Rannsóknarskipi lagt upp að bryggju í umdeildri höfn Samúel Karl Ólason skrifar 16. ágúst 2022 09:28 Rannsóknarskipið Yuan Wang 5 við bryggju í Hambantota í morgun. Skipið er rekið af kínverska hernum og hannað til að rekja gervihnetti og eldflaugaskot. AP/Eranga Jayawardena Kínversku rannsóknarskipi var í morgun lagt upp að bryggju í umdeildri höfn í Sri Lanka. Það var gert eftir að yfirvöld í landinu meinuðu áhöfn skipsins fyrst að koma að landi. Siglingar skipsins, sem er rekið af kínverska hernum, þykja líklegar til að valda indverskum ráðamönnum áhyggjum. Höfnin sjálf var byggð með láni frá Kína, sem hluti af Belti og braut innviðaáætlun kommúnistaríkisins. Höfnin hefur þó verið rekin af Kínverjum frá 2017, þegar ráðamenn í Sri Lanka skrifuðu undir 99 ára leigusamning vegna þess að ríkið réði ekki við af borga af láninu frá Kína. Rannsóknarskipið, Yuan Wang 5, er rekið af kínverska hernum og er hannað til að rekja gervihnetti og eldflaugaskot. Yuan Wang 5 átti fyrst að koma til hafnar þann 11. Ágúst en Yfirvöld í Sri Lanka höfðu meinað áhöfn skipsins að koma að landi í Hambantota. Nú segja yfirvöld að skipið verði við bryggju í þrjá daga, að taka kost og eldsneyti, að sögn Reuters. Kínverjar og Indverjar hafa að undanförnu keppt um áhrif í Sri Lanka og á sama tíma og landið fer í gegnum gríðarlega umfangsmiklar efnahagskrísu. Indverjar, og aðrir, óttast að Kínverjar ætli sér að nota Hambantota sem flotastöð og nota höfnina til að vakta indverska herinn og flota. Indverjar segjast þó ekki hafa þrýst á ráðamenn í Sri Lanka um að meina áhöfn skipsins að leggja því upp að bryggju, samkvæmt frétt DW. Talsverð spenna hefur verið mikilli Indlands og Kína á undanförnum árum. Meðal annars hefur komið til átaka milli hermanna ríkjanna við landamærin í Himalajafjöllum. Sjá einnig: Kenna Kínverjum enn um átök á landamærunum Talsmaður starfandi ríkisstjórnar Sri Lanka sagði Rueters að ráðamenn þar væru að leita leiða til að koma í veg fyrir deilur milli ríkja sem væru vinveitt Sri Lanka en mögulega óvinveitt hvert öðru. Skipum frá Bandaríkjunum, Indlandi og öðrum ríkjum sé leyft að koma að landi, eins og skipum frá Kína. Srí Lanka Kína Indland Tengdar fréttir Þúsundir lögreglumanna réðust inn í búðir mótmælenda Öryggislögreglan á Srí Lanka réðst í morgun inn í búðir mótmælenda í stærstu borg landsins, Colombo, og barði fólkið, eyðilagði tjöld þess og rak á brott. Níu voru handteknir. 22. júlí 2022 08:01 Wickremesinghe kosinn forseti þrátt fyrir óvinsældir meðal þjóðarinnar Ranil Wickremesinghe var rétt í þessu kosinn forseti Srí Lanka af srílankska þinginu. Fyrr í mánuðinum sagði hann af sér sem forsætisráðherra landsins eftir öldu mótmæla. Helsta markmið mótmælenda var að koma honum auk forsetans Gotabaya Rajapaksa frá völdum. 20. júlí 2022 07:42 Hefur beðið í röð eftir eldsneyti í tíu daga Pratheem, íbúi í borginni Colombo í Srí Lanka, hefur beðið í röð í tíu daga eftir því að geta keypt eldsneyti. Miklar takmarkanir hafa verið settar á eldsneytiskaup í landinu. 16. júlí 2022 23:21 Herinn á Sri Lanka að missa þolinmæðina Mikil reiði er meðal almennings á Sri Lanka eftir að landflótta forseti landsins skipaði forsætisráðherra í embættið í sinn stað. Herinn hefur gefið leiðtogum stjórnmálaflokka frest til að setja fram áætlun um framtíð Sri Lanka. 13. júlí 2022 19:45 Mest lesið Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Innlent „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Innlent Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Innlent Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Innlent Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Innlent Fleiri fréttir Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Sjá meira
Höfnin sjálf var byggð með láni frá Kína, sem hluti af Belti og braut innviðaáætlun kommúnistaríkisins. Höfnin hefur þó verið rekin af Kínverjum frá 2017, þegar ráðamenn í Sri Lanka skrifuðu undir 99 ára leigusamning vegna þess að ríkið réði ekki við af borga af láninu frá Kína. Rannsóknarskipið, Yuan Wang 5, er rekið af kínverska hernum og er hannað til að rekja gervihnetti og eldflaugaskot. Yuan Wang 5 átti fyrst að koma til hafnar þann 11. Ágúst en Yfirvöld í Sri Lanka höfðu meinað áhöfn skipsins að koma að landi í Hambantota. Nú segja yfirvöld að skipið verði við bryggju í þrjá daga, að taka kost og eldsneyti, að sögn Reuters. Kínverjar og Indverjar hafa að undanförnu keppt um áhrif í Sri Lanka og á sama tíma og landið fer í gegnum gríðarlega umfangsmiklar efnahagskrísu. Indverjar, og aðrir, óttast að Kínverjar ætli sér að nota Hambantota sem flotastöð og nota höfnina til að vakta indverska herinn og flota. Indverjar segjast þó ekki hafa þrýst á ráðamenn í Sri Lanka um að meina áhöfn skipsins að leggja því upp að bryggju, samkvæmt frétt DW. Talsverð spenna hefur verið mikilli Indlands og Kína á undanförnum árum. Meðal annars hefur komið til átaka milli hermanna ríkjanna við landamærin í Himalajafjöllum. Sjá einnig: Kenna Kínverjum enn um átök á landamærunum Talsmaður starfandi ríkisstjórnar Sri Lanka sagði Rueters að ráðamenn þar væru að leita leiða til að koma í veg fyrir deilur milli ríkja sem væru vinveitt Sri Lanka en mögulega óvinveitt hvert öðru. Skipum frá Bandaríkjunum, Indlandi og öðrum ríkjum sé leyft að koma að landi, eins og skipum frá Kína.
Srí Lanka Kína Indland Tengdar fréttir Þúsundir lögreglumanna réðust inn í búðir mótmælenda Öryggislögreglan á Srí Lanka réðst í morgun inn í búðir mótmælenda í stærstu borg landsins, Colombo, og barði fólkið, eyðilagði tjöld þess og rak á brott. Níu voru handteknir. 22. júlí 2022 08:01 Wickremesinghe kosinn forseti þrátt fyrir óvinsældir meðal þjóðarinnar Ranil Wickremesinghe var rétt í þessu kosinn forseti Srí Lanka af srílankska þinginu. Fyrr í mánuðinum sagði hann af sér sem forsætisráðherra landsins eftir öldu mótmæla. Helsta markmið mótmælenda var að koma honum auk forsetans Gotabaya Rajapaksa frá völdum. 20. júlí 2022 07:42 Hefur beðið í röð eftir eldsneyti í tíu daga Pratheem, íbúi í borginni Colombo í Srí Lanka, hefur beðið í röð í tíu daga eftir því að geta keypt eldsneyti. Miklar takmarkanir hafa verið settar á eldsneytiskaup í landinu. 16. júlí 2022 23:21 Herinn á Sri Lanka að missa þolinmæðina Mikil reiði er meðal almennings á Sri Lanka eftir að landflótta forseti landsins skipaði forsætisráðherra í embættið í sinn stað. Herinn hefur gefið leiðtogum stjórnmálaflokka frest til að setja fram áætlun um framtíð Sri Lanka. 13. júlí 2022 19:45 Mest lesið Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Innlent „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Innlent Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Innlent Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Innlent Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Innlent Fleiri fréttir Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Sjá meira
Þúsundir lögreglumanna réðust inn í búðir mótmælenda Öryggislögreglan á Srí Lanka réðst í morgun inn í búðir mótmælenda í stærstu borg landsins, Colombo, og barði fólkið, eyðilagði tjöld þess og rak á brott. Níu voru handteknir. 22. júlí 2022 08:01
Wickremesinghe kosinn forseti þrátt fyrir óvinsældir meðal þjóðarinnar Ranil Wickremesinghe var rétt í þessu kosinn forseti Srí Lanka af srílankska þinginu. Fyrr í mánuðinum sagði hann af sér sem forsætisráðherra landsins eftir öldu mótmæla. Helsta markmið mótmælenda var að koma honum auk forsetans Gotabaya Rajapaksa frá völdum. 20. júlí 2022 07:42
Hefur beðið í röð eftir eldsneyti í tíu daga Pratheem, íbúi í borginni Colombo í Srí Lanka, hefur beðið í röð í tíu daga eftir því að geta keypt eldsneyti. Miklar takmarkanir hafa verið settar á eldsneytiskaup í landinu. 16. júlí 2022 23:21
Herinn á Sri Lanka að missa þolinmæðina Mikil reiði er meðal almennings á Sri Lanka eftir að landflótta forseti landsins skipaði forsætisráðherra í embættið í sinn stað. Herinn hefur gefið leiðtogum stjórnmálaflokka frest til að setja fram áætlun um framtíð Sri Lanka. 13. júlí 2022 19:45