Toomey endaði ferilinn á enn einum titlinum | Björgvin Karl varð níundi Valur Páll Eiríksson skrifar 7. ágúst 2022 19:10 Yfirburðaframmistaða, sjötta árið í röð. Robert Cianflone/Getty Images Hin ástralska Tia-Clair Toomey fagnaði sigri á heimsleikunum í Crossfit í sjötta og síðasta sinn en hún hyggst hætta að keppa í Crossfit eftir leikana helgarinnar. Í karlaflokki varði Justin Medeiros titil sinn. Toomey hlaut silfur á leikunum 2015 og 2016, þegar Katrín Tanja Davíðsdóttir fagnaði sigri bæði árin. Hún hefur síðan unnið keppni kvenna á hverjum einustu leikum frá 2017. Hún fagnaði sigri í sjötta sinn þrátt fyrir að hafa ekki átt sinn besta dag. Toomey varð 17. í fyrstu grein dagsins, önnur í annarri greinini og þá varð hún tíunda í lokagreininni. Hún hefur skrifað söguna í íþróttinni en hafði fyrir leikana tilkynnt að þeir yrðu hennar síðustu. Hún hættir því á toppnum, sem sexfaldur meistari. Í viðtali eftir keppnina útilokaði hún þó ekki að snúa aftur, en ef hún er raunverulega hætt er ljóst að aðrar konur fá nú tækifæri til að fagna sigri eftir algjöra yfirburði þeirrar áströlsku síðustu ár. Þuríður Erla Helgadóttir varð í 20., 23., og 29. sæti í greinunum þremur í dag og lýkur keppni á leikunum í 22. sæti í heildarkeppninni. Sólveig Sigurðardóttir tók ekki þátt í dag og lýkur keppni í 34. sæti. Medeiros varði titilinn og Björgvin Karl varð níundi Ástralinn Ricky Garard var með forystuna á mótinu lengi vel í karlaflokki, þó með Bandaríkjamanninn Justin Medeiros og Rússann Roman Khrennikov andandi niður í hálsmálið á sér. Garard varð sjöundi í fyrstu grein dagsins á meðan Medeiros varð fimmti en Khrennikov vann greinina. Þá varð Garard þrettándi í annarri greininni en Khrennikov sjötti og Medeiros þriðji. Medeiros var þá kominn í forystu og ljóst var að honum dygði níunda sæti eða ofar í lokagreininni til að vinna titilinn, sama hvernig færi hjá öðrum. Khrennikov var annar í greininni á meðan Garard varð átjándi. Medeiros var fjórði að klára hana og tryggði sér því titilinn. Björgvin Karl Guðmundsson varð tólfti í fyrstu grein dagsins, níundi í annarri og áttundi í lokagreininni. Hann lauk keppni í níunda sæti í heildarkeppninni þar sem hann komst upp fyrir Brasilíumanninn Guilherme Malheiros í lokagrein dagsins, en sá varð tíundi, tíu stigum á eftir Björgvini. CrossFit Mest lesið Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Sport Fær ekki að dæma vegna samskiptaörðugleika Körfubolti Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Íslenski boltinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Íslenski boltinn Leik lokið: Ísland - Noregur 0-0 | Skemmtilegur og skapandi sóknarleikur skilaði ekki sigri Fótbolti Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Enski boltinn Haaland flúði Manchester borg Enski boltinn Unglingur myrtur eftir deilu á frjálsíþróttamóti Sport Uppgjörið: Njarðvík - Álftanes 89-95 | Álftnesingar sóttu sigur í stemningslítinn Stapaskóla Körfubolti Fleiri fréttir Tólf ára fangelsi fyrir að svindla á NBA stjörnum „Sorgardagur fyrir Manchester City“ Finnur Freyr framlengdi til 2028 „Erum í basli undir körfunni“ „Það erfiðasta er ennþá eftir“ Fá allir að mæta Arsenal en þrír fengu sekt Ármann, Fjölnir og Breiðablik kláruðu öll einvígin sín 3-0 FH og Fram byrjuðu úrslitakeppnina á sigri Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum Stelpurnar hennar Betu fengu skell á Englandi Uppgjör: Tindastóll-Keflavík 78-90 | Keflavík ekki í vandræðum í Síkinu Kane með mikilvægt mark í sigri Bæjara Martin með tíu stoðsendingar í Euroleague í kvöld Franska liðið með fullt hús í riðli Íslands „Ískaldar í hausnum og þá kemur þetta“ „Sáttur við hugrekkið og kraftinn“ „Skil ekki hvernig hann fór ekki inn“ „Það er einfalt að segja það, en við þurfum bara að skora“ Skallaði boltann tvisvar framhjá Elíasi Rafni Leik lokið: Ísland - Noregur 0-0 | Skemmtilegur og skapandi sóknarleikur skilaði ekki sigri Einkunnir Íslands: Sveindís Jane best en liðið vantaði herslumuninn Bruno bestur í mars Jóhann Berg bjó til fimm færi en ekkert þeirra nýttist Fantasy leikur Bestu deildarinnar kominn í loftið Krossbandið hélt en „bland í poka“ af öðrum meiðslum Engin Glódís og fimm breytingar á byrjunarliðinu Fær ekki að dæma vegna samskiptaörðugleika Grindvíkingar ætla að spila í Grindavík í sumar SjallyPally í beinni á Vísi Þrjár kempur spila með KV í sumar Sjá meira
Toomey hlaut silfur á leikunum 2015 og 2016, þegar Katrín Tanja Davíðsdóttir fagnaði sigri bæði árin. Hún hefur síðan unnið keppni kvenna á hverjum einustu leikum frá 2017. Hún fagnaði sigri í sjötta sinn þrátt fyrir að hafa ekki átt sinn besta dag. Toomey varð 17. í fyrstu grein dagsins, önnur í annarri greinini og þá varð hún tíunda í lokagreininni. Hún hefur skrifað söguna í íþróttinni en hafði fyrir leikana tilkynnt að þeir yrðu hennar síðustu. Hún hættir því á toppnum, sem sexfaldur meistari. Í viðtali eftir keppnina útilokaði hún þó ekki að snúa aftur, en ef hún er raunverulega hætt er ljóst að aðrar konur fá nú tækifæri til að fagna sigri eftir algjöra yfirburði þeirrar áströlsku síðustu ár. Þuríður Erla Helgadóttir varð í 20., 23., og 29. sæti í greinunum þremur í dag og lýkur keppni á leikunum í 22. sæti í heildarkeppninni. Sólveig Sigurðardóttir tók ekki þátt í dag og lýkur keppni í 34. sæti. Medeiros varði titilinn og Björgvin Karl varð níundi Ástralinn Ricky Garard var með forystuna á mótinu lengi vel í karlaflokki, þó með Bandaríkjamanninn Justin Medeiros og Rússann Roman Khrennikov andandi niður í hálsmálið á sér. Garard varð sjöundi í fyrstu grein dagsins á meðan Medeiros varð fimmti en Khrennikov vann greinina. Þá varð Garard þrettándi í annarri greininni en Khrennikov sjötti og Medeiros þriðji. Medeiros var þá kominn í forystu og ljóst var að honum dygði níunda sæti eða ofar í lokagreininni til að vinna titilinn, sama hvernig færi hjá öðrum. Khrennikov var annar í greininni á meðan Garard varð átjándi. Medeiros var fjórði að klára hana og tryggði sér því titilinn. Björgvin Karl Guðmundsson varð tólfti í fyrstu grein dagsins, níundi í annarri og áttundi í lokagreininni. Hann lauk keppni í níunda sæti í heildarkeppninni þar sem hann komst upp fyrir Brasilíumanninn Guilherme Malheiros í lokagrein dagsins, en sá varð tíundi, tíu stigum á eftir Björgvini.
CrossFit Mest lesið Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Sport Fær ekki að dæma vegna samskiptaörðugleika Körfubolti Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Íslenski boltinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Íslenski boltinn Leik lokið: Ísland - Noregur 0-0 | Skemmtilegur og skapandi sóknarleikur skilaði ekki sigri Fótbolti Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Enski boltinn Haaland flúði Manchester borg Enski boltinn Unglingur myrtur eftir deilu á frjálsíþróttamóti Sport Uppgjörið: Njarðvík - Álftanes 89-95 | Álftnesingar sóttu sigur í stemningslítinn Stapaskóla Körfubolti Fleiri fréttir Tólf ára fangelsi fyrir að svindla á NBA stjörnum „Sorgardagur fyrir Manchester City“ Finnur Freyr framlengdi til 2028 „Erum í basli undir körfunni“ „Það erfiðasta er ennþá eftir“ Fá allir að mæta Arsenal en þrír fengu sekt Ármann, Fjölnir og Breiðablik kláruðu öll einvígin sín 3-0 FH og Fram byrjuðu úrslitakeppnina á sigri Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum Stelpurnar hennar Betu fengu skell á Englandi Uppgjör: Tindastóll-Keflavík 78-90 | Keflavík ekki í vandræðum í Síkinu Kane með mikilvægt mark í sigri Bæjara Martin með tíu stoðsendingar í Euroleague í kvöld Franska liðið með fullt hús í riðli Íslands „Ískaldar í hausnum og þá kemur þetta“ „Sáttur við hugrekkið og kraftinn“ „Skil ekki hvernig hann fór ekki inn“ „Það er einfalt að segja það, en við þurfum bara að skora“ Skallaði boltann tvisvar framhjá Elíasi Rafni Leik lokið: Ísland - Noregur 0-0 | Skemmtilegur og skapandi sóknarleikur skilaði ekki sigri Einkunnir Íslands: Sveindís Jane best en liðið vantaði herslumuninn Bruno bestur í mars Jóhann Berg bjó til fimm færi en ekkert þeirra nýttist Fantasy leikur Bestu deildarinnar kominn í loftið Krossbandið hélt en „bland í poka“ af öðrum meiðslum Engin Glódís og fimm breytingar á byrjunarliðinu Fær ekki að dæma vegna samskiptaörðugleika Grindvíkingar ætla að spila í Grindavík í sumar SjallyPally í beinni á Vísi Þrjár kempur spila með KV í sumar Sjá meira
Leik lokið: Ísland - Noregur 0-0 | Skemmtilegur og skapandi sóknarleikur skilaði ekki sigri Fótbolti
Uppgjörið: Njarðvík - Álftanes 89-95 | Álftnesingar sóttu sigur í stemningslítinn Stapaskóla Körfubolti
Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum
Leik lokið: Ísland - Noregur 0-0 | Skemmtilegur og skapandi sóknarleikur skilaði ekki sigri Fótbolti
Uppgjörið: Njarðvík - Álftanes 89-95 | Álftnesingar sóttu sigur í stemningslítinn Stapaskóla Körfubolti