Tveir sem spiluðu úrslitaleik HM 2014 gætu mætt á Kópavogsvöll Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 29. júlí 2022 14:30 Mesut Özil og Lucas Biglia í úrslitaleik Þýskalands og Argentínu á HM 2014. Þeir gætu mætt á Kópavogsvöll í næstu viku. getty/Matthias Hangst Breiðablik fær heldur betur krefjandi verkefni í 3. umferð forkeppni Sambandsdeildar Evrópu. Í liði andstæðinganna eru meðal annars tveir leikmenn sem byrjuðu inn á í úrslitaleik HM 2014. Þrátt fyrir 2-1 tap fyrir Buducnost í Podgorica í Svartfjallalandi í gær komst Breiðablik áfram í 3. umferð forkeppni Sambandsdeildarinnar. Blikar unnu fyrri leikinn á Kópavogsvelli, 2-0, og einvígið, 3-2 samanlagt. Í 3. umferðinni mætir Breiðablik Istanbul Basaksehir. Liðið hefur verið í hópi þeirra sterkustu í Tyrklandi undanfarin ár og varð meistari þar í landi 2020. Tímabilið eftir tók Istanbul þátt í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu og vann þá meðal annars Manchester United, 2-1, á heimavelli. Þess má geta að Istanbul er eftirlætis lið Receps Erdogan Tyrklandsforseta. Leikmenn Istanbul Basaksehir fagna marki í sigrinum á Manchester United haustið 2020.getty/Burak Kara Istanbul virðast hafa talsvert aðdráttarafl en á undanförnum árum hefur liðið sankað að sér þekktum leikmönnum sem eru komnir aðeins yfir sitt besta. Í leikmannahópi Istanbul í dag má meðal annars finna tvo leikmenn sem spiluðu úrslitaleik HM í Brasilíu fyrir átta árum. Þetta er annars vegar þýska stórstjarnan Mesut Özil og hins vegar Argentínumaðurinn Lucas Biglia. Özil gekk í raðir Istanbul í sumar eftir að samningi hans við Fenerbache var rift. Özil á enn eftir að þreyta frumraun sína með Istanbul en hann var utan hóps þegar liðið sigraði Maccabi Netanya frá Ísrael, 0-1, í gær. Biglia spilaði aftur á móti allan leikinn. Hann kom til Istanbul frá Fatih Karagümrük í ár. Hann lék áður meðal annars með Lazio og AC Milan á Ítalíu. Sem fyrr sagði áttust Biglia og Özil við þegar Argentína og Þýskaland mættust í úrslitaleik HM 2014. Þeir voru báðir í byrjunarliðinu en Özil var tekinn af velli undir lok leiks. Þjóðverjar unnu leikinn, 1-0, með marki Marios Götze og urðu þar með heimsmeistarar í fjórða sinn. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=0MIea7FY8U4">watch on YouTube</a> Meðal annarra þekktra leikmanna í röðum Istanbul má nefna Nacer Chadli, þrautreyndan belgískan landsliðsmann og fyrrverandi leikmann Tottenham, Volkan Babacan sem varði mark tyrkneska landsliðsins um tíma og ítalska framherjann Stefano Okaka. Þjálfari Istanbul er einnig þekkt stærð, Emre Belözoglu. Hann lék 101 landsleik og var hluti af tyrkneska landsliðinu sem vann til bronsverðlauna á HM 2002. Emre lék um fjögurra ára skeið með Inter og spilaði svo fyrir Newcastle United á árunum 2005-08. Hann tók við Istanbul í október á síðasta ári. Fyrri leikur Breiðabliks og Istanbul fer fram á Kópavogsvelli á fimmtudaginn. Liðin mætast svo á Fatih Terim leikvanginum í Istanbúl 11. ágúst. Sambandsdeild Evrópu Breiðablik Tyrkneski boltinn Mest lesið Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Fótbolti Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans Fótbolti Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter Fótbolti Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Fótbolti Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fótbolti Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Fótbolti Fleiri fréttir Kane náði Pele og var líka yfirlýsingaglaður eftir leik Þrír úrslitaleikir um HM-sæti næstu tvö kvöld Spænsku stelpurnar mæta þeim ensku á Wembley en ekki þær íslensku Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Fá jafnstóran klefa og karlarnir í Barcelona Hótað tíu leikja banni fyrir færslu á samfélagsmiðlum Sakaði mótherjana um að nota vúdú Liðsfélagi Glódísar Perlu hættir í landsliðinu Liverpool-stjarnan grét í leikslok Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans HM-hátíð á Ráðhústorginu í Osló í dag Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Dagskráin í dag: Þjóðverjar og Bónus extra Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fullkomin undankeppni hjá Noregi Reynslumiklar Valskonur kveðja „Vilt einhvern veginn ekki gera neitt“ Guðlaugur Victor: Æðri máttarvöld sem segja að við séum ekki tilbúnir „Úkraína er ekki betra fótboltalið en við í dag“ Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Arnar: Ég laug aðeins að strákunum í sumar Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fanneyju skipt út til heiðurs, Elísa lagði upp og Rosengård reddaði sér Hafrún Rakel hetja Bröndby Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Erfið byrjun hjá Cecilíu og Karólínu Leiðin á HM: Arnar fer ekki að ljúga núna Sjá meira
