Sara, Guðrún og Cloé gætu beðið Vals Sindri Sverrisson skrifar 22. ágúst 2022 12:01 Sara Björk Gunnarsdóttir er byrjuð að láta til sín taka hjá Juventus. Getty/Jonathan Moscrop Það er ljóst að Íslandsmeistara Vals bíður krefjandi verkefni í umspilinu um að komast í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu í fótbolta kvenna. Mögulega mætir liðið Ítalíumeisturum Juventus, með landsliðsfyrirliðanna Söru Björk Gunnarsdóttur innanborðs. Valskonur freista þess að leika sama leik og Blikar gerðu fyrir ári síðan með því að komast í riðlakeppni Meistaradeildarinnar. Riðlakeppnin var tekin upp í fyrra þegar fyrirkomulagi Meistaradeildar var breytt og með sínum árangri náðu Blikar að spila fótbolta fram að jólum, við stórlið á borð við Real Madrid og PSG. Þó að Breiðablik sé fallið úr leik í undankeppninni í ár þá er liðið mun ofar en Valur á styrkleikalista UEFA. Það hjálpaði Blikum að fá viðráðanlegri andstæðing í umspilinu í fyrra, þegar liðið mætti Osijek frá Króatíu. Valskonur eru hins vegar í neðri styrkleikaflokki þegar dregið verður í umspilið í ár, 1. september. Það þýðir að þær gætu dregist gegn afar sterkum andstæðingum á borð við Juventus eða Rosengård, sem Guðrún Arnardóttir leikur með. Þriðji Íslendingurinn sem Valskonur gætu mætt er Cloé Eyja Lacasse, fyrrverandi leikmaður ÍBV og landsliðskona Kanada, sem spilar með Benfica. Liðin sjö sem Valur gæti dregist gegn: Slavia Prag, Tékklandi Rosengård, Svíþjóð Juventus, Ítalíu St. Pölten, Austurríki Zürich, