Samkvæmt veðurstofu landsins var á sumum svæðum um að ræða mesta regnfallið í 80 ár.
Því er spáð að ekkert lát verði á rigningunum næstu daga en þegar í gær voru vegir farnir undir og þá fór neðanjarðarlestarkerfið á kaf. Á myndum má sjá hvernig vatnið nær upp að framrúðum bifreiða og fullorðnum upp að lærum.
Samkvæmt staðarmiðlum bjuggu að minnsta kosti þrír látnu í kjallaraíbúðum, sem virðast bókstaflega hafa farið á kaf þar sem viðbragðsaðilar náðu ekki til þeirra. Eitt fórnarlamb flóðanna lést eftir að hafa fengið raflost, annar fannst látinn undir strætóskýli og enn annar lést í aurskriðu.