Ernirnir heimsóttu AZ Alkmaar í dag en staðan var markalaus allt fram á 70. mínútu. Þá kom Grikkinn Vangelis Pavlidis AZ yfir.
Willum var í byrjunarliði Go Ahead Eagles en var skipt af velli sex mínútum eftir markið. Á 86. mínútu innsiglaði Myron van Brederode svo 2-0 sigur AZ.
Go Ahead Eagles er því án stiga eftir fyrsta leik en á sinn fyrsta heimaleik næstu helgi þegar stórlið PSV Eindhoven kemur í heimsókn.