Anníe Mist verður alltaf veik eftir heimsleikana: „Mikið veik núna“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. ágúst 2022 08:30 Anníe Mist Þórisdóttir sagði aðdáendum sínum frá því hvað tekur alltaf við hjá henni strax eftir heimsleikana í CrossFit. Instagram/@anniethorisdottir Það tekur mikið á að taka þátt í heimsleikunum í CrossFit. Keppendur hafa verið mörg ár að undirbúa sig og eru í frábæru formi en leikarnir eru alltaf alvöru próf sem taka mikla orku frá öllum. Íslenska CrossFit goðsögnin Anníe Mist Þórisdóttir þekkir það manna best enda nýkomin heim af sínum tólftu heimsleikum sem voru þó aðeins öðruvísi þar sem hún tók þátt í liðakeppninni að þessu sinn. Anníe gaf aðdáendum sínum smá innsýn í það sem hún hefur verið að ganga í gegnum eftir að keppnin kláraðist í Madison. „Áhugaverð staðreynd um mig. Nánast eftir alla heimsleika þá veikist ég,“ sagði Anníe Mist Þórisdóttir í myndbandi sem hún setti inn á samfélagsmiðla sína. „Þessir heimsleikar reyndu ekki það mikið á mig en eftir allt andlega stressið og það sem gekk á í aðdraganda leikanna þá fer líkaminn í ferli þar sem hann finnur leið til að komast í gegnum þetta álag,“ sagði Anníe Mist. „Það er enginn tími til að veikjast og líkaminn finnur út úr þessu. Þegar heimsleikarnir eru að baki og þú færð tækifæri til að slaka á þá er eins og líkaminn minn hrynji,“ sagði Anníe Mist. „Ég varð mjög veik í þetta skiptið og þið heyrið það kannski á röddinni minni því ég er enn smá hás og með hósta. Nú er samt liðin ein vika frá leikunum og ég var að klára mitt fyrsta útihlaup eftir leikana,“ sagði Anníe. „Þetta var bara auðvelt hjá mér í dag því ég veit að má ekki keyra þetta of hratt í gang aftur en mér líður rosalega vel á eftir. Nú er ég orðin spennt að byrja aftur og vil líka fara að borða hollari mat. Fólk er hannað til að hreyfa sig,“ sagði Anníe. Hún var þá stödd í Kaupmannahöfn að ná sér niður eftir heimsleikana sem fóru fram í Bandaríkjunum um mánaðamótin. Það má sjá myndbandið hennar hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by Annie Thorisdottir (@anniethorisdottir) CrossFit Mest lesið Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Körfubolti „Við ætluðum ekki að tapa þremur leikjum í röð“ Körfubolti Kvennalið Everton mun spila á Goodison sem verður ekki rifinn Enski boltinn Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik Körfubolti Stendur ekki steinn yfir steini hjá Orra-lausu Sociedad Fótbolti „Að lokum var það betra liðið sem vann“ Körfubolti Tatum með slitna hásin Körfubolti Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta Íslenski boltinn Man City sagt hafa lagt fram „mega“ tilboð í Wirtz Enski boltinn Þór komið áfram eftir öruggan sigur á Suðurlandi Íslenski boltinn Fleiri fréttir Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik Kvennalið Everton mun spila á Goodison sem verður ekki rifinn „Að lokum var það betra liðið sem vann“ „Við ætluðum ekki að tapa þremur leikjum í röð“ Tatum með slitna hásin Stendur ekki steinn yfir steini hjá Orra-lausu Sociedad Þór komið áfram eftir öruggan sigur á Suðurlandi Man City sagt hafa lagt fram „mega“ tilboð í Wirtz Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta ÍBV sækir Jakob úr föllnu liði Gróttu Kristín Embla og Hákon unnu Íslandsglímuna Djokovic og Murray hættir að vinna saman Víðir og Reynir ekki í eina sæng Sjáðu stemmningsmyndbandið fyrir oddaleikinn Tveir Íslendingar gætu komist á US Open eftir dramatík hjá Dagbjarti Fara fram á tveggja og hálfs árs fangelsi yfir Ingebrigtsen Logi á leið í burtu en ekki til Freys „Mætum óttalaus“ Alltaf markmiðið að spila fyrir Barcelona Markverði Víðis boðið til Real Madrid „Agndofa við að sjá þetta allt“ Rændi banka á leiðinni á völlinn og dæmdur í 32 ára fangelsi Sonur Ancelottis orðaður við Rangers Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Settu nýtt met í heppni og fá velja fyrstir Uppbótartíminn: „Ég hef miklar áhyggjur af þeim“ Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann Meistararnir á bjargbrún og langri bið Knicks að ljúka Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Sjá meira
Íslenska CrossFit goðsögnin Anníe Mist Þórisdóttir þekkir það manna best enda nýkomin heim af sínum tólftu heimsleikum sem voru þó aðeins öðruvísi þar sem hún tók þátt í liðakeppninni að þessu sinn. Anníe gaf aðdáendum sínum smá innsýn í það sem hún hefur verið að ganga í gegnum eftir að keppnin kláraðist í Madison. „Áhugaverð staðreynd um mig. Nánast eftir alla heimsleika þá veikist ég,“ sagði Anníe Mist Þórisdóttir í myndbandi sem hún setti inn á samfélagsmiðla sína. „Þessir heimsleikar reyndu ekki það mikið á mig en eftir allt andlega stressið og það sem gekk á í aðdraganda leikanna þá fer líkaminn í ferli þar sem hann finnur leið til að komast í gegnum þetta álag,“ sagði Anníe Mist. „Það er enginn tími til að veikjast og líkaminn finnur út úr þessu. Þegar heimsleikarnir eru að baki og þú færð tækifæri til að slaka á þá er eins og líkaminn minn hrynji,“ sagði Anníe Mist. „Ég varð mjög veik í þetta skiptið og þið heyrið það kannski á röddinni minni því ég er enn smá hás og með hósta. Nú er samt liðin ein vika frá leikunum og ég var að klára mitt fyrsta útihlaup eftir leikana,“ sagði Anníe. „Þetta var bara auðvelt hjá mér í dag því ég veit að má ekki keyra þetta of hratt í gang aftur en mér líður rosalega vel á eftir. Nú er ég orðin spennt að byrja aftur og vil líka fara að borða hollari mat. Fólk er hannað til að hreyfa sig,“ sagði Anníe. Hún var þá stödd í Kaupmannahöfn að ná sér niður eftir heimsleikana sem fóru fram í Bandaríkjunum um mánaðamótin. Það má sjá myndbandið hennar hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by Annie Thorisdottir (@anniethorisdottir)
CrossFit Mest lesið Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Körfubolti „Við ætluðum ekki að tapa þremur leikjum í röð“ Körfubolti Kvennalið Everton mun spila á Goodison sem verður ekki rifinn Enski boltinn Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik Körfubolti Stendur ekki steinn yfir steini hjá Orra-lausu Sociedad Fótbolti „Að lokum var það betra liðið sem vann“ Körfubolti Tatum með slitna hásin Körfubolti Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta Íslenski boltinn Man City sagt hafa lagt fram „mega“ tilboð í Wirtz Enski boltinn Þór komið áfram eftir öruggan sigur á Suðurlandi Íslenski boltinn Fleiri fréttir Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik Kvennalið Everton mun spila á Goodison sem verður ekki rifinn „Að lokum var það betra liðið sem vann“ „Við ætluðum ekki að tapa þremur leikjum í röð“ Tatum með slitna hásin Stendur ekki steinn yfir steini hjá Orra-lausu Sociedad Þór komið áfram eftir öruggan sigur á Suðurlandi Man City sagt hafa lagt fram „mega“ tilboð í Wirtz Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta ÍBV sækir Jakob úr föllnu liði Gróttu Kristín Embla og Hákon unnu Íslandsglímuna Djokovic og Murray hættir að vinna saman Víðir og Reynir ekki í eina sæng Sjáðu stemmningsmyndbandið fyrir oddaleikinn Tveir Íslendingar gætu komist á US Open eftir dramatík hjá Dagbjarti Fara fram á tveggja og hálfs árs fangelsi yfir Ingebrigtsen Logi á leið í burtu en ekki til Freys „Mætum óttalaus“ Alltaf markmiðið að spila fyrir Barcelona Markverði Víðis boðið til Real Madrid „Agndofa við að sjá þetta allt“ Rændi banka á leiðinni á völlinn og dæmdur í 32 ára fangelsi Sonur Ancelottis orðaður við Rangers Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Settu nýtt met í heppni og fá velja fyrstir Uppbótartíminn: „Ég hef miklar áhyggjur af þeim“ Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann Meistararnir á bjargbrún og langri bið Knicks að ljúka Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Sjá meira
Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast