Fjarskafögur fyrirheit Hólmfríður Kristjánsdóttir skrifar 12. ágúst 2022 08:00 Enn einu sinni eru leikskólamálin í brennidepli. Fyrirheit borgarstjórnar um að öll 12 mánaða börn og eldri fái leikskólapláss í haust virðast ekki ætla að ganga eftir og foreldrar eru uggandi. En bíðum nú við. Langar alla foreldra að senda börnin sín svo ung á leikskóla? Umfjöllunin um þessi mál hefur lengi verið einhliða og því þarf að breyta. Málið er nefnilega að það vilja ekki allir foreldrar senda barnið sitt 12 mánaða gamalt í dagvistun. Sjálf er ég ein af þeim og ég veit að við erum mörg. Raunar er það svo að mig langar ekkert meira en að verja dögunum með 14 mánaða gömlu barni mínu og umfram það veit ég að barnið mitt þarf enn á mér að halda meginþorra dagsins. Ég er öryggið hennar. Ég er mamma hennar. Fengi ég einhverju ráðið yrði ég heima með hana til tveggja ára aldurs og aftur veit ég að margir foreldrar eru á sama máli. Ég spyr því fyrir hönd þeirra foreldra sem eru í sömu stöðu og ég en fyrst og fremst spyr ég fyrir hönd barnanna okkar; Hvenær ætla stjórnvöld að taka mark á þeim fjölda foreldra sem ekki vill setja börnin sín svo ung á leikskóla? Hvenær ætla stjórnvöld að taka mark á hagsmunasamtökum eins og Fyrstu Fimm og sérfræðingum eins og Sæunni Kjartans sem virkilega bera hag barnanna okkar fyrir brjósti? Hvenær ætla stjórnvöld að opna augun fyrir mikilvægi tengslamyndunar fyrstu árin í lífi barnanna okkar? Hvenær ætla stjórnvöld að opna augun fyrir því að kulnun foreldra er ört vaxandi vandamál? Hvenær ætla stjórnvöld að opna augun fyrir því að börn þurfa tíma, ró og samveru með foreldrum til þess að vaxa, dafna og þroskast? Hvenær á að taka mark á þeirri staðreynd að tengslamyndun hefur bein áhrif á taugakerfi og heilaþroska barna til frambúðar? Hvenær á að taka mark á þeirri staðreynd að streita hefur bein áhrif á taugakerfi og heilaþroska barna og það til frambúðar? Hvenær ætlar fólk að átta sig á því að við lifum í samfélagi sem verður hraðara og hraðara og firrtara og firrtara með nánast hverjum deginum og börnin okkar verða sokknari og sokknari í tæki og tól og sömuleiðis uppgefnir foreldrarnir? Hvenær ætla stjórnvöld að opna augun fyrir því að geðheilbrigði á þessu landi fer versnandi og versnandi, sérstaklega hjá ungu fólki? Hvers vegna ætli það sé og hvar skyldi það byrja? Í æsku mögulega? Við búum í samfélagi sem ýtir undir aðskilnað og ýtir undir kvíða. Við búum í samfélagi sem er uppfullt af streitu. Ég get lofað því að ekkert 12 mánaða barn er tilbúið til þess að vera í burtu frá foreldrum sínum átta klukkustundir á dag í leikskóla innan um fjölda annarra barna. Ekki eitt einasta. Þessi endalausu loforð og tillögur um pláss á leikskóla fyrir kornung börn er löngu úrelt dæmi. Það er árið 2022 og það er tími til kominn að horfa fram á við, líta inn á við, hægja á og leggja við hlustir. Það er tími til kominn að setja börnin okkar í fyrsta sæti. Hvernig væri að bjóða foreldrum ungra barna greiðslur til þess að vera heima með börnin sín lengur, kjósi þau svo? Og viti menn, undur og stórmerki munu þá gerast - fögru fyrirheitin rætast og leikskólaplássin losna hvert af fætur öðru fyrir börn þeirra sem þurfa og/eða kjósa! Höfundur er grafískur hönnuður, ljósmyndari og móðir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Borgarstjórn Leikskólar Börn og uppeldi Mest lesið Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson Skoðun Munar þig um 5-7 milljónir árlega? Jón Pétur Zimzen Skoðun Kosningar í september Guðveig Lind Eyglóardóttir Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir Skoðun Keldnaland – fjölmenn hverfi í mótun Þorsteinn R. Hermannsson Skoðun Olíuleit á Drekasvæði - tilvistarleit Halldór Reynisson Skoðun Framtíð nemenda í Kópavogi í fyrsta sæti Halla Björg Evans Skoðun Skoðun Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun Rýnt í stöðu kvenna með örorkulífeyri Huld Magnúsdóttir skrifar Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar Skoðun Olíuleit á Drekasvæði - tilvistarleit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Kosningar í september Guðveig Lind Eyglóardóttir skrifar Skoðun Þegar orkuöflun er sett á ís - dæmið frá Suður-Afríku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í Kópavogi í fyrsta sæti Halla Björg Evans skrifar Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson skrifar Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar Skoðun Munar þig um 5-7 milljónir árlega? Jón Pétur Zimzen skrifar Skoðun Keldnaland – fjölmenn hverfi í mótun Þorsteinn R. Hermannsson skrifar Skoðun Eflum traustið Helgi Áss Grétarsson,Marta Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar Skoðun Hver er kjarninn í samfélagi sem selur hjarta sitt? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson skrifar Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og ókurteisi Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Yfir hverju er verið að brosa? Árni Kristjánsson skrifar Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld sem fjárfestatenglar Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þátttökuverðlaun Þórdísar Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Fjármálaráðherra búinn að segja A Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Hagfræði-tilgáta ómeðtekin Karl Guðlaugsson skrifar Skoðun Ótryggt aðgengi á Veðurstofureit Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley skrifar Sjá meira
Enn einu sinni eru leikskólamálin í brennidepli. Fyrirheit borgarstjórnar um að öll 12 mánaða börn og eldri fái leikskólapláss í haust virðast ekki ætla að ganga eftir og foreldrar eru uggandi. En bíðum nú við. Langar alla foreldra að senda börnin sín svo ung á leikskóla? Umfjöllunin um þessi mál hefur lengi verið einhliða og því þarf að breyta. Málið er nefnilega að það vilja ekki allir foreldrar senda barnið sitt 12 mánaða gamalt í dagvistun. Sjálf er ég ein af þeim og ég veit að við erum mörg. Raunar er það svo að mig langar ekkert meira en að verja dögunum með 14 mánaða gömlu barni mínu og umfram það veit ég að barnið mitt þarf enn á mér að halda meginþorra dagsins. Ég er öryggið hennar. Ég er mamma hennar. Fengi ég einhverju ráðið yrði ég heima með hana til tveggja ára aldurs og aftur veit ég að margir foreldrar eru á sama máli. Ég spyr því fyrir hönd þeirra foreldra sem eru í sömu stöðu og ég en fyrst og fremst spyr ég fyrir hönd barnanna okkar; Hvenær ætla stjórnvöld að taka mark á þeim fjölda foreldra sem ekki vill setja börnin sín svo ung á leikskóla? Hvenær ætla stjórnvöld að taka mark á hagsmunasamtökum eins og Fyrstu Fimm og sérfræðingum eins og Sæunni Kjartans sem virkilega bera hag barnanna okkar fyrir brjósti? Hvenær ætla stjórnvöld að opna augun fyrir mikilvægi tengslamyndunar fyrstu árin í lífi barnanna okkar? Hvenær ætla stjórnvöld að opna augun fyrir því að kulnun foreldra er ört vaxandi vandamál? Hvenær ætla stjórnvöld að opna augun fyrir því að börn þurfa tíma, ró og samveru með foreldrum til þess að vaxa, dafna og þroskast? Hvenær á að taka mark á þeirri staðreynd að tengslamyndun hefur bein áhrif á taugakerfi og heilaþroska barna til frambúðar? Hvenær á að taka mark á þeirri staðreynd að streita hefur bein áhrif á taugakerfi og heilaþroska barna og það til frambúðar? Hvenær ætlar fólk að átta sig á því að við lifum í samfélagi sem verður hraðara og hraðara og firrtara og firrtara með nánast hverjum deginum og börnin okkar verða sokknari og sokknari í tæki og tól og sömuleiðis uppgefnir foreldrarnir? Hvenær ætla stjórnvöld að opna augun fyrir því að geðheilbrigði á þessu landi fer versnandi og versnandi, sérstaklega hjá ungu fólki? Hvers vegna ætli það sé og hvar skyldi það byrja? Í æsku mögulega? Við búum í samfélagi sem ýtir undir aðskilnað og ýtir undir kvíða. Við búum í samfélagi sem er uppfullt af streitu. Ég get lofað því að ekkert 12 mánaða barn er tilbúið til þess að vera í burtu frá foreldrum sínum átta klukkustundir á dag í leikskóla innan um fjölda annarra barna. Ekki eitt einasta. Þessi endalausu loforð og tillögur um pláss á leikskóla fyrir kornung börn er löngu úrelt dæmi. Það er árið 2022 og það er tími til kominn að horfa fram á við, líta inn á við, hægja á og leggja við hlustir. Það er tími til kominn að setja börnin okkar í fyrsta sæti. Hvernig væri að bjóða foreldrum ungra barna greiðslur til þess að vera heima með börnin sín lengur, kjósi þau svo? Og viti menn, undur og stórmerki munu þá gerast - fögru fyrirheitin rætast og leikskólaplássin losna hvert af fætur öðru fyrir börn þeirra sem þurfa og/eða kjósa! Höfundur er grafískur hönnuður, ljósmyndari og móðir.
Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun
Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun
Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir Skoðun
Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar
Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar
Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar
Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar
Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun
Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun
Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir Skoðun