Play flutti fleiri í júlí en allt árið 2021 Árni Sæberg skrifar 8. ágúst 2022 10:26 Birgir Jónsson er forstjóri Play. Vísir/Vilhelm Flugfélagið Play flutti 109.937 í júlí sem er fjórðungsaukning frá farþegafjölda í júní. Fjöldi farþega í júlí 2022 er meiri en samanlagður fjöldi allra farþega sem Play flutti á árinu 2021. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá flugfélaginu. Þar segir að sætanýting hafi numið 87,9 prósentum í júlí samanborið við 78,2 prósent í júní og 69,6 prósent í maí. „Þessi hagfellda þróun helgast að mestu leyti af tengiflugi PLAY yfir Atlantshafið á milli stórborga í Evrópu og Bandaríkjunum. Félagið hefur rutt sér til rúms á nýjum mörkuðum með afgerandi hætti í vor og í sumar og styrkt stöðu sína enn frekar þar sem starfsemi var hafin,“ segir í tilkynningu. Júlímánuður var fyrsti mánuðurinn þar sem Play flaug á alla áfangastaði sem höfðu verið boðaðir í ár. Flogið var á sex Airbus-þotum til að þjónusta 25 staði beggja vegna Atlantshafs. Félagið var með 79 prósent stundvísi í mánuðinum sem leið en það er sagt mjög ásættanlegt sé litið til þess hve mörgum nýjum mörkuðum hefur verið bætt við og vegna krefjandi aðstæðna sem víða eru uppi vegna manneklu á flugvöllum erlendis. Til samanburðar má nefna að stundvísi Icelandair í júlí sem leið var aðeins 64 prósent. Bættu við sig þotu og fara í tíu á næsta ári Sjötta þota flugfélagsins, Airbus A320neo, kom til landsins um síðustu mánaðamót og flutti sína fyrstu farþega fyrir Play í júlí. Play er nú með þrjár Airbus A321neo og þrjár Airbus A320neo í rekstri, sem er í samræmi við rekstraráætlun og flotastefnu félagsins. Næsta vetur fær félagið fjórar þotur til viðbótar í flotann, sem mun gera Airbus-þotur hjá félaginu tíu talsins vorið 2023. Birgir Jónsson, forstjóri Play, segir frábært að sjá marga áfangastaði á fullum afköstum og lítur svo á að stundvísi félagsins sé afrek miðað við aðstæður. „Það er frábært að sjá svona marga nýja áfangastaði og tengiflugið okkar yfir Atlantshafið á fullum afköstum. Leiðakerfið okkar er komið á fullan skrið og flytur sögulegan fjölda ánægðra viðskiptavina í hverjum mánuði. Í júlí vorum við á mjög góðri leið með stundvísina þrátt fyrir bagalegar aðstæður á flugvöllum. Við lítum á það sem afrek. Hver kostnaðareining (án eldsneytis) er enn undir fjórum bandarískum sentum, eldsneytisverð fer lækkandi, tekjueiningin fer hækkandi og bókunarstaðan er afar góð. Það hefur verið virkilega hvetjandi að fá að taka þátt í þessu ferli og verða vitni að þeim mikla liðsanda og fagmennsku sem einkennir alla mína samstarfsmenn. Allt þetta fyllir mig af eldmóði og eftirvæntingu fyrir komandi mánuðum og framtíð Play. Hún er björt,“ er haft eftir Birgi í tilkynningu frá Play. Play Fréttir af flugi Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Viðskipti erlent Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent Samruni fyrirtækja: „Það sem ekki þarf að vera leyndarmál er ekki leyndarmál“ Atvinnulíf Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Viðskipti innlent Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Viðskipti innlent Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Viðskipti innlent Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Viðskipti innlent Gátu ekki fært sönnur á fullyrðingar um virkni sveppadropa og dufts Neytendur Milljónavirði af gini á víðavangi og búið til með íslensku veðri Atvinnulíf Fleiri fréttir Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Gjaldþrotin námu 1,2 milljörðum króna Stýrivextir líklegast ekki lækkaðir aftur á þessu ári Verðbólgan úr 3,8 prósentum í 4,2 prósent Alltof margir sem sitja eftir með sárt ennið Baldvin tekinn við sem forstjóri Samherja Lánardrottnar slá af milljarð af vöxtum á ári Birta stendur frammi fyrir 1,5 milljarða tapi á Play Ósátt með samráðsleysi stjórnvalda Atvinnuleysi minnkar lítillega Samkaup segja upp tuttugu og tveimur Vonast til að hefja slátrun árið 2028 Öryggismyndavélar á grenndarstöðvum eigi að sporna við sóðaskap Vilja lækka fasteignaskatta um tvo milljarða: „Við eigum fyrir þessu“ Á von á fleiri fyrirtækjum í hópmálssókn gegn Booking.com Þrjú verkefni fengu styrk úr sjóði FrumkvöðlaAuðar Sjá meira
Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá flugfélaginu. Þar segir að sætanýting hafi numið 87,9 prósentum í júlí samanborið við 78,2 prósent í júní og 69,6 prósent í maí. „Þessi hagfellda þróun helgast að mestu leyti af tengiflugi PLAY yfir Atlantshafið á milli stórborga í Evrópu og Bandaríkjunum. Félagið hefur rutt sér til rúms á nýjum mörkuðum með afgerandi hætti í vor og í sumar og styrkt stöðu sína enn frekar þar sem starfsemi var hafin,“ segir í tilkynningu. Júlímánuður var fyrsti mánuðurinn þar sem Play flaug á alla áfangastaði sem höfðu verið boðaðir í ár. Flogið var á sex Airbus-þotum til að þjónusta 25 staði beggja vegna Atlantshafs. Félagið var með 79 prósent stundvísi í mánuðinum sem leið en það er sagt mjög ásættanlegt sé litið til þess hve mörgum nýjum mörkuðum hefur verið bætt við og vegna krefjandi aðstæðna sem víða eru uppi vegna manneklu á flugvöllum erlendis. Til samanburðar má nefna að stundvísi Icelandair í júlí sem leið var aðeins 64 prósent. Bættu við sig þotu og fara í tíu á næsta ári Sjötta þota flugfélagsins, Airbus A320neo, kom til landsins um síðustu mánaðamót og flutti sína fyrstu farþega fyrir Play í júlí. Play er nú með þrjár Airbus A321neo og þrjár Airbus A320neo í rekstri, sem er í samræmi við rekstraráætlun og flotastefnu félagsins. Næsta vetur fær félagið fjórar þotur til viðbótar í flotann, sem mun gera Airbus-þotur hjá félaginu tíu talsins vorið 2023. Birgir Jónsson, forstjóri Play, segir frábært að sjá marga áfangastaði á fullum afköstum og lítur svo á að stundvísi félagsins sé afrek miðað við aðstæður. „Það er frábært að sjá svona marga nýja áfangastaði og tengiflugið okkar yfir Atlantshafið á fullum afköstum. Leiðakerfið okkar er komið á fullan skrið og flytur sögulegan fjölda ánægðra viðskiptavina í hverjum mánuði. Í júlí vorum við á mjög góðri leið með stundvísina þrátt fyrir bagalegar aðstæður á flugvöllum. Við lítum á það sem afrek. Hver kostnaðareining (án eldsneytis) er enn undir fjórum bandarískum sentum, eldsneytisverð fer lækkandi, tekjueiningin fer hækkandi og bókunarstaðan er afar góð. Það hefur verið virkilega hvetjandi að fá að taka þátt í þessu ferli og verða vitni að þeim mikla liðsanda og fagmennsku sem einkennir alla mína samstarfsmenn. Allt þetta fyllir mig af eldmóði og eftirvæntingu fyrir komandi mánuðum og framtíð Play. Hún er björt,“ er haft eftir Birgi í tilkynningu frá Play.
Play Fréttir af flugi Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Viðskipti erlent Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent Samruni fyrirtækja: „Það sem ekki þarf að vera leyndarmál er ekki leyndarmál“ Atvinnulíf Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Viðskipti innlent Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Viðskipti innlent Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Viðskipti innlent Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Viðskipti innlent Gátu ekki fært sönnur á fullyrðingar um virkni sveppadropa og dufts Neytendur Milljónavirði af gini á víðavangi og búið til með íslensku veðri Atvinnulíf Fleiri fréttir Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Gjaldþrotin námu 1,2 milljörðum króna Stýrivextir líklegast ekki lækkaðir aftur á þessu ári Verðbólgan úr 3,8 prósentum í 4,2 prósent Alltof margir sem sitja eftir með sárt ennið Baldvin tekinn við sem forstjóri Samherja Lánardrottnar slá af milljarð af vöxtum á ári Birta stendur frammi fyrir 1,5 milljarða tapi á Play Ósátt með samráðsleysi stjórnvalda Atvinnuleysi minnkar lítillega Samkaup segja upp tuttugu og tveimur Vonast til að hefja slátrun árið 2028 Öryggismyndavélar á grenndarstöðvum eigi að sporna við sóðaskap Vilja lækka fasteignaskatta um tvo milljarða: „Við eigum fyrir þessu“ Á von á fleiri fyrirtækjum í hópmálssókn gegn Booking.com Þrjú verkefni fengu styrk úr sjóði FrumkvöðlaAuðar Sjá meira