Raunhæfar lausnir fyrir börn og foreldra í Kópavogi Ásdís Kristjánsdóttir og Orri Hlöðversson skrifa 17. ágúst 2022 09:30 Leikskólar í hverju sveitarfélagi eru ein af grunnstoðunum samfélagsins. Ekki aðeins sem fyrsta skólastig heldur ekki síður sem þjónusta við börn og foreldra. Í Kópavogi eru um 550 börn sem fá inngöngu í leikskóla haustið 2022. Vissulega viljum við gera betur í þessum efnum og geta boðið börnum inngöngu frá tólf mánaða aldri, en það væru svik við foreldra að lofa slíku í dag. Vandinn er djúpstæðari en svo að hægt sé að leysa hann með loforðum um að byggja fleiri leikskóla. Því nýja leikskóla þarf að manna, bæði með faglærðu og ófaglærðu starfsfólki. Vandi leikskóla er mönnunarvandi sem verður að leysa í skrefum. Fyrsta skrefið er að mæta strax þeim áskorunum sem felast í fjölgun barna í Kópavogi og vöntun á vistunarúrræðum. Í Kópavogi sjáum við fyrir okkur tvenns konar valkosti fyrir foreldra í þessum efnum. Í fyrsta lagi ætlum við að bjóða upp á aðstöðu fyrir dagforeldra á gæsluvöllum, með færanlegum húsnæðiseiningum þar sem þörfin er mest. Þannig viljum við fjölga dagforeldrum. Í öðru lagi með heimgreiðslu til þeirra foreldra sem kjósa að sinna barninu áfram heima eftir að fæðingarorlofi lýkur og þar til barn fær leikskólavist. Þannig bjóðum við foreldrum val. Næsta skref er að tryggja eftirsóknarvert vinnuumhverfi í skólum bæjarins með bættri aðstöðu fyrir börn og starfsfólk. Við þurfum að samræma starfsumhverfi leik- og grunnskóla með því að skilgreina leikskólastarf og dagvistun. Kópavogsbær mun áfram veita stuðning til náms í leikskólafræðum og skoða möguleikann á að útvíkka slíkan stuðning til að ná til fleiri einstaklinga sem hafa bæði áhuga á að mennta sig í slíkum fræðum og starfa hjá bænum. Við þurfum jafnframt að styrkja ófaglærða starfsmenn til að sækja námskeið sem auka þjálfun og menntun þeirra. Allar þessar leiðir eru til þess fallnar að auka hvata til að vinna á leikskólum Kópavogs og að brúa mönnunarvanda til framtíðar. Við sem gegnum forystu í Kópavogi lofum ekki innistæðulausum aðgerðum í leikskólamálum sem skapa óraunhæfar væntingar foreldra fyrst um sinn en vonbrigðum síðar. Markmiðin þurfa að vera skýr og leiðin til að ná þeim raunhæf og vel ígrunduð. Ásdís Kristjánsdóttir, bæjarstjóri KópavogsOrri Hlöðversson, formaður bæjarráðs Kópavogs Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ásdís Kristjánsdóttir Orri Hlöðversson Leikskólar Kópavogur Skóla - og menntamál Mest lesið Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun Hinir vondu fjármagnseigendur! Guðmundur Ragnarsson Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir Skoðun Vertu réttu megin við línuna Benedikta Guðrún Svavarsdóttir Skoðun Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson Skoðun Óheiðarlegur óskalisti Sjálfstæðisflokksins Finnur Ricart Andrason Skoðun Gaslýsum almenning Elínrós Erlingsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir skrifar Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Blóðmeramálið til umboðsmanns Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Meira fyrir minna: Bætt nýting opinberra fjármuna Álfrún Tryggvadóttir skrifar Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Sex af níu flokkum á móti hvalveiðum Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Allt fyrir listina Brynhildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tryggjum nýliðun bændastéttarinnar Þórdís Bjarnleifsdóttir skrifar Skoðun Óskalisti minn SIgurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aukin stuðningur við ferðasjóð íþróttafélaga dregur úr ójöfnuði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Það er þetta með traustið Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun 6000 íbúðirnar sem vantar - í boði borgarinnar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög - sóknarfæri á húsnæðismarkaði? Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Það er enginn á vakt Áslaug Ýr Hjartardóttir skrifar Skoðun Svalur, Valur og Hvalur Þorvaldur Logason skrifar Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir skrifar Skoðun Ungt fólk og þörfin fyrir skjótar aðgerðir í menntun Fannar Logi Waldorff Sigurðsson skrifar Skoðun Mikilvægasta launaviðtalið Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Burt með baráttusöngva úr virkjunarkafla stóriðjustefnunnar Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar Skoðun Meiri árangur…fyrir útvalda Aðalheiður Marta Steindórsdóttir skrifar Skoðun Ertu karlmaður á miðjum aldri á breytingarskeiðinu? Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson skrifar Sjá meira
Leikskólar í hverju sveitarfélagi eru ein af grunnstoðunum samfélagsins. Ekki aðeins sem fyrsta skólastig heldur ekki síður sem þjónusta við börn og foreldra. Í Kópavogi eru um 550 börn sem fá inngöngu í leikskóla haustið 2022. Vissulega viljum við gera betur í þessum efnum og geta boðið börnum inngöngu frá tólf mánaða aldri, en það væru svik við foreldra að lofa slíku í dag. Vandinn er djúpstæðari en svo að hægt sé að leysa hann með loforðum um að byggja fleiri leikskóla. Því nýja leikskóla þarf að manna, bæði með faglærðu og ófaglærðu starfsfólki. Vandi leikskóla er mönnunarvandi sem verður að leysa í skrefum. Fyrsta skrefið er að mæta strax þeim áskorunum sem felast í fjölgun barna í Kópavogi og vöntun á vistunarúrræðum. Í Kópavogi sjáum við fyrir okkur tvenns konar valkosti fyrir foreldra í þessum efnum. Í fyrsta lagi ætlum við að bjóða upp á aðstöðu fyrir dagforeldra á gæsluvöllum, með færanlegum húsnæðiseiningum þar sem þörfin er mest. Þannig viljum við fjölga dagforeldrum. Í öðru lagi með heimgreiðslu til þeirra foreldra sem kjósa að sinna barninu áfram heima eftir að fæðingarorlofi lýkur og þar til barn fær leikskólavist. Þannig bjóðum við foreldrum val. Næsta skref er að tryggja eftirsóknarvert vinnuumhverfi í skólum bæjarins með bættri aðstöðu fyrir börn og starfsfólk. Við þurfum að samræma starfsumhverfi leik- og grunnskóla með því að skilgreina leikskólastarf og dagvistun. Kópavogsbær mun áfram veita stuðning til náms í leikskólafræðum og skoða möguleikann á að útvíkka slíkan stuðning til að ná til fleiri einstaklinga sem hafa bæði áhuga á að mennta sig í slíkum fræðum og starfa hjá bænum. Við þurfum jafnframt að styrkja ófaglærða starfsmenn til að sækja námskeið sem auka þjálfun og menntun þeirra. Allar þessar leiðir eru til þess fallnar að auka hvata til að vinna á leikskólum Kópavogs og að brúa mönnunarvanda til framtíðar. Við sem gegnum forystu í Kópavogi lofum ekki innistæðulausum aðgerðum í leikskólamálum sem skapa óraunhæfar væntingar foreldra fyrst um sinn en vonbrigðum síðar. Markmiðin þurfa að vera skýr og leiðin til að ná þeim raunhæf og vel ígrunduð. Ásdís Kristjánsdóttir, bæjarstjóri KópavogsOrri Hlöðversson, formaður bæjarráðs Kópavogs
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar
Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun