Glæpur gegn mannkyni Hjálmtýr Heiðdal skrifar 18. ágúst 2022 12:01 Í byrjun febrúar 2022 birtu alþjóðlegu mannréttindasamtökin Amnesty ítarlega skýrslu sem afhjúpar að í Ísrael ríkir aðskilnaðarstefna - Apartheid. Skýrsla Amnesty International sýnir sömu niðurstöðu og skýrslur mannréttindasamtakanna Human Right Watch og ísraelsku samtakanna B'Tselem sem voru birtar árið 2021. Skýrslunar byggja á umfangsmikilli gagnaöflun og ítarlegum rannsóknum. Apartheid felur í sér ofsóknir gegn afmörkuðum hópi eða samfélagi vegna stjórnmálaskoðana, kynþáttar, þjóðernis, þjóðernishóps, menningar, trúarbragða og kynferðis. Ofsóknir sem framdar eru innan stofnanabundins kerfis þar sem einn kynþáttur kúgar annan með kerfisbundnum hætti og drottnar yfir honum með þeim ásetningi að viðhalda því kerfi. Samtök Sameinuðu þjóðanna hafa fordæmt aðskilnaðastefnuna og lýst því yfir að apartheid sé glæpur gegn mannkyni, alþjóðlegur glæpur og refsiverður samkvæmt Rómarsamþykkt Alþjóða glæpadómstólsins frá 1988 sem Alþingi Íslendinga fullgilti árið 1999. Þar með undirgengst Ísland þá skilgreiningu að aðskilnaðarstefna -Apartheid - sé brot á alþjóðalögum og glæpur gegn mannkyni. Alþjóðalög varðandi nýlendustefnu og aðskilnaðarstefnu eru ófrávíkjanleg, þau eru viðurkennd af alþjóðasamfélaginu án undanþágu. Hvert einasta ríki er ábyrgt gagnvart öllum öðrum að ástunda ekki slík brot á alþjóðalögum. Það eru hagsmunir allra ríkja að þessum lögum sé fylgt, þau eru grundvallargildi fyrir öll samskipti ríkja. Satt eða ósatt? Líkt og áður, þegar mannréttindabrot Ísraelsríkis eru gagnrýnd, ráðast stjórn landsins og stuðningsmenn hennar heiftarlega gegn mannréttindasamtökunum og saka Amnesty um gyðingaandúð. Forystumenn Ísraels segja þessa gagnrýni ógna tilveru landsins og viðurkenna í raun að þeir muni viðhalda mannréttindabrotunum til frambúðar. Ísraelski blaðamaðurinn Gideon Levy skrifaði þ. 3. febrúar grein í dagblaðið Haaretz með fyrirsögninni „Segðu mér hvað er ósatt í skýrslu Amnesty um Ísrael?“ Gideon Levy varpar fram nokkrum spurningum: „Var Ísrael ekki byggt á skýrri stefnu um að viðhalda lýðfræðilegu ofurvaldi gyðinga, en fækka Palestínumönnum innan landamæra sinna? Já eða nei? Satt eða ósatt? Er þessari stefnu ekki framfylgt enn þann dag í dag? Já eða nei? Satt eða ósatt? Viðheldur Ísrael ekki kúgun og stjórn á Palestínumönnum í Ísrael og á hernumdu svæðunum í þágu ísraelskra gyðinga? Já eða nei? Satt eða ósatt? Endurspegla reglur um samskipti við Palestínumenn ekki stefnu um að skjóta til að drepa, eða að minnsta kosti limlesta? Já eða nei? Satt eða ósatt? Er brottrekstur Palestínumanna af heimilum sínum og synjun um byggingarleyfi ekki hluti af stefnu Ísraelsmanna? Já eða nei? Satt eða ósatt?“ Alþjóðleg samstaða Orðið Apartheid er upprunnið í Suður Afríku. Stjórn hvíta minnihlutans notaði það til að lýsa stefnu sinni - sem fólst í því að aðskilja meirihluta landsmanna, blökkufólkið, og svipta þau borgaralegum réttindum; ferðafrelsi, atkvæðisrétti og tjáningarfrelsi. Um allt landið voru skilti sem bönnuðu blökkufólki aðgang að samgöngutækjum, skemmtistöðum ofl. ofl. Það var alþjóðleg samstaða þjóðríkja með Sameinuðu þjóðirnar í broddi fylkingar sem kollvarpaði þessu ógnarkerfi. S-Afríka var sett í viðskiptabann og samskipti á sviði menningar og íþrótta voru bönnuð. Alþingi samþykkti bann við viðskiptum við S-Afríku 1988 og felldi það úr gildi 1990 árið sem Nelson Mandela var leystur úr haldi. BDS Palestínumenn hafa barist gegn apartheid-stefnu Ísraels í áratugi. Þeir hafa biðlað til alþjóðasamfélagsins og skorað á ríkisstjórnir að fara sömu leið og felldi apartheid-stefnuna í S-Afríku, að hefja sniðgöngu gegn Ísrael undir merkjum BDS (Boycott, Disinvestment, Sanctions) - sniðganga, fjárfestingabann og refsiaðgerðir. Utanríkisráðherra Íslands, Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, skrifaði þ. 6 . febrúar að utanríkismál Íslands hvíli „á þeirri grundvallarstoð að hið stóra og flókna regluverk alþjóðalaga sé virt“...„mikilvægustu hagsmunir Íslands á alþjóðavettvangi [eru] fólgnir í því að standa vörð um frið og alþjóðalög“. Orð að sönnu og mikilvæg. Alþjóðalög kveða á um mannréttindi, grundvöll lýðræðis og friðar. Ísrael brýtur alþjóðleg mannréttindalög án þess að ríki sem vilja stuðla að framgangi lýðræðis og friðar bregðist við með svipuðum hætti og gagnvart öðrum ríkjum sem ganga gegn alþjóðasamningum. Undanþága Ísraels vekur furðu í ljósi yfirlýsinga vestrænna stjórnmálamanna um mikilvægi þess að „regluverk alþjóðalaga sé virt“. Félagið Ísland - Palestína skorar á íslensk stjórnvöld og fulltrúa á Alþingi að fordæma aðskilnaðarstefnu Ísraels og sýna þannig í verki stuðning við mannréttindabaráttu Palestínumanna samkvæmt þeim alþjóðasamþykktum sem Ísland hefur undirgengist. Höfundur er formaður Félagsins Ísland-Palestína. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hjálmtýr Heiðdal Palestína Ísrael Mest lesið Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem Skoðun Í skjóli hvíta bjargvættarins Yousef Ingi Tamimi Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick Skoðun Þarf að hemja hina ofurríku? Fastir pennar Skoðun Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Free tuition Colin Fisher skrifar Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick skrifar Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun 7 símtöl í röð - en ekkert fer í gegn Gró Einarsdóttir skrifar Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Í skjóli hvíta bjargvættarins Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Að gjamma á stóra grábjörninn getur haft afleiðingar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lokun Leo Seafood - Afleiðing tvöföldunar veiðigjalda Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Allir geta hjálpað einhverjum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Við erum ekki valdalausar. Við erum óbrjótandi Noorina Khalikyar skrifar Skoðun Vægið eftir sem áður dropi í hafið Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar Skoðun Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Sjá meira
Í byrjun febrúar 2022 birtu alþjóðlegu mannréttindasamtökin Amnesty ítarlega skýrslu sem afhjúpar að í Ísrael ríkir aðskilnaðarstefna - Apartheid. Skýrsla Amnesty International sýnir sömu niðurstöðu og skýrslur mannréttindasamtakanna Human Right Watch og ísraelsku samtakanna B'Tselem sem voru birtar árið 2021. Skýrslunar byggja á umfangsmikilli gagnaöflun og ítarlegum rannsóknum. Apartheid felur í sér ofsóknir gegn afmörkuðum hópi eða samfélagi vegna stjórnmálaskoðana, kynþáttar, þjóðernis, þjóðernishóps, menningar, trúarbragða og kynferðis. Ofsóknir sem framdar eru innan stofnanabundins kerfis þar sem einn kynþáttur kúgar annan með kerfisbundnum hætti og drottnar yfir honum með þeim ásetningi að viðhalda því kerfi. Samtök Sameinuðu þjóðanna hafa fordæmt aðskilnaðastefnuna og lýst því yfir að apartheid sé glæpur gegn mannkyni, alþjóðlegur glæpur og refsiverður samkvæmt Rómarsamþykkt Alþjóða glæpadómstólsins frá 1988 sem Alþingi Íslendinga fullgilti árið 1999. Þar með undirgengst Ísland þá skilgreiningu að aðskilnaðarstefna -Apartheid - sé brot á alþjóðalögum og glæpur gegn mannkyni. Alþjóðalög varðandi nýlendustefnu og aðskilnaðarstefnu eru ófrávíkjanleg, þau eru viðurkennd af alþjóðasamfélaginu án undanþágu. Hvert einasta ríki er ábyrgt gagnvart öllum öðrum að ástunda ekki slík brot á alþjóðalögum. Það eru hagsmunir allra ríkja að þessum lögum sé fylgt, þau eru grundvallargildi fyrir öll samskipti ríkja. Satt eða ósatt? Líkt og áður, þegar mannréttindabrot Ísraelsríkis eru gagnrýnd, ráðast stjórn landsins og stuðningsmenn hennar heiftarlega gegn mannréttindasamtökunum og saka Amnesty um gyðingaandúð. Forystumenn Ísraels segja þessa gagnrýni ógna tilveru landsins og viðurkenna í raun að þeir muni viðhalda mannréttindabrotunum til frambúðar. Ísraelski blaðamaðurinn Gideon Levy skrifaði þ. 3. febrúar grein í dagblaðið Haaretz með fyrirsögninni „Segðu mér hvað er ósatt í skýrslu Amnesty um Ísrael?“ Gideon Levy varpar fram nokkrum spurningum: „Var Ísrael ekki byggt á skýrri stefnu um að viðhalda lýðfræðilegu ofurvaldi gyðinga, en fækka Palestínumönnum innan landamæra sinna? Já eða nei? Satt eða ósatt? Er þessari stefnu ekki framfylgt enn þann dag í dag? Já eða nei? Satt eða ósatt? Viðheldur Ísrael ekki kúgun og stjórn á Palestínumönnum í Ísrael og á hernumdu svæðunum í þágu ísraelskra gyðinga? Já eða nei? Satt eða ósatt? Endurspegla reglur um samskipti við Palestínumenn ekki stefnu um að skjóta til að drepa, eða að minnsta kosti limlesta? Já eða nei? Satt eða ósatt? Er brottrekstur Palestínumanna af heimilum sínum og synjun um byggingarleyfi ekki hluti af stefnu Ísraelsmanna? Já eða nei? Satt eða ósatt?“ Alþjóðleg samstaða Orðið Apartheid er upprunnið í Suður Afríku. Stjórn hvíta minnihlutans notaði það til að lýsa stefnu sinni - sem fólst í því að aðskilja meirihluta landsmanna, blökkufólkið, og svipta þau borgaralegum réttindum; ferðafrelsi, atkvæðisrétti og tjáningarfrelsi. Um allt landið voru skilti sem bönnuðu blökkufólki aðgang að samgöngutækjum, skemmtistöðum ofl. ofl. Það var alþjóðleg samstaða þjóðríkja með Sameinuðu þjóðirnar í broddi fylkingar sem kollvarpaði þessu ógnarkerfi. S-Afríka var sett í viðskiptabann og samskipti á sviði menningar og íþrótta voru bönnuð. Alþingi samþykkti bann við viðskiptum við S-Afríku 1988 og felldi það úr gildi 1990 árið sem Nelson Mandela var leystur úr haldi. BDS Palestínumenn hafa barist gegn apartheid-stefnu Ísraels í áratugi. Þeir hafa biðlað til alþjóðasamfélagsins og skorað á ríkisstjórnir að fara sömu leið og felldi apartheid-stefnuna í S-Afríku, að hefja sniðgöngu gegn Ísrael undir merkjum BDS (Boycott, Disinvestment, Sanctions) - sniðganga, fjárfestingabann og refsiaðgerðir. Utanríkisráðherra Íslands, Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, skrifaði þ. 6 . febrúar að utanríkismál Íslands hvíli „á þeirri grundvallarstoð að hið stóra og flókna regluverk alþjóðalaga sé virt“...„mikilvægustu hagsmunir Íslands á alþjóðavettvangi [eru] fólgnir í því að standa vörð um frið og alþjóðalög“. Orð að sönnu og mikilvæg. Alþjóðalög kveða á um mannréttindi, grundvöll lýðræðis og friðar. Ísrael brýtur alþjóðleg mannréttindalög án þess að ríki sem vilja stuðla að framgangi lýðræðis og friðar bregðist við með svipuðum hætti og gagnvart öðrum ríkjum sem ganga gegn alþjóðasamningum. Undanþága Ísraels vekur furðu í ljósi yfirlýsinga vestrænna stjórnmálamanna um mikilvægi þess að „regluverk alþjóðalaga sé virt“. Félagið Ísland - Palestína skorar á íslensk stjórnvöld og fulltrúa á Alþingi að fordæma aðskilnaðarstefnu Ísraels og sýna þannig í verki stuðning við mannréttindabaráttu Palestínumanna samkvæmt þeim alþjóðasamþykktum sem Ísland hefur undirgengist. Höfundur er formaður Félagsins Ísland-Palestína.
Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun