Ólafía nálgast Perlu | Spennandi lokadagur fram undan Valur Páll Eiríksson skrifar 6. ágúst 2022 19:46 Ólafía Þórunn Kristinsdóttir Mynd/seth@golf.is Atvinnukylfingurinn Ólafía Þórunn Kristinsdóttir átti stórgóðan hring á þriðja degi Íslandsmótsins í golfi í Vestmannaeyjum í dag. Lengi vel var útlit fyrir að hún tæki forystu en hún er aðeins höggi á eftir hinni 15 ára gömlu Perlu Sól Sigurbrandsdóttur sem hefur leitt mótið frá fyrsta degi. Perla Sól hefur leitt frá því að fyrsta hring lauk á fimmtudagskvöldið. Hún var með þriggja högga forystu fyrir daginn en hún fór fyrstu tvo hringina á pari. Hún gerði höggi betur í dag er hún lék hringinn á höggi undir pari og er það því hennar skor eftir þrjá hringi. Perla Sól fékk þrjá fugla og tvo skolla á hringnum en lék aðrar holur á pari. Ólafía Þórunn er einu höggi á eftir Perlu, á pari, eftir hring dagsins. Ólafía fékk fimm fugla á fyrstu 13 holum dagsins en skollar á 16. og 17. braut þýða að hringurinn var á þremur undir parinu. Íslandsmeistari áranna 2018 til 2020, Guðrún Brá Björgvinsdóttir, fór hring dagsins á tveimur yfir pari og er hún þriðja á níu yfir pari vallar í heildina. Ljóst er því að Perla Sól og Ólafía Þórunn munu bítast um Íslandsmeistaratitilinn á lokadeginum á morgun. Hulda Clara Gestsdóttir, Íslandsmeistari síðasta árs, lék kvenna best á vellinum í dag. Hún fór hringinn á fimm höggum undir pari, sem er nýtt vallarmet af bláum teigum. Strembnir fyrstu tveir dagar á mótinu þýða að hún er í sjöunda sæti á 13 yfir pari eftir þrjá hringi. Íslandsmótið í golfi Mest lesið Langhlauparar í meiri hættu að fá krabbamein Sport Þriggja ára strákur setti heimsmet í skák Sport Landsliðsmaður handtekinn í London Enski boltinn Albert svaraði eftir að hafa verið sakaður um hugleysi Fótbolti Sér bara eina leið fyrir Salah: „Komi og biðjist innilega afsökunar“ Enski boltinn Íslenskir Púlarar í sárum: „Takk fyrir allt Mósi minn“ Enski boltinn Allt í steik hjá Real og tveir sáu rautt Fótbolti „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Íslenski boltinn Höjlund afgreiddi Juve og kom Napoli á toppinn Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 118-67 | Toppliðið tekið til slátrunar Körfubolti Fleiri fréttir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira
Perla Sól hefur leitt frá því að fyrsta hring lauk á fimmtudagskvöldið. Hún var með þriggja högga forystu fyrir daginn en hún fór fyrstu tvo hringina á pari. Hún gerði höggi betur í dag er hún lék hringinn á höggi undir pari og er það því hennar skor eftir þrjá hringi. Perla Sól fékk þrjá fugla og tvo skolla á hringnum en lék aðrar holur á pari. Ólafía Þórunn er einu höggi á eftir Perlu, á pari, eftir hring dagsins. Ólafía fékk fimm fugla á fyrstu 13 holum dagsins en skollar á 16. og 17. braut þýða að hringurinn var á þremur undir parinu. Íslandsmeistari áranna 2018 til 2020, Guðrún Brá Björgvinsdóttir, fór hring dagsins á tveimur yfir pari og er hún þriðja á níu yfir pari vallar í heildina. Ljóst er því að Perla Sól og Ólafía Þórunn munu bítast um Íslandsmeistaratitilinn á lokadeginum á morgun. Hulda Clara Gestsdóttir, Íslandsmeistari síðasta árs, lék kvenna best á vellinum í dag. Hún fór hringinn á fimm höggum undir pari, sem er nýtt vallarmet af bláum teigum. Strembnir fyrstu tveir dagar á mótinu þýða að hún er í sjöunda sæti á 13 yfir pari eftir þrjá hringi.
Íslandsmótið í golfi Mest lesið Langhlauparar í meiri hættu að fá krabbamein Sport Þriggja ára strákur setti heimsmet í skák Sport Landsliðsmaður handtekinn í London Enski boltinn Albert svaraði eftir að hafa verið sakaður um hugleysi Fótbolti Sér bara eina leið fyrir Salah: „Komi og biðjist innilega afsökunar“ Enski boltinn Íslenskir Púlarar í sárum: „Takk fyrir allt Mósi minn“ Enski boltinn Allt í steik hjá Real og tveir sáu rautt Fótbolti „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Íslenski boltinn Höjlund afgreiddi Juve og kom Napoli á toppinn Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 118-67 | Toppliðið tekið til slátrunar Körfubolti Fleiri fréttir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira