Björgvin Karl: Hata það að hafa ekki náð markmiðinu mínu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. ágúst 2022 08:31 Björgvin Karl Guðmundsson ætlaði sér stóra hluti á heimsleikunum í ár. Instagram/@bk_gudmundsson Björgvin Karl Guðmundsson náði bestum árangri Íslendingar í einstaklingskeppni heimsleikanna í CrossFit en var samt langt frá því að vera sáttur. Björgvin Karl endaði í níunda sæti og auðvitað er það frábært að vera meðal tíu efstu í heiminum en eftir fjórða sætið í fyrra var markmiðið að komast aftur á verðlaunapallinn sem tókst ekki. Björgvin Karl hefur nú gert mótið upp en þetta voru hans níundu heimsleikar á ferlinum. „Ég ætti kannski að benda á það í byrjun að níunda sætið er versti árangur minn á heimsleikum síðan 2014,“ byrjaði Björgvin Karl pistil sinn. „Að segja að þetta séu vonbrigði er að gera lítið úr tilfinningunni minni ef ég segi alveg eins og er. Ég hata það að hafa ekki náð markmiði mínu. Að sama skapi eru það ekki slæm úrslit að enda í níunda sæti en það er bara ekki það sæti sem ég kom til ná í,“ skrifaði Björgvin Karl. „Vegferðin að því að vinna heimsleikana heldur því áfram. Ég elska þessa íþrótt meira nú en nokkurn tíma áður og hjarta mitt og sál munu alltaf dreyma um að vinna leikana einn daginn,“ skrifaði Björgvin. „Ég er langt frá því að vera búinn og efast ekki um eiginleika mína á nokkurn hátt. Það voru mistök og vel heppnaðar greinar á þessum leikum eins og vanalega en fyrst og fremst fer ég með fullt af hlutum heim til að laga og vinna í,“ skrifaði Björgvin Karl. „Egóið mun aðeins finna til í einn, tvo eða sjö daga í viðbót en svo verð ég laus við það og get farið að skipuleggja næsta tímabil,“ skrifaði Björgvin Karl. Það má lesa allan pistil hans hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by Bjo rgvin K. Guðmundsson (@bk_gudmundsson) CrossFit Mest lesið Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Sport Konate gæti farið frítt frá Liverpool Sport Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Elías Már skrifar undir hjá kínversku liði Sport Hákon skoraði tvö í vináttuleik Sport Dagskráin í dag: KA fer í Hafnarfjörðinn og golfið heldur áfram Sport Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Sport „Síðasti leggurinn var helvíti þungur“ Sport Leik lokið: Svíþjóð 4 - 1 Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Fótbolti Landslið Íslands í golfi gerði það gott á EM Sport Fleiri fréttir Dagskráin í dag: KA fer í Hafnarfjörðinn og golfið heldur áfram Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Konate gæti farið frítt frá Liverpool Elías Már skrifar undir hjá kínversku liði Hákon skoraði tvö í vináttuleik Louis Van Gaal hefur sigrast á krabbameini Landslið Íslands í golfi gerði það gott á EM Leik lokið: Pólland 3 - 2 Danmörk | Bæði lið í leit að fyrstu stigunum Leik lokið: Svíþjóð 4 - 1 Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Þór fer upp í umspilssæti Arnór Sigurðsson hafði betur í Íslendingaslagnum Rústaði úrslitunum á Wimbledon „Síðasti leggurinn var helvíti þungur“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Onana frá næstu vikurnar Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ánægður með Arnar og er klár í haustið Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Diljá Ýr búin að semja við Brann Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Dagskráin í dag: Meira, meira golf Sjá meira
Björgvin Karl endaði í níunda sæti og auðvitað er það frábært að vera meðal tíu efstu í heiminum en eftir fjórða sætið í fyrra var markmiðið að komast aftur á verðlaunapallinn sem tókst ekki. Björgvin Karl hefur nú gert mótið upp en þetta voru hans níundu heimsleikar á ferlinum. „Ég ætti kannski að benda á það í byrjun að níunda sætið er versti árangur minn á heimsleikum síðan 2014,“ byrjaði Björgvin Karl pistil sinn. „Að segja að þetta séu vonbrigði er að gera lítið úr tilfinningunni minni ef ég segi alveg eins og er. Ég hata það að hafa ekki náð markmiði mínu. Að sama skapi eru það ekki slæm úrslit að enda í níunda sæti en það er bara ekki það sæti sem ég kom til ná í,“ skrifaði Björgvin Karl. „Vegferðin að því að vinna heimsleikana heldur því áfram. Ég elska þessa íþrótt meira nú en nokkurn tíma áður og hjarta mitt og sál munu alltaf dreyma um að vinna leikana einn daginn,“ skrifaði Björgvin. „Ég er langt frá því að vera búinn og efast ekki um eiginleika mína á nokkurn hátt. Það voru mistök og vel heppnaðar greinar á þessum leikum eins og vanalega en fyrst og fremst fer ég með fullt af hlutum heim til að laga og vinna í,“ skrifaði Björgvin Karl. „Egóið mun aðeins finna til í einn, tvo eða sjö daga í viðbót en svo verð ég laus við það og get farið að skipuleggja næsta tímabil,“ skrifaði Björgvin Karl. Það má lesa allan pistil hans hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by Bjo rgvin K. Guðmundsson (@bk_gudmundsson)
CrossFit Mest lesið Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Sport Konate gæti farið frítt frá Liverpool Sport Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Elías Már skrifar undir hjá kínversku liði Sport Hákon skoraði tvö í vináttuleik Sport Dagskráin í dag: KA fer í Hafnarfjörðinn og golfið heldur áfram Sport Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Sport „Síðasti leggurinn var helvíti þungur“ Sport Leik lokið: Svíþjóð 4 - 1 Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Fótbolti Landslið Íslands í golfi gerði það gott á EM Sport Fleiri fréttir Dagskráin í dag: KA fer í Hafnarfjörðinn og golfið heldur áfram Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Konate gæti farið frítt frá Liverpool Elías Már skrifar undir hjá kínversku liði Hákon skoraði tvö í vináttuleik Louis Van Gaal hefur sigrast á krabbameini Landslið Íslands í golfi gerði það gott á EM Leik lokið: Pólland 3 - 2 Danmörk | Bæði lið í leit að fyrstu stigunum Leik lokið: Svíþjóð 4 - 1 Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Þór fer upp í umspilssæti Arnór Sigurðsson hafði betur í Íslendingaslagnum Rústaði úrslitunum á Wimbledon „Síðasti leggurinn var helvíti þungur“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Onana frá næstu vikurnar Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ánægður með Arnar og er klár í haustið Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Diljá Ýr búin að semja við Brann Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Dagskráin í dag: Meira, meira golf Sjá meira