Jones gert að greiða fjölskyldu drengs sem drepinn var í Sandy Hook 4,1 milljón Eiður Þór Árnason skrifar 4. ágúst 2022 23:56 Alex Jones situr nú í súpunni vegna ummæla sinna um Sandy Hook árásina. Getty/Drew Angerer Alex Jones þarf að greiða minnst 4,1 milljón bandaríkjadala til fjölskyldu sex ára drengs sem var drepinn í skotárásinni í Sandy Hook grunnskólanum vegna þeirrar þjáningar sem hann, og fjölmiðill hans Infowars, olli fjölskyldunni með því að dreifa lygum um ódæðið. Áður hafði dómari úrskurðað að Jones væri lagalega ábyrgur gagnvart samsæriskenningum sem hann hafi dreift um fjöldamorðið í grunnskólanum sem átti sér stað í september árið 2012. Hann hefur ítrekað verið sakaður um að valda foreldrum fórnarlambanna skaða með áróðri sínum og samsæriskenningum um fjöldamorðið sem spanna árabil. Scarlett Lewis og Neil Heslin, foreldrar Jesse sem var skotinn til bana ásamt nítján samnemendum sínum og sex kennurum við grunnskólann í Connecticut, höfðu farið fram á 150 milljóna bandaríkjadala greiðslu vegna ærumeiðinga og þeirrar tilfinningalegu kvalar sem Jones á að hafa valdið þeim af ásettu ráði. Greint er frá þessu í frétt NBC News. Gæti einnig þurft að greiða refsibætur Alex Jones hefur ítrekað ýjað að því að skotárásin í Sandy Hook væri tilbúningur en viðurkenndi síðar að ódæðið hafi átt sér stað. Verjandi hans bað kviðdóminn um að færa Heslin og Lewis einungis einn bandaríkjadal. Kviðdómurinn á enn eftir að úrskurða um hvort Jones verði að auki gert að greiða refsibætur vegna brota sinna. Jones hefur lýst lögsókninni sem árás á þau réttindi sem honum séu tryggð í fyrsta viðauka stjórnarskrár Bandaríkjanna sem kveður meðal annars á um að stjórnvöldum sé bannað að skerða tjáningarfrelsi. Verjandi hans sagði Jones hafa fengið að gjalda fyrir mistök sín þegar hann missti milljónir fylgjenda á samfélagsmiðlum eftir að stjórnendur miðlanna lokuðu síðum á vegum hans og Infowars. Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Skotárás í Sandy Hook-grunnskólanum Tengdar fréttir Samsæriskenningasmiður sekur um meiðyrði Samsæriskenningasmiðurinn Alex Jones var í dag fundinn sekur í fjórum meiðyrðamálum sem aðstandendur barna sem létust í árásinni á Sandy Hook skólann höfðuðu gegn honum. 15. nóvember 2021 21:56 Alex Jones ábyrgur vegna samsæriskenninga sinna um árásina í Sandy Hook Alex Jones er lagalega ábyrgur gagnvart samsæriskenningum um fjöldamorðið í Sandy Hook árið 2012. Hann mun því þurfa að borga skaðabætur til foreldra barna sem voru myrt í árásinni. Hann hefur ítrekað verið sakaður um að valda foreldrum skaða með áróðri sínum og samsæriskenningum um fjöldamorðið sem spanna árabil. 1. október 2021 12:08 Mest lesið Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Erlent Fleiri fréttir Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Sjá meira
Áður hafði dómari úrskurðað að Jones væri lagalega ábyrgur gagnvart samsæriskenningum sem hann hafi dreift um fjöldamorðið í grunnskólanum sem átti sér stað í september árið 2012. Hann hefur ítrekað verið sakaður um að valda foreldrum fórnarlambanna skaða með áróðri sínum og samsæriskenningum um fjöldamorðið sem spanna árabil. Scarlett Lewis og Neil Heslin, foreldrar Jesse sem var skotinn til bana ásamt nítján samnemendum sínum og sex kennurum við grunnskólann í Connecticut, höfðu farið fram á 150 milljóna bandaríkjadala greiðslu vegna ærumeiðinga og þeirrar tilfinningalegu kvalar sem Jones á að hafa valdið þeim af ásettu ráði. Greint er frá þessu í frétt NBC News. Gæti einnig þurft að greiða refsibætur Alex Jones hefur ítrekað ýjað að því að skotárásin í Sandy Hook væri tilbúningur en viðurkenndi síðar að ódæðið hafi átt sér stað. Verjandi hans bað kviðdóminn um að færa Heslin og Lewis einungis einn bandaríkjadal. Kviðdómurinn á enn eftir að úrskurða um hvort Jones verði að auki gert að greiða refsibætur vegna brota sinna. Jones hefur lýst lögsókninni sem árás á þau réttindi sem honum séu tryggð í fyrsta viðauka stjórnarskrár Bandaríkjanna sem kveður meðal annars á um að stjórnvöldum sé bannað að skerða tjáningarfrelsi. Verjandi hans sagði Jones hafa fengið að gjalda fyrir mistök sín þegar hann missti milljónir fylgjenda á samfélagsmiðlum eftir að stjórnendur miðlanna lokuðu síðum á vegum hans og Infowars.
Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Skotárás í Sandy Hook-grunnskólanum Tengdar fréttir Samsæriskenningasmiður sekur um meiðyrði Samsæriskenningasmiðurinn Alex Jones var í dag fundinn sekur í fjórum meiðyrðamálum sem aðstandendur barna sem létust í árásinni á Sandy Hook skólann höfðuðu gegn honum. 15. nóvember 2021 21:56 Alex Jones ábyrgur vegna samsæriskenninga sinna um árásina í Sandy Hook Alex Jones er lagalega ábyrgur gagnvart samsæriskenningum um fjöldamorðið í Sandy Hook árið 2012. Hann mun því þurfa að borga skaðabætur til foreldra barna sem voru myrt í árásinni. Hann hefur ítrekað verið sakaður um að valda foreldrum skaða með áróðri sínum og samsæriskenningum um fjöldamorðið sem spanna árabil. 1. október 2021 12:08 Mest lesið Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn Innlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Erlent Fleiri fréttir Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Sjá meira
Samsæriskenningasmiður sekur um meiðyrði Samsæriskenningasmiðurinn Alex Jones var í dag fundinn sekur í fjórum meiðyrðamálum sem aðstandendur barna sem létust í árásinni á Sandy Hook skólann höfðuðu gegn honum. 15. nóvember 2021 21:56
Alex Jones ábyrgur vegna samsæriskenninga sinna um árásina í Sandy Hook Alex Jones er lagalega ábyrgur gagnvart samsæriskenningum um fjöldamorðið í Sandy Hook árið 2012. Hann mun því þurfa að borga skaðabætur til foreldra barna sem voru myrt í árásinni. Hann hefur ítrekað verið sakaður um að valda foreldrum skaða með áróðri sínum og samsæriskenningum um fjöldamorðið sem spanna árabil. 1. október 2021 12:08