Arsenal búið að eyða meiri pening en allir í síðustu gluggum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. ágúst 2022 15:30 Gabriel Jesus kom frá Manchester City og hefur verið frábær á undirbúningstímabilinu. Getty/Stuart MacFarlane Það er mikil spenna með stuðningsmanna Arsenal fyrir þetta tímabil í ensku úrvalsdeildinni eftir mjög jákvætt undirbúningstímabil og að því virðist vel heppnuð innkaup. Spænski knattspyrnustjórinn Mikel Arteta hefur verið að móta nýtt lið og hann hefur líka fengið peninga í leikmannakaup. Sky Sports birti þannig töflu yfir þau félög sem hafa eytt mestum pening í síðustu þremur félagsskiptagluggum og þar er Arsenal í efsta sæti. View this post on Instagram A post shared by Sky Sports (@skysports) Arsenal hefur eytt 278,3 milljónum punda í nýja leikmenn frá því sumarið 2021 og er það talsvert meira en næsta lið sem er Manchester City. Chelsea og Manchester United hafa líka öll eytt yfir tvö hundruð milljónum punda. Í sumar keypti Arsenal framherjann Gabriel Jesus frá Manchester City, miðjumanninn Fábio Vieira frá Porto, kantmanninn Marquinhos frá São Paulo og bakvörðinn Oleksandr Zinchenko frá City auk þess að fá bandaríska markvörðinn Matt Turner frá New England Revolution. Á síðustu leiktíð þá keypti Arsenal meðal annars Martin Ødegaard frá Real Madrid, Aaron Ramsdale frá Sheffield United, Benjamin White frá Brighton & Hove Albion, Albert Sambi Lokonga frá Anderlecht og Takehiro Tomiyasu frá Bologna. Öll þessi innkaup hafa miðlað að því að setja saman nýtt lið sem getur komið Arsenal aftur á þann stall sem liðið var á árum áður undir stjórn Arsene Wenger. Síðustu ár hafa verið erfið fyrir stuðningsmenn félagsisn, fyrst hrörnun liðsins á lokatímabilum Wengers og svo vandræðin með eftirmann Frakkans. Nú líta hlutirnir aftur á móti mun betur út. Arsenal heimsækir Crystal Palace í kvöld í fyrsta leiknum á nýju tímabili og það verður fróðlegt að sjá hvort liðið geti byrjað tímabilið af krafti og sýnt að það eigi heima í Meistaradeildarsæti eða jafnvel enn ofar. Enski boltinn Mest lesið Van Gerwen kemur trans konunni til varnar: „Þetta er svo sárt“ Sport Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Enski boltinn Gagnrýnir blaðamann sem gerði grín að útliti hennar Sport „Ég bað ekki um fjögur stig en fékk fjögur stig“ Sport Íslandsmeistarinn úr leik og þrettán ára gutti stal senunni Sport Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfubolti Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ Enski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Körfubolti Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Enski boltinn „Ég vil ekki deyja í sjúkrarúmi heldur í hringnum“ Sport Fleiri fréttir Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ „Frammistaðan var góð“ Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Nýliðarnir sóttu þrjú stig til Tottenham og Newcastle skellti Forest United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Guardiola skilur ekkert í valinu á Grealish Arsenal skoraði óvænt fimm gegn Maríu og félögum Mourinho vill taka við Newcastle United „Hann varð pabbi og ég átti engan þátt í því“ Hetja United meiddist ekki við það að fagna markinu Rice tábrotinn en ætlar að spila á sunnudag Slot henti bæði Mourinho og Ancelotti úr efsta sætinu Sjáðu klúðrið sem stjóri Villa kallaði „stærstu mistök“ sem hann hefur séð Leikbann Kudus lengt í fimm leiki Bernardo Silva: Man City er á dimmum stað Amorim: Pep Guardiola er svo miklu betri en ég akkúrat núna Afar vandræðaleg samskipti Amorims og blaðamanns „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Sjá meira
Spænski knattspyrnustjórinn Mikel Arteta hefur verið að móta nýtt lið og hann hefur líka fengið peninga í leikmannakaup. Sky Sports birti þannig töflu yfir þau félög sem hafa eytt mestum pening í síðustu þremur félagsskiptagluggum og þar er Arsenal í efsta sæti. View this post on Instagram A post shared by Sky Sports (@skysports) Arsenal hefur eytt 278,3 milljónum punda í nýja leikmenn frá því sumarið 2021 og er það talsvert meira en næsta lið sem er Manchester City. Chelsea og Manchester United hafa líka öll eytt yfir tvö hundruð milljónum punda. Í sumar keypti Arsenal framherjann Gabriel Jesus frá Manchester City, miðjumanninn Fábio Vieira frá Porto, kantmanninn Marquinhos frá São Paulo og bakvörðinn Oleksandr Zinchenko frá City auk þess að fá bandaríska markvörðinn Matt Turner frá New England Revolution. Á síðustu leiktíð þá keypti Arsenal meðal annars Martin Ødegaard frá Real Madrid, Aaron Ramsdale frá Sheffield United, Benjamin White frá Brighton & Hove Albion, Albert Sambi Lokonga frá Anderlecht og Takehiro Tomiyasu frá Bologna. Öll þessi innkaup hafa miðlað að því að setja saman nýtt lið sem getur komið Arsenal aftur á þann stall sem liðið var á árum áður undir stjórn Arsene Wenger. Síðustu ár hafa verið erfið fyrir stuðningsmenn félagsisn, fyrst hrörnun liðsins á lokatímabilum Wengers og svo vandræðin með eftirmann Frakkans. Nú líta hlutirnir aftur á móti mun betur út. Arsenal heimsækir Crystal Palace í kvöld í fyrsta leiknum á nýju tímabili og það verður fróðlegt að sjá hvort liðið geti byrjað tímabilið af krafti og sýnt að það eigi heima í Meistaradeildarsæti eða jafnvel enn ofar.
Enski boltinn Mest lesið Van Gerwen kemur trans konunni til varnar: „Þetta er svo sárt“ Sport Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Enski boltinn Gagnrýnir blaðamann sem gerði grín að útliti hennar Sport „Ég bað ekki um fjögur stig en fékk fjögur stig“ Sport Íslandsmeistarinn úr leik og þrettán ára gutti stal senunni Sport Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfubolti Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ Enski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Körfubolti Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Enski boltinn „Ég vil ekki deyja í sjúkrarúmi heldur í hringnum“ Sport Fleiri fréttir Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ „Frammistaðan var góð“ Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Nýliðarnir sóttu þrjú stig til Tottenham og Newcastle skellti Forest United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Guardiola skilur ekkert í valinu á Grealish Arsenal skoraði óvænt fimm gegn Maríu og félögum Mourinho vill taka við Newcastle United „Hann varð pabbi og ég átti engan þátt í því“ Hetja United meiddist ekki við það að fagna markinu Rice tábrotinn en ætlar að spila á sunnudag Slot henti bæði Mourinho og Ancelotti úr efsta sætinu Sjáðu klúðrið sem stjóri Villa kallaði „stærstu mistök“ sem hann hefur séð Leikbann Kudus lengt í fimm leiki Bernardo Silva: Man City er á dimmum stað Amorim: Pep Guardiola er svo miklu betri en ég akkúrat núna Afar vandræðaleg samskipti Amorims og blaðamanns „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Sjá meira