Þjóðbanka bjargað úr brasksnöru Þorsteinn Sæmundsson skrifar 18. ágúst 2022 11:30 Undanfarinn áratug tæpan hefur bygging nýrra höfuðstöðva á dýrustu lóð Íslands verið á dagskrá banka allra landsmanna. Pistilritari hefur gagnrýnt fyrirætlanirnar harðlega frá fyrstu tíð. Sú barátta var ekki þrautalaus því kjörnir fulltrúar almennings eiga ekki greiða leið að stjórn þjóðbankans sem er að tæplega níutíuogátta hundraðshlutum í eigu þjóðarinnar. Gagnrýni undirritaðs og fleiri á sínum tíma beindist fyrst og fremst að kostnaði við þessa risaframkvæmd og við töldum að á tímum þegar bankaútibúum og bankastarfsmönnum fækkar verulega væri algjör firra að ráðast í byggingu nýrra höfuðstöðva sem væru alltof stórar fyrir reksturinn. Bankastjórn og bankastjóri létu sig ekki og héldu framkvæmdinni áfram ótrauð. Rétt er að geta þess að framkvæmdin kom aldrei til kasta hluthafafundar og er því að öllu leyti á ábyrgð bankastjóra og stjórnar bankans. Það sætir furðu að fámennur hópur með svo veikt umboð skuli getað skuldbundið sameiginlega sjóði landsmanna með slíkum hætti. Undirritaður og fleiri bentu einnig á að áætlaður byggingakostnaður myndi ekki standast heldur verða miklu meiri en gert var ráð fyrir. Það hefur enda komið á daginn. Það er einnig athygisvert að þegar framkvæmdir voru að hefjast tók Landsbankinn lán í Norræna fjárfestingabankanum sem var um það bil jafnhátt og áætlaður kostnaður við byggingu nýrra höfuðstöðva. Öll sú gagnrýni sem sett var fram á uppbyggingu höfuðstöðva Landsbankans áður en framkvæmdir hófust og síðar hefur reynst réttmæt. Fyrir tveim árum hafði kostnaður við bygginguna hækkað um tæpa tvo milljarða frá upphaflegri áætlun. Gera má ráð fyrir að enn hafi kostnaður aukist við bygginguna síðustu tvö ár. Hér er ekki öll sagan sögð. Varnaðarorð um stærð byggingarinnar voru einnig á rökum reist. Þannig boðaði þjóðbankinn fyrir nokkru að hluti nýbyggingarinnar yrði leigður út því húsið væri allt of stórt fyrir reksturinn! Þjóðbankinn ætlaði því að hasla sér völl á leigumarkaðnum í samkeppni við viðskiptavini sína. Nú er það ekki eitt af lögbundnum verkefnum þjóðbankans að taka þátt í braski á leigumarkaði. Framtak bankans mæltist því misjafnlega fyrir. Hefur alllengi verið leitað leiða til að skera Þjóðbankann niður úr brasksnörunni. Nú virðist ríkisstjórnin hafa ákveðið að koma fyrir svosem eins og tveim ráðuneytum í höllinni dýru á lóðinni rándýru. Ef af verður mun höllin allavega fullnýtt. Spurningar sem vakna eru hins vegar margar. Hver er heildarkostnaður af þessari óráðsíu bankastjóra og stjórnar Landsbankans? Hver verður kostnaður ríkissjóðs vegna flutninga ráðuneyta í höllina og hver verður leigukostnaðurinn? Mun bankastjóri og stjórn bankans axla ábyrgð á þessu fyrirséða klúðri sem margoft var varað við? Eigendur bankans, íslenskur almenningur, krefst svara! Höfundur á sæti í stjórn Miðflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Íslenskir bankar Miðflokkurinn Þorsteinn Sæmundsson Mest lesið Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Að apa eða skapa Rósa Dögg Ægisdóttir Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn ferðaþjónustu bænda Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun Gangast við mistökum Júlíus Birgir Jóhannsson Skoðun Að reyna að „tímasetja“ markaðinn - er það góð strategía? Baldvin Ingi Sigurðsson Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Lífsnauðsynlegt aðgengi Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Þegar við ætluðum að hitta Farage - Á Ísland að ganga í ESB? Sveinn Ólafsson Skoðun Sama steypan Ingólfur Sverrisson Skoðun Skoðun Skoðun Sjálfboðaliðinn er hornsteinninn Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Gangast við mistökum Júlíus Birgir Jóhannsson skrifar Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn ferðaþjónustu bænda Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Að apa eða skapa Rósa Dögg Ægisdóttir skrifar Skoðun Að reyna að „tímasetja“ markaðinn - er það góð strategía? Baldvin Ingi Sigurðsson skrifar Skoðun Lífsnauðsynlegt aðgengi Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Þegar við ætluðum að hitta Farage - Á Ísland að ganga í ESB? Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Sama steypan Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi gagnvart eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að taka ekki mark á sjálfum sér Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri borg Alexandra Briem skrifar Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson skrifar Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Framtíð safna í ferðaþjónustu Guðrún D. Whitehead skrifar Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Að skapa framtíð úr fortíð Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Tími til umbóta í byggingareftirliti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga skrifar Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur skrifar Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson skrifar Sjá meira
Undanfarinn áratug tæpan hefur bygging nýrra höfuðstöðva á dýrustu lóð Íslands verið á dagskrá banka allra landsmanna. Pistilritari hefur gagnrýnt fyrirætlanirnar harðlega frá fyrstu tíð. Sú barátta var ekki þrautalaus því kjörnir fulltrúar almennings eiga ekki greiða leið að stjórn þjóðbankans sem er að tæplega níutíuogátta hundraðshlutum í eigu þjóðarinnar. Gagnrýni undirritaðs og fleiri á sínum tíma beindist fyrst og fremst að kostnaði við þessa risaframkvæmd og við töldum að á tímum þegar bankaútibúum og bankastarfsmönnum fækkar verulega væri algjör firra að ráðast í byggingu nýrra höfuðstöðva sem væru alltof stórar fyrir reksturinn. Bankastjórn og bankastjóri létu sig ekki og héldu framkvæmdinni áfram ótrauð. Rétt er að geta þess að framkvæmdin kom aldrei til kasta hluthafafundar og er því að öllu leyti á ábyrgð bankastjóra og stjórnar bankans. Það sætir furðu að fámennur hópur með svo veikt umboð skuli getað skuldbundið sameiginlega sjóði landsmanna með slíkum hætti. Undirritaður og fleiri bentu einnig á að áætlaður byggingakostnaður myndi ekki standast heldur verða miklu meiri en gert var ráð fyrir. Það hefur enda komið á daginn. Það er einnig athygisvert að þegar framkvæmdir voru að hefjast tók Landsbankinn lán í Norræna fjárfestingabankanum sem var um það bil jafnhátt og áætlaður kostnaður við byggingu nýrra höfuðstöðva. Öll sú gagnrýni sem sett var fram á uppbyggingu höfuðstöðva Landsbankans áður en framkvæmdir hófust og síðar hefur reynst réttmæt. Fyrir tveim árum hafði kostnaður við bygginguna hækkað um tæpa tvo milljarða frá upphaflegri áætlun. Gera má ráð fyrir að enn hafi kostnaður aukist við bygginguna síðustu tvö ár. Hér er ekki öll sagan sögð. Varnaðarorð um stærð byggingarinnar voru einnig á rökum reist. Þannig boðaði þjóðbankinn fyrir nokkru að hluti nýbyggingarinnar yrði leigður út því húsið væri allt of stórt fyrir reksturinn! Þjóðbankinn ætlaði því að hasla sér völl á leigumarkaðnum í samkeppni við viðskiptavini sína. Nú er það ekki eitt af lögbundnum verkefnum þjóðbankans að taka þátt í braski á leigumarkaði. Framtak bankans mæltist því misjafnlega fyrir. Hefur alllengi verið leitað leiða til að skera Þjóðbankann niður úr brasksnörunni. Nú virðist ríkisstjórnin hafa ákveðið að koma fyrir svosem eins og tveim ráðuneytum í höllinni dýru á lóðinni rándýru. Ef af verður mun höllin allavega fullnýtt. Spurningar sem vakna eru hins vegar margar. Hver er heildarkostnaður af þessari óráðsíu bankastjóra og stjórnar Landsbankans? Hver verður kostnaður ríkissjóðs vegna flutninga ráðuneyta í höllina og hver verður leigukostnaðurinn? Mun bankastjóri og stjórn bankans axla ábyrgð á þessu fyrirséða klúðri sem margoft var varað við? Eigendur bankans, íslenskur almenningur, krefst svara! Höfundur á sæti í stjórn Miðflokksins.
Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun
Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu Eiríkur Rögnvaldsson skrifar
Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar
Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar
Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun
Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun