Hjólað og hlaupið á fyrsta degi heimsleikanna í CrossFit: Þetta vitum við Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. ágúst 2022 12:00 CrossFit Reykjavík er með öflugt lið á mótinu en fyrirliði þess er Anníe Mist Þórisdóttir. Instagram/@crossfitgames Heimsleikarnir í CrossFit hefjast á morgun en Ísland á sem fyrr flotta fulltrúa í heimsmeistarakeppni CrossFit íþróttarinnar. Björgvin Karl Guðmundsson, Þuríður Erla Helgadóttir og Sólveig Sigurðardóttir taka þátt í einstaklingskeppninni og lið CrossFit Reykjavíkur með Anníe Mist Þórisdóttur í fararbroddi keppir í liðakeppninni. Rökkvi Hrafn Guðnason og Bergrós Björnsdóttir keppa síðan í unglingakeppninni. Eins og venjan er þá er ekki vitað hvernig margar greinarnar verða en CrossFit samtökin eru þó farin að gefa eitthvað upp um nokkrar greinar. View this post on Instagram A post shared by Morning Chalk Up (@morningchalkup) Nú veit íþróttafólkið þannig hvernig fyrsti dagurinn verður en keppni hefst á morgun miðvikudag. Það verður síðan frí á fimmtudaginn sem er kannski eins gott enda mun reyna mikið fætur keppenda á degi eitt. Það verður mikið hjólað og hlaupið á degi eitt og þá er ljóst að sundið bíður keppenda á laugardaginn. Keppni föstudagsins mun meðal annars fara fram í miðri borginni því samtökin hafa fengið leyfi frá borgaryfirvöldum Madison að keppa um götur bæjarins. Fyrsta greinin verður hjólagrein en í viðbót munu keppendur gera þekktar CrossFit æfingar, fyrst að fara 75 sinnum með tær upp í slá og svo með því að hífa sig 75 sinnum upp í slá. Keppendur byrja á að fara með 75 sinnum með tær í slá, hjóla síðan átta kílómetra, hífa sig 75 sinnum upp í slá og enda síðan á að hjóla aðra átta kílómetra. View this post on Instagram A post shared by CrossFit Games (@crossfitgames) Önnur greinin er tvískipt, kölluð 2A og 2B. Á fyrstu tveimur mínútum eiga keppendur að hlaupa 400 metra og ná síðan eins mörgum endurteknum af axlarlyftum og þeir geta. Á næstu þremur mínútum eiga þeir að hlaupa 600 metra og ná síðan eins mörgum endurteknum af axlarlyftum og þeir geta. Á síðustu fjórum mínútum eiga keppendur síðan að hlaupa 800 metra og ná síðan eins mörgum endurteknum af axlarlyftum og þeir geta. Karlarnir lyfta 136 kílóum en konurnar 90 kílóum. Í 2A fá keppendur stig eftir því hversu fljótir þeir að klára öll þrjú hlaupin til samans en í 2B fá keppendur stig eftir því hversu margar endurtekningar af axlarlyftum þeir ná. Hér fyrir ofan má sjá samantekt af því sem er þegar vitað um keppni heimsleikanna í ár. Hér fyrir neðan er nánari útskýring á fyrstu tveimur greinunum. View this post on Instagram A post shared by CrossFit Games (@crossfitgames) CrossFit Mest lesið Bruno til bjargar Enski boltinn Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Enski boltinn „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Íslenski boltinn Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Fótbolti Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Fótbolti Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga Fótbolti Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Fótbolti Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Fótbolti Fleiri fréttir Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ósigraður Kolbeinn kominn með næsta andstæðing Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Sjá meira
Björgvin Karl Guðmundsson, Þuríður Erla Helgadóttir og Sólveig Sigurðardóttir taka þátt í einstaklingskeppninni og lið CrossFit Reykjavíkur með Anníe Mist Þórisdóttur í fararbroddi keppir í liðakeppninni. Rökkvi Hrafn Guðnason og Bergrós Björnsdóttir keppa síðan í unglingakeppninni. Eins og venjan er þá er ekki vitað hvernig margar greinarnar verða en CrossFit samtökin eru þó farin að gefa eitthvað upp um nokkrar greinar. View this post on Instagram A post shared by Morning Chalk Up (@morningchalkup) Nú veit íþróttafólkið þannig hvernig fyrsti dagurinn verður en keppni hefst á morgun miðvikudag. Það verður síðan frí á fimmtudaginn sem er kannski eins gott enda mun reyna mikið fætur keppenda á degi eitt. Það verður mikið hjólað og hlaupið á degi eitt og þá er ljóst að sundið bíður keppenda á laugardaginn. Keppni föstudagsins mun meðal annars fara fram í miðri borginni því samtökin hafa fengið leyfi frá borgaryfirvöldum Madison að keppa um götur bæjarins. Fyrsta greinin verður hjólagrein en í viðbót munu keppendur gera þekktar CrossFit æfingar, fyrst að fara 75 sinnum með tær upp í slá og svo með því að hífa sig 75 sinnum upp í slá. Keppendur byrja á að fara með 75 sinnum með tær í slá, hjóla síðan átta kílómetra, hífa sig 75 sinnum upp í slá og enda síðan á að hjóla aðra átta kílómetra. View this post on Instagram A post shared by CrossFit Games (@crossfitgames) Önnur greinin er tvískipt, kölluð 2A og 2B. Á fyrstu tveimur mínútum eiga keppendur að hlaupa 400 metra og ná síðan eins mörgum endurteknum af axlarlyftum og þeir geta. Á næstu þremur mínútum eiga þeir að hlaupa 600 metra og ná síðan eins mörgum endurteknum af axlarlyftum og þeir geta. Á síðustu fjórum mínútum eiga keppendur síðan að hlaupa 800 metra og ná síðan eins mörgum endurteknum af axlarlyftum og þeir geta. Karlarnir lyfta 136 kílóum en konurnar 90 kílóum. Í 2A fá keppendur stig eftir því hversu fljótir þeir að klára öll þrjú hlaupin til samans en í 2B fá keppendur stig eftir því hversu margar endurtekningar af axlarlyftum þeir ná. Hér fyrir ofan má sjá samantekt af því sem er þegar vitað um keppni heimsleikanna í ár. Hér fyrir neðan er nánari útskýring á fyrstu tveimur greinunum. View this post on Instagram A post shared by CrossFit Games (@crossfitgames)
CrossFit Mest lesið Bruno til bjargar Enski boltinn Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Enski boltinn „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Íslenski boltinn Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Fótbolti Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Fótbolti Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga Fótbolti Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Fótbolti Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Fótbolti Fleiri fréttir Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ósigraður Kolbeinn kominn með næsta andstæðing Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Sjá meira