Formúlubíll á hraðbraut í Tékklandi Bjarki Sigurðsson skrifar 15. ágúst 2022 14:25 Skjáskot úr myndbandinu sem er í dreifingu á Twitter. Formúlubíll sem brunaði fram hjá ökumönnum á D4-hraðbrautinni í Tékklandi er ekki keppandi í Formúlu 1 líkt og marga grunaði þegar myndband af bílnum fór í dreifingu á samfélagsmiðlum. Um er að ræða bíl í einkaeigu sem hefur áður valdið usla. Myndband af Ferrari formúlubíl á D4-hraðbrautinni í Tékklandi fór í dreifingu á Twitter í vikunni og töldu einhverjir að um væri að ræða ökumann úr Formúlu 1. Hann væri mögulega að taka upp auglýsingu eða sjónvarpsþátt. Bíllinn er merktur með styrktaraðilum Ferrari í formúlunni og með tölustafnum 7 eins og var á bíl Finnans Kimi Raikkonen þegar hann keyrði fyrir Ferrari. Raikkonen er síðasti ökuþór Ferrari til að vinna Formúlu 1 kappaksturinn en það gerði hann árið 2007. Samkvæmt The Supercar Blog þá er um að ræða gamlan GP2 bíl sem notaður var á árunum 2008-2010. GP2 þekkist í dag sem Formúla 2 en bílarnir þar eru um það bil helmingi kraftminni en þeir sem notaðir eru í Formúlu 1. Alltaf með hjálm Lögreglan í Tékklandi rannsakar nú myndbandið en þetta er ekki í fyrsta sinn sem myndbönd af ökumanninum birtast á samfélagsmiðlum. Það hefur þó reynst lögreglunni að sekta ökumanninn en hann er ávallt klæddur í kappakstursgalla og með hjálm svo ekki sé hægt að bera kennsl á hann. Lögreglan veit hver eigandi bílsins er enn hann heldur því fram að þetta sé ekki hann sem er að keyra á myndböndunum. Ef lögreglunni tekst að sanna hver ökumaðurinn á myndbandinu er á hann von á háum sektum en ekki er löglegt að keyra slíkan bíl á götum úti. Someone took an old GP2 car on a highway joyride in the Czech Republic. Police have not been able to identify the driver and are looking for him. : @MigueluVe pic.twitter.com/rNgr8j87H0— Dan - EngineMode11 (@EngineMode11) August 14, 2022 Akstursíþróttir Tékkland Mest lesið Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Innlent Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Innlent Þrjú banaslys á fjórum dögum Innlent Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Innlent Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Erlent Barn á öðru aldursári lést Innlent Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Erlent Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Erlent Bíll valt og endaði á hvolfi Innlent Fleiri fréttir Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Skutu vopnaðan mann við Hvíta húsið Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Fyrsti í fimmtán ár til að vera aflífaður með aftökusveit Forseti Suður-Kóreu leystur úr haldi Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Tólf særðir eftir skotárás á knæpu í Toronto Mótmælandi staðið á syllu á Big Ben frá því í morgun Tveir unglingar handteknir í Glasgow grunaðir um morð Ellefu drepnir í loftárásum Rússa í Austur-Úkraínu Bandarísk stofnun hyggst rannsaka tengsl milli bóluefna og einhverfu Betsy Arakawa lést viku á undan Gene Hackman Ferðuðust um Evrópu og njósnuðu fyrir Rússa Ætla að senda alla pólska menn í herþjálfun Mannskæð átök í Sýrlandi Annað Starship sprakk í loft upp Átján særðir eftir mikið sprengjuregn Opna þungunarrofsmiðstöð þrátt fyrir bann í lögum Röskun á Gare du Nord vegna sprengju úr seinna stríði Sjúklingar með langvarandi Covid endurheimta lyktarskynið Samþykkja verulega aukin útgjöld til varnarmála Selenskí á fund Bandaríkjamanna í Sádi-Arabíu Mögulega hafi „eins konar ástarsorg“ spilað inn í Trump frestar tollgjöldum nágrannanna Afsökunarbeiðni og einræðisherra í skiptum fyrir flotastöð? Dóttir Pelicots kærir hann fyrir kynferðisofbledi Póstþjónusta Danmerkur hættir að bera út bréf Sjá meira
Myndband af Ferrari formúlubíl á D4-hraðbrautinni í Tékklandi fór í dreifingu á Twitter í vikunni og töldu einhverjir að um væri að ræða ökumann úr Formúlu 1. Hann væri mögulega að taka upp auglýsingu eða sjónvarpsþátt. Bíllinn er merktur með styrktaraðilum Ferrari í formúlunni og með tölustafnum 7 eins og var á bíl Finnans Kimi Raikkonen þegar hann keyrði fyrir Ferrari. Raikkonen er síðasti ökuþór Ferrari til að vinna Formúlu 1 kappaksturinn en það gerði hann árið 2007. Samkvæmt The Supercar Blog þá er um að ræða gamlan GP2 bíl sem notaður var á árunum 2008-2010. GP2 þekkist í dag sem Formúla 2 en bílarnir þar eru um það bil helmingi kraftminni en þeir sem notaðir eru í Formúlu 1. Alltaf með hjálm Lögreglan í Tékklandi rannsakar nú myndbandið en þetta er ekki í fyrsta sinn sem myndbönd af ökumanninum birtast á samfélagsmiðlum. Það hefur þó reynst lögreglunni að sekta ökumanninn en hann er ávallt klæddur í kappakstursgalla og með hjálm svo ekki sé hægt að bera kennsl á hann. Lögreglan veit hver eigandi bílsins er enn hann heldur því fram að þetta sé ekki hann sem er að keyra á myndböndunum. Ef lögreglunni tekst að sanna hver ökumaðurinn á myndbandinu er á hann von á háum sektum en ekki er löglegt að keyra slíkan bíl á götum úti. Someone took an old GP2 car on a highway joyride in the Czech Republic. Police have not been able to identify the driver and are looking for him. : @MigueluVe pic.twitter.com/rNgr8j87H0— Dan - EngineMode11 (@EngineMode11) August 14, 2022
Akstursíþróttir Tékkland Mest lesið Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Innlent Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Innlent Þrjú banaslys á fjórum dögum Innlent Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Innlent Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Erlent Barn á öðru aldursári lést Innlent Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Erlent Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Erlent Bíll valt og endaði á hvolfi Innlent Fleiri fréttir Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Skutu vopnaðan mann við Hvíta húsið Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Fyrsti í fimmtán ár til að vera aflífaður með aftökusveit Forseti Suður-Kóreu leystur úr haldi Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Tólf særðir eftir skotárás á knæpu í Toronto Mótmælandi staðið á syllu á Big Ben frá því í morgun Tveir unglingar handteknir í Glasgow grunaðir um morð Ellefu drepnir í loftárásum Rússa í Austur-Úkraínu Bandarísk stofnun hyggst rannsaka tengsl milli bóluefna og einhverfu Betsy Arakawa lést viku á undan Gene Hackman Ferðuðust um Evrópu og njósnuðu fyrir Rússa Ætla að senda alla pólska menn í herþjálfun Mannskæð átök í Sýrlandi Annað Starship sprakk í loft upp Átján særðir eftir mikið sprengjuregn Opna þungunarrofsmiðstöð þrátt fyrir bann í lögum Röskun á Gare du Nord vegna sprengju úr seinna stríði Sjúklingar með langvarandi Covid endurheimta lyktarskynið Samþykkja verulega aukin útgjöld til varnarmála Selenskí á fund Bandaríkjamanna í Sádi-Arabíu Mögulega hafi „eins konar ástarsorg“ spilað inn í Trump frestar tollgjöldum nágrannanna Afsökunarbeiðni og einræðisherra í skiptum fyrir flotastöð? Dóttir Pelicots kærir hann fyrir kynferðisofbledi Póstþjónusta Danmerkur hættir að bera út bréf Sjá meira