Umfjöllun og viðtöl: ÍA-Valur 1-2 | Valsmenn taplausir undir stjórn Óla Jó Sverrir Mar Smárason skrifar 8. ágúst 2022 22:54 Valur hefur náð í sjö stig í síðustu þremur leikjum. Vísir/Hulda Margrét Valur fer vel af stað undir stjórn Ólafs Davíðs Jóhannessonar en liðið bar sigurorð af Skagamönnum, 2-1, á Norðurálsvellinum á Akranesi í kvöld. Leikurinn var daufur í fyrri hálfleik þar sem bæði lið voru að reyna að fóta sig á erfiðum velli í erfiðum veðuraðstæðum. Lítið um færi og mikið um miðjubaráttu. Tryggvi Hrafn Haraldsson fékk besta færi hálfleiksins á 8. mínútu eftir frábæra sendingu frá Aroni Jóhannssyni. Þrjú atvik standa hins vegar upp úr í þessum fyrri hálfleik. Öll tengjast þau Eyþóri Aroni Wöhler, sóknarmanni ÍA, og baráttu hans við hafsenta Vals. Á 19. mínútu var Brynjar Snær Pálsson að senda boltann fyrir markið en rétt áður hafði Jesper Juelsgård togað Eyþór Wöhler niður í teignum og Skagamenn vildu fá víti en fengu ekki. Stuttu síðar var Eyþór í baráttu við Hólmar Örn Eyjólfsson í vítateig Vals. Hólmar virtist þá slá Eyþór í magann og þar vildu Skagamenn aftur fá víti en ekkert dæmt. Á 43. mínútu vildu Skagamenn svo fá rautt spjald á Hólmar Örn eftir baráttu þeirra tveggja á miðjunni. Eyþór togaði í Hólmar sem sló svo frá sér í bringu Eyþórs. Skagamenn fengu aukaspyrnu og Hólmar gult spjald. Hálfleikstölur 0-0. Síðari hálfleikur var töluvert líflegri en sá fyrri því strax á 51. mínútu var fyrsta mark leiksins komið. Það gerði Aron Jóhannsson eftir fyrirgjöf frá Tryggva Hrafni Haraldssyni. Valsmenn komnir í 1-0. Vendipunkturinn í leiknum var svo á tveimur mínútum um miðjan síðari hálfleik. Arnór Smárason hafði komið inná fyrir Val og stuttu síðar var hann dæmdur brotlegur í eigin teig í baráttu við Hlyn Sævar Jónsson. Víti dæmt og Kaj Leo fór á punktinn. Frederik Schram, markvörður Vals, varði frá Kaj Leo. Aðeins mínútu síðar komust Valsmenn tveimur mörkum yfir. Eftir vítið geystust þeir upp völlinn, boltinn út til vinstri á Tryggva Hrafn sem sendi upp völlinn á Ágúst Hlynsson. Ágúst sendi góða sendingu út í teiginn og þar mætti Arnór Smárason og kvittaði fyrir sín mistök með hnitmiðuðu skoti í stöngina og inn. Skagamenn tóku við sér síðustu tuttugu mínútur leiksins. Steinar Þorsteinsson fékk gott færi á 75. mínútu en skaut yfir markið. Þeir minnkuðu svo muninn á 85. mínútu eftir að Gísli Laxdal fékk sendingu út til hægri og sendi góða fyrirgjöf inn í teig Vals. Kristian Lindberg stökk upp og náði góðum skalla sem söng í netinu. Síðustu mínúturnar settu Skagamenn mikla pressu að marki Vals en þeim tókst ekki að jafna. Lokatölur á skaganum 1-2 Valsmönnum í vil. Af hverju vann Valur? Þeir sköpuðu sér fleiri færi og betri sóknir. Þar spila gæðin inn í og eru þau mun meiri í Val. Einhverjir Skagamenn munu segja að dómari leiksins hafi skorið á milli. Valsmönnum gekk vel að loka á sóknarleik ÍA og gerðu sjálfir nóg til þess að fara með stigin 3 heim. Engar rósir, bara nóg. Hverjir voru bestir? Aron Jóhannsson var góður í dag. Skoraði gott mark og sýnir margoft í hverjum leik yfir hvaða gæðum hann býr. Aðrir í liði Vals voru fínir. Hvað mætti betur fara? Skagamenn verða að taka til í sínum sóknaraðgerðum. Það gerist alltof lítið og þeir ná ekki að tengja saman til þess að skapa færi. Kaj Leo getur ekki stigið á punktinn á móti sínu gamla félagi í risa víti til þess að jafna leikinn og tekið stælavíti með hoppi og tilþrifum. Hann þarf bara að skora. Hvað gerist næst? Valsmenn fara upp að Stjörnunni í 5. sæti deildarinnar með 27 stig. Þremur stigum frá KA og Víkingi í 2-3. sæti. Þeir mæta Stjörnunni á Origo-vellinum sunnudaginn 14. ágúst kl. 19:15. Skagamenn halda áfram að berjast á botni deildarinnar. Þeir mæta KA á Akureyri sama dag kl. 16:00. Jón Þór Hauksson: Mér finnst vera púra rautt spjald á Hólmar þegar hann lemur Eyþór Jón Þór Hauksson, þjálfari ÍA.Vísir/Vilhelm Jón Þór, þjálfari ÍA, var svekktur í leikslok. „Ég er bara ofboðslega svekktur. Það er bara grátlegt að tapa þessum leik. Bæði vendipunktur í vítinu sem við fáum og svo koma þeir með annað markið strax á eftir. Bara svekkjandi að mér fannst líka verulega halla á okkur í dómgæslu hérna í dag. Stór atvik sem Valsararnir voru heppnir með en auðvitað áttum við að gera betur í sókninni í dag. Það vantaði uppá yfirvegum og síðasta sendingin var oft á tíðum ekki nægilega góð og mér fannst við ekki vera nógu beinskeyttir í því að fara á bakvið þá þegar okkur gafst færi á því. Ég verð auðvitað að hrósa liðinu. Þeir lögðu mikið á sig og lögðu mikið í varnarleikinn. Þeir börðust fyrir því að koma til baka í þessum leik og sýndu mikinn karakter í því en bara svekkjandi tap,“ sagði Jón Þór. Jón Þór talaði svo nánar um dómaraatvikin. „Mér fannst vera púra víti hérna í fyrri hálfleik þegar þeir rífa Eyþór Wöhler niður snemma í leiknum. Mér finnst vera púra rautt spjald á Hólmar þegar hann lemur Eyþór beint fyrir framan okkur á bekknum þannig að það small í brjóstkassanum á honum. Ég veit svo ekki varðandi rautt spjald í vítinu sem við fengum líka en ég hef svo sem ekki séð það aftur,“ sagði Jón Þór. Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér. Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla ÍA Valur
Valur fer vel af stað undir stjórn Ólafs Davíðs Jóhannessonar en liðið bar sigurorð af Skagamönnum, 2-1, á Norðurálsvellinum á Akranesi í kvöld. Leikurinn var daufur í fyrri hálfleik þar sem bæði lið voru að reyna að fóta sig á erfiðum velli í erfiðum veðuraðstæðum. Lítið um færi og mikið um miðjubaráttu. Tryggvi Hrafn Haraldsson fékk besta færi hálfleiksins á 8. mínútu eftir frábæra sendingu frá Aroni Jóhannssyni. Þrjú atvik standa hins vegar upp úr í þessum fyrri hálfleik. Öll tengjast þau Eyþóri Aroni Wöhler, sóknarmanni ÍA, og baráttu hans við hafsenta Vals. Á 19. mínútu var Brynjar Snær Pálsson að senda boltann fyrir markið en rétt áður hafði Jesper Juelsgård togað Eyþór Wöhler niður í teignum og Skagamenn vildu fá víti en fengu ekki. Stuttu síðar var Eyþór í baráttu við Hólmar Örn Eyjólfsson í vítateig Vals. Hólmar virtist þá slá Eyþór í magann og þar vildu Skagamenn aftur fá víti en ekkert dæmt. Á 43. mínútu vildu Skagamenn svo fá rautt spjald á Hólmar Örn eftir baráttu þeirra tveggja á miðjunni. Eyþór togaði í Hólmar sem sló svo frá sér í bringu Eyþórs. Skagamenn fengu aukaspyrnu og Hólmar gult spjald. Hálfleikstölur 0-0. Síðari hálfleikur var töluvert líflegri en sá fyrri því strax á 51. mínútu var fyrsta mark leiksins komið. Það gerði Aron Jóhannsson eftir fyrirgjöf frá Tryggva Hrafni Haraldssyni. Valsmenn komnir í 1-0. Vendipunkturinn í leiknum var svo á tveimur mínútum um miðjan síðari hálfleik. Arnór Smárason hafði komið inná fyrir Val og stuttu síðar var hann dæmdur brotlegur í eigin teig í baráttu við Hlyn Sævar Jónsson. Víti dæmt og Kaj Leo fór á punktinn. Frederik Schram, markvörður Vals, varði frá Kaj Leo. Aðeins mínútu síðar komust Valsmenn tveimur mörkum yfir. Eftir vítið geystust þeir upp völlinn, boltinn út til vinstri á Tryggva Hrafn sem sendi upp völlinn á Ágúst Hlynsson. Ágúst sendi góða sendingu út í teiginn og þar mætti Arnór Smárason og kvittaði fyrir sín mistök með hnitmiðuðu skoti í stöngina og inn. Skagamenn tóku við sér síðustu tuttugu mínútur leiksins. Steinar Þorsteinsson fékk gott færi á 75. mínútu en skaut yfir markið. Þeir minnkuðu svo muninn á 85. mínútu eftir að Gísli Laxdal fékk sendingu út til hægri og sendi góða fyrirgjöf inn í teig Vals. Kristian Lindberg stökk upp og náði góðum skalla sem söng í netinu. Síðustu mínúturnar settu Skagamenn mikla pressu að marki Vals en þeim tókst ekki að jafna. Lokatölur á skaganum 1-2 Valsmönnum í vil. Af hverju vann Valur? Þeir sköpuðu sér fleiri færi og betri sóknir. Þar spila gæðin inn í og eru þau mun meiri í Val. Einhverjir Skagamenn munu segja að dómari leiksins hafi skorið á milli. Valsmönnum gekk vel að loka á sóknarleik ÍA og gerðu sjálfir nóg til þess að fara með stigin 3 heim. Engar rósir, bara nóg. Hverjir voru bestir? Aron Jóhannsson var góður í dag. Skoraði gott mark og sýnir margoft í hverjum leik yfir hvaða gæðum hann býr. Aðrir í liði Vals voru fínir. Hvað mætti betur fara? Skagamenn verða að taka til í sínum sóknaraðgerðum. Það gerist alltof lítið og þeir ná ekki að tengja saman til þess að skapa færi. Kaj Leo getur ekki stigið á punktinn á móti sínu gamla félagi í risa víti til þess að jafna leikinn og tekið stælavíti með hoppi og tilþrifum. Hann þarf bara að skora. Hvað gerist næst? Valsmenn fara upp að Stjörnunni í 5. sæti deildarinnar með 27 stig. Þremur stigum frá KA og Víkingi í 2-3. sæti. Þeir mæta Stjörnunni á Origo-vellinum sunnudaginn 14. ágúst kl. 19:15. Skagamenn halda áfram að berjast á botni deildarinnar. Þeir mæta KA á Akureyri sama dag kl. 16:00. Jón Þór Hauksson: Mér finnst vera púra rautt spjald á Hólmar þegar hann lemur Eyþór Jón Þór Hauksson, þjálfari ÍA.Vísir/Vilhelm Jón Þór, þjálfari ÍA, var svekktur í leikslok. „Ég er bara ofboðslega svekktur. Það er bara grátlegt að tapa þessum leik. Bæði vendipunktur í vítinu sem við fáum og svo koma þeir með annað markið strax á eftir. Bara svekkjandi að mér fannst líka verulega halla á okkur í dómgæslu hérna í dag. Stór atvik sem Valsararnir voru heppnir með en auðvitað áttum við að gera betur í sókninni í dag. Það vantaði uppá yfirvegum og síðasta sendingin var oft á tíðum ekki nægilega góð og mér fannst við ekki vera nógu beinskeyttir í því að fara á bakvið þá þegar okkur gafst færi á því. Ég verð auðvitað að hrósa liðinu. Þeir lögðu mikið á sig og lögðu mikið í varnarleikinn. Þeir börðust fyrir því að koma til baka í þessum leik og sýndu mikinn karakter í því en bara svekkjandi tap,“ sagði Jón Þór. Jón Þór talaði svo nánar um dómaraatvikin. „Mér fannst vera púra víti hérna í fyrri hálfleik þegar þeir rífa Eyþór Wöhler niður snemma í leiknum. Mér finnst vera púra rautt spjald á Hólmar þegar hann lemur Eyþór beint fyrir framan okkur á bekknum þannig að það small í brjóstkassanum á honum. Ég veit svo ekki varðandi rautt spjald í vítinu sem við fengum líka en ég hef svo sem ekki séð það aftur,“ sagði Jón Þór. Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér.
Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér.
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti