svo er maður strax byrjaður að hugsa um næstu ár og markmiðið er hundrað prósent að komast aftur á leikana á næsta ári. Núna sér maður að maður getur þetta þannig að næsta ár fer bara í að æfa vel, æfa mikið og vonandi bara keppa aftur árið 2023,“ sagði Sólveg að lokum.
CrossFit Mest lesið „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Juventus vann grannaslaginn Fótbolti Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Körfubolti Tvær breytingar á landsliðshópnum Fótbolti Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Körfubolti „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Körfubolti Leyniþjónustan með í för, bauluðu á fórnarlömb flóða á Spáni og fengu á baukinn Fótbolti Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Boltar, pökkar og pílur Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Juventus vann grannaslaginn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Tvær breytingar á landsliðshópnum Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Milan missteig eftir sigurinn frækna á Real Frábær þriggja marka sigur Vals Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð Hermann Hreiðars tekur við HK Bayern jók forystuna á toppnum á meðan Dortmund og Leverkusen töpuðu stigum Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Liðsfélaginn náði þriggja marka forskoti á Emilíu Kiær Birkir Bjarna kom aftur inn á og skoraði Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Vinicius Junior með þrennu í stórsigri Real Madrid Sigdís Eva opnaði markareikninginn og Hlín skoraði tvö Varsjáin tók mark af Jóni Degi Sædís í stuði með meisturunum Sveindís Jane og félagar upp í toppsætið „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Grindavík fær 35 þúsund króna sekt vegna háttsemi Kane Enginn Finni í formúlu 1 í fyrsta sinn í átján ár Guardiola skilur ekkert í valinu á Grealish Sjá meira