Létu eigin leikmenn hafa það óþvegið eftir leikinn í Víkinni: „Eins og mennskt spjallborð“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 5. ágúst 2022 11:31 Stuðningsmönnum Lech Poznan var heitt í hamsi í Víkinni í gær. stöð 2 sport Stuðningsmenn Lech Poznan sem mættu í Víkina og sáu sína menn tapa fyrir Íslands- og bikarmeisturunum voru allt annað en sáttir eftir leikinn og létu leikmenn Póllandsmeistaranna heyra það. Víkingur sigraði Lech Poznan, 1-0, í fyrri leik liðanna í 3. umferð forkeppni Sambandsdeildar Evrópu í gær. Ari Sigurpálsson skoraði eina mark leiksins með síðustu spyrnu fyrri hálfleiks. Fyrir utan öfluga byrjun á seinni hálfleik ógnaði Lech Poznan marki Víkings sjaldan og heimamenn voru líklegri til að bæta við mörkum en gestirnir frá Póllandi að jafna. Lech Poznan varð pólskur meistari á síðasta tímabili en hefur gengið illa það sem af er þessu tímabili og stuðningsmenn liðsins eru greinilega ekki sáttir með gang mála. Eftir leikinn í Víkinni létu þeir leikmenn Lech Poznan hafa það óþvegið ekki ósvipað og stuðningsmenn Pogon Szczecin gerðu eftir að þeir töpuðu fyrir KR í síðasta mánuði. Þorkell Máni Pétursson er hrifinn af þessari nálgun pólsku stuðningsmannnanna. „Ég ætla að segja mína skoðun á þessu. Sjáið alla leikmennina, þeir standa þarna og hlusta á skammirnir. Ég væri til í að sjá þetta tekið upp hjá íslenskum liðum,“ sagði Máni. „Þetta er fólkið sem borgar laun þessara manna. Þetta eru yfirmenn þeirra og þeir eru bara að segja þeim fyrir verkum.“ Kjartan Atli Kjartansson kom með skemmtilega líkingu á uppákomunni í Víkinni. „Þetta er eins og mennskt spjallborð,“ sagði hann. Klippa: Létu eigin leikmenn heyra það Pólskir fjölmiðlar fóru ekki fögrum orðum um frammistöðu Lech Poznan í leiknum í gær og hneykluðust á henni. „Skandall á Íslandi! Skammarlegt tap Lech Poznan gegn Víkingi,“ sagði til að mynda í útbreiddasta íþróttablaði Póllands, Przeglad Sportowy. Seinni leikur Víkings og Lech Poznan fer fram í Póllandi á fimmtudaginn. Víkingum dugar þar jafntefli til að komast í umspil um sæti í riðlakeppni Sambandsdeildarinnar. Þar myndu þeir að öllum líkindum mæta Dudelange frá Lúxemborg. Næsti leikur Víkings er gegn Fram í Bestu deildinni á sunnudaginn. Víkingar eru í 2. sæti deildarinnar með 29 stig, níu stigum á eftir toppliði Blika en eiga leik til góða. Sambandsdeild Evrópu Víkingur Reykjavík Tengdar fréttir „Þurfum að eiga annan stórleik í næstu viku“ Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, var að vonum sáttur með 1-0 sigurinn á Póllandsmeisturum Lech Poznan í kvöld. Hann hefði þó ekki slegið hendinni á móti stærri sigri. 4. ágúst 2022 21:42 Mest lesið Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Íslenski boltinn Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Íslenski boltinn Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Sport „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Fótbolti Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? Fótbolti „Síðasti leggurinn var helvíti þungur“ Sport Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Körfubolti „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Golf Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Handbolti Fleiri fréttir Í beinni: Pólland - Danmörk | Bæði lið í leit að fyrstu stigunum Í beinni: Svíþjóð - Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Onana frá næstu vikurnar Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ánægður með Arnar og er klár í haustið „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Diljá Ýr búin að semja við Brann Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Kærkominn endurkomusigur Grindvíkinga Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Segir hitann á HM hættulegan Belgar kveðja EM með sigri Spánn áfram með fullt hús stiga Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Lárus Orri byrjaður að bæta við sig Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Crystal Palace fær ekki að spila í Evrópudeildinni Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Krabbameinslyf felldi fótboltamann á lyfjaprófi Fyrst Íslendinga til að skora og leggja upp í sama leik á EM EM í dag: Nóg komið af leiðindum, kveðjustund og Copacabana „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Ísak Snær lánaður til Lyngby Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Sjá meira
