Vésteinn Örn Pétursson fréttamaður og Einar Árnason tökumaður eru á vettvangi við eldgosið í Meradölum. Þar munu þeir fylgjast með gosinu, aðstæðum og ferðalöngum sem þar eru.
Veðuraðstæður við eldgosið eru ekki upp á marga fiska. Það er nokkuð hvasst, blautt og þoka hefur legið yfir svæðinu í dag.
Samkvæmt upplýsingum fréttastofu er þó, þegar þetta er skrifað, fjöldi fólks á leið að gosstöðvunum.
Útsendingu Vísis er lokið í kvöld en hægt er að horfa aftur á hluta hennar í spilaranum.