Þrátt fyrir 2-1 tap fyrir Buducnost í Podgorica í Svartfjallalandi í gær komst Breiðablik áfram í 3. umferð forkeppni Sambandsdeildarinnar. Blikar unnu fyrri leikinn á Kópavogsvelli, 2-0, og einvígið, 3-2 samanlagt. Í 3. umferðinni mætir Breiðablik Istanbul Basaksehir. Liðið hefur verið í hópi þeirra sterkustu í Tyrklandi undanfarin ár og varð meistari þar í landi 2020. Tímabilið eftir tók Istanbul þátt í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu og vann þá meðal annars Manchester United, 2-1, á heimavelli. Þess má geta að Istanbul er eftirlætis lið Receps Erdogan Tyrklandsforseta. Leikmenn Istanbul Basaksehir fagna marki í sigrinum á Manchester United haustið 2020.getty/Burak Kara Istanbul virðast hafa talsvert aðdráttarafl en á undanförnum árum hefur liðið sankað að sér þekktum leikmönnum sem eru komnir aðeins yfir sitt besta. Í leikmannahópi Istanbul í dag má meðal annars finna tvo leikmenn sem spiluðu úrslitaleik HM í Brasilíu fyrir átta árum. Þetta er annars vegar þýska stórstjarnan Mesut Özil og hins vegar Argentínumaðurinn Lucas Biglia. Özil gekk í raðir Istanbul í sumar eftir að samningi hans við Fenerbache var rift. Özil á enn eftir að þreyta frumraun sína með Istanbul en hann var utan hóps þegar liðið sigraði Maccabi Netanya frá Ísrael, 0-1, í gær. Biglia spilaði aftur á móti allan leikinn. Hann kom til Istanbul frá Fatih Karagümrük í ár. Hann lék áður meðal annars með Lazio og AC Milan á Ítalíu. Sem fyrr sagði áttust Biglia og Özil við þegar Argentína og Þýskaland mættust í úrslitaleik HM 2014. Þeir voru báðir í byrjunarliðinu en Özil var tekinn af velli undir lok leiks. Þjóðverjar unnu leikinn, 1-0, með marki Marios Götze og urðu þar með heimsmeistarar í fjórða sinn. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=0MIea7FY8U4">watch on YouTube</a> Meðal annarra þekktra leikmanna í röðum Istanbul má nefna Nacer Chadli, þrautreyndan belgískan landsliðsmann og fyrrverandi leikmann Tottenham, Volkan Babacan sem varði mark tyrkneska landsliðsins um tíma og ítalska framherjann Stefano Okaka. Þjálfari Istanbul er einnig þekkt stærð, Emre Belözoglu. Hann lék 101 landsleik og var hluti af tyrkneska landsliðinu sem vann til bronsverðlauna á HM 2002. Emre lék um fjögurra ára skeið með Inter og spilaði svo fyrir Newcastle United á árunum 2005-08. Hann tók við Istanbul í október á síðasta ári. Fyrri leikur Breiðabliks og Istanbul fer fram á Kópavogsvelli á fimmtudaginn. Liðin mætast svo á Fatih Terim leikvanginum í Istanbúl 11. ágúst.
Sambandsdeild Evrópu Breiðablik Tyrkneski boltinn Mest lesið Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Fótbolti Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans Fótbolti Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter Fótbolti Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Fótbolti Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fótbolti Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Fótbolti Fleiri fréttir Kane náði Pele og var líka yfirlýsingaglaður eftir leik Þrír úrslitaleikir um HM-sæti næstu tvö kvöld Spænsku stelpurnar mæta þeim ensku á Wembley en ekki þær íslensku Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Fá jafnstóran klefa og karlarnir í Barcelona Hótað tíu leikja banni fyrir færslu á samfélagsmiðlum Sakaði mótherjana um að nota vúdú Liðsfélagi Glódísar Perlu hættir í landsliðinu Liverpool-stjarnan grét í leikslok Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans HM-hátíð á Ráðhústorginu í Osló í dag Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Dagskráin í dag: Þjóðverjar og Bónus extra Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fullkomin undankeppni hjá Noregi Reynslumiklar Valskonur kveðja „Vilt einhvern veginn ekki gera neitt“ Guðlaugur Victor: Æðri máttarvöld sem segja að við séum ekki tilbúnir „Úkraína er ekki betra fótboltalið en við í dag“ Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Arnar: Ég laug aðeins að strákunum í sumar Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fanneyju skipt út til heiðurs, Elísa lagði upp og Rosengård reddaði sér Hafrún Rakel hetja Bröndby Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Erfið byrjun hjá Cecilíu og Karólínu Leiðin á HM: Arnar fer ekki að ljúga núna Sjá meira