Víkingur sigraði Lech Poznan, 1-0, í fyrri leik liðanna í 3. umferð forkeppni Sambandsdeildar Evrópu í gær. Ari Sigurpálsson skoraði eina mark leiksins með síðustu spyrnu fyrri hálfleiks. Fyrir utan öfluga byrjun á seinni hálfleik ógnaði Lech Poznan marki Víkings sjaldan og heimamenn voru líklegri til að bæta við mörkum en gestirnir frá Póllandi að jafna. Lech Poznan varð pólskur meistari á síðasta tímabili en hefur gengið illa það sem af er þessu tímabili og stuðningsmenn liðsins eru greinilega ekki sáttir með gang mála. Eftir leikinn í Víkinni létu þeir leikmenn Lech Poznan hafa það óþvegið ekki ósvipað og stuðningsmenn Pogon Szczecin gerðu eftir að þeir töpuðu fyrir KR í síðasta mánuði. Þorkell Máni Pétursson er hrifinn af þessari nálgun pólsku stuðningsmannnanna. „Ég ætla að segja mína skoðun á þessu. Sjáið alla leikmennina, þeir standa þarna og hlusta á skammirnir. Ég væri til í að sjá þetta tekið upp hjá íslenskum liðum,“ sagði Máni. „Þetta er fólkið sem borgar laun þessara manna. Þetta eru yfirmenn þeirra og þeir eru bara að segja þeim fyrir verkum.“ Kjartan Atli Kjartansson kom með skemmtilega líkingu á uppákomunni í Víkinni. „Þetta er eins og mennskt spjallborð,“ sagði hann. Klippa: Létu eigin leikmenn heyra það Pólskir fjölmiðlar fóru ekki fögrum orðum um frammistöðu Lech Poznan í leiknum í gær og hneykluðust á henni. „Skandall á Íslandi! Skammarlegt tap Lech Poznan gegn Víkingi,“ sagði til að mynda í útbreiddasta íþróttablaði Póllands, Przeglad Sportowy. Seinni leikur Víkings og Lech Poznan fer fram í Póllandi á fimmtudaginn. Víkingum dugar þar jafntefli til að komast í umspil um sæti í riðlakeppni Sambandsdeildarinnar. Þar myndu þeir að öllum líkindum mæta Dudelange frá Lúxemborg. Næsti leikur Víkings er gegn Fram í Bestu deildinni á sunnudaginn. Víkingar eru í 2. sæti deildarinnar með 29 stig, níu stigum á eftir toppliði Blika en eiga leik til góða.
Sambandsdeild Evrópu Víkingur Reykjavík Tengdar fréttir „Þurfum að eiga annan stórleik í næstu viku“ Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, var að vonum sáttur með 1-0 sigurinn á Póllandsmeisturum Lech Poznan í kvöld. Hann hefði þó ekki slegið hendinni á móti stærri sigri. 4. ágúst 2022 21:42 Mest lesið Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Íslenski boltinn Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Íslenski boltinn Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Sport „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Fótbolti Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? Fótbolti „Síðasti leggurinn var helvíti þungur“ Sport Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Körfubolti „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Golf Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Handbolti Fleiri fréttir Í beinni: Pólland - Danmörk | Bæði lið í leit að fyrstu stigunum Í beinni: Svíþjóð - Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Onana frá næstu vikurnar Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ánægður með Arnar og er klár í haustið „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Diljá Ýr búin að semja við Brann Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Kærkominn endurkomusigur Grindvíkinga Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Segir hitann á HM hættulegan Belgar kveðja EM með sigri Spánn áfram með fullt hús stiga Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Lárus Orri byrjaður að bæta við sig Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Crystal Palace fær ekki að spila í Evrópudeildinni Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Krabbameinslyf felldi fótboltamann á lyfjaprófi Fyrst Íslendinga til að skora og leggja upp í sama leik á EM EM í dag: Nóg komið af leiðindum, kveðjustund og Copacabana „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Ísak Snær lánaður til Lyngby Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Sjá meira
„Þurfum að eiga annan stórleik í næstu viku“ Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, var að vonum sáttur með 1-0 sigurinn á Póllandsmeisturum Lech Poznan í kvöld. Hann hefði þó ekki slegið hendinni á móti stærri sigri. 4. ágúst 2022 21:42