„Þú veist hvað meinsæri er, er það ekki?“ Samúel Karl Ólason skrifar 3. ágúst 2022 22:48 Alex Jones í dómsal í dag. AP/Briana Sanchez/Austin American-Statesman Samsæringurinn Alex Jones viðurkenndi í dómsal í dag að það hefði verið óábyrgt af honum að halda því fram að skotárásin í Sandy Hook hefði verið sviðsett. Hann viðurkenndi að árásin væri „hundrað prósent raunveruleg“. Þá kom í ljós í dag að lögmaður hans sendi fyrir mistök mikið magn gagna til lögmanna foreldra sem hafa höfðað mál gegn honum. Foreldrar sex ára drengs sem dó í árásinni, og aðrir, hafa höfðað mál vegna umfangsmikillar umfjöllunar hans og miðils hans sem heitir Infowars um árásina og lygar hans um að árásin hafi verið sviðsett. Engin börn hafi dáið í henni og foreldrarnir sjálfir hafi verið leikarar. Tuttugu nemendur og sex kennarar dóu í árásinni í Newton í Connecticut og var hún um tíma mannskæðasta skotárásin í skóla í Bandaríkjunum. Réttarhöldum í máli Neils Heslin og Scarlett Lewis, foreldra hins sex ára gamla Jesse Lewis sem dó í fjöldamorðinu í Sandy Hook árið 2012, lauk nú í kvöld. Jones hefur þegar verið fundinn sekur en nú eiga kviðdómendur að ákveða hve miklar skaðabætur, ef einhverjar, Jones á að greiða foreldrunum. Foreldrarnir fara fram á 150 milljónir dala, samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar. Jones segir sjálfur að allar skaðabætur yfir tvær milljónir dala muni „sökkva“ honum. Í lokaræðu sinni í kvöld sagði lögmaður Jones að ekki hefði verið sannað að orð og gjörðir Jones hafðu í raun skaðað foreldrana. Hann sagði réttmætt að segja að aðrir hefðu vopnvætt orð Jones. Er Jones var spurður spurninga af lögmanni foreldranna viðurkenndi hann að hafa haldið á lofti samsæriskenningum um önnur ódæði og harmleik í Bandaríkjunum. Þar á meðal um sprengjuárásir og aðrar skotárásir á skóla og aðra staði. Þá sýndi lögmaðurinn myndband af öðrum starfsmanni Infowars fjalla um réttarhöldin gegn Jones í síðustu viku. Þar var því haldið fram að um einhverskonar samsæri gegn Jones væri að ræða og var sýnd mynd af dómara málsins í ljósum logum. Lögmaðurinn sýndi einnig myndbrot af Jones sjálfum spyrja hvort kviðdómendur í málinu hefðu verið valdir úr hópi fólks sem vissi ekki á hvaða plánetu það væri. Jones sagði ekki hafa meint það bókstaflega. Sendi óvart gögn til andstæðinganna Lögmaður foreldrana sakaði Jones um að hafa ekki orðið við skipunum dómsins um að leggja fram smáskilaboð og tölvupósta sína, eins og honum var skipað að gera. Við því sagðist Jones ekki notast við tölvupóst en þá sýndi lögmaðurinn honum tölvupóst sem hann hafði skrifað. Lögmaður foreldranna sagði Jones frá því að fyrir tólf dögum síðan hefðu lögmenn hans sent sér fyrir mistök öll gögn úr síma hans. Þeir hefðu öll hans skilaboð og tölvupósta tvö ár aftur í tímann. Þar á meðal væru upplýsingar um fjármál Infowars sem sýndu að miðillinn hefði um tíma þénað allt að 800 þúsund dali á dag. Skilaboðin sýndu að Jones hefði logið í dómsal, þegar hann sagðist ekki hafa sent nein skilaboð um árásina í Sandy Hook á undanförnum árum. „Þú veist hvað meinsæri er, er það ekki?“ spurði lögmaðurinn Jones. During the defamation trial proceedings of Alex Jones, a lawyer for the parents of one of the children killed in the Sandy Hook School massacre said 12 days ago, [Jones ] attorneys messed up and sent me a digital copy of every text and email from the phone of the Infowars host. pic.twitter.com/44xAU7goFR— NBC News (@NBCNews) August 3, 2022 Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Skotárás í Sandy Hook-grunnskólanum Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin Innlent Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent Þingflokksformaðurinn styður Áslaugu Örnu Innlent Fleiri fréttir Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Sjá meira
Foreldrar sex ára drengs sem dó í árásinni, og aðrir, hafa höfðað mál vegna umfangsmikillar umfjöllunar hans og miðils hans sem heitir Infowars um árásina og lygar hans um að árásin hafi verið sviðsett. Engin börn hafi dáið í henni og foreldrarnir sjálfir hafi verið leikarar. Tuttugu nemendur og sex kennarar dóu í árásinni í Newton í Connecticut og var hún um tíma mannskæðasta skotárásin í skóla í Bandaríkjunum. Réttarhöldum í máli Neils Heslin og Scarlett Lewis, foreldra hins sex ára gamla Jesse Lewis sem dó í fjöldamorðinu í Sandy Hook árið 2012, lauk nú í kvöld. Jones hefur þegar verið fundinn sekur en nú eiga kviðdómendur að ákveða hve miklar skaðabætur, ef einhverjar, Jones á að greiða foreldrunum. Foreldrarnir fara fram á 150 milljónir dala, samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar. Jones segir sjálfur að allar skaðabætur yfir tvær milljónir dala muni „sökkva“ honum. Í lokaræðu sinni í kvöld sagði lögmaður Jones að ekki hefði verið sannað að orð og gjörðir Jones hafðu í raun skaðað foreldrana. Hann sagði réttmætt að segja að aðrir hefðu vopnvætt orð Jones. Er Jones var spurður spurninga af lögmanni foreldranna viðurkenndi hann að hafa haldið á lofti samsæriskenningum um önnur ódæði og harmleik í Bandaríkjunum. Þar á meðal um sprengjuárásir og aðrar skotárásir á skóla og aðra staði. Þá sýndi lögmaðurinn myndband af öðrum starfsmanni Infowars fjalla um réttarhöldin gegn Jones í síðustu viku. Þar var því haldið fram að um einhverskonar samsæri gegn Jones væri að ræða og var sýnd mynd af dómara málsins í ljósum logum. Lögmaðurinn sýndi einnig myndbrot af Jones sjálfum spyrja hvort kviðdómendur í málinu hefðu verið valdir úr hópi fólks sem vissi ekki á hvaða plánetu það væri. Jones sagði ekki hafa meint það bókstaflega. Sendi óvart gögn til andstæðinganna Lögmaður foreldrana sakaði Jones um að hafa ekki orðið við skipunum dómsins um að leggja fram smáskilaboð og tölvupósta sína, eins og honum var skipað að gera. Við því sagðist Jones ekki notast við tölvupóst en þá sýndi lögmaðurinn honum tölvupóst sem hann hafði skrifað. Lögmaður foreldranna sagði Jones frá því að fyrir tólf dögum síðan hefðu lögmenn hans sent sér fyrir mistök öll gögn úr síma hans. Þeir hefðu öll hans skilaboð og tölvupósta tvö ár aftur í tímann. Þar á meðal væru upplýsingar um fjármál Infowars sem sýndu að miðillinn hefði um tíma þénað allt að 800 þúsund dali á dag. Skilaboðin sýndu að Jones hefði logið í dómsal, þegar hann sagðist ekki hafa sent nein skilaboð um árásina í Sandy Hook á undanförnum árum. „Þú veist hvað meinsæri er, er það ekki?“ spurði lögmaðurinn Jones. During the defamation trial proceedings of Alex Jones, a lawyer for the parents of one of the children killed in the Sandy Hook School massacre said 12 days ago, [Jones ] attorneys messed up and sent me a digital copy of every text and email from the phone of the Infowars host. pic.twitter.com/44xAU7goFR— NBC News (@NBCNews) August 3, 2022
Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Skotárás í Sandy Hook-grunnskólanum Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent VR greiddi Ragnari Þór rúmar tíu milljónir við starfslokin Innlent Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Erlent Þingflokksformaðurinn styður Áslaugu Örnu Innlent Fleiri fréttir Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Sjá meira