Skortur á læknum og staðan versnar hratt: „Þetta er mjög aðkallandi vandamál“ Fanndís Birna Logadóttir skrifar 4. ágúst 2022 17:01 Starfandi heimilislæknar eru of fáir og kemur þeim til með að fækka á næstu árum. vísir/ernir Framkvæmdastjórar lækninga á höfuðborgarsvæðinu og Norðurlandi taka undir áhyggjur formanns læknafélagsins um að neyðarástand gæti skapast í heilbrigðiskerfinu. Mikill skortur sé á starfandi heimilislæknum og ljóst að staðan eigi aðeins eftir að versna. Bæta þurfi starfsumhverfi og kjör til að laða fólk að, ekki síst á landsbyggðinni. Formaður Læknafélags Ísland varaði í vikunni við neyðarástandi í heilbrigðiskerfinu vegna manneklu og nefndi meðal annars mikinn skort á heimilislæknum. Einungis sextíu heimilislæknar voru starfandi hér á landi miðað við hverja eitt hundrað þúsund íbúa samkvæmt upplýsingum frá Evrópusambandinu. Sigríður Dóra Magnúsdóttir framkvæmdastjóri lækninga hjá Heilsugæslunni á höfuðborgarsvæðinu.Vísir/Sigurjón Sigríður Dóra Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri lækninga hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, segir skortinn viðvarandi á flest öllum stöðvum. „Við erum alltaf að huga að úrræðum og njótum nú góðs af þessum læknum sem eru í sérnámi, þeir vissulega hjálpa okkur mikið, en auðvitað viljum við fá fullnema heimilislækna, það er okkar markmið og við finnum alveg mikið fyrir því að vera undirmönnuð,“ segir Sigríður. Fjölgun hafi verið á læknum í sérnámi undanfarið en engu að síður blasi erfið staða við „Mjög margir fara á eftirlaun bara á næstu árum, og það er alveg ljóst að þó það séu margir í sérnáminu að þá munum við ekki ná að fylla þeirra skarð. Þannig það verður erfitt hjá okkur næstu tvö árin að minnsta kosti,“ segir Sigríður. Skorturinn ekki síst á landsbyggðinni Örn Ragnarsson, framkvæmdastjóri lækninga hjá Heilbrigðisstofnun Norðurlands, segir að ítrekað hafi verið bent á versnandi ástand. „Núna má segja að það sé skortur á öllum starfstöðum okkar hér á Norðurlandi þó að það sé þó misjafnt eftir stöðum svolítið, og útlitið er ekki glæsilegt,“ segir Örn. Nokkrir séu þegar komnir á eftirlaun og eftir fimm ár verði stór hluti starfandi lækna komnir á eftirlaunaaldur. Ljósi punkturinn sé vissulega sérnámslæknarnir. „Við erum með nokkra í sérnámi hér á svæðinu og það eru helst þeir sem hafa bæst í hópinn á undanförnum árum en það er bara ekki nóg,“ segir Örn. Örn Ragnarsson, framkvæmdastjóri lækninga hjá Heilbrigðisstofnun Norðurlands. Hann segir sjálfsagt ýmislegt hægt að gera, til að mynda að bæta kjör lækna og heilbrigðisstarfsfólks almennt á landsbyggðinni þar sem erfiðlega hefur gengið að fá fólk þangað. „Það hefur síðan verið gert átak í þessu sérnámi en það má kannski bara gera betur þar líka, síðan þarf kannski líka bara að skoða kerfið hjá okkur, hvernig við skipuleggjum þjónustuna,“ segir Örn. Sigríður tekur undir það að bæta þurfi kjör og starfsumhverfi heilbrigðisstarfsfólks. „Þá þarf náttúrulega aðkoma yfirvalda líka að hjálpa okkur að gera starfsumhverfið aðlaðandi,“ segir Sigríður. Og það er alveg ljóst að þetta er aðkallandi vandamál? „Þetta er mjög aðkallandi vandamál því það er náttúrulega gríðarlega mikið álag og bara vaxandi,“ segir hún enn fremur. Heilbrigðismál Heilsugæsla Heilbrigðisstofnun Norðurlands Tengdar fréttir Erfitt starfsumhverfi hamlar fjölgun heimilislækna Hlutfall heimilislækna hér á landi er eitt það lægsta í Evrópu en um 60 slíkir eru á hverja 100 þúsund íbúa. Þá eru barnalæknar einnig hlutfallslega fáir. 847 íslenskir læknar starfa erlendis. 13. júlí 2022 06:58 Mest lesið Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Innlent Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Innlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Öll tölfræði um málþófið á einum stað: Íslandsmet á næsta sólarhring Innlent Yfir hundrað látnir í Texas Erlent „Þetta er bara hálfkák og ekkert annað“ Innlent Skiltið hluti af stærra vandamáli sem dragi úr lífsgæðum Innlent „Við sáum að veðrið var best fyrir austan þannig við drifum okkur austur“ Veður „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Innlent Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Innlent Fleiri fréttir Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Öll tölfræði um málþófið á einum stað: Íslandsmet á næsta sólarhring „Þetta er bara hálfkák og ekkert annað“ Skiltið hluti af stærra vandamáli sem dragi úr lífsgæðum Spyr hvort berja megi blaðamenn í ljósi sýknudómsins Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Fjársvelt geðheilbrigðisúrræði og boltaleikjabann „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Þrír milljarðar til viðbótar í viðhald vega Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Vill vindorkuver í Garpsdal og breytir tillögu stjórnar Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn „Við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað undir OECD meðaltali“ Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Sjá meira
Formaður Læknafélags Ísland varaði í vikunni við neyðarástandi í heilbrigðiskerfinu vegna manneklu og nefndi meðal annars mikinn skort á heimilislæknum. Einungis sextíu heimilislæknar voru starfandi hér á landi miðað við hverja eitt hundrað þúsund íbúa samkvæmt upplýsingum frá Evrópusambandinu. Sigríður Dóra Magnúsdóttir framkvæmdastjóri lækninga hjá Heilsugæslunni á höfuðborgarsvæðinu.Vísir/Sigurjón Sigríður Dóra Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri lækninga hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, segir skortinn viðvarandi á flest öllum stöðvum. „Við erum alltaf að huga að úrræðum og njótum nú góðs af þessum læknum sem eru í sérnámi, þeir vissulega hjálpa okkur mikið, en auðvitað viljum við fá fullnema heimilislækna, það er okkar markmið og við finnum alveg mikið fyrir því að vera undirmönnuð,“ segir Sigríður. Fjölgun hafi verið á læknum í sérnámi undanfarið en engu að síður blasi erfið staða við „Mjög margir fara á eftirlaun bara á næstu árum, og það er alveg ljóst að þó það séu margir í sérnáminu að þá munum við ekki ná að fylla þeirra skarð. Þannig það verður erfitt hjá okkur næstu tvö árin að minnsta kosti,“ segir Sigríður. Skorturinn ekki síst á landsbyggðinni Örn Ragnarsson, framkvæmdastjóri lækninga hjá Heilbrigðisstofnun Norðurlands, segir að ítrekað hafi verið bent á versnandi ástand. „Núna má segja að það sé skortur á öllum starfstöðum okkar hér á Norðurlandi þó að það sé þó misjafnt eftir stöðum svolítið, og útlitið er ekki glæsilegt,“ segir Örn. Nokkrir séu þegar komnir á eftirlaun og eftir fimm ár verði stór hluti starfandi lækna komnir á eftirlaunaaldur. Ljósi punkturinn sé vissulega sérnámslæknarnir. „Við erum með nokkra í sérnámi hér á svæðinu og það eru helst þeir sem hafa bæst í hópinn á undanförnum árum en það er bara ekki nóg,“ segir Örn. Örn Ragnarsson, framkvæmdastjóri lækninga hjá Heilbrigðisstofnun Norðurlands. Hann segir sjálfsagt ýmislegt hægt að gera, til að mynda að bæta kjör lækna og heilbrigðisstarfsfólks almennt á landsbyggðinni þar sem erfiðlega hefur gengið að fá fólk þangað. „Það hefur síðan verið gert átak í þessu sérnámi en það má kannski bara gera betur þar líka, síðan þarf kannski líka bara að skoða kerfið hjá okkur, hvernig við skipuleggjum þjónustuna,“ segir Örn. Sigríður tekur undir það að bæta þurfi kjör og starfsumhverfi heilbrigðisstarfsfólks. „Þá þarf náttúrulega aðkoma yfirvalda líka að hjálpa okkur að gera starfsumhverfið aðlaðandi,“ segir Sigríður. Og það er alveg ljóst að þetta er aðkallandi vandamál? „Þetta er mjög aðkallandi vandamál því það er náttúrulega gríðarlega mikið álag og bara vaxandi,“ segir hún enn fremur.
Heilbrigðismál Heilsugæsla Heilbrigðisstofnun Norðurlands Tengdar fréttir Erfitt starfsumhverfi hamlar fjölgun heimilislækna Hlutfall heimilislækna hér á landi er eitt það lægsta í Evrópu en um 60 slíkir eru á hverja 100 þúsund íbúa. Þá eru barnalæknar einnig hlutfallslega fáir. 847 íslenskir læknar starfa erlendis. 13. júlí 2022 06:58 Mest lesið Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Innlent Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Innlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Öll tölfræði um málþófið á einum stað: Íslandsmet á næsta sólarhring Innlent Yfir hundrað látnir í Texas Erlent „Þetta er bara hálfkák og ekkert annað“ Innlent Skiltið hluti af stærra vandamáli sem dragi úr lífsgæðum Innlent „Við sáum að veðrið var best fyrir austan þannig við drifum okkur austur“ Veður „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Innlent Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Innlent Fleiri fréttir Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Öll tölfræði um málþófið á einum stað: Íslandsmet á næsta sólarhring „Þetta er bara hálfkák og ekkert annað“ Skiltið hluti af stærra vandamáli sem dragi úr lífsgæðum Spyr hvort berja megi blaðamenn í ljósi sýknudómsins Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Fjársvelt geðheilbrigðisúrræði og boltaleikjabann „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Þrír milljarðar til viðbótar í viðhald vega Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Vill vindorkuver í Garpsdal og breytir tillögu stjórnar Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn „Við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað undir OECD meðaltali“ Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Sjá meira
Erfitt starfsumhverfi hamlar fjölgun heimilislækna Hlutfall heimilislækna hér á landi er eitt það lægsta í Evrópu en um 60 slíkir eru á hverja 100 þúsund íbúa. Þá eru barnalæknar einnig hlutfallslega fáir. 847 íslenskir læknar starfa erlendis. 13. júlí 2022 06:58
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent