Lamaðist eftir bílslys og missti manninn sinn á sama ári Árni Sæberg skrifar 17. ágúst 2022 11:05 Elínborg verður í hjólastól það sem eftir er. Bylgjan Elínborg Steinunnardóttir lamaðist á vinstri hlið líkamans eftir alvarlegt bílslys árið 2020. Í maí sama ár greindist eiginmaður hennar, Þröstur Ingimarsson, með heilaæxli. Hann lést aðeins hálfu ári síðar, á meðan Elínborg lá enn inni á sjúkrahúsi. Elínborg var á leið til vinnu ásamt vinkonu sinni í janúar árið 2020 þegar ekið var framan á bíl þeirra á Sandgerðisvegi á Reykjanesi. Ökumaður bílsins sem ók framan á þær var grunaður um akstur undir áhrifum fíkniefna og var lögreglan að veita honum eftirför þegar slysið varð. Elínborg ræddi raunasögu sína í Bítinu á Bylgjunni í morgun en henni var hvergi nærri lokið eftir bílslysið. Eftir slysið fékk hún heilablóðfall sem olli því að hún lamaðist algjörlega á vinstri hlið líkamans. Hún lá inni á sjúkrahúsi í 58 vikur. Á þeim 58 vikum sem Elínborg lá inni varð hún fyrir öðru áfalli. Eiginmaður hennar greindist með heilaæxli í maí 2020 og var látinn í nóvember sama ár. „Þetta er náttúrulega búið að vera alveg skelfilegt síðan,“ segir Elínborg og bætir við að líf hennar hafi verið hryllingur miðað við það sem áður var. Fyrir slysið og krabbameinið höfðu þau Þröstur komið sér vel fyrir í Höfnum á Reykjanesi. „Allt lék í lyndi,“ segir Elínborg. Nú sé hún enn þá að átta sig á nýjum raunveruleika. Slapp betur en vinkonan Vinkona Elínborgar sem ók bílnum slapp frá slysinu án lífshættulegra meiðsla. Elínborg telur sig þó hafa sloppið betur frá slysinu en vinkonan. „Hún var ekki alveg jafnheppin og ég, hún fékk þetta á sálina af því hún var að keyra. Það er alltaf verra að fá eitthvað á sálina heldur en einhver beinbrot,“ segir Elínborg. Þær vinkonur höfðu lagt það í vana sinn að hjóla saman til vinnu, heila 42 kílómetra á dag. „En þennan dag ákváðum við að taka bílinn en ekki hjólin,“ segir hún. Stefnir á HM í pílukasti Fyrir slysið var Elínborg öflug pílukastskona. Hún hafði verið í landsliðinu í pílu og unnið fjölmarga titla í greininni. Nú hefur hún byrjað að kasta pílum á ný og stefnir á heimsmeistaramót fatlaðra í pílu sem haldið verður á Krít í október. Hún hefur æft sig mikið heima og er spennt fyrir þátttöku í mótinu. „Ég hef náttúrulega forskot af því ég hafði spilað pílu svo lengi,“ segir Elínborg. Hún segist þó ekkert geta sagt til um það hvernig væntingar hún hafi til árangurs á mótinu enda hafi hún aldrei keppt í flokki fatlaðra áður. „Ég átta mig ekki á því hvernig hinir keppendurnir eru,“ segir hún. Hún segir að það kosti vænan skilding að keppa í mótinu eða um tvær milljónir króna. Hún hefur staðið fyrir söfnun til að komast á mótið auk þess að Skötumessan, sem Ásmundur Friðriksson stendur fyrir, hefur lofað henni stuðningi. Heimir Karlsson, þáttastjórnandi Bítisins, náði tali af Ásmundi í morgun og gat fært Elínborgu þau gleðitíðindi að Skötumessan myndi ná að styrkja hana um nærri tvær milljónir. Þeim sem vilja styrkja Elínborgu til ferðarinnar er bent á eftirfarandi reikningsupplýsingar. Reikningsnúmer: 0142-05-70506 Kennitala: 580711-0650 Hlusta má á viðtalið við Elínborgu í heild sinni í spilaranum hér að neðan: Bítið Pílukast Málefni fatlaðs fólks Reykjanesbær Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Innlent Skapari Call of Duty lést í bílslysi Erlent Hiti geti mest náð átján stigum Veður Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Innlent Ráðning ráðgjafafyrirtækja skekki myndina milli stjórnar og stjórnarandstöðu Innlent Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkisstjórnin greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Ráðning ráðgjafafyrirtækja skekki myndina milli stjórnar og stjórnarandstöðu „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Ósannað að fimmtán ára stúlka hafi stungið sextán ára pilt tvisvar Sameina Farice, Öryggisfjarskipti og hluta Neyðarlínunnar Gaf fingurinn á Miklubraut Birtir drög að lögum um lagareldi: Hyggst leggja niður Fiskeldissjóð Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Skemmdir í kirkjugörðum vegna aksturs utan vegar Ólýsanlegur harmur fyrir fjölskylduna og söfnun hleypt af stokkunum „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Vill leiða lista Sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ „Þetta hefur verið þungur tími“ Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Sjá meira
Elínborg var á leið til vinnu ásamt vinkonu sinni í janúar árið 2020 þegar ekið var framan á bíl þeirra á Sandgerðisvegi á Reykjanesi. Ökumaður bílsins sem ók framan á þær var grunaður um akstur undir áhrifum fíkniefna og var lögreglan að veita honum eftirför þegar slysið varð. Elínborg ræddi raunasögu sína í Bítinu á Bylgjunni í morgun en henni var hvergi nærri lokið eftir bílslysið. Eftir slysið fékk hún heilablóðfall sem olli því að hún lamaðist algjörlega á vinstri hlið líkamans. Hún lá inni á sjúkrahúsi í 58 vikur. Á þeim 58 vikum sem Elínborg lá inni varð hún fyrir öðru áfalli. Eiginmaður hennar greindist með heilaæxli í maí 2020 og var látinn í nóvember sama ár. „Þetta er náttúrulega búið að vera alveg skelfilegt síðan,“ segir Elínborg og bætir við að líf hennar hafi verið hryllingur miðað við það sem áður var. Fyrir slysið og krabbameinið höfðu þau Þröstur komið sér vel fyrir í Höfnum á Reykjanesi. „Allt lék í lyndi,“ segir Elínborg. Nú sé hún enn þá að átta sig á nýjum raunveruleika. Slapp betur en vinkonan Vinkona Elínborgar sem ók bílnum slapp frá slysinu án lífshættulegra meiðsla. Elínborg telur sig þó hafa sloppið betur frá slysinu en vinkonan. „Hún var ekki alveg jafnheppin og ég, hún fékk þetta á sálina af því hún var að keyra. Það er alltaf verra að fá eitthvað á sálina heldur en einhver beinbrot,“ segir Elínborg. Þær vinkonur höfðu lagt það í vana sinn að hjóla saman til vinnu, heila 42 kílómetra á dag. „En þennan dag ákváðum við að taka bílinn en ekki hjólin,“ segir hún. Stefnir á HM í pílukasti Fyrir slysið var Elínborg öflug pílukastskona. Hún hafði verið í landsliðinu í pílu og unnið fjölmarga titla í greininni. Nú hefur hún byrjað að kasta pílum á ný og stefnir á heimsmeistaramót fatlaðra í pílu sem haldið verður á Krít í október. Hún hefur æft sig mikið heima og er spennt fyrir þátttöku í mótinu. „Ég hef náttúrulega forskot af því ég hafði spilað pílu svo lengi,“ segir Elínborg. Hún segist þó ekkert geta sagt til um það hvernig væntingar hún hafi til árangurs á mótinu enda hafi hún aldrei keppt í flokki fatlaðra áður. „Ég átta mig ekki á því hvernig hinir keppendurnir eru,“ segir hún. Hún segir að það kosti vænan skilding að keppa í mótinu eða um tvær milljónir króna. Hún hefur staðið fyrir söfnun til að komast á mótið auk þess að Skötumessan, sem Ásmundur Friðriksson stendur fyrir, hefur lofað henni stuðningi. Heimir Karlsson, þáttastjórnandi Bítisins, náði tali af Ásmundi í morgun og gat fært Elínborgu þau gleðitíðindi að Skötumessan myndi ná að styrkja hana um nærri tvær milljónir. Þeim sem vilja styrkja Elínborgu til ferðarinnar er bent á eftirfarandi reikningsupplýsingar. Reikningsnúmer: 0142-05-70506 Kennitala: 580711-0650 Hlusta má á viðtalið við Elínborgu í heild sinni í spilaranum hér að neðan:
Bítið Pílukast Málefni fatlaðs fólks Reykjanesbær Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Innlent Skapari Call of Duty lést í bílslysi Erlent Hiti geti mest náð átján stigum Veður Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Innlent Ráðning ráðgjafafyrirtækja skekki myndina milli stjórnar og stjórnarandstöðu Innlent Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkisstjórnin greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Ráðning ráðgjafafyrirtækja skekki myndina milli stjórnar og stjórnarandstöðu „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Ósannað að fimmtán ára stúlka hafi stungið sextán ára pilt tvisvar Sameina Farice, Öryggisfjarskipti og hluta Neyðarlínunnar Gaf fingurinn á Miklubraut Birtir drög að lögum um lagareldi: Hyggst leggja niður Fiskeldissjóð Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Skemmdir í kirkjugörðum vegna aksturs utan vegar Ólýsanlegur harmur fyrir fjölskylduna og söfnun hleypt af stokkunum „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Vill leiða lista Sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ „Þetta hefur verið þungur tími“ Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Sjá meira