Hilmar Örn, sem var eini Íslendingurinn á HM sem fram fór í Bandaríkjunum í síðasta mánuði, var smá tíma að komast í gang í morgunsárið. Þriðja og síðasta kast hans var það langbesta og fullyrðir Sigurbjörn Árni Arngrímsson, lýsandi RÚV, að kastið muni duga Hilmari Erni í úrslit.
Fyrsta kast hans var ógilt þar sem hann „missti“ vinstri fótinn út úr kasthringnum eftir að hann sleppti sleggjunni. Annað kast Hilmars var prýðisgott en alls flaug sleggjan 72,87 metra.
Þriðja og síðasta kast hans í forkeppninni var svo einfaldlega frábært, 76,33 metrar og á það að duga til að komast í úrslit. Var það besta kast Hilmars til þessa á árinu.
Úrslit á Evrópumóti eru í sjónmáli hjá sleggjukastaranum Hilmari Erni Jónssyni eftir þetta kast hans hér í undanriðlinum í morgun, 76,33 metrar, hans besta kast á tímabilinu @sarngrim1 lýsir pic.twitter.com/teWlXBDMie
— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) August 17, 2022
Hilmar Örn endaði í 3. sæti í sínum kasthópnum og ætti að vera nokkuð örugglega kominn áfram samkvæmt Sigurbirni Árna. Það kemur endanlega í ljós hverjir komast í úrslit þegar síðari kasthópur dagsins klárar.