Guðni hafnaði í ellefta sæti á EM Sindri Sverrisson og Hjörtur Leó Guðjónsson skrifa 19. ágúst 2022 19:00 Guðni Valur Guðnason keppir á EM í München. Getty/Simon Hofmann Guðni Valur Guðnason hafnaði í ellefta sæti í úrslitum kringlukasts á EM í frjálsum íþróttum sem nú fer fram í München. Þetta var í fyrsta sinn sem að Guðni keppir í úrslitum á stórmóti en Ísland á tvo fulltrúa í úrslitum á EM í ár því í gær keppti Hilmar Örn Jónsson í sleggjukasti. Guðni atti meðal annars kappi við lærisveina frjálsíþróttaþjálfarans Vésteins Hafsteinssonar, þá Daniel Ståhl og Simon Pettersson. Guðni átti erfitt uppdráttar í kvöld og fyrstu tvö köstin hans voru ógild. Það fyrra fór í netið og þá rann Guðni til í öðru kasti sínu. Þriðja kast hans var þó gilt þar sem hann kastaði sléttann 61 meter, en það dugði honum aðeins í ellefta sæti. Það var Litháinn Mykolas Alekna sem bar sigur úr býtun, en hann bætti meistaramótsmetið þegar hann kastaði 69,78m. Annar varð Slóveninn Kristjan Ceh með kast upp á 68,28 og Bretinn Lawrence Okoye átti þriðja lengsta kast kvöldsins þegar hann kastaði 67,14m. Svíarnir Simon Petterssen og Daniel Ståhl, lærisveinar Vésteins Hafsteinssonar, höfnuðu í fjórða og fimmta sæti. Pettersson kastaði 67,12m og Ståhl 66,39m.
Þetta var í fyrsta sinn sem að Guðni keppir í úrslitum á stórmóti en Ísland á tvo fulltrúa í úrslitum á EM í ár því í gær keppti Hilmar Örn Jónsson í sleggjukasti. Guðni atti meðal annars kappi við lærisveina frjálsíþróttaþjálfarans Vésteins Hafsteinssonar, þá Daniel Ståhl og Simon Pettersson. Guðni átti erfitt uppdráttar í kvöld og fyrstu tvö köstin hans voru ógild. Það fyrra fór í netið og þá rann Guðni til í öðru kasti sínu. Þriðja kast hans var þó gilt þar sem hann kastaði sléttann 61 meter, en það dugði honum aðeins í ellefta sæti. Það var Litháinn Mykolas Alekna sem bar sigur úr býtun, en hann bætti meistaramótsmetið þegar hann kastaði 69,78m. Annar varð Slóveninn Kristjan Ceh með kast upp á 68,28 og Bretinn Lawrence Okoye átti þriðja lengsta kast kvöldsins þegar hann kastaði 67,14m. Svíarnir Simon Petterssen og Daniel Ståhl, lærisveinar Vésteins Hafsteinssonar, höfnuðu í fjórða og fimmta sæti. Pettersson kastaði 67,12m og Ståhl 66,39m.
Frjálsar íþróttir Mest lesið Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Íslenski boltinn Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Handbolti Erfitt að vera í burtu þegar mamma greindist Fótbolti Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Enski boltinn Kansas frá Kansas til Kansas Sport Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Fótbolti Glódís framlengir samninginn við Bayern Fótbolti Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Enski boltinn Tryggðu þrjú lið í úrslitakeppnina Sport Fleiri fréttir „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Guðrún Brá og Gunnlaugur Árni slógu best í ár Amanda hætt hjá Twente Jackson hóf Afríkumótið með látum Fullkrug leysir Origi af í Mílanó Versta tímabil Vinícius í mörg ár og samningaviðræður sigla í strand Kongóliðar byrja á sigri Glódís framlengir samninginn við Bayern Chelsea setur sig í samband við Semenyo Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Hætt við að spila í Ástralíu en óvíst hvar leikurinn verður Neymar kominn á lappir og lofar að skora í úrslitaleik HM Tryggðu þrjú lið í úrslitakeppnina Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Kansas frá Kansas til Kansas Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Hápunktur ársins að jafna pabba á heimavelli Missti alveg stjórn á skapinu en það skilaði sigri Erfitt að vera í burtu þegar mamma greindist „Svona lítur frábær ákvörðun út“ Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Dagskráin í dag: Kæst yfir NFL, pílu og enska boltanum Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Vildi tapa legg: „Mesti hávaði sem ég hef heyrt“ Salah færði Egyptum draumabyrjun Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Neres hetja Napoli í Sádi-Arabíu Sjá meira