„Þetta er með meiri heppnisstundum í lífinu“ Bjarki Sigurðsson skrifar 3. ágúst 2022 16:17 Guðrún Lára ásamt eiginmanni sínum Trausta Gunnarssyni. Guðrún Lára Pálmadóttir Guðrún Lára Pálmadóttir og eiginmaður hennar voru með þeim fyrstu til að sjá eldgosið með eigin augum í dag. Hún segir aðdragandann vera með meiri heppnisstundum lífs síns. Guðrún Lára Pálmadóttir var að keyra með eiginmanni sínum, Trausta Gunnarssyni, nálægt Nátthaga þegar þau komu auga á gosstrók nálægt Fagradalsfjalli. Þau kíktu á fréttamiðla og sáu að gos var hafið, ákváðu að leggja bílnum og ganga af stað. Þegar fréttastofa náði tali af Guðrúnu stóð hún á Langahrygg og horfði á þetta glænýja eldgos. „Þetta virðist frekar lítið gos. Frekar lítil sprunga og stutt,“ segir Guðrún. „Það er mjög stíf norðaustanátt sem blæs öllum gösum til suðausturs og alveg frá okkur. Þannig það er engin mengun þar sem við erum. Erum kannski kílómetra frá sprungunni. Fólk er að fara enn þá nær en við ákváðum að gera það ekki, ef vindurinn skildi snúast eitthvað, þá myndum við lenda í bobba.“ Útsýnið frá Langahrygg.Guðrún Lára Pálmadóttir Þau hjónin eru með þeim fyrstu til að fá að berja augum á þetta nýja eldgos en Guðrún áætlar að þau hafi séð um fimmtíu manns ganga í átt að gosstöðvunum á meðan þau voru á leiðinni þangað. „Við fengum SMS um að fólk ætti ekki að fara nær því það væri eldgos. Það kom ekki fyrr en klukkutíma og þremur korterum eftir að eldgosið hófst og þá vorum við mætt,“ segir Guðrún og hlær. Guðrún er sjálf menntuð sem jarðfræðingur en starfar hjá Ferðamálastofu. Hún er þó í sumarfríi þessa dagana og fóru hún og eiginmaður hennar saman til þess að kanna góðar gönguleiðir ef það skildi gjósa. Hún bjóst þó ekki við því að það myndi byrja að gjósa rétt á meðan hún væri á svæðinu. „Þetta er með meiri heppnisstundum í lífinu. Maður á ekki von á þessu aftur,“ segir Guðrún. Hún hvetur þá sem eru lagðir af stað í átt að gosinu að ekki fara svokallaðar A og B-leiðir en ekki er hægt að komast að gosinu þar nema að labba fram hjá gömlu gosstöðvunum. Sú ganga myndi taka um fjóra tíma í staðinn fyrir klukkutíma. Rétt er að minna á að almannavarnir hafa varað fólk við því að ganga í átt að gosstöðvunum vegna hættu á gasmengun. Eldgos í Fagradalsfjalli Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Tengdar fréttir Búið að loka fyrir akstur á vegslóðum við gosstöðvarnar Neyðarstig almannavarna var virkjað um klukkan þrjú í dag vegna eldgossins sem hafið er í Geldingadölum. Þetta ákvað ríkislögreglustjóri í samráði við lögregluna á Suðurnesjum. 3. ágúst 2022 16:01 Magnað myndskeið af eldgosinu úr háloftunum Þar er aldeilis ekki fyrir lofthrædda að standa vaktina sem fréttatökumenn hjá Stöð 2 og RÚV þegar eldgos eru annars vegar. 3. ágúst 2022 15:55 Léttir að gosið sé hafið Fannar Jónasson, bæjarstjóri Grindavíkurbæjar, segir í samtali við fréttastofu að það sé ákveðinn léttir að það sé farið að gjósa, sérstaklega á svona góðum stað. Enginn mannvirki séu í grennd við gosstöðvar en það kom honum ekkert sérlega á óvart að gosið skyldi hefjast í dag. 3. ágúst 2022 15:04 Bein útsending frá eldgosinu Eldgosið er hafið á Reykjanesskaga, nánar tiltekið í vestanverðum Meradölum. 3. ágúst 2022 14:47 Mest lesið Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Erlent Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Erlent Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Innlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Innlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Erlent Ekkert verður af áttafréttum Innlent Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Fleiri fréttir Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Maðurinn er fundinn Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Sjá meira
Guðrún Lára Pálmadóttir var að keyra með eiginmanni sínum, Trausta Gunnarssyni, nálægt Nátthaga þegar þau komu auga á gosstrók nálægt Fagradalsfjalli. Þau kíktu á fréttamiðla og sáu að gos var hafið, ákváðu að leggja bílnum og ganga af stað. Þegar fréttastofa náði tali af Guðrúnu stóð hún á Langahrygg og horfði á þetta glænýja eldgos. „Þetta virðist frekar lítið gos. Frekar lítil sprunga og stutt,“ segir Guðrún. „Það er mjög stíf norðaustanátt sem blæs öllum gösum til suðausturs og alveg frá okkur. Þannig það er engin mengun þar sem við erum. Erum kannski kílómetra frá sprungunni. Fólk er að fara enn þá nær en við ákváðum að gera það ekki, ef vindurinn skildi snúast eitthvað, þá myndum við lenda í bobba.“ Útsýnið frá Langahrygg.Guðrún Lára Pálmadóttir Þau hjónin eru með þeim fyrstu til að fá að berja augum á þetta nýja eldgos en Guðrún áætlar að þau hafi séð um fimmtíu manns ganga í átt að gosstöðvunum á meðan þau voru á leiðinni þangað. „Við fengum SMS um að fólk ætti ekki að fara nær því það væri eldgos. Það kom ekki fyrr en klukkutíma og þremur korterum eftir að eldgosið hófst og þá vorum við mætt,“ segir Guðrún og hlær. Guðrún er sjálf menntuð sem jarðfræðingur en starfar hjá Ferðamálastofu. Hún er þó í sumarfríi þessa dagana og fóru hún og eiginmaður hennar saman til þess að kanna góðar gönguleiðir ef það skildi gjósa. Hún bjóst þó ekki við því að það myndi byrja að gjósa rétt á meðan hún væri á svæðinu. „Þetta er með meiri heppnisstundum í lífinu. Maður á ekki von á þessu aftur,“ segir Guðrún. Hún hvetur þá sem eru lagðir af stað í átt að gosinu að ekki fara svokallaðar A og B-leiðir en ekki er hægt að komast að gosinu þar nema að labba fram hjá gömlu gosstöðvunum. Sú ganga myndi taka um fjóra tíma í staðinn fyrir klukkutíma. Rétt er að minna á að almannavarnir hafa varað fólk við því að ganga í átt að gosstöðvunum vegna hættu á gasmengun.
Eldgos í Fagradalsfjalli Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Tengdar fréttir Búið að loka fyrir akstur á vegslóðum við gosstöðvarnar Neyðarstig almannavarna var virkjað um klukkan þrjú í dag vegna eldgossins sem hafið er í Geldingadölum. Þetta ákvað ríkislögreglustjóri í samráði við lögregluna á Suðurnesjum. 3. ágúst 2022 16:01 Magnað myndskeið af eldgosinu úr háloftunum Þar er aldeilis ekki fyrir lofthrædda að standa vaktina sem fréttatökumenn hjá Stöð 2 og RÚV þegar eldgos eru annars vegar. 3. ágúst 2022 15:55 Léttir að gosið sé hafið Fannar Jónasson, bæjarstjóri Grindavíkurbæjar, segir í samtali við fréttastofu að það sé ákveðinn léttir að það sé farið að gjósa, sérstaklega á svona góðum stað. Enginn mannvirki séu í grennd við gosstöðvar en það kom honum ekkert sérlega á óvart að gosið skyldi hefjast í dag. 3. ágúst 2022 15:04 Bein útsending frá eldgosinu Eldgosið er hafið á Reykjanesskaga, nánar tiltekið í vestanverðum Meradölum. 3. ágúst 2022 14:47 Mest lesið Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Erlent Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Erlent Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Innlent Banaslys á Fjarðarheiði Innlent Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Innlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Erlent Ekkert verður af áttafréttum Innlent Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Fleiri fréttir Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Maðurinn er fundinn Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Sjá meira
Búið að loka fyrir akstur á vegslóðum við gosstöðvarnar Neyðarstig almannavarna var virkjað um klukkan þrjú í dag vegna eldgossins sem hafið er í Geldingadölum. Þetta ákvað ríkislögreglustjóri í samráði við lögregluna á Suðurnesjum. 3. ágúst 2022 16:01
Magnað myndskeið af eldgosinu úr háloftunum Þar er aldeilis ekki fyrir lofthrædda að standa vaktina sem fréttatökumenn hjá Stöð 2 og RÚV þegar eldgos eru annars vegar. 3. ágúst 2022 15:55
Léttir að gosið sé hafið Fannar Jónasson, bæjarstjóri Grindavíkurbæjar, segir í samtali við fréttastofu að það sé ákveðinn léttir að það sé farið að gjósa, sérstaklega á svona góðum stað. Enginn mannvirki séu í grennd við gosstöðvar en það kom honum ekkert sérlega á óvart að gosið skyldi hefjast í dag. 3. ágúst 2022 15:04
Bein útsending frá eldgosinu Eldgosið er hafið á Reykjanesskaga, nánar tiltekið í vestanverðum Meradölum. 3. ágúst 2022 14:47