Leicester neitar að selja sína bestu menn þrátt fyrir gylliboð Chelsea og Newcastle Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 19. ágúst 2022 07:32 Newcastle United vill fá James Maddison. EPA-EFE/ANDY RAIN Tveir af betri leikmönnum enska úrvalsdeildarliðsins Leicester City hafa verið orðaðir við Chelsea annars vegar og Newcastle United hins vegar. Leicester neitar hins vegar að selja þó félögin séu tilbúin að greiða morðfjár fyrir leikmennina. Miðvörðurinn Wesley Fofana er eftirsóttur en Thomas Tuchel vill fá hann til Chelsea. Lundúnaliðið hefur tvívegis boðið í leikmanninn en í bæði skiptin hefur tilboðunum verið hafnað. Talið er að Chelsea hafi boðið um 70 milljónir punda í þennan 21 árs gamla varnarmann. „Hann er ekki til sölu, félagið hefur gefið það skýrt út. Nema eitthvað breytist þá býst ég við því að hann verði áfram hér,“ sagði Brendan Rodgers, þjálfari Leicester um málið. Er hann var spurður út í fréttirnar varðandi pirring Fofana og hvort leikmaðurinn vildi fara frá félaginu sagði Rodgers: „Hann hefur ekki beðið um að fá að fara. Hann er frábær strákur, elskaður og dáður af liðsfélögum sínum. Hann er enn að þróa sinn leik og á bara eftir að verða betri.“ Chelsea vill Wesley Fofana.EPA-EFE/ETTORE FERRARI Fofana er ekki eini leikmaður Leicester sem eftirsóttur en Eddie Howe vill ólmur fá sóknarþenkjandi miðjumanninn James Maddison í sínar raðir. Þessi 25 ára leikmaður var frábær á síðari hluta síðasta tímabils og var Newcastle tilbúið að greiða á milli 45 til 50 milljónir punda til þess að fá Maddison upp til Norður-Englands. Maddison á tvö ár eftir af samning og nú þegar er talað um að Leicester sé tilbúið að bjóða honum lengri og betri samning. Það er því spurning hvað Sádarnir í Newcastle gera en það er deginum ljósara að þeir geta boðið mun hærri laun en Leicester. Leicester City er með eitt stig þegar tveimur umferðum er lokið í ensku úrvalsdeildinni. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Segja Sölva hæðast að Bröndby Fótbolti Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fótbolti Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Enski boltinn Fékk flugeld í punginn í leik Fótbolti Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Íslenski boltinn Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Enski boltinn Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Hafþór Júlíus í öðru sæti eftir fyrri daginn Sport Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum Fótbolti Fleiri fréttir Gyökeres byrjaður að skora fyrir Arsenal Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Gerrard: Owen var betri sem táningur en Yamal og Mbappé Albert lagði upp á Old Trafford í síðasta leik United fyrir tímabilið Draumabyrjun Wrexham breyttist í martröð í lokin Isak verður áfram í frystikistunni í fyrsta leik Newcastle Meiðsli Rodri verri en menn héldu Manchester United staðfestir kaupin á Sesko Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United Enska augnablikið: Geðsturlun Georgíumannsins Enska augnablikið: 13 ára Hjörvar tók andköf Gjörbreytt framlína Man United með tilkomu Šeško Arsenal tapar fyrstu tveimur leikjum sínum með Gyökeres Maddison frá í að minnsta kosti hálft ár Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Lyon krækir í leikmann Liverpool Partey laus á skilorði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Sjá meira
Miðvörðurinn Wesley Fofana er eftirsóttur en Thomas Tuchel vill fá hann til Chelsea. Lundúnaliðið hefur tvívegis boðið í leikmanninn en í bæði skiptin hefur tilboðunum verið hafnað. Talið er að Chelsea hafi boðið um 70 milljónir punda í þennan 21 árs gamla varnarmann. „Hann er ekki til sölu, félagið hefur gefið það skýrt út. Nema eitthvað breytist þá býst ég við því að hann verði áfram hér,“ sagði Brendan Rodgers, þjálfari Leicester um málið. Er hann var spurður út í fréttirnar varðandi pirring Fofana og hvort leikmaðurinn vildi fara frá félaginu sagði Rodgers: „Hann hefur ekki beðið um að fá að fara. Hann er frábær strákur, elskaður og dáður af liðsfélögum sínum. Hann er enn að þróa sinn leik og á bara eftir að verða betri.“ Chelsea vill Wesley Fofana.EPA-EFE/ETTORE FERRARI Fofana er ekki eini leikmaður Leicester sem eftirsóttur en Eddie Howe vill ólmur fá sóknarþenkjandi miðjumanninn James Maddison í sínar raðir. Þessi 25 ára leikmaður var frábær á síðari hluta síðasta tímabils og var Newcastle tilbúið að greiða á milli 45 til 50 milljónir punda til þess að fá Maddison upp til Norður-Englands. Maddison á tvö ár eftir af samning og nú þegar er talað um að Leicester sé tilbúið að bjóða honum lengri og betri samning. Það er því spurning hvað Sádarnir í Newcastle gera en það er deginum ljósara að þeir geta boðið mun hærri laun en Leicester. Leicester City er með eitt stig þegar tveimur umferðum er lokið í ensku úrvalsdeildinni.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Segja Sölva hæðast að Bröndby Fótbolti Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fótbolti Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Enski boltinn Fékk flugeld í punginn í leik Fótbolti Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Íslenski boltinn Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Enski boltinn Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Hafþór Júlíus í öðru sæti eftir fyrri daginn Sport Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum Fótbolti Fleiri fréttir Gyökeres byrjaður að skora fyrir Arsenal Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Gerrard: Owen var betri sem táningur en Yamal og Mbappé Albert lagði upp á Old Trafford í síðasta leik United fyrir tímabilið Draumabyrjun Wrexham breyttist í martröð í lokin Isak verður áfram í frystikistunni í fyrsta leik Newcastle Meiðsli Rodri verri en menn héldu Manchester United staðfestir kaupin á Sesko Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United Enska augnablikið: Geðsturlun Georgíumannsins Enska augnablikið: 13 ára Hjörvar tók andköf Gjörbreytt framlína Man United með tilkomu Šeško Arsenal tapar fyrstu tveimur leikjum sínum með Gyökeres Maddison frá í að minnsta kosti hálft ár Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Lyon krækir í leikmann Liverpool Partey laus á skilorði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Sjá meira
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti