„Eiginlega alveg öruggt“ að gosinu sé lokið Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 22. ágúst 2022 09:23 Magnús Tumi Guðmundsson, prófessor í jarðeðlisfræði. Vísir/Arnar Magnús Tumi Guðmundsson, prófessor í jarðeðlisfræði við Háskóla Íslands, segir að það sé eiginlega alveg öruggt að eldgosinu í Meradölum sé lokið. Eldgosið hefur verið í dvala auk þess sem að óróinn liggur niðri eftir að hafa farið niður í gærmorgun. Magnúst Tumi var í viðtali í Bítinu á Bylgjunni í morgun þar sem hann var spurður einfaldrar spurningar: Er gosið búið eða ekki? „Það er eiginlega alveg öruggt að það er búið. Það má eiginlega segja að þetta gos hafi verið endirinn á hinu gosinu,“ sagði Magnús Tumi og vísaði þar til eldgossins við Fagradalsfjall á síðasta ári. Eldgosið hófst 3. ágúst síðastliðinn.Vísir/Vilhelm „Það klipptist á það á einni örskotsstundu. Það var alltaf að byrja og stoppa. 18. september bara hætti það skyndilega,“ sagði hann fremur og vísaði til gosloka gossins í fyrra. Sagði Magnús Tumi einnig að það myndi koma sér á óvart ef gosið færi aftur af stað innan fárra daga. „Það fjaraði út, það tæmdist. Þrýstingurinn er búinn. Þetta er eins og þegar dekkið er sprungið. Það þarf að bæta það, það þarf að gróa fyrir og svo þarf að pumpast í aftur,“ sagði Magnús Tumi. Sagði hann enn fremur að á næstu dögum myndu koma í ljóst hvort að kvika haldi áfram að safnast í kvikuganginum sem liggur við Fagradalsfjall og Meradali. „Svo er spurning, er búið eða mun kvika halda áfram að safnast fyrir? Það sjáum við á næstu vikum og mánuðum hvernig það verður. Við verðum að vera undir það búinn að það geti komið meira en það er ómögulegt að segja. Þetta er bara svona.“ Svæðið verður þó áfram vaktað enda eru formleg goslok vanalega miðað við þrjá mánuði frá því að slokkni á gosóróa. Vísindi Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Bítið Tengdar fréttir Gosið enn í dvala og órói liggur niðri Eldgosið í Fagradalsfjalli er enn í dvala og óróinn liggur sömuleiðis niðri eftir að hafa farið niður í gærmorgun. 22. ágúst 2022 07:26 „Það eru augljóslega einhver kaflaskil“ Getgátur um goslok hafa verið á sveimi síðan í gærdag en þá sagði Þorvaldur Þórðarson eldfjallafræðingur gosinu mögulega lokið, hann þyrfti þó að fá staðfestingu á því. Náttúruvársérfræðingur Veðurstofunnar þorir ekki að fullyrða að gosinu sé lokið í samtali við fréttastofu í morgun. 21. ágúst 2022 10:08 Kanna hvort komið sé að goslokum Eldfjallafræði- og náttúruvárhópur Háskóla Ísland sendi frá sér færslu fyrr í dag þar sem kemur fram að dregið hafi jafnt og þétt úr virkni í gígnum í Meradölum og óróa á svæðinu. Náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands segist ekki geta fullyrt að komið sé að goslokum. 20. ágúst 2022 14:57 Mest lesið „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Umferðin færist inn á íbúðagötur Innlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Erlent Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Innlent Vann á öllum deildum leikskólans Innlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Innlent Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Erlent „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Fleiri fréttir Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Sjá meira
Eldgosið hefur verið í dvala auk þess sem að óróinn liggur niðri eftir að hafa farið niður í gærmorgun. Magnúst Tumi var í viðtali í Bítinu á Bylgjunni í morgun þar sem hann var spurður einfaldrar spurningar: Er gosið búið eða ekki? „Það er eiginlega alveg öruggt að það er búið. Það má eiginlega segja að þetta gos hafi verið endirinn á hinu gosinu,“ sagði Magnús Tumi og vísaði þar til eldgossins við Fagradalsfjall á síðasta ári. Eldgosið hófst 3. ágúst síðastliðinn.Vísir/Vilhelm „Það klipptist á það á einni örskotsstundu. Það var alltaf að byrja og stoppa. 18. september bara hætti það skyndilega,“ sagði hann fremur og vísaði til gosloka gossins í fyrra. Sagði Magnús Tumi einnig að það myndi koma sér á óvart ef gosið færi aftur af stað innan fárra daga. „Það fjaraði út, það tæmdist. Þrýstingurinn er búinn. Þetta er eins og þegar dekkið er sprungið. Það þarf að bæta það, það þarf að gróa fyrir og svo þarf að pumpast í aftur,“ sagði Magnús Tumi. Sagði hann enn fremur að á næstu dögum myndu koma í ljóst hvort að kvika haldi áfram að safnast í kvikuganginum sem liggur við Fagradalsfjall og Meradali. „Svo er spurning, er búið eða mun kvika halda áfram að safnast fyrir? Það sjáum við á næstu vikum og mánuðum hvernig það verður. Við verðum að vera undir það búinn að það geti komið meira en það er ómögulegt að segja. Þetta er bara svona.“ Svæðið verður þó áfram vaktað enda eru formleg goslok vanalega miðað við þrjá mánuði frá því að slokkni á gosóróa.
Vísindi Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Bítið Tengdar fréttir Gosið enn í dvala og órói liggur niðri Eldgosið í Fagradalsfjalli er enn í dvala og óróinn liggur sömuleiðis niðri eftir að hafa farið niður í gærmorgun. 22. ágúst 2022 07:26 „Það eru augljóslega einhver kaflaskil“ Getgátur um goslok hafa verið á sveimi síðan í gærdag en þá sagði Þorvaldur Þórðarson eldfjallafræðingur gosinu mögulega lokið, hann þyrfti þó að fá staðfestingu á því. Náttúruvársérfræðingur Veðurstofunnar þorir ekki að fullyrða að gosinu sé lokið í samtali við fréttastofu í morgun. 21. ágúst 2022 10:08 Kanna hvort komið sé að goslokum Eldfjallafræði- og náttúruvárhópur Háskóla Ísland sendi frá sér færslu fyrr í dag þar sem kemur fram að dregið hafi jafnt og þétt úr virkni í gígnum í Meradölum og óróa á svæðinu. Náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands segist ekki geta fullyrt að komið sé að goslokum. 20. ágúst 2022 14:57 Mest lesið „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Umferðin færist inn á íbúðagötur Innlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Erlent Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Innlent Vann á öllum deildum leikskólans Innlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Innlent Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Erlent „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Fleiri fréttir Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Sjá meira
Gosið enn í dvala og órói liggur niðri Eldgosið í Fagradalsfjalli er enn í dvala og óróinn liggur sömuleiðis niðri eftir að hafa farið niður í gærmorgun. 22. ágúst 2022 07:26
„Það eru augljóslega einhver kaflaskil“ Getgátur um goslok hafa verið á sveimi síðan í gærdag en þá sagði Þorvaldur Þórðarson eldfjallafræðingur gosinu mögulega lokið, hann þyrfti þó að fá staðfestingu á því. Náttúruvársérfræðingur Veðurstofunnar þorir ekki að fullyrða að gosinu sé lokið í samtali við fréttastofu í morgun. 21. ágúst 2022 10:08
Kanna hvort komið sé að goslokum Eldfjallafræði- og náttúruvárhópur Háskóla Ísland sendi frá sér færslu fyrr í dag þar sem kemur fram að dregið hafi jafnt og þétt úr virkni í gígnum í Meradölum og óróa á svæðinu. Náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands segist ekki geta fullyrt að komið sé að goslokum. 20. ágúst 2022 14:57