BKG sýndur í nýju ljósi á heimsleikunum: Einn erfiðasti klukkutíminn á ferlinum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. ágúst 2022 08:30 Björgvin Karl Guðmundsson er magnaður íþróttamaður og það er fróðlegt að sjá hvað gengur á hjá honum á milli keppnisgreina á heimsleikunum i CrossFit. Instagram/@bk_gudmundsson Björgvin Karl Guðmundsson leyfði einstakt aðgengi að sér á heimsleikunum í CrossFit í ár en þeim lauk í byrjun mánaðarins. Nú má sjá afrakstur þess. Einn maður hefur verið með algjöra yfirburði í karlaflokki í CrossFit á Íslandi og þótt hann hafi ekki enn náð heimsmeistaratitlinum þá er hann einn af stóru nöfnunum í greininni. Björgvin Karl er nýbúinn að klára sína níundu heimsleika í CrossFit og að þessu sinni en það var aðeins öðruvísi áreiti á okkar mann að þessu sinni. Björgvin Karl hefur sýnt magnaðan stöðugleika með því að halda sér inn á topp tíu í CrossFit heiminum átta ár í röð. View this post on Instagram A post shared by Bjo rgvin K. Guðmundsson (@bk_gudmundsson) Hann datt niður um fimm sæti frá því í fyrra, úr fjórða sæti niður í það níunda, en það er ekkert sjálfgefið að enda svo ofarlega í þessari krefjandi keppni. Að þessu sinni leyfði Björgvin félaga sínum og myndatökumanninum Snorra Björnssyni að fylgja honum eftir með myndavélina og setja saman myndband um líf okkar manns á bak við tjöldin. CrossFit áhugafólk hefur séð Björgvin Karl fara á kostum í keppninni sjálfri en þetta heimildarþáttarröð á Youtube sýnir vel hvað gerist í aðdraganda leikanna og svo einnig hvað er í gangi hjá íþróttamönnunum á milli greinanna. Hlutirnir gengu ekki alveg eins vel á leikunum og Björgvin Karl og hann vonaðist til. „Þetta var næstum því erfiðasti klukkutíminn sem ég hef upplifað á ferlinum,“ sagði Björgvin Karl eftir eina greinina sem gekk ekki vel. Það er hægt að vera fluga á vegg hjá Björgvini með því að horfa á nýjasta þáttinn hér fyrir neðan. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=Akk3hcBtA0s">watch on YouTube</a> CrossFit Mest lesið Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ Fótbolti Fær þrjár milljónir á dag næstu sex árin fyrir að gera ekkert Sport Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Fótbolti Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Fótbolti Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Enski boltinn Elsta konan til klára Járnkarlinn Sport Markvörður Inter banaði háöldruðum manni í hjólastól Sport Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Fótbolti Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Enski boltinn Brendan Rodgers sagði starfinu sínu lausu eftir ásakanir Fótbolti Fleiri fréttir Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Öllum leikjum Bónus-deildar kvenna í kvöld frestað Arnar skilur ekkert í Tottenham Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Bardagakapparnir vilja ólmir fá að keppa í Hvíta húsinu Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ Markvörður Inter banaði háöldruðum manni í hjólastól „Alltaf gaman að fá nýjar raddir inn“ Gleðifréttir fyrir Argentínumenn: Messi vill spila á HM „Sagan hefur sýnt það að ég er góður að þjálfa unga og efnilega leikmenn“ Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Tyrkneska sambandið segir dómara hafa veðjað á þúsundir leikja Brendan Rodgers sagði starfinu sínu lausu eftir ásakanir Fær þrjár milljónir á dag næstu sex árin fyrir að gera ekkert Segir sitt fyrrum lið í krísu Elsta konan til klára Járnkarlinn Dagskráin í dag: VARsjáin, Lokasóknin, íslenskur körfubolti og margt fleira Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Öllu búin skildi snjóspáin raungerast „Eitthvað sem við erum óvanar eftir Þjóðadeildina“ Heimir kynntur til leiks í Árbænum Danir heiðra Michael Laudrup De Bruyne verður lengi frá Sjá meira
Einn maður hefur verið með algjöra yfirburði í karlaflokki í CrossFit á Íslandi og þótt hann hafi ekki enn náð heimsmeistaratitlinum þá er hann einn af stóru nöfnunum í greininni. Björgvin Karl er nýbúinn að klára sína níundu heimsleika í CrossFit og að þessu sinni en það var aðeins öðruvísi áreiti á okkar mann að þessu sinni. Björgvin Karl hefur sýnt magnaðan stöðugleika með því að halda sér inn á topp tíu í CrossFit heiminum átta ár í röð. View this post on Instagram A post shared by Bjo rgvin K. Guðmundsson (@bk_gudmundsson) Hann datt niður um fimm sæti frá því í fyrra, úr fjórða sæti niður í það níunda, en það er ekkert sjálfgefið að enda svo ofarlega í þessari krefjandi keppni. Að þessu sinni leyfði Björgvin félaga sínum og myndatökumanninum Snorra Björnssyni að fylgja honum eftir með myndavélina og setja saman myndband um líf okkar manns á bak við tjöldin. CrossFit áhugafólk hefur séð Björgvin Karl fara á kostum í keppninni sjálfri en þetta heimildarþáttarröð á Youtube sýnir vel hvað gerist í aðdraganda leikanna og svo einnig hvað er í gangi hjá íþróttamönnunum á milli greinanna. Hlutirnir gengu ekki alveg eins vel á leikunum og Björgvin Karl og hann vonaðist til. „Þetta var næstum því erfiðasti klukkutíminn sem ég hef upplifað á ferlinum,“ sagði Björgvin Karl eftir eina greinina sem gekk ekki vel. Það er hægt að vera fluga á vegg hjá Björgvini með því að horfa á nýjasta þáttinn hér fyrir neðan. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=Akk3hcBtA0s">watch on YouTube</a>
CrossFit Mest lesið Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ Fótbolti Fær þrjár milljónir á dag næstu sex árin fyrir að gera ekkert Sport Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Fótbolti Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Fótbolti Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Enski boltinn Elsta konan til klára Járnkarlinn Sport Markvörður Inter banaði háöldruðum manni í hjólastól Sport Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Fótbolti Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Enski boltinn Brendan Rodgers sagði starfinu sínu lausu eftir ásakanir Fótbolti Fleiri fréttir Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Öllum leikjum Bónus-deildar kvenna í kvöld frestað Arnar skilur ekkert í Tottenham Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Bardagakapparnir vilja ólmir fá að keppa í Hvíta húsinu Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ Markvörður Inter banaði háöldruðum manni í hjólastól „Alltaf gaman að fá nýjar raddir inn“ Gleðifréttir fyrir Argentínumenn: Messi vill spila á HM „Sagan hefur sýnt það að ég er góður að þjálfa unga og efnilega leikmenn“ Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Tyrkneska sambandið segir dómara hafa veðjað á þúsundir leikja Brendan Rodgers sagði starfinu sínu lausu eftir ásakanir Fær þrjár milljónir á dag næstu sex árin fyrir að gera ekkert Segir sitt fyrrum lið í krísu Elsta konan til klára Járnkarlinn Dagskráin í dag: VARsjáin, Lokasóknin, íslenskur körfubolti og margt fleira Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Öllu búin skildi snjóspáin raungerast „Eitthvað sem við erum óvanar eftir Þjóðadeildina“ Heimir kynntur til leiks í Árbænum Danir heiðra Michael Laudrup De Bruyne verður lengi frá Sjá meira