Björgvin Karl: Hata það að hafa ekki náð markmiðinu mínu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. ágúst 2022 08:31 Björgvin Karl Guðmundsson ætlaði sér stóra hluti á heimsleikunum í ár. Instagram/@bk_gudmundsson Björgvin Karl Guðmundsson náði bestum árangri Íslendingar í einstaklingskeppni heimsleikanna í CrossFit en var samt langt frá því að vera sáttur. Björgvin Karl endaði í níunda sæti og auðvitað er það frábært að vera meðal tíu efstu í heiminum en eftir fjórða sætið í fyrra var markmiðið að komast aftur á verðlaunapallinn sem tókst ekki. Björgvin Karl hefur nú gert mótið upp en þetta voru hans níundu heimsleikar á ferlinum. „Ég ætti kannski að benda á það í byrjun að níunda sætið er versti árangur minn á heimsleikum síðan 2014,“ byrjaði Björgvin Karl pistil sinn. „Að segja að þetta séu vonbrigði er að gera lítið úr tilfinningunni minni ef ég segi alveg eins og er. Ég hata það að hafa ekki náð markmiði mínu. Að sama skapi eru það ekki slæm úrslit að enda í níunda sæti en það er bara ekki það sæti sem ég kom til ná í,“ skrifaði Björgvin Karl. „Vegferðin að því að vinna heimsleikana heldur því áfram. Ég elska þessa íþrótt meira nú en nokkurn tíma áður og hjarta mitt og sál munu alltaf dreyma um að vinna leikana einn daginn,“ skrifaði Björgvin. „Ég er langt frá því að vera búinn og efast ekki um eiginleika mína á nokkurn hátt. Það voru mistök og vel heppnaðar greinar á þessum leikum eins og vanalega en fyrst og fremst fer ég með fullt af hlutum heim til að laga og vinna í,“ skrifaði Björgvin Karl. „Egóið mun aðeins finna til í einn, tvo eða sjö daga í viðbót en svo verð ég laus við það og get farið að skipuleggja næsta tímabil,“ skrifaði Björgvin Karl. Það má lesa allan pistil hans hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by Bjo rgvin K. Guðmundsson (@bk_gudmundsson) CrossFit Mest lesið Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Körfubolti Þessir þurfa að heilla Amorim Enski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Sport „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Íslenski boltinn Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Fótbolti Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Formúla 1 Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Enski boltinn Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Körfubolti Ísland mátti þola stórt tap Körfubolti Stórt tap á Ítalíu Körfubolti Fleiri fréttir Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Ramsdale mættur til Newcastle Eggert Aron skoraði og lagði upp í stórsigri Brann „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Davíð Snær og Guðlaugur Victor lögðu upp mörk „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Ledecky lenti í vandræðum en hélt krúnunni Arnór og Ísak skoruðu í stórfurðulegum tíu marka leik Settu Íslandsmet í síðasta sundinu á HM í Singapúr Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Sjá meira
Björgvin Karl endaði í níunda sæti og auðvitað er það frábært að vera meðal tíu efstu í heiminum en eftir fjórða sætið í fyrra var markmiðið að komast aftur á verðlaunapallinn sem tókst ekki. Björgvin Karl hefur nú gert mótið upp en þetta voru hans níundu heimsleikar á ferlinum. „Ég ætti kannski að benda á það í byrjun að níunda sætið er versti árangur minn á heimsleikum síðan 2014,“ byrjaði Björgvin Karl pistil sinn. „Að segja að þetta séu vonbrigði er að gera lítið úr tilfinningunni minni ef ég segi alveg eins og er. Ég hata það að hafa ekki náð markmiði mínu. Að sama skapi eru það ekki slæm úrslit að enda í níunda sæti en það er bara ekki það sæti sem ég kom til ná í,“ skrifaði Björgvin Karl. „Vegferðin að því að vinna heimsleikana heldur því áfram. Ég elska þessa íþrótt meira nú en nokkurn tíma áður og hjarta mitt og sál munu alltaf dreyma um að vinna leikana einn daginn,“ skrifaði Björgvin. „Ég er langt frá því að vera búinn og efast ekki um eiginleika mína á nokkurn hátt. Það voru mistök og vel heppnaðar greinar á þessum leikum eins og vanalega en fyrst og fremst fer ég með fullt af hlutum heim til að laga og vinna í,“ skrifaði Björgvin Karl. „Egóið mun aðeins finna til í einn, tvo eða sjö daga í viðbót en svo verð ég laus við það og get farið að skipuleggja næsta tímabil,“ skrifaði Björgvin Karl. Það má lesa allan pistil hans hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by Bjo rgvin K. Guðmundsson (@bk_gudmundsson)
CrossFit Mest lesið Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Körfubolti Þessir þurfa að heilla Amorim Enski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Sport „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Íslenski boltinn Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Fótbolti Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Formúla 1 Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Enski boltinn Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Körfubolti Ísland mátti þola stórt tap Körfubolti Stórt tap á Ítalíu Körfubolti Fleiri fréttir Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Dagskráin í dag: Stórleikir í Bestu og Manchester United Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Ramsdale mættur til Newcastle Eggert Aron skoraði og lagði upp í stórsigri Brann „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Davíð Snær og Guðlaugur Victor lögðu upp mörk „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Ledecky lenti í vandræðum en hélt krúnunni Arnór og Ísak skoruðu í stórfurðulegum tíu marka leik Settu Íslandsmet í síðasta sundinu á HM í Singapúr Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ Handtekin fyrir að lemja kærastann en hann vildi ekki kæra „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ Sveindís spilaði fyrsta leikinn fyrir Angel City Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Sjá meira