Sveinn dómari neitar að tjá sig um hvað gerðist og Arnar svarar ekki Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 10. ágúst 2022 11:05 Arnar Grétarsson, þjálfari KA. Vísir/Hulda Margrét Arnar Grétarsson, þjálfari KA í Bestu deild karla í fótbolta, var í gær dæmdur í fimm leikja bann af aganefnd KSÍ. Bannið fékk hann eftir að hafa fengið sitt annað rauða spjald í sumar, orð sem hann lét falla eftir að spjaldið fór á loft og atvik sem átti sér stað degi síðar. KR vann 1-0 útisigur á KA í Bestu deild karla þann 2. ágúst síðastliðinn. Í leiknum missti Arnar stjórn á skapi sínu eftir að heimamenn vildu fá vítaspyrnu undir lok leiks. Fékk hann rautt spjald á lokamínútu venjulegs leiktíma fyrir að láta einkar ófögur orð falla í garð fjórða dómara leiksins. Eftir leik ræddi Arnar ítarlega um dómara leiksins: „Þegar það er hiti í leiknum og í rauninni búið að vera allan leikinn þá gerist ýmislegt. Mér fannst KR-ingarnir búnir að vera tuðandi í fjórða dómara nærri allan leikinn og við eflaust líka en í miklu minni mæli. Kollegi minn hann Rúnar hann fær nú gula spjaldið fyrir eitthvað tuð. Það er brotið á mínum leikmanni innan teigs í uppbótartíma og við hlaupum hér og biðjum um víti. Ef að þetta var línan í leikum að gefa mér rautt spjald fyrir þetta, við vorum ekki að kalla fáviti eða hálfviti eða eitthvað slíkt. Við vorum að biðja um vítaspyrnu,“ sagði Arnar eftir leik og hélt áfram. „Ég missti mig eftir að ég fékk rauða spjaldið en þegar fjórði dómari er einhver sem hefur enga tilfinningu fyrir leiknum þá færðu svona móment í leikjum. Hann er bara ekki klár í þetta hlutverk, vegna þess að menn hafa þurft að spila leikinn og þurfa að hafa smá tilfinningu fyrir leiknum. Það var engin ástæða til að gefa rautt spjald þarna miða við línuna sem var búin að haldast allan leikinn, þetta var mjög strangur dómur.“ Er þetta í annað sinn sem Arnar fær rautt spjald gegn KR í sumar. Hann var því alltaf á leiðinni í tveggja leikja bann þar sem hann var að fá sitt annað rauða spjald á tímabilinu. Fjórði dómari leiks KA og KR heitir Sveinn Arnarsson, sá býr á Akureyri og á börn sem æfa með KA, lágu leiðir hans og Arnars saman degi eftir rauða spjaldið. Reiðin var ekki runnin af Arnari þá og ku hann hafa ausið úr skálum reiði sinnar yfir Svein. Sveinn neitaði að tjá sig er Vísir náði í hann en heimildir íþróttadeildar herma að Arnar hafi látið vel valin orð falla er þeir hittust daginn eftir leik. Í kjölfarið hafi KA beðið Svein persónulega afsökunar en það dugði ekki til þar sem hann hafði þá þegar sent inn aukaskýrslu til KSÍ. Var hún tekin til greina er dæmt var í máli Arnars. Hann fékk í kjölfarið þriggja leikja bann til viðbótar við þá tvo sem hann var þegar á leiðinni í. Á Twitter fer fer tvennum sögum af því hvað nákvæmlega gerðist degi síðar er Arnar og Sveinn mættust en það er ljóst að leiðir þeirra lágu saman og einhver orð voru látin falla. Stefán Hrafn Hagalín segir: „Arnar veitist að varadómara leiksins í leiknum með svívirðingum, eftir leikinn í viðtölum með persónuárásum og daginn eftir úti á bílastæði við KA heimilið þar sem dómarinn var að skutla barninu sínu á æfingu. Fimm leikja bannið of stutt. Uppeldisfélagið mitt KA ætti að bæta fimm við.“ Addi veitist að varadómara leiksins í leiknum með svívirðingum, eftir leikinn í viðtölum með persónuárásum og daginn eftir úti á bílastæði við KA heimilið þar sem dómarinn var að skutla barninu sínu á æfingu. 5 leikja bannið of stutt. Uppeldisfélagið mitt KA ætti að bæta 5 við.— Stefán Hrafn Hagalín (@StefanHagalin) August 10, 2022 Guðmundur Óli Steingrímsson, fyrrum leikmaður KA og bróðir tveggja núverandi leikmanna liðsins, svaraði Stefáni um hæl: „Úti á bílastæði? Nei nei, hann settist fyrir framan skrifstofuna hjá Arnari og fékk sér kaffibolla. Arnar rak hann út.“ „Það skiptir bara engu máli í þessu samhengi hvað gerist daginn eftir. Fyrir utan það, þá veittist enginn að neinum. Hann rak hann út, ekkert stórmál,“ bætti Guðmundur Óli svo við. Það skiptir bara engu máli í þessu samhengi hvað gerist daginn eftir. Fyrir utan það, þá veittist enginn að neinum. Hann rak hann út, ekkert stórmál.— Guðmundur Óli (@GummiOliii) August 10, 2022 Bannið er þó enn í gildi en Arnar hefur þegar afplánað einn af leikjunum fimm. Þar sem leikbönn á Íslandsmóti og í bikarkeppni eru aðskilin þá ætti Arnar að vera á hliðarlínunni er KA tekur á móti Ægi í 8-liða úrslitum Mjólkurbikarsins í kvöld. Leikurinn verður í beinni textalýsingu á Vísi. Ekki náðist í Arnar Grétarsson við vinnslu fréttarinnar. Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla KA Akureyri Mest lesið Fyrirliðinn kom til bjargar og Liverpool fagnaði seint í fimmta sinn Fótbolti Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann Íslenski boltinn Leik lokið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið Íslenski boltinn Linsan datt út en varði samt tvö víti Enski boltinn Sjáðu mörkin úr einum ótrúlegasta hálfleik í sögu Meistaradeildarinnar Fótbolti Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund Íslenski boltinn Rosalegt prump samherja setti Hatton út af laginu Golf „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Fótbolti Sverrir strax úr frystinum eftir brottreksturinn Fótbolti John Andrews tekur við KR Íslenski boltinn Fleiri fréttir Leik lokið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið John Andrews tekur við KR Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann Ágúst hættir hjá Leikni Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund KR geti fallið og Valur að trenda í öfuga átt Umspilið hefst í kvöld: „Fengum hjálp frá greiningardeildinni á Húsavík“ Leikirnir eftir tvískiptingu: Skagamenn fara á Ísafjörð, til Akureyrar og Eyja Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Sjáðu mörkin úr mettapi KR Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Sjá meira
KR vann 1-0 útisigur á KA í Bestu deild karla þann 2. ágúst síðastliðinn. Í leiknum missti Arnar stjórn á skapi sínu eftir að heimamenn vildu fá vítaspyrnu undir lok leiks. Fékk hann rautt spjald á lokamínútu venjulegs leiktíma fyrir að láta einkar ófögur orð falla í garð fjórða dómara leiksins. Eftir leik ræddi Arnar ítarlega um dómara leiksins: „Þegar það er hiti í leiknum og í rauninni búið að vera allan leikinn þá gerist ýmislegt. Mér fannst KR-ingarnir búnir að vera tuðandi í fjórða dómara nærri allan leikinn og við eflaust líka en í miklu minni mæli. Kollegi minn hann Rúnar hann fær nú gula spjaldið fyrir eitthvað tuð. Það er brotið á mínum leikmanni innan teigs í uppbótartíma og við hlaupum hér og biðjum um víti. Ef að þetta var línan í leikum að gefa mér rautt spjald fyrir þetta, við vorum ekki að kalla fáviti eða hálfviti eða eitthvað slíkt. Við vorum að biðja um vítaspyrnu,“ sagði Arnar eftir leik og hélt áfram. „Ég missti mig eftir að ég fékk rauða spjaldið en þegar fjórði dómari er einhver sem hefur enga tilfinningu fyrir leiknum þá færðu svona móment í leikjum. Hann er bara ekki klár í þetta hlutverk, vegna þess að menn hafa þurft að spila leikinn og þurfa að hafa smá tilfinningu fyrir leiknum. Það var engin ástæða til að gefa rautt spjald þarna miða við línuna sem var búin að haldast allan leikinn, þetta var mjög strangur dómur.“ Er þetta í annað sinn sem Arnar fær rautt spjald gegn KR í sumar. Hann var því alltaf á leiðinni í tveggja leikja bann þar sem hann var að fá sitt annað rauða spjald á tímabilinu. Fjórði dómari leiks KA og KR heitir Sveinn Arnarsson, sá býr á Akureyri og á börn sem æfa með KA, lágu leiðir hans og Arnars saman degi eftir rauða spjaldið. Reiðin var ekki runnin af Arnari þá og ku hann hafa ausið úr skálum reiði sinnar yfir Svein. Sveinn neitaði að tjá sig er Vísir náði í hann en heimildir íþróttadeildar herma að Arnar hafi látið vel valin orð falla er þeir hittust daginn eftir leik. Í kjölfarið hafi KA beðið Svein persónulega afsökunar en það dugði ekki til þar sem hann hafði þá þegar sent inn aukaskýrslu til KSÍ. Var hún tekin til greina er dæmt var í máli Arnars. Hann fékk í kjölfarið þriggja leikja bann til viðbótar við þá tvo sem hann var þegar á leiðinni í. Á Twitter fer fer tvennum sögum af því hvað nákvæmlega gerðist degi síðar er Arnar og Sveinn mættust en það er ljóst að leiðir þeirra lágu saman og einhver orð voru látin falla. Stefán Hrafn Hagalín segir: „Arnar veitist að varadómara leiksins í leiknum með svívirðingum, eftir leikinn í viðtölum með persónuárásum og daginn eftir úti á bílastæði við KA heimilið þar sem dómarinn var að skutla barninu sínu á æfingu. Fimm leikja bannið of stutt. Uppeldisfélagið mitt KA ætti að bæta fimm við.“ Addi veitist að varadómara leiksins í leiknum með svívirðingum, eftir leikinn í viðtölum með persónuárásum og daginn eftir úti á bílastæði við KA heimilið þar sem dómarinn var að skutla barninu sínu á æfingu. 5 leikja bannið of stutt. Uppeldisfélagið mitt KA ætti að bæta 5 við.— Stefán Hrafn Hagalín (@StefanHagalin) August 10, 2022 Guðmundur Óli Steingrímsson, fyrrum leikmaður KA og bróðir tveggja núverandi leikmanna liðsins, svaraði Stefáni um hæl: „Úti á bílastæði? Nei nei, hann settist fyrir framan skrifstofuna hjá Arnari og fékk sér kaffibolla. Arnar rak hann út.“ „Það skiptir bara engu máli í þessu samhengi hvað gerist daginn eftir. Fyrir utan það, þá veittist enginn að neinum. Hann rak hann út, ekkert stórmál,“ bætti Guðmundur Óli svo við. Það skiptir bara engu máli í þessu samhengi hvað gerist daginn eftir. Fyrir utan það, þá veittist enginn að neinum. Hann rak hann út, ekkert stórmál.— Guðmundur Óli (@GummiOliii) August 10, 2022 Bannið er þó enn í gildi en Arnar hefur þegar afplánað einn af leikjunum fimm. Þar sem leikbönn á Íslandsmóti og í bikarkeppni eru aðskilin þá ætti Arnar að vera á hliðarlínunni er KA tekur á móti Ægi í 8-liða úrslitum Mjólkurbikarsins í kvöld. Leikurinn verður í beinni textalýsingu á Vísi. Ekki náðist í Arnar Grétarsson við vinnslu fréttarinnar.
Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla KA Akureyri Mest lesið Fyrirliðinn kom til bjargar og Liverpool fagnaði seint í fimmta sinn Fótbolti Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann Íslenski boltinn Leik lokið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið Íslenski boltinn Linsan datt út en varði samt tvö víti Enski boltinn Sjáðu mörkin úr einum ótrúlegasta hálfleik í sögu Meistaradeildarinnar Fótbolti Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund Íslenski boltinn Rosalegt prump samherja setti Hatton út af laginu Golf „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Fótbolti Sverrir strax úr frystinum eftir brottreksturinn Fótbolti John Andrews tekur við KR Íslenski boltinn Fleiri fréttir Leik lokið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið John Andrews tekur við KR Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann Ágúst hættir hjá Leikni Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund KR geti fallið og Valur að trenda í öfuga átt Umspilið hefst í kvöld: „Fengum hjálp frá greiningardeildinni á Húsavík“ Leikirnir eftir tvískiptingu: Skagamenn fara á Ísafjörð, til Akureyrar og Eyja Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Sjáðu mörkin úr mettapi KR Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Sjá meira
Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann Íslenski boltinn
Leik lokið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið Íslenski boltinn
Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann
Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann Íslenski boltinn
Leik lokið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið Íslenski boltinn