Giggs sagður hafa hent kærustunni nakinni út á hótelgang Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. ágúst 2022 07:31 Fjölmargir ljósmyndarar og myndatökumenn mynda Ryan Giggs jafnan þegar hann mætir í Manchester Minshull Street Crown réttarsalinn. Getty/Danny Lawson Annar dagur af réttarhöldunum yfir Ryan Giggs var ekki mikið betri en sá fyrsti fyrir þennan sigursælasta leikmann í sögu Manchester United. Í gær kom það meðal annars fram í réttarsalnum í Manchester að Giggs hefði einu sinni hent fyrrum kærustu sinni nakinni út á hótelgang. Hinn 48 ára gamli Giggs er meðal annars ákærður fyrir árásir á fyrrum kærustu sína Kate Greville og yngri systur hennar Emmu. "He flipped, he literally flipped" - Kate Greville's police interview is being played in the Ryan Giggs trial.Live updates here:https://t.co/zAsnD6wUC1— Daniel Taylor (@DTathletic) August 9, 2022 Í viðtali við Kate, sem var spilað fyrir réttinum, sagði hún rannsóknarlögreglumönnum frá því að Giggs hafi verið besti vinur hennar og sálufélagi en hafi síðan breyst í hrotta sem beitti hana ofbeldi. Ryan Giggs neitar öllum ásökunum en hann á að beitt Kate andlegu og líkamlegu ofbeldi frá ágúst 2017 til nóvember 2020. Á fyrsta degi réttarhaldanna kom meðal annars fram að Giggs hefði bæði skallað og sparkað í Kate þegar hún ætlaði að hætta með honum vegna framhjáhalds hans. Kate hafði þá fengið nóg eftir að hafa komist að því að hann hafði haldið fram hjá henni með átta öðrum konum á sex ára tímabili. Hún fór til móts við hann til að ljúka sambandinu en hann hafi þá ráðist á hana. Ryan Giggs 'kicked naked ex-girlfriend out of hotel room in row over him flirting with other women', court told. pic.twitter.com/hAf38hrjlf— SPORTbible (@sportbible) August 8, 2022 Giggs á síðan að hafa séð eftir öllu saman en eins og oft áður þá var hann fullur eftirsjár inn á milli að hann beitti ofbeldinu. Hann bað Kate um að eyða öllum sönnunargögnum um ofbeldið og hún ætti að hugsa um hvað þetta myndi gera börnunum hans. Það er hins vegar ljóst á öllu að þetta var ekki bara eitt skipti heldur áralangt ástand í þessu sambandi þeirra. Kate sagði að Giggs hefði einu sinn brjálast þegar hún gekk á hann með það að vera senda annarri konu skilaboð. Hún sagði hann þá hafa gripið fast í úlnliðinn hennar og bókstaflega dregið hana út úr hótelherberginu og fram á gang. Hún hafi verið nakin og hann hefði síðan hent fötunum hennar út á gang. Enski boltinn Mál Ryan Giggs Bretland Tengdar fréttir Ryan Giggs sagður vera með ljóta og illkvittna hlið Mál gegn Ryan Giggs, einum dáðasta leikmanni í sögu Manchester United, hófst í gær í Manchester Minshull Street Crown dómstólnum og var þessi fyrrum leikmaður og landsliðsþjálfari Wales mættur til að heyra framsögu saksóknara. 9. ágúst 2022 07:30 Ryan Giggs mætir aftur í réttarsalinn í dag Í dag hófust málaferli gegn leikjahæsta og sigursælasta leikmanninum í sögu Manchester United því Ryan Giggs er þar sóttur til saka fyrir heimilisofbeldi gegn fyrrverandi kærustu sinni. 8. ágúst 2022 07:31 Ryan Giggs hættur sem landsliðsþjálfari Wales Ryan Giggs hefur formlega hætt störfum sem landsliðsþjálfari Wales en Giggs óttast að trufla undirbúning velska landsliðsins fyrir HM í Katar. 20. júní 2022 21:00 Mest lesið Eitt vandræðalegasta kvöldið í sögu Manchester United Enski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - Athlone Town 3-1 | Tvö mörk á tveimur mínútum og Blikar unnu Fótbolti Isak gæti spilað fyrsta leikinn sinn á tímabilinu Enski boltinn Gætt af Interpol og sagt að fela fána fyrir leikinn við Ísland Körfubolti Svona var EM-Pallborðið Körfubolti Ástin sögð ástæða þess að Sancho vilji ekki Roma Fótbolti EM í dag: Ætli Katowice sé enn versta borg í heimi og leðurjakki í hitabylgju Körfubolti Tveir nýliðar í landsliðshópnum Fótbolti Arnar kynnti fyrsta hópinn í undankeppni HM Fótbolti Segir Daníel ekki líkan pabba sem leikmanni en hafi Guðjohnsen-svægið Fótbolti Fleiri fréttir „Við vorum algjörlega týndir“ United banarnir drógust á móti Leeds bönunum Eitt vandræðalegasta kvöldið í sögu Manchester United Isak gæti spilað fyrsta leikinn sinn á tímabilinu Albert bjartsýnn á að Eze sé lokapúslið: „Komin þvílík breidd í þetta“ Reiddist eigin aðdáendum en baðst svo afsökunar Rio grínaðist með söngva Liverpool fólksins Má ekki skipta um föt í búningsklefa Arsenal en má spila með liðinu Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford fór áfram en þrjú Íslendingalið úr leik Gordon bað bæði liðsfélagana og Van Dijk afsökunar Palace gerir hosur sínar grænar fyrir Akanji Borga fjörutíu milljónir punda fyrir kantmann sem skoraði tvö mörk í fyrra Höfnuðu fimmtíu milljóna punda tilboði í Strand Larsen Slot gagnrýnir Newcastle: „Þetta var ekki fótboltaleikur“ Segir að Dowman sé eins og Messi Gagnrýndu Bruno: „Hann átti skelfilegan leik“ Sjáðu sigurmark Rios og öll hin frá St. James' Park Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Van Dijk um Rio: Draumabyrjun en hann verður að vera auðmjúkur Rio setti nýtt Liverpool met Sextán ára strákur tryggði Liverpool öll stigin Selja „Isak er rotta“ treyjur fyrir utan völlinn og eldspýtur fylgja með Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Isak utan vallar en þó í forgrunni Saka frá í mánuð og missir af Liverpool Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Sjá meira
Í gær kom það meðal annars fram í réttarsalnum í Manchester að Giggs hefði einu sinni hent fyrrum kærustu sinni nakinni út á hótelgang. Hinn 48 ára gamli Giggs er meðal annars ákærður fyrir árásir á fyrrum kærustu sína Kate Greville og yngri systur hennar Emmu. "He flipped, he literally flipped" - Kate Greville's police interview is being played in the Ryan Giggs trial.Live updates here:https://t.co/zAsnD6wUC1— Daniel Taylor (@DTathletic) August 9, 2022 Í viðtali við Kate, sem var spilað fyrir réttinum, sagði hún rannsóknarlögreglumönnum frá því að Giggs hafi verið besti vinur hennar og sálufélagi en hafi síðan breyst í hrotta sem beitti hana ofbeldi. Ryan Giggs neitar öllum ásökunum en hann á að beitt Kate andlegu og líkamlegu ofbeldi frá ágúst 2017 til nóvember 2020. Á fyrsta degi réttarhaldanna kom meðal annars fram að Giggs hefði bæði skallað og sparkað í Kate þegar hún ætlaði að hætta með honum vegna framhjáhalds hans. Kate hafði þá fengið nóg eftir að hafa komist að því að hann hafði haldið fram hjá henni með átta öðrum konum á sex ára tímabili. Hún fór til móts við hann til að ljúka sambandinu en hann hafi þá ráðist á hana. Ryan Giggs 'kicked naked ex-girlfriend out of hotel room in row over him flirting with other women', court told. pic.twitter.com/hAf38hrjlf— SPORTbible (@sportbible) August 8, 2022 Giggs á síðan að hafa séð eftir öllu saman en eins og oft áður þá var hann fullur eftirsjár inn á milli að hann beitti ofbeldinu. Hann bað Kate um að eyða öllum sönnunargögnum um ofbeldið og hún ætti að hugsa um hvað þetta myndi gera börnunum hans. Það er hins vegar ljóst á öllu að þetta var ekki bara eitt skipti heldur áralangt ástand í þessu sambandi þeirra. Kate sagði að Giggs hefði einu sinn brjálast þegar hún gekk á hann með það að vera senda annarri konu skilaboð. Hún sagði hann þá hafa gripið fast í úlnliðinn hennar og bókstaflega dregið hana út úr hótelherberginu og fram á gang. Hún hafi verið nakin og hann hefði síðan hent fötunum hennar út á gang.
Enski boltinn Mál Ryan Giggs Bretland Tengdar fréttir Ryan Giggs sagður vera með ljóta og illkvittna hlið Mál gegn Ryan Giggs, einum dáðasta leikmanni í sögu Manchester United, hófst í gær í Manchester Minshull Street Crown dómstólnum og var þessi fyrrum leikmaður og landsliðsþjálfari Wales mættur til að heyra framsögu saksóknara. 9. ágúst 2022 07:30 Ryan Giggs mætir aftur í réttarsalinn í dag Í dag hófust málaferli gegn leikjahæsta og sigursælasta leikmanninum í sögu Manchester United því Ryan Giggs er þar sóttur til saka fyrir heimilisofbeldi gegn fyrrverandi kærustu sinni. 8. ágúst 2022 07:31 Ryan Giggs hættur sem landsliðsþjálfari Wales Ryan Giggs hefur formlega hætt störfum sem landsliðsþjálfari Wales en Giggs óttast að trufla undirbúning velska landsliðsins fyrir HM í Katar. 20. júní 2022 21:00 Mest lesið Eitt vandræðalegasta kvöldið í sögu Manchester United Enski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - Athlone Town 3-1 | Tvö mörk á tveimur mínútum og Blikar unnu Fótbolti Isak gæti spilað fyrsta leikinn sinn á tímabilinu Enski boltinn Gætt af Interpol og sagt að fela fána fyrir leikinn við Ísland Körfubolti Svona var EM-Pallborðið Körfubolti Ástin sögð ástæða þess að Sancho vilji ekki Roma Fótbolti EM í dag: Ætli Katowice sé enn versta borg í heimi og leðurjakki í hitabylgju Körfubolti Tveir nýliðar í landsliðshópnum Fótbolti Arnar kynnti fyrsta hópinn í undankeppni HM Fótbolti Segir Daníel ekki líkan pabba sem leikmanni en hafi Guðjohnsen-svægið Fótbolti Fleiri fréttir „Við vorum algjörlega týndir“ United banarnir drógust á móti Leeds bönunum Eitt vandræðalegasta kvöldið í sögu Manchester United Isak gæti spilað fyrsta leikinn sinn á tímabilinu Albert bjartsýnn á að Eze sé lokapúslið: „Komin þvílík breidd í þetta“ Reiddist eigin aðdáendum en baðst svo afsökunar Rio grínaðist með söngva Liverpool fólksins Má ekki skipta um föt í búningsklefa Arsenal en má spila með liðinu Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford fór áfram en þrjú Íslendingalið úr leik Gordon bað bæði liðsfélagana og Van Dijk afsökunar Palace gerir hosur sínar grænar fyrir Akanji Borga fjörutíu milljónir punda fyrir kantmann sem skoraði tvö mörk í fyrra Höfnuðu fimmtíu milljóna punda tilboði í Strand Larsen Slot gagnrýnir Newcastle: „Þetta var ekki fótboltaleikur“ Segir að Dowman sé eins og Messi Gagnrýndu Bruno: „Hann átti skelfilegan leik“ Sjáðu sigurmark Rios og öll hin frá St. James' Park Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Van Dijk um Rio: Draumabyrjun en hann verður að vera auðmjúkur Rio setti nýtt Liverpool met Sextán ára strákur tryggði Liverpool öll stigin Selja „Isak er rotta“ treyjur fyrir utan völlinn og eldspýtur fylgja með Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks „Getur ekki látið 140 milljóna punda mann í varaliðið“ Isak utan vallar en þó í forgrunni Saka frá í mánuð og missir af Liverpool Botna lítið í Amorim: „Hann er ein taugahrúga“ Rooney feginn að Dowman tók ekki vítið Fernandes ósáttur: „Dómarinn baðst ekki afsökunar“ Sjáðu Grealish fara á kostum og öll mörkin í gær Sjá meira
Ryan Giggs sagður vera með ljóta og illkvittna hlið Mál gegn Ryan Giggs, einum dáðasta leikmanni í sögu Manchester United, hófst í gær í Manchester Minshull Street Crown dómstólnum og var þessi fyrrum leikmaður og landsliðsþjálfari Wales mættur til að heyra framsögu saksóknara. 9. ágúst 2022 07:30
Ryan Giggs mætir aftur í réttarsalinn í dag Í dag hófust málaferli gegn leikjahæsta og sigursælasta leikmanninum í sögu Manchester United því Ryan Giggs er þar sóttur til saka fyrir heimilisofbeldi gegn fyrrverandi kærustu sinni. 8. ágúst 2022 07:31
Ryan Giggs hættur sem landsliðsþjálfari Wales Ryan Giggs hefur formlega hætt störfum sem landsliðsþjálfari Wales en Giggs óttast að trufla undirbúning velska landsliðsins fyrir HM í Katar. 20. júní 2022 21:00