Fótbolti

Elísa­bet og Kristian­stad úr leik í Meistara­deildinni

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Elísabet Gunnarsdóttir er þjálfari Kristianstad.
Elísabet Gunnarsdóttir er þjálfari Kristianstad. Kristiansbladet

Kristianstad, lið Elísabetar Gunnarsdóttur, er úr leik í forkeppni Meistaradeildar Evrópu. Liðið mátti þola 3-1 tap gegn Ajax er liðin mættust í Hjörring í Danmörku. Amanda Andradóttir og Emelía Óskarsdóttir byrjuðu leikinn á bekknum hjá Kristianstad.

Ajax endaði í 2. sæti hollensku úrvalsdeildarinnar á síðustu leiktíð á meðan Kristianstad hafnaði í 3. sæti í Svíþjóð. Kristianstad hefur verið á mikilli siglingu og unnið níu leiki í röð. Það mátti því búast við hörkuleik en sigurvegari einvígisins mætir Fortuna Hjörring eða Eintracht Frankfurt í umspili um sæti í Meistaradeild Evrópu.

Kristianstad byrjaði betur og skoraði eina mark fyrri hálfleiks, það gerði Evelyne Viens á 19. mínútu leiksins. Sænska liðið leiddi allt fram á 63. mínútu, þá jafnaði Victoria Pelova metin.

Amanda Andradóttir kom inn á tíu mínútum síðar en því miður var það Ajax sem tók forystuna á 84. mínútu. Er Kristianstad setti allt púður í að jafna metin þá bætti Ajax við þriðja markinu í uppbótartíma, lokatölur 3-1 og Ajax komið í umspil um sæti í Meistaradeild Evrópu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×