Lán í óláni að Tómas skyldi hafa rotast í miðjum leik Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 16. ágúst 2022 11:31 Tómas Meyer er mikill FH-ingur. Einkasafn Tómas Meyer, knattspyrnudómari meðal annars, rotaðist í leik nýverið eftir að hafa fengið bolta í höfuðið. Tómas var fluttur með hraði upp á sjúkrahús enda féll hann meðvitundarlaus til jarðar. Nú hefur komið á daginn að höfuðhöggið hafi verið hálfgert lán í óláni. Tómas fór yfir stöðu mála í útvarpsþættinum Fótbolti.net sem er á X977 alla laugardaga. Þar segir hann frá því að hann hafi dæmt aukaspyrnu á 50. mínútu og næsta sem Tómas man er þegar hann vaknar upp á sjúkrahúsi. „Ég vissi ekkert hvað var í gangi og átti erfitt með að ná andanum þegar ég vaknaði. Þetta er ein versta lífsreynsla sem ég hef lent í.“ Útskrifaður og kominn á ról #ástríðan #fotboltnet pic.twitter.com/nioiR5GP7F— Tómas Wolfgang Meyer (@Meyerinn) August 13, 2022 Atvikið átti sér stað í leik Augnabliks og KH í 3. deild karla. Tómas dæmdi aukaspyrnu og var að hlaupa frá er boltanum var spyrnt. Það fór ekki betur en svo að boltinn small í höfði Tómasar með áðurnefndum afleiðingum. „Ég fell niður eins og hnefaleikamaður og ég lendi á andlitinu og brjóstkassanum. Ég er með einhvern stærsta marblett sem ég hef séð einmitt þar sem hjartað er.“ Eftir hinar ýmsu rannsóknir upp á sjúkrahúsi kom í ljós að Tómas var með alltof háan blóðþrýsting. Efri mörkin í mælingunni náðu upp í 267, eitthvað sem er afar fáheyrt. „Þetta eru algjörir snillingar þarna á Landspítalanum. Þá kemur í ljós að þetta er ættgengt. Núna er ég undir eftirliti og líður mjög vel. Ég hlakka til að takast á við það verkefni sem bíður mín núna. Ég er bara jákvæður á það.“ Hefði getað farið illa „Þau á spítalanum kölluðu þetta „slow death“ (í. hægfara dauða). Þarna fékk ég gott gult spjald sem ég tek fagnandi. Þetta högg sá til þess að ég er kominn á kreik og það er verið að laga mig,“ sagði Tómas að endingu í útvarpsþættinum en þáttinn í heild sinni má finna hér að neðan. Tómas tók á sig á fyrir nokkrum árum eftir að hafa fengið nóg af því að vera of þungur. Hann fór að ganga fjöll og eftir að hafa grennst verulega fór hann að dæma á fullu, eitthvað sem hann hefur gríðarlega gaman að. Nú virðist sem Tómas þurfi að skoða mataræðið enn betur en ef marka má árangur hans áður þá ætti hann að geta tekið þessu verkefni jafn föstum tökum og hann gerði hér áður fyrr. Fótbolti Íslenski boltinn Heilsa Mest lesið Snoop Dogg ráðinn þjálfari fyrir Vetrarólympíuleikana Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Stjörnur HM teknar að hætti Audda Blö Sport Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti „Þetta var afleitt, ég segi bara afsakið“ Handbolti Sjáðu Albert tryggja Fiorentina sætan sigur Fótbolti Freyr pirraður eftir rautt spjald á erfiðu kvöldi Fótbolti Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Golf „Kíkja í þetta jólaþorp og gera sér smá desemberferð til Frakklands“ Sport „Get ekki verið fúll út í mína menn“ Körfubolti Fleiri fréttir Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Jónatan áfram á Hlíðarenda: „Var alltaf jákvæður fyrir því að framlengja“ Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Valur dregur sig úr Bose-bikarnum „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Yngir upp í allt of gamalli deild Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Murielle elti Óskar í Garðabæinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Framlengir við Breiðablik og nálgast fimm hundruð leikina KSÍ skiptir um mótakerfi og smíðar nýjan vef Damir Muminovic til Grindavíkur Vestramenn sækja son sinn suður Einn fljótasti leikmaður Bestu deildarinnar orðinn Þróttari Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Sjá meira
Tómas fór yfir stöðu mála í útvarpsþættinum Fótbolti.net sem er á X977 alla laugardaga. Þar segir hann frá því að hann hafi dæmt aukaspyrnu á 50. mínútu og næsta sem Tómas man er þegar hann vaknar upp á sjúkrahúsi. „Ég vissi ekkert hvað var í gangi og átti erfitt með að ná andanum þegar ég vaknaði. Þetta er ein versta lífsreynsla sem ég hef lent í.“ Útskrifaður og kominn á ról #ástríðan #fotboltnet pic.twitter.com/nioiR5GP7F— Tómas Wolfgang Meyer (@Meyerinn) August 13, 2022 Atvikið átti sér stað í leik Augnabliks og KH í 3. deild karla. Tómas dæmdi aukaspyrnu og var að hlaupa frá er boltanum var spyrnt. Það fór ekki betur en svo að boltinn small í höfði Tómasar með áðurnefndum afleiðingum. „Ég fell niður eins og hnefaleikamaður og ég lendi á andlitinu og brjóstkassanum. Ég er með einhvern stærsta marblett sem ég hef séð einmitt þar sem hjartað er.“ Eftir hinar ýmsu rannsóknir upp á sjúkrahúsi kom í ljós að Tómas var með alltof háan blóðþrýsting. Efri mörkin í mælingunni náðu upp í 267, eitthvað sem er afar fáheyrt. „Þetta eru algjörir snillingar þarna á Landspítalanum. Þá kemur í ljós að þetta er ættgengt. Núna er ég undir eftirliti og líður mjög vel. Ég hlakka til að takast á við það verkefni sem bíður mín núna. Ég er bara jákvæður á það.“ Hefði getað farið illa „Þau á spítalanum kölluðu þetta „slow death“ (í. hægfara dauða). Þarna fékk ég gott gult spjald sem ég tek fagnandi. Þetta högg sá til þess að ég er kominn á kreik og það er verið að laga mig,“ sagði Tómas að endingu í útvarpsþættinum en þáttinn í heild sinni má finna hér að neðan. Tómas tók á sig á fyrir nokkrum árum eftir að hafa fengið nóg af því að vera of þungur. Hann fór að ganga fjöll og eftir að hafa grennst verulega fór hann að dæma á fullu, eitthvað sem hann hefur gríðarlega gaman að. Nú virðist sem Tómas þurfi að skoða mataræðið enn betur en ef marka má árangur hans áður þá ætti hann að geta tekið þessu verkefni jafn föstum tökum og hann gerði hér áður fyrr.
Fótbolti Íslenski boltinn Heilsa Mest lesið Snoop Dogg ráðinn þjálfari fyrir Vetrarólympíuleikana Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Stjörnur HM teknar að hætti Audda Blö Sport Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti „Þetta var afleitt, ég segi bara afsakið“ Handbolti Sjáðu Albert tryggja Fiorentina sætan sigur Fótbolti Freyr pirraður eftir rautt spjald á erfiðu kvöldi Fótbolti Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Golf „Kíkja í þetta jólaþorp og gera sér smá desemberferð til Frakklands“ Sport „Get ekki verið fúll út í mína menn“ Körfubolti Fleiri fréttir Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Jónatan áfram á Hlíðarenda: „Var alltaf jákvæður fyrir því að framlengja“ Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull „Ég elska þig Ísland, takk fyrir allt!“ Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Valur dregur sig úr Bose-bikarnum „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Yngir upp í allt of gamalli deild Þróttur keypti Adam Árna frá Grindavík Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Þrjár ungar KR-konur leggja skóna á hilluna Murielle elti Óskar í Garðabæinn Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Jasmín kom til að vinna titla og er farin frá Val Framlengir við Breiðablik og nálgast fimm hundruð leikina KSÍ skiptir um mótakerfi og smíðar nýjan vef Damir Muminovic til Grindavíkur Vestramenn sækja son sinn suður Einn fljótasti leikmaður Bestu deildarinnar orðinn Þróttari Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Sjá meira