Jón Þór: Stór móment sem breyta þessum leik 14. ágúst 2022 20:33 Jón Þór Hauksson var sáttur við sína menn þrátt fyrir tapið. Vísir/Vilhelm Jón Þór Hauksson, þjálfari ÍA, var ánægður með andann í sínu liði þrátt fyrir 3-0 tap gegn KA í dag. Liðið situr í botnsæti deildarinnar og hefur nú tapað sjö leikjum í röð. „Það er auðvitað margt sem gerist í þessum leik og breytir þessum leik, stór atvik. Mér finnst við byrja þennan leik gríðarlega vel og fáum frábær færi og auðvitað eigum við að sjá það aftur í sjónvarpinu en þar sem við stóðum leit þetta þannig út sem algjört dauðafæri og vorum að spila gríðarlega vel á fyrsta kaflanum þangað til við missum mann út af og meira segja var ég mjög ánægðir með hvernig strákarnir útfærðu sinn leik eftir rauða spjaldið. Mér fannst við vera gríðarlega þéttir og útfæra varnarleikinn vel þangað til að þeir skora fyrsta markið en fram að því held ég að þeir hafi ekki skapað sér mikið af færum þannig að við lögðum gríðarlega mikið í þennan leik en eins og ég segi eru þetta stór móment sem breyta þessum leik.” Hlynur Sævar Jónsson var rekinn af velli á 35. mínútu þegar hann braut á Hallgrími Mar sem aftasti varnarmaður. Fannst Jóni Þór dómurinn réttur? „Erfitt að meta þetta, ég sé þetta bara einu sinni og á eftir að sjá þetta betur í sjónvarpinu, ég bara get eiginlega ekki dæmt um þetta en ég er nokkuð viss um að maður hefði viljað fá rautt spjald ef þetta hefði verið hinu megin en að því sögðu þá er erfitt fyrir mig að dæma það. Við vorum klaufar að koma okkur í þá stöðu og mér fannst við búnir að vera spila gríðarlega vel fram að því.” KA var betri aðilinn í leiknum en Jón Þór var þó ánægður með ákveðna hluti í leik síns liðs. „Mér fannst við byrja gríðarlega vel og mér fannst við bera betri hérna í upphafi leiks og síðan tóku þeir svolítið stjórnina og voru meira með boltann en við vorum með ágætis tök á því og eigum fína spilkafla og erum að skapa okkur fín færi, mjög góð færi, dauðafæri, þannig ég er svolítið svekktur að við skyldum ekki hafa komist yfir í þessum leik.” ÍA hefur nú tapað sjö leikjum í röð og sitja á botni deildarinnar með einungis einn sigur. Hvernig er andrúmsloftið í hópnum? „Það lemur á hópinn. Í síðasta leik voru stór atvik líka þar sem við vildum fá fleiri vítaspyrnur og rautt spjald á Val og fáum svo rautt spjald hérna sjálfir þannig þetta fellur ekki með okkur í augnablikinu en það gríðarlega mikil orka og kraftur í liðinu og það eru allir að reyna og hvernig þeir lögðu sig í þennan leik hérna, bæði 10 á móti 10 og 11 á móti 11, það er auðvitað bara til fyrirmyndar og ég er stoltur af því og ég er stoltur af þessu liði. Þetta er mjög ungt lið sem við teflum hérna fram í dag og kannski kemur það örlítið í bakið á okkur þegar við lendum svo undir að kannski vantar örlítið meiri reynslu í þeirri stöðu, hefði viljað hafa örlítið fleiri leiki á bakinu í þeirri stöðu, en mér fannst við gera það gríðarlega vel og ég er bara ánægður með hvernig strákarnir gerðu það og milli leikja hafa menn virkilega verið að gefa allt í þetta til að snúa þessu við og koma liðinu aftur á rétta braut.” Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla ÍA Mest lesið Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Enski boltinn Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Enski boltinn Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Íslenski boltinn Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin Körfubolti „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Körfubolti „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Fótbolti McTominay hetja Napoli Fótbolti „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Körfubolti Fleiri fréttir Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Mögnuð endurkoma mikilvæg í toppbaráttunni Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Albert sagður á óskalista Everton og Inter Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Sjá meira
„Það er auðvitað margt sem gerist í þessum leik og breytir þessum leik, stór atvik. Mér finnst við byrja þennan leik gríðarlega vel og fáum frábær færi og auðvitað eigum við að sjá það aftur í sjónvarpinu en þar sem við stóðum leit þetta þannig út sem algjört dauðafæri og vorum að spila gríðarlega vel á fyrsta kaflanum þangað til við missum mann út af og meira segja var ég mjög ánægðir með hvernig strákarnir útfærðu sinn leik eftir rauða spjaldið. Mér fannst við vera gríðarlega þéttir og útfæra varnarleikinn vel þangað til að þeir skora fyrsta markið en fram að því held ég að þeir hafi ekki skapað sér mikið af færum þannig að við lögðum gríðarlega mikið í þennan leik en eins og ég segi eru þetta stór móment sem breyta þessum leik.” Hlynur Sævar Jónsson var rekinn af velli á 35. mínútu þegar hann braut á Hallgrími Mar sem aftasti varnarmaður. Fannst Jóni Þór dómurinn réttur? „Erfitt að meta þetta, ég sé þetta bara einu sinni og á eftir að sjá þetta betur í sjónvarpinu, ég bara get eiginlega ekki dæmt um þetta en ég er nokkuð viss um að maður hefði viljað fá rautt spjald ef þetta hefði verið hinu megin en að því sögðu þá er erfitt fyrir mig að dæma það. Við vorum klaufar að koma okkur í þá stöðu og mér fannst við búnir að vera spila gríðarlega vel fram að því.” KA var betri aðilinn í leiknum en Jón Þór var þó ánægður með ákveðna hluti í leik síns liðs. „Mér fannst við byrja gríðarlega vel og mér fannst við bera betri hérna í upphafi leiks og síðan tóku þeir svolítið stjórnina og voru meira með boltann en við vorum með ágætis tök á því og eigum fína spilkafla og erum að skapa okkur fín færi, mjög góð færi, dauðafæri, þannig ég er svolítið svekktur að við skyldum ekki hafa komist yfir í þessum leik.” ÍA hefur nú tapað sjö leikjum í röð og sitja á botni deildarinnar með einungis einn sigur. Hvernig er andrúmsloftið í hópnum? „Það lemur á hópinn. Í síðasta leik voru stór atvik líka þar sem við vildum fá fleiri vítaspyrnur og rautt spjald á Val og fáum svo rautt spjald hérna sjálfir þannig þetta fellur ekki með okkur í augnablikinu en það gríðarlega mikil orka og kraftur í liðinu og það eru allir að reyna og hvernig þeir lögðu sig í þennan leik hérna, bæði 10 á móti 10 og 11 á móti 11, það er auðvitað bara til fyrirmyndar og ég er stoltur af því og ég er stoltur af þessu liði. Þetta er mjög ungt lið sem við teflum hérna fram í dag og kannski kemur það örlítið í bakið á okkur þegar við lendum svo undir að kannski vantar örlítið meiri reynslu í þeirri stöðu, hefði viljað hafa örlítið fleiri leiki á bakinu í þeirri stöðu, en mér fannst við gera það gríðarlega vel og ég er bara ánægður með hvernig strákarnir gerðu það og milli leikja hafa menn virkilega verið að gefa allt í þetta til að snúa þessu við og koma liðinu aftur á rétta braut.”
Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla ÍA Mest lesið Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Enski boltinn Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Enski boltinn Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Íslenski boltinn Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin Körfubolti „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Körfubolti „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Fótbolti McTominay hetja Napoli Fótbolti „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Körfubolti Fleiri fréttir Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Mögnuð endurkoma mikilvæg í toppbaráttunni Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Albert sagður á óskalista Everton og Inter Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Sjá meira