Hlaut lífstíðardóm fjórtán árum eftir að hafa myrt dætur sínar Magnús Jochum Pálsson skrifar 10. ágúst 2022 00:19 Yaser Said í dómsalnum á þriðjudag. Skáskot Yaser Said var dæmdur í lífstíðarfangelsi í dag fyrir að skjóta dætur sínar, Aminu og Söruh Said, til bana árið 2008. Eftir morðin hvarf Said sporlaust og var á flótta undan bandarísku alríkislögreglunni í tólf ár, þar til hann var handtekinn árið 2020. Sækjendur málsins sóttust ekki eftir dauðarefsingu. Hinn 65 ára Said var því dæmdur til lífstíðarfangelsis án möguleika á reynslulausn fyrir að myrða hina átján ára Aminu Said og hina sautján ára Söruh Said. Stúlkurnar tvær fundust látnar í aftursæti leigubíls, sem faðir þeirra keyrði, við hótel í Irving-úthverfi í Dallas-borg í Texas á nýársdag árið 2008. Amina hafði verið skotin tvisvar en Sarah níu sinnum. Þrátt fyrir að hafa verið skotin svona oft var það Sarah sem náði að hringja í neyðarlínuna og tilkynna í símann að faðir hennar hefði skotið hana og hún væri að deyja. Voru vissar um að hann myndi myrða þær Viku áður en stúlkurnar voru myrtar höfðu þær flúið af heimili sínu ásamt móður sinni til að sleppa undan Said. Sækjandi málsins sagði í dómsalnum að stúlkurnar hefðu óttast um líf sitt og ákveðið að flýja eftir að faðir þeirra miðaði byssu að Aminu og hótaði að myrða hana. Systurnar Amina Said (til vinstri) og Sarah Said (til hægri).Skjáskot Tölvupóstur sem Amina sendi á kennara sinn þann 21. desember 2007, tíu dögum fyrir morðin, var lagður fyrir dómstólinn sem sönnunargagn. Í tölvupóstinum greindi Amina kennaranum frá því að þær systur hygðust flýja að heiman og sagði hún að faðir þeirra hefði gert líf þeirra að „martröð.“ „Hann mun, án dramatíkur eða vafa, myrða okkur,“ sagði Amina einnig í tölvupóstinum. Samkvæmt lögregluskýrslu sem var gerð vegna rannsóknar á morðunum greindi fjölskyldumeðlimur frá því að Said hefði hótað annarri dóttur sinni fyrir að fara á stefnumót með manni sem væri ekki múslimi. Sagðist hafa flúið af vettvangi Yaser Said bar einnig vitni fyrir dómara á mánudag en þá sagðist hann ekki hafa myrt dætur sínar. Hann sagði að kvöldið sem þær hafi verið myrtar hafi hann farið með þær út að borða af því hann vildi „leysa vandamálið“ sem fólst í flótta þeirra að heiman. Þetta kvöld hafi hann talið einhvern vera að elta þau og hann hafi því skilið dætur sínar eftir í leigubílnum og flúið af vettvangi. Hann hefði ekki gefið sig fram til yfirvalda eftir morðin af því hann taldi víst að hann fengi ekki réttláta málsmeðferð. Eftir morðin á stúlkunum hvarf Said sporlaust og var á flótta frá alríkislögreglunni í tólf ár. Hann var meira að segja á lista alríkislögreglunnar yfir eftirlýstustu glæpamenn heims í um sex ár. Það var ekki fyrr en 2020 sem alríkislögreglan handtók hann í Justin, norðvestan við Dallas, ásamt Islam Said, syni hans, og Yassim Said, bróður hans. Þeir höfðu hjálpað Said að flýja og hlutu báðir þunga dóma fyrir að aðstoða hann, Islam hlaut tíu ára dóm en Yassim tólf ára dóm. Og nú hefur Yaser Said hlotið ævilangan fangelsisdóm fyrir morðin. Bandaríkin Erlend sakamál Tengdar fréttir Handtekinn fyrir heiðursmorð eftir tólf ár á flótta Starfsmenn Alríkislögreglu Bandaríkjanna handtóku í gær Yaser Abdel Said. Hann hefði verið meðal tíu efstu manna á lista FBI yfir eftirlýsta menn í sex ár 27. ágúst 2020 11:35 Mest lesið Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Erlent Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Erlent Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Innlent Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Innlent Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Innlent Tvöföldun seldra nefúða á tíu árum: „Maður pantar töluverðar birgðir reglulega“ Innlent Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Innlent Fleiri fréttir Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Árleg tannlæknaheimsókn á brúsa danska ríkisins Sjá meira
Sækjendur málsins sóttust ekki eftir dauðarefsingu. Hinn 65 ára Said var því dæmdur til lífstíðarfangelsis án möguleika á reynslulausn fyrir að myrða hina átján ára Aminu Said og hina sautján ára Söruh Said. Stúlkurnar tvær fundust látnar í aftursæti leigubíls, sem faðir þeirra keyrði, við hótel í Irving-úthverfi í Dallas-borg í Texas á nýársdag árið 2008. Amina hafði verið skotin tvisvar en Sarah níu sinnum. Þrátt fyrir að hafa verið skotin svona oft var það Sarah sem náði að hringja í neyðarlínuna og tilkynna í símann að faðir hennar hefði skotið hana og hún væri að deyja. Voru vissar um að hann myndi myrða þær Viku áður en stúlkurnar voru myrtar höfðu þær flúið af heimili sínu ásamt móður sinni til að sleppa undan Said. Sækjandi málsins sagði í dómsalnum að stúlkurnar hefðu óttast um líf sitt og ákveðið að flýja eftir að faðir þeirra miðaði byssu að Aminu og hótaði að myrða hana. Systurnar Amina Said (til vinstri) og Sarah Said (til hægri).Skjáskot Tölvupóstur sem Amina sendi á kennara sinn þann 21. desember 2007, tíu dögum fyrir morðin, var lagður fyrir dómstólinn sem sönnunargagn. Í tölvupóstinum greindi Amina kennaranum frá því að þær systur hygðust flýja að heiman og sagði hún að faðir þeirra hefði gert líf þeirra að „martröð.“ „Hann mun, án dramatíkur eða vafa, myrða okkur,“ sagði Amina einnig í tölvupóstinum. Samkvæmt lögregluskýrslu sem var gerð vegna rannsóknar á morðunum greindi fjölskyldumeðlimur frá því að Said hefði hótað annarri dóttur sinni fyrir að fara á stefnumót með manni sem væri ekki múslimi. Sagðist hafa flúið af vettvangi Yaser Said bar einnig vitni fyrir dómara á mánudag en þá sagðist hann ekki hafa myrt dætur sínar. Hann sagði að kvöldið sem þær hafi verið myrtar hafi hann farið með þær út að borða af því hann vildi „leysa vandamálið“ sem fólst í flótta þeirra að heiman. Þetta kvöld hafi hann talið einhvern vera að elta þau og hann hafi því skilið dætur sínar eftir í leigubílnum og flúið af vettvangi. Hann hefði ekki gefið sig fram til yfirvalda eftir morðin af því hann taldi víst að hann fengi ekki réttláta málsmeðferð. Eftir morðin á stúlkunum hvarf Said sporlaust og var á flótta frá alríkislögreglunni í tólf ár. Hann var meira að segja á lista alríkislögreglunnar yfir eftirlýstustu glæpamenn heims í um sex ár. Það var ekki fyrr en 2020 sem alríkislögreglan handtók hann í Justin, norðvestan við Dallas, ásamt Islam Said, syni hans, og Yassim Said, bróður hans. Þeir höfðu hjálpað Said að flýja og hlutu báðir þunga dóma fyrir að aðstoða hann, Islam hlaut tíu ára dóm en Yassim tólf ára dóm. Og nú hefur Yaser Said hlotið ævilangan fangelsisdóm fyrir morðin.
Bandaríkin Erlend sakamál Tengdar fréttir Handtekinn fyrir heiðursmorð eftir tólf ár á flótta Starfsmenn Alríkislögreglu Bandaríkjanna handtóku í gær Yaser Abdel Said. Hann hefði verið meðal tíu efstu manna á lista FBI yfir eftirlýsta menn í sex ár 27. ágúst 2020 11:35 Mest lesið Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Erlent Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Erlent Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Innlent Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Innlent Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Innlent Tvöföldun seldra nefúða á tíu árum: „Maður pantar töluverðar birgðir reglulega“ Innlent Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Innlent Fleiri fréttir Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Árleg tannlæknaheimsókn á brúsa danska ríkisins Sjá meira
Handtekinn fyrir heiðursmorð eftir tólf ár á flótta Starfsmenn Alríkislögreglu Bandaríkjanna handtóku í gær Yaser Abdel Said. Hann hefði verið meðal tíu efstu manna á lista FBI yfir eftirlýsta menn í sex ár 27. ágúst 2020 11:35