Fyrst Laugavegurinn og nú maraþonið: „Besta tilfinning í heimi“ Valur Páll Eiríksson skrifar 20. ágúst 2022 15:00 Andrea Kolbeinsdóttir var fyrst kvenna í mark. Vísir/Hulda Margrét Andrea Kolbeinsdóttir rúllaði upp keppni kvenna í Reykjavíkurmaraþoninu sem fram fór í höfuðborginni í morgun. Hún var lang fyrst kvenna í mark og var sjötta í mark í heildina, sekúndubrotum frá því að vera önnur Íslendinga yfir línuna. Hún fylgir eftir öruggum sigri í Laugavegshlaupinu fyrr í sumar og stefnir á Íslandsmet sem er jafn gamalt henni. Arnar Pétursson var fyrstur í mark í dag á tveimur klukkustundum, 35 mínútum og 18 sekúndum. Annar í mark varð Rúmeninn Silviu Stoica á tímanum 2:35:37, 19 sekúndum á eftir Arnari. Þá var Donal Coakley þriðji á 2:41:35, Ítalinn Simone Carniglia fjórði á 2:44:54 og fimmti var Grétar Guðmundsson á 2:47:22. Grétar hlýtur því silfur í karlaflokki á Meistaramóti Íslands í maraþoni en á sama skráða tíma og Grétar, á 2:47:22, var Andrea Kolbeinsdóttir sem rúllaði yfir keppni kvenna. Hún var langfyrst þeirra í mark, sjötta í heildarkeppninni, sekúndubrotum á eftir Grétari sem varð fimmti. Sturluð tilfinning Andrea var hæstánægð þegar Stefán Árni Pálsson tók hana tali eftir hlaupið. Aðspurð um tilfinninguna sagði hún: „Bara sturluð. Þetta er bara besta tilfinning í heimi.“ „Fyrstu 30 [kílómetrana] er maður bara að njóta og bara geðveikt gaman að hlaupa. Síðustu fimm er maður meira að bíða eftir að þetta sé búið og bíða eftir þessu augnabliki (...) þetta er bara 98% hausinn,“ Aðspurð um hvernig ásigkomulagið á líkamanum sé eftir hlaupið segir Andrea: „Það kemur í ljós á morgun. Ég er smá stíf í mjöðmunum en annars ógeðslega góð,“ Klippa: Viðtal við Andreu Kolbeinsdóttur Stefnir á Íslandsmetið Íslandsmetið í greininni hefur staðið í 23 ár, en Martha Erntsdóttir setti það á fæðingarári Andreu, í Berlín 1999. Þá hljóp Martha á 2:35:15. Andrea var tólf mínútum frá því en stefnir á að bæta metið á næstu árum. „Það var alveg meira en tíu mínútur og planið er að eiga það bara inni eftir nokkur ár þegar ég byrja maraþon. Þannig að það er klárlega markmiðið eftir nokkur ár,“ Líkt og dæma má af ummælunum hefur Andrea ekki verið að einblína á maraþonhlaup undanfarin misseri en hún rúllaði yfir Laugavegshlaupið fyrr í sumar. Hún bætti þá eigið mótsmet er hún kom í mark á 4:33:07, rúmum klukkutíma á undan næstu konu í mark. Næst á dagskrá hjá henni er fjallahlaup í Sviss. „Núna ætla ég að reyna að hvíla vel í viku og svo bara halda áfram að æfa fyrir fjallahlaup í Sviss eftir þrjár vikur. Nú er bara endurheimt og svo að negla áfram á næsta hlaup,“ Verena með silfur og Thelma Björk brons Önnur kvenna í mark var Ina Ehlers á tímanum 3:05:32, rúmum 18 mínútum á eftir Andreu. Þriðja var Verena Karlsdóttir, sem hlýtur silfur á Meistaramótinu í kvennaflokki. Hún var 26. Í mark á tímanum 3:07:42. Fjórða í kvennaflokki, og bronshafi Meistaramótsins, er Thelma Björk Einarsdóttir sem varð 36. Í mark á tímanum 3:12:17. Reykjavíkurmaraþon Frjálsar íþróttir Hlaup Reykjavík Mest lesið Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen Sport Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Enski boltinn Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Íslenski boltinn Hörður undir feldinn Körfubolti Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Íslenski boltinn Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Enski boltinn „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Íslenski boltinn Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Enski boltinn Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Sport Fleiri fréttir KA Íslandsmeistari og tók alla titlana Hvergerðingar í úrslit umspilsins Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar „Veit ekki hversu oft hann fór í stöngina eða slánna“ Öruggt hjá Milan og þrennudraumur Inter úr sögunni Real Madrid pressar á Barcelona en Orri og félagar í vandræðum „Ég fer bara sáttur á koddann“ Orri rólegur þegar Sporting tapaði fyrri leiknum „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ „Adam Ægir hefði alveg mátt gefa á mig“ Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Uppgjörið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann „Byrjum ekki leikinn fyrr en eftir 20 mínútur“ „Kærkominn sigur eftir vonbrigðin í fyrstu umferðunum“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina „Gæti vel verið en það er bara fókus á næsta leik“ Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Uppgjörið: Valur - KA 3-1 | Jónatan Ingi sýndi sínar bestu hliðar í fyrsta sigri Vals Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Ari á skotskónum í dramatískum sigri Elfsborg Meistaradeildarvonir Alberts og félaga vænkast Aron tryggði Veszprém jafntefli í Magdeburg Óvænt tap hjá Kolstad en Dana og Óðinn með allt á hreinu Fyrrum nýliði ársins í NBA reynir fyrir sér í hnefaleikum Fyrrum sparkari í NFL ætlar á þing vegna Trump Arteta ætlar ekki að hvíla Saka fyrir Meistaradeildina Þórdís Hrönn með stoðsendingu fyrir sjötta félagið í efstu deild Reyna að selja þakið á leikvanginum sínum Sjá meira
Arnar Pétursson var fyrstur í mark í dag á tveimur klukkustundum, 35 mínútum og 18 sekúndum. Annar í mark varð Rúmeninn Silviu Stoica á tímanum 2:35:37, 19 sekúndum á eftir Arnari. Þá var Donal Coakley þriðji á 2:41:35, Ítalinn Simone Carniglia fjórði á 2:44:54 og fimmti var Grétar Guðmundsson á 2:47:22. Grétar hlýtur því silfur í karlaflokki á Meistaramóti Íslands í maraþoni en á sama skráða tíma og Grétar, á 2:47:22, var Andrea Kolbeinsdóttir sem rúllaði yfir keppni kvenna. Hún var langfyrst þeirra í mark, sjötta í heildarkeppninni, sekúndubrotum á eftir Grétari sem varð fimmti. Sturluð tilfinning Andrea var hæstánægð þegar Stefán Árni Pálsson tók hana tali eftir hlaupið. Aðspurð um tilfinninguna sagði hún: „Bara sturluð. Þetta er bara besta tilfinning í heimi.“ „Fyrstu 30 [kílómetrana] er maður bara að njóta og bara geðveikt gaman að hlaupa. Síðustu fimm er maður meira að bíða eftir að þetta sé búið og bíða eftir þessu augnabliki (...) þetta er bara 98% hausinn,“ Aðspurð um hvernig ásigkomulagið á líkamanum sé eftir hlaupið segir Andrea: „Það kemur í ljós á morgun. Ég er smá stíf í mjöðmunum en annars ógeðslega góð,“ Klippa: Viðtal við Andreu Kolbeinsdóttur Stefnir á Íslandsmetið Íslandsmetið í greininni hefur staðið í 23 ár, en Martha Erntsdóttir setti það á fæðingarári Andreu, í Berlín 1999. Þá hljóp Martha á 2:35:15. Andrea var tólf mínútum frá því en stefnir á að bæta metið á næstu árum. „Það var alveg meira en tíu mínútur og planið er að eiga það bara inni eftir nokkur ár þegar ég byrja maraþon. Þannig að það er klárlega markmiðið eftir nokkur ár,“ Líkt og dæma má af ummælunum hefur Andrea ekki verið að einblína á maraþonhlaup undanfarin misseri en hún rúllaði yfir Laugavegshlaupið fyrr í sumar. Hún bætti þá eigið mótsmet er hún kom í mark á 4:33:07, rúmum klukkutíma á undan næstu konu í mark. Næst á dagskrá hjá henni er fjallahlaup í Sviss. „Núna ætla ég að reyna að hvíla vel í viku og svo bara halda áfram að æfa fyrir fjallahlaup í Sviss eftir þrjár vikur. Nú er bara endurheimt og svo að negla áfram á næsta hlaup,“ Verena með silfur og Thelma Björk brons Önnur kvenna í mark var Ina Ehlers á tímanum 3:05:32, rúmum 18 mínútum á eftir Andreu. Þriðja var Verena Karlsdóttir, sem hlýtur silfur á Meistaramótinu í kvennaflokki. Hún var 26. Í mark á tímanum 3:07:42. Fjórða í kvennaflokki, og bronshafi Meistaramótsins, er Thelma Björk Einarsdóttir sem varð 36. Í mark á tímanum 3:12:17.
Reykjavíkurmaraþon Frjálsar íþróttir Hlaup Reykjavík Mest lesið Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen Sport Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Enski boltinn Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Íslenski boltinn Hörður undir feldinn Körfubolti Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Íslenski boltinn Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Enski boltinn „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Íslenski boltinn Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Enski boltinn Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Sport Fleiri fréttir KA Íslandsmeistari og tók alla titlana Hvergerðingar í úrslit umspilsins Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar „Veit ekki hversu oft hann fór í stöngina eða slánna“ Öruggt hjá Milan og þrennudraumur Inter úr sögunni Real Madrid pressar á Barcelona en Orri og félagar í vandræðum „Ég fer bara sáttur á koddann“ Orri rólegur þegar Sporting tapaði fyrri leiknum „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ „Adam Ægir hefði alveg mátt gefa á mig“ Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Uppgjörið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann „Byrjum ekki leikinn fyrr en eftir 20 mínútur“ „Kærkominn sigur eftir vonbrigðin í fyrstu umferðunum“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina „Gæti vel verið en það er bara fókus á næsta leik“ Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Uppgjörið: Valur - KA 3-1 | Jónatan Ingi sýndi sínar bestu hliðar í fyrsta sigri Vals Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Ari á skotskónum í dramatískum sigri Elfsborg Meistaradeildarvonir Alberts og félaga vænkast Aron tryggði Veszprém jafntefli í Magdeburg Óvænt tap hjá Kolstad en Dana og Óðinn með allt á hreinu Fyrrum nýliði ársins í NBA reynir fyrir sér í hnefaleikum Fyrrum sparkari í NFL ætlar á þing vegna Trump Arteta ætlar ekki að hvíla Saka fyrir Meistaradeildina Þórdís Hrönn með stoðsendingu fyrir sjötta félagið í efstu deild Reyna að selja þakið á leikvanginum sínum Sjá meira