„Þurfum að eiga annan stórleik í næstu viku“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 4. ágúst 2022 21:42 Arnar Gunnlaugsson hefur stýrt Víkingi til sigurs í fjórum Evrópuleikjum af sjö í sumar. vísir/diego Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, var að vonum sáttur með 1-0 sigurinn á Póllandsmeisturum Lech Poznan í kvöld. Hann hefði þó ekki slegið hendinni á móti stærri sigri. „Þeir voru meira með boltann sem er óvanalegt fyrir okkur. En við vörðumst mjög vel í dag og vorum hættulegir í skyndisóknum. Fyrir leikinn hefði ég tekið 1-0, enda vorum við að spila við gríðarlega sterkt lið, en miðað við færin og möguleikana hefði ég verið gráðugri að fá eitt eða tvö mörk í viðbót,“ sagði Arnar við Vísi eftir leik. En kom frammistaða Lech Poznan Arnari á óvart, sérstaklega kannski hversu rólegir Pólverjarnir voru í tíðinni í fyrri hálfleik? „Það er voðalega erfitt að setja sig í sérfræðingabúning og segja að ekkert hafi komið á óvart. Mögulega var þetta smá vanmat. Við tókum á þeim af krafti en stigum ekki nægilega vel upp á þá í fyrri hálfleik. Þeir meiddu okkur samt ekkert og við fengum hættuleg upphlaup, sérstaklega fram hægri kantinn,“ sagði Arnar. „Þeir eru virkilega góðir í fótbolta og það sést að þeir þurfa færri snertingar en við til að koma hreyfingu á boltann og liðinu framar. En við tökum 1-0 og erum enn lifandi í þessu. Við þurfum að eiga annan stórleik í næstu viku til að eiga möguleika á að komast áfram.“ Búinn að stíga stór skref Ari Sigurpálsson skoraði sigurmark Víkings og var mjög hættulegur á hægri kantinum. „Þeir eru portúgalskan vinstri bakvörð sem er mjög góður í fótbolta en finnst ekkert sérstaklega gaman að verjast. Planið var að láta Ella [Erling Agnarsson] og Ara herja á hann og það heppnaðist mjög vel í fyrri hálfleik,“ sagði Arnar. „Ari átti frábæran leik. Hann komst reyndar nokkrum sinnum í góðar stöður til að gefa fyrir og þarf að bæta það. En þetta er mjög efnilegur strákur sem er búinn að stíga stór skref eins og margir okkar ungu leikmanna undanfarin ár.“ Sambandsdeild Evrópu Víkingur Reykjavík Mest lesið Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Íslenski boltinn Í beinni: Vestri - Fram | Úrslitaleikur undir Íslenski boltinn „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Fótbolti Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? Fótbolti Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Handbolti „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Fótbolti „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Golf Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Körfubolti Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Körfubolti Fleiri fréttir Onana frá næstu vikurnar Í beinni: Vestri - Fram | Úrslitaleikur undir Ánægður með Arnar og er klár í haustið „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Diljá Ýr búin að semja við Brann Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Kærkominn endurkomusigur Grindvíkinga Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Segir hitann á HM hættulegan Belgar kveðja EM með sigri Spánn áfram með fullt hús stiga Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Lárus Orri byrjaður að bæta við sig Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Crystal Palace fær ekki að spila í Evrópudeildinni Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Krabbameinslyf felldi fótboltamann á lyfjaprófi Fyrst Íslendinga til að skora og leggja upp í sama leik á EM EM í dag: Nóg komið af leiðindum, kveðjustund og Copacabana „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Ísak Snær lánaður til Lyngby Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Sjá meira
„Þeir voru meira með boltann sem er óvanalegt fyrir okkur. En við vörðumst mjög vel í dag og vorum hættulegir í skyndisóknum. Fyrir leikinn hefði ég tekið 1-0, enda vorum við að spila við gríðarlega sterkt lið, en miðað við færin og möguleikana hefði ég verið gráðugri að fá eitt eða tvö mörk í viðbót,“ sagði Arnar við Vísi eftir leik. En kom frammistaða Lech Poznan Arnari á óvart, sérstaklega kannski hversu rólegir Pólverjarnir voru í tíðinni í fyrri hálfleik? „Það er voðalega erfitt að setja sig í sérfræðingabúning og segja að ekkert hafi komið á óvart. Mögulega var þetta smá vanmat. Við tókum á þeim af krafti en stigum ekki nægilega vel upp á þá í fyrri hálfleik. Þeir meiddu okkur samt ekkert og við fengum hættuleg upphlaup, sérstaklega fram hægri kantinn,“ sagði Arnar. „Þeir eru virkilega góðir í fótbolta og það sést að þeir þurfa færri snertingar en við til að koma hreyfingu á boltann og liðinu framar. En við tökum 1-0 og erum enn lifandi í þessu. Við þurfum að eiga annan stórleik í næstu viku til að eiga möguleika á að komast áfram.“ Búinn að stíga stór skref Ari Sigurpálsson skoraði sigurmark Víkings og var mjög hættulegur á hægri kantinum. „Þeir eru portúgalskan vinstri bakvörð sem er mjög góður í fótbolta en finnst ekkert sérstaklega gaman að verjast. Planið var að láta Ella [Erling Agnarsson] og Ara herja á hann og það heppnaðist mjög vel í fyrri hálfleik,“ sagði Arnar. „Ari átti frábæran leik. Hann komst reyndar nokkrum sinnum í góðar stöður til að gefa fyrir og þarf að bæta það. En þetta er mjög efnilegur strákur sem er búinn að stíga stór skref eins og margir okkar ungu leikmanna undanfarin ár.“
Sambandsdeild Evrópu Víkingur Reykjavík Mest lesið Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Íslenski boltinn Í beinni: Vestri - Fram | Úrslitaleikur undir Íslenski boltinn „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Fótbolti Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? Fótbolti Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Handbolti „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Fótbolti „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Golf Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Körfubolti Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Körfubolti Fleiri fréttir Onana frá næstu vikurnar Í beinni: Vestri - Fram | Úrslitaleikur undir Ánægður með Arnar og er klár í haustið „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Diljá Ýr búin að semja við Brann Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Kærkominn endurkomusigur Grindvíkinga Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Segir hitann á HM hættulegan Belgar kveðja EM með sigri Spánn áfram með fullt hús stiga Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Lárus Orri byrjaður að bæta við sig Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Crystal Palace fær ekki að spila í Evrópudeildinni Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Krabbameinslyf felldi fótboltamann á lyfjaprófi Fyrst Íslendinga til að skora og leggja upp í sama leik á EM EM í dag: Nóg komið af leiðindum, kveðjustund og Copacabana „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Ísak Snær lánaður til Lyngby Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Sjá meira