„Ég er í engum vafa um að ég braut engin lög“ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 12. ágúst 2022 14:01 Þórður Snær er ritstjóri Kjarnans. Vísir/Egill Ritstjóri Kjarnans segir yfirheyrslu yfir sér, sem fram fór í gær, fyrst og fremst hafa snúist um störf fjölmiðla og heimildamenn í tengslum við Samherjamálið. Ekki hafi verið spurt um meinta dreifingu á kynferðislegu efni, sem rannsóknin var áður sögð snúast um. Þórður Snær Júlíusson er ritstjóri Kjarnans. Í gær var hann yfirheyrður af lögreglunni á Norðurlandi eystra, líkt og til hefur staðið síðan í febrúar, þegar hann og þrír aðrir blaðamenn voru boðaðir í yfirheyrslu hjá embættinu í tengslum við umfjöllun sína um skæruliðadeild Samherja. Hinir þrír eru Aðalsteinn Kjartansson á Stundinni, Þóra Arnórsdóttir hjá RÚV og Arnar Þór Ingólfsson, blaðamaður Kjarnans. Sá síðastnefndi fór einnig í yfirheyrslu í gær. Í greinargerð lögreglunnar í tengslum við málið kom fram að blaðamennirnir væru grunaðir um að hafa afritað og dreift kynferðislegu myndefni af Páli Steingrímssyni skipstjóra, en gögnin sem umfjöllun blaðamannanna byggði á voru meðal annars fengin úr síma hans. „Í þessari yfirheyrslu sem var stutt og laggóð, var ekkert spurt um slíkt efni, eða dreifingu á því. Þetta voru spurningar sem snerust um það að reyna að komast að því hverjir heimildamenn fjölmiðla, í þeirri umfjöllun sem við réðumst í í maí í fyrra, voru. Sem við svöruðum að sjálfsögðu ekki, vegna þess að 25. grein laga um fjölmiðla segir það mjög skýrt að vernd heimildamanna er algjör,“ segir Þórður Snær í samtali við fréttastofu. Rannsóknin snúist um fréttir Þórður segist því telja að meint dreifing og varsla kynferðislegs myndefnis sé ekki lengur sakarefni í málinu, og bendir á að almennt séu sakborningar spurðir út í það sem þeim er gefið að sök, þegar þeir eru yfirheyrðir. Þá hafi lögregla viljað fá upplýsingar um hvernig ákvarðanir eru teknar innan ritstjórna um hvaða efni eigi að fjalla, og hvað eigi erindi við almenning. „Þannig að það er algjörlega skýrt að rannsókn lögreglunnar á Norðurlandi eystra snýst fyrst og síðast um það að við höfum skrifað fréttir og hvort það sé tilhlýðilegt og í samræmi við lög að fréttir um það sem við skrifuðum, og byggt á þeim gögnum sem við skrifuðum þær upp úr, séu birtar og lagðar fyrir almenning.“ Þungbært að sitja undir ásökunum Þórður Snær er ekki í vafa um að sú umfjöllun sem undir er í rannsókninni hafi átt erindi við almenning. Hann telji að með rannsókninni sé verið að reyna að hefta tjáningarfrelsi fjölmiðla. Hann telur einnig að fallið verði frá málinu, en segir þungbært að sitja undir ásökunum sem fram hafa komið. „Þess vegna væri ákaflega eftirsóknarvert ef lögreglan myndi ljúka þessari rannsókn sinni gagnvart okkur sem allra fyrst og komast að niðurstöðu, hvorn veginn sem hún er. Vegna þess að ég er í engum vafa um að ég braut engin lög, og það gerðu kollegar mínir ekki heldur.“ Samherjaskjölin Fjölmiðlar Lögreglumál Rannsókn lögreglunnar á Akureyri á blaðamönnum Tengdar fréttir Blaðamennirnir boðaðir í yfirheyrslu á ný Lögreglan á Norðurlandi eystra hefur boðað blaðamennina fjóra sem eru með réttarstöðu sakbornings eftir umfjöllun um „skæruliðadeild Samherja“, aftur í skýrslutöku. 11. ágúst 2022 18:17 Mest lesið Vaktin: Aftakaverður gengur yfir landið Veður Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Innlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Nafngreina árásarmanninn í Örebro Erlent Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Innlent Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Innlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Innlent Fleiri fréttir Vill fá svör um hvað fór úrskeiðis um helgina Veðurofsi, þrumur og eldingar í beinni útsendingu Gengur vel á óvænta fundinum Enn bætist í verkföllin Stefnuræðu Kristrúnar frestað Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Hátt í fimm milljónir fiska drápust í sjókvíaeldi í fyrra Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Lýsa yfir hættustigi almannavarna Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Sjá meira
Þórður Snær Júlíusson er ritstjóri Kjarnans. Í gær var hann yfirheyrður af lögreglunni á Norðurlandi eystra, líkt og til hefur staðið síðan í febrúar, þegar hann og þrír aðrir blaðamenn voru boðaðir í yfirheyrslu hjá embættinu í tengslum við umfjöllun sína um skæruliðadeild Samherja. Hinir þrír eru Aðalsteinn Kjartansson á Stundinni, Þóra Arnórsdóttir hjá RÚV og Arnar Þór Ingólfsson, blaðamaður Kjarnans. Sá síðastnefndi fór einnig í yfirheyrslu í gær. Í greinargerð lögreglunnar í tengslum við málið kom fram að blaðamennirnir væru grunaðir um að hafa afritað og dreift kynferðislegu myndefni af Páli Steingrímssyni skipstjóra, en gögnin sem umfjöllun blaðamannanna byggði á voru meðal annars fengin úr síma hans. „Í þessari yfirheyrslu sem var stutt og laggóð, var ekkert spurt um slíkt efni, eða dreifingu á því. Þetta voru spurningar sem snerust um það að reyna að komast að því hverjir heimildamenn fjölmiðla, í þeirri umfjöllun sem við réðumst í í maí í fyrra, voru. Sem við svöruðum að sjálfsögðu ekki, vegna þess að 25. grein laga um fjölmiðla segir það mjög skýrt að vernd heimildamanna er algjör,“ segir Þórður Snær í samtali við fréttastofu. Rannsóknin snúist um fréttir Þórður segist því telja að meint dreifing og varsla kynferðislegs myndefnis sé ekki lengur sakarefni í málinu, og bendir á að almennt séu sakborningar spurðir út í það sem þeim er gefið að sök, þegar þeir eru yfirheyrðir. Þá hafi lögregla viljað fá upplýsingar um hvernig ákvarðanir eru teknar innan ritstjórna um hvaða efni eigi að fjalla, og hvað eigi erindi við almenning. „Þannig að það er algjörlega skýrt að rannsókn lögreglunnar á Norðurlandi eystra snýst fyrst og síðast um það að við höfum skrifað fréttir og hvort það sé tilhlýðilegt og í samræmi við lög að fréttir um það sem við skrifuðum, og byggt á þeim gögnum sem við skrifuðum þær upp úr, séu birtar og lagðar fyrir almenning.“ Þungbært að sitja undir ásökunum Þórður Snær er ekki í vafa um að sú umfjöllun sem undir er í rannsókninni hafi átt erindi við almenning. Hann telji að með rannsókninni sé verið að reyna að hefta tjáningarfrelsi fjölmiðla. Hann telur einnig að fallið verði frá málinu, en segir þungbært að sitja undir ásökunum sem fram hafa komið. „Þess vegna væri ákaflega eftirsóknarvert ef lögreglan myndi ljúka þessari rannsókn sinni gagnvart okkur sem allra fyrst og komast að niðurstöðu, hvorn veginn sem hún er. Vegna þess að ég er í engum vafa um að ég braut engin lög, og það gerðu kollegar mínir ekki heldur.“
Samherjaskjölin Fjölmiðlar Lögreglumál Rannsókn lögreglunnar á Akureyri á blaðamönnum Tengdar fréttir Blaðamennirnir boðaðir í yfirheyrslu á ný Lögreglan á Norðurlandi eystra hefur boðað blaðamennina fjóra sem eru með réttarstöðu sakbornings eftir umfjöllun um „skæruliðadeild Samherja“, aftur í skýrslutöku. 11. ágúst 2022 18:17 Mest lesið Vaktin: Aftakaverður gengur yfir landið Veður Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Innlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Nafngreina árásarmanninn í Örebro Erlent Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Innlent Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Innlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Innlent Fleiri fréttir Vill fá svör um hvað fór úrskeiðis um helgina Veðurofsi, þrumur og eldingar í beinni útsendingu Gengur vel á óvænta fundinum Enn bætist í verkföllin Stefnuræðu Kristrúnar frestað Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Hátt í fimm milljónir fiska drápust í sjókvíaeldi í fyrra Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Lýsa yfir hættustigi almannavarna Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Sjá meira
Blaðamennirnir boðaðir í yfirheyrslu á ný Lögreglan á Norðurlandi eystra hefur boðað blaðamennina fjóra sem eru með réttarstöðu sakbornings eftir umfjöllun um „skæruliðadeild Samherja“, aftur í skýrslutöku. 11. ágúst 2022 18:17