„Við erum öflugir í lok leikja“ Kristín Björk Ingimarsdóttir skrifar 8. ágúst 2022 22:06 Sigurður Ragnar, þjálfari Keflavíkur, var sáttur með sigurinn í kvöld Vísir: Hulda Margrét „Mér líður rosa vel. Þetta eru bestu sigrarnir, að vinna með einu marki í restina. Ég held að þetta sé níunda markið sem við skorum í sumar á síðasta korterinu þannig við erum öflugir í lok leikja,“ sagði Sigurður Ragnar Eyjólfsson, þjálfari Keflvíkinga, sáttur eftir 2-1 sigur á Leikni í kvöld. „Við vorum búnir að fá slatta af færum og þeir líka, þeir settu okkur undir pressu í seinni hálfleik. Mér fannst fyrri hálfleikurinn mjög góður hjá okkur en svo komu Leiknismenn meira inn í leikinn í seinni og sköpuðu hættur. Við hefðum mátt nýta meira af þessum færum betur, við eigum skot í stöngina, skyndisóknir einn á móti markmanni, það vantaði lítið uppá og loksins kom það í restina. Það var virkilega sætt.“ Bæði mörk Keflvíkinga komu í uppbótartíma, það fyrra í uppbótartíma í fyrri hálfleik og það seinna í uppbótartíma í seinni hálfleik. Aðspurður hvort að liðið horfi á klukkuna og eflist við að sjá uppbótartíma sagði Sigurður þetta: „Vonandi verður það áfram svona í sumar. Við eigum KR í næsta leik og ef við náum að vinna þá, þá förum við aftur upp í 6. sæti. Það er flott að vera búið með þennan, okkur hefur ekki gengið sérstaklega vel í gegnum tíðina á Leiknisvelli en þetta var karakter sigur í dag.“ Keflavík hefur átt erfitt með að tengja saman sigra í sumar og sagði Sigurður að þeir væru á góðu róli en þyrftu að halda áfram. „Við verðum að halda áfram. Við höfum heilt yfir verið góðir í sumar, við erum núna komnir með jafn mörg stig og við fengum allt árið í fyrra og þegar búnir að skora fleiri mörk en við skoruðum í fyrra. Við erum á góðu róli, það vantaði svolítið af leikmönnum í dag sem við munum endurheimta fyrir KR leikinn en það kemur maður í mann stað og þeir sem komu inn í dag stóðu sig mjög vel.“ Patrik Johannesen skoraði í fyrri hálfleik en þurfti að fara útaf snemma í seinni hálfleik. „Það var smá áfall fyrir okkur. Hann stífnar upp í kálfanum og vonandi er hann ekki illa tognaður. Þetta gæti verið tognun en það var pínu áfall fyrir okkur að hann þurfti að koma útaf í seinni hálfleik en við þurfum að kíkja betur á hann.“ Besta deild karla Íslenski boltinn Fótbolti Keflavík ÍF Tengdar fréttir Leik lokið: Leiknir-Keflavík 1-2 | Frans tryggði Keflavík sigur á síðustu stundu Keflavík sótti þrjú stig þegar liðið mætti Leikni Reykjavík í 16. umferð Bestu deildar karla í fótbolta á Domusnova-vellinum í Breiðholti í kvöld. Sigurmark Keflavíkur kom eftir klaufagang í vörn Leiknis í uppbótartíma leiksins. 8. ágúst 2022 21:17 Mest lesið Kærustupar á leið á Ólympíuleika þar sem þau fá ekki að vera saman Sport Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Enski boltinn Sjáðu sigurmark Rios og öll hin frá St. James' Park Enski boltinn Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Íslenski boltinn Græddu meira en milljarð á kokteilum á US Open Sport Fyrsta félagið með tvö fórnarlömb skotárása í liðinu Sport Rio setti nýtt Liverpool met Enski boltinn Van Dijk um Rio: Draumabyrjun en hann verður að vera auðmjúkur Enski boltinn Gagnrýndu Bruno: „Hann átti skelfilegan leik“ Enski boltinn Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu Örvarnar hitta í mark á Meistaravöllum Segir að Dowman sé eins og Messi Gagnrýndu Bruno: „Hann átti skelfilegan leik“ Sjáðu sigurmark Rios og öll hin frá St. James' Park Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Van Dijk um Rio: Draumabyrjun en hann verður að vera auðmjúkur Rio setti nýtt Liverpool met Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Inter byrjar tímabilið á stórsigri Örvar: Tökum þessa þrjá punkta og förum brosandi heim Sextán ára strákur tryggði Liverpool öll stigin Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Ísak Andri lagði upp mark í langþráðum sigri Selja „Isak er rotta“ treyjur fyrir utan völlinn og eldspýtur fylgja með Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks Markvörður ÍBV kominn með fimm gul spjöld í sumar Heljarmennið sem fagnaði eins og Schwarzenegger Sjáðu dramatíkina í Krikanum og mörkin fyrir norðan „Við eigum bestu stuðningsmenn á landinu“ Foreldrum Bellinghams bannað að koma í klefann hjá Dortmund „Óskar seldi mér bara hugmyndina sína“ „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Isak utan vallar en þó í forgrunni Saka frá í mánuð og missir af Liverpool Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Sjá meira
„Við vorum búnir að fá slatta af færum og þeir líka, þeir settu okkur undir pressu í seinni hálfleik. Mér fannst fyrri hálfleikurinn mjög góður hjá okkur en svo komu Leiknismenn meira inn í leikinn í seinni og sköpuðu hættur. Við hefðum mátt nýta meira af þessum færum betur, við eigum skot í stöngina, skyndisóknir einn á móti markmanni, það vantaði lítið uppá og loksins kom það í restina. Það var virkilega sætt.“ Bæði mörk Keflvíkinga komu í uppbótartíma, það fyrra í uppbótartíma í fyrri hálfleik og það seinna í uppbótartíma í seinni hálfleik. Aðspurður hvort að liðið horfi á klukkuna og eflist við að sjá uppbótartíma sagði Sigurður þetta: „Vonandi verður það áfram svona í sumar. Við eigum KR í næsta leik og ef við náum að vinna þá, þá förum við aftur upp í 6. sæti. Það er flott að vera búið með þennan, okkur hefur ekki gengið sérstaklega vel í gegnum tíðina á Leiknisvelli en þetta var karakter sigur í dag.“ Keflavík hefur átt erfitt með að tengja saman sigra í sumar og sagði Sigurður að þeir væru á góðu róli en þyrftu að halda áfram. „Við verðum að halda áfram. Við höfum heilt yfir verið góðir í sumar, við erum núna komnir með jafn mörg stig og við fengum allt árið í fyrra og þegar búnir að skora fleiri mörk en við skoruðum í fyrra. Við erum á góðu róli, það vantaði svolítið af leikmönnum í dag sem við munum endurheimta fyrir KR leikinn en það kemur maður í mann stað og þeir sem komu inn í dag stóðu sig mjög vel.“ Patrik Johannesen skoraði í fyrri hálfleik en þurfti að fara útaf snemma í seinni hálfleik. „Það var smá áfall fyrir okkur. Hann stífnar upp í kálfanum og vonandi er hann ekki illa tognaður. Þetta gæti verið tognun en það var pínu áfall fyrir okkur að hann þurfti að koma útaf í seinni hálfleik en við þurfum að kíkja betur á hann.“
Besta deild karla Íslenski boltinn Fótbolti Keflavík ÍF Tengdar fréttir Leik lokið: Leiknir-Keflavík 1-2 | Frans tryggði Keflavík sigur á síðustu stundu Keflavík sótti þrjú stig þegar liðið mætti Leikni Reykjavík í 16. umferð Bestu deildar karla í fótbolta á Domusnova-vellinum í Breiðholti í kvöld. Sigurmark Keflavíkur kom eftir klaufagang í vörn Leiknis í uppbótartíma leiksins. 8. ágúst 2022 21:17 Mest lesið Kærustupar á leið á Ólympíuleika þar sem þau fá ekki að vera saman Sport Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Enski boltinn Sjáðu sigurmark Rios og öll hin frá St. James' Park Enski boltinn Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Íslenski boltinn Græddu meira en milljarð á kokteilum á US Open Sport Fyrsta félagið með tvö fórnarlömb skotárása í liðinu Sport Rio setti nýtt Liverpool met Enski boltinn Van Dijk um Rio: Draumabyrjun en hann verður að vera auðmjúkur Enski boltinn Gagnrýndu Bruno: „Hann átti skelfilegan leik“ Enski boltinn Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sjáðu Örvarnar hitta í mark á Meistaravöllum Segir að Dowman sé eins og Messi Gagnrýndu Bruno: „Hann átti skelfilegan leik“ Sjáðu sigurmark Rios og öll hin frá St. James' Park Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Van Dijk um Rio: Draumabyrjun en hann verður að vera auðmjúkur Rio setti nýtt Liverpool met Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Inter byrjar tímabilið á stórsigri Örvar: Tökum þessa þrjá punkta og förum brosandi heim Sextán ára strákur tryggði Liverpool öll stigin Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Ísak Andri lagði upp mark í langþráðum sigri Selja „Isak er rotta“ treyjur fyrir utan völlinn og eldspýtur fylgja með Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks Markvörður ÍBV kominn með fimm gul spjöld í sumar Heljarmennið sem fagnaði eins og Schwarzenegger Sjáðu dramatíkina í Krikanum og mörkin fyrir norðan „Við eigum bestu stuðningsmenn á landinu“ Foreldrum Bellinghams bannað að koma í klefann hjá Dortmund „Óskar seldi mér bara hugmyndina sína“ „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Fer í aðgerð á föstudag og frá í sex til átta mánuði Isak utan vallar en þó í forgrunni Saka frá í mánuð og missir af Liverpool Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Töpuðu 15-0 í síðasta leik og mættu ekki til leiks í gær Sjá meira
Leik lokið: Leiknir-Keflavík 1-2 | Frans tryggði Keflavík sigur á síðustu stundu Keflavík sótti þrjú stig þegar liðið mætti Leikni Reykjavík í 16. umferð Bestu deildar karla í fótbolta á Domusnova-vellinum í Breiðholti í kvöld. Sigurmark Keflavíkur kom eftir klaufagang í vörn Leiknis í uppbótartíma leiksins. 8. ágúst 2022 21:17