Ellefu leikja bann og sektaður um 700 milljónir fyrir ítrekuð meint kynferðisbrot Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 18. ágúst 2022 23:00 Deshaun Watson þarf að greiða tæpar 700 milljónir króna í sekt vegna ásakana um kynferðislegt misferli. Nick Cammett/Getty Images Deshaun Watson, leikstjórnandi Cleveland Browns í bandarísku NFL-deildinni í amerískum fótbolta, hefur verið dæmdur í ellefu leikja launalaust bann af deildinni. Þá hefur deildin einnig sektað Watson um fimm milljónir dollara, eða rétt tæplega 700 milljónir íslenskra króna. Watson hefur verið sakaður að brjóta á gott sem heilli starfstétt kvenna í Houston í Texas, en mál hans hafa verið í umræðunni síðustu vikur. Yfir 30 konur hafa sakað hann um kynferðislegt misferli, en allar eru þær nuddkonur. Samkvæmt grein New York Times um málið í júní á Watson að hafa reynt að sannfæra konurnar um að stunda með sér kynlíf og jafnvel þvingað þær til þess. Upprunalega var Watson aðeins dæmdur í sex leikja bann fyrir 24 mismunandi ásakanir um kynferðislegt misferli. Cleveland Browns, félag Watson, birti fyrr í dag yfirlýsingu á Twitter-síðu sinni fyrir hönd leikstjórnandans þar sem hann biðst afsökunar á þeim sársauka sem hann hefur valdið. „Ég er þakklátur fyrir það að þessu ferli sé lokið og er gríðarlega þakklátur fyrir allan þann stuðning sem ég hef fengið frá Cleveland Browns eftir minn stutta tíma hjá liðinu,“ sagði Watson í yfirlýsingunni. „Ég biðst enn og aftur afsökunar á þeim sársauka sem þessi staða hefur valdið. Ég tek ábyrgð á mínum ákvörðunum. Ég ætla núna að einbeita mér að því að vera besta útgáfan af sjálfum mér á vellinum og fyrir utan hann, og styðja liðsfélaga mína eins og ég get á meðan ég er utan liðsins. Ég er spenntur fyrir því sem framtíðin ber í skauti sér hér hjá Cleveland.“ pic.twitter.com/XY6sjIMhdM— Cleveland Browns (@Browns) August 18, 2022 Watson mun geta snúið aftur á völlinn þann 4. desember þegar Cleceland Browns mætir hans fyrrum liði, Houston Texans, en þar lék Watson þegar ásakanirnar komu fram. NFL Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM Handbolti Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Handbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Handbolti Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Handbolti Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Fótbolti Fleiri fréttir Stelpurnar okkar fögnuðu stórum sigrum Chelsea - Arsenal | Harður slagur um sæti í úrslitum Júlía og Manuel skautuðu áfram í úrslitin Mané skaut Senegal í úrslit en Salah sást varla Grindavík - Njarðvík | Toppslagur í HS Orku-höllinni Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM Íslendingar unnu gull, silfur og brons í Austurríki Viktor Bjarki með tvennu í undirbúningi fyrir Meistaradeildina „Allt um þjóðhátíðina í Kristianstad“ Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Ásdís Karen fagnaði sigri gegn stórliðinu Blikar farnir að fylla í skörðin Hættur að þjálfa Steelers eftir nítján ár með liðið María í eitt besta lið Svíþjóðar en tekur íslenska landsliðið fram yfir það sænska Ajax fær son Zlatans að láni frá AC Milan Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Klopp: Brottför Xabi Alonso frá Real Madrid kemur mér ekkert við Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Kallar stjörnur Real Madrid „dekraða krakka“ Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Leita að þeim sem truflaði Mo Salah með græna ljósinu LIV-stjörnur þekkjast ekki boð PGA-manna Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Eina hlaup ársins sem enginn kláraði Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sjá meira
Watson hefur verið sakaður að brjóta á gott sem heilli starfstétt kvenna í Houston í Texas, en mál hans hafa verið í umræðunni síðustu vikur. Yfir 30 konur hafa sakað hann um kynferðislegt misferli, en allar eru þær nuddkonur. Samkvæmt grein New York Times um málið í júní á Watson að hafa reynt að sannfæra konurnar um að stunda með sér kynlíf og jafnvel þvingað þær til þess. Upprunalega var Watson aðeins dæmdur í sex leikja bann fyrir 24 mismunandi ásakanir um kynferðislegt misferli. Cleveland Browns, félag Watson, birti fyrr í dag yfirlýsingu á Twitter-síðu sinni fyrir hönd leikstjórnandans þar sem hann biðst afsökunar á þeim sársauka sem hann hefur valdið. „Ég er þakklátur fyrir það að þessu ferli sé lokið og er gríðarlega þakklátur fyrir allan þann stuðning sem ég hef fengið frá Cleveland Browns eftir minn stutta tíma hjá liðinu,“ sagði Watson í yfirlýsingunni. „Ég biðst enn og aftur afsökunar á þeim sársauka sem þessi staða hefur valdið. Ég tek ábyrgð á mínum ákvörðunum. Ég ætla núna að einbeita mér að því að vera besta útgáfan af sjálfum mér á vellinum og fyrir utan hann, og styðja liðsfélaga mína eins og ég get á meðan ég er utan liðsins. Ég er spenntur fyrir því sem framtíðin ber í skauti sér hér hjá Cleveland.“ pic.twitter.com/XY6sjIMhdM— Cleveland Browns (@Browns) August 18, 2022 Watson mun geta snúið aftur á völlinn þann 4. desember þegar Cleceland Browns mætir hans fyrrum liði, Houston Texans, en þar lék Watson þegar ásakanirnar komu fram.
NFL Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM Handbolti Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Handbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Handbolti Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Handbolti Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Fótbolti Fleiri fréttir Stelpurnar okkar fögnuðu stórum sigrum Chelsea - Arsenal | Harður slagur um sæti í úrslitum Júlía og Manuel skautuðu áfram í úrslitin Mané skaut Senegal í úrslit en Salah sást varla Grindavík - Njarðvík | Toppslagur í HS Orku-höllinni Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM Íslendingar unnu gull, silfur og brons í Austurríki Viktor Bjarki með tvennu í undirbúningi fyrir Meistaradeildina „Allt um þjóðhátíðina í Kristianstad“ Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Ásdís Karen fagnaði sigri gegn stórliðinu Blikar farnir að fylla í skörðin Hættur að þjálfa Steelers eftir nítján ár með liðið María í eitt besta lið Svíþjóðar en tekur íslenska landsliðið fram yfir það sænska Ajax fær son Zlatans að láni frá AC Milan Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Klopp: Brottför Xabi Alonso frá Real Madrid kemur mér ekkert við Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Kallar stjörnur Real Madrid „dekraða krakka“ Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Leita að þeim sem truflaði Mo Salah með græna ljósinu LIV-stjörnur þekkjast ekki boð PGA-manna Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Eina hlaup ársins sem enginn kláraði Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sjá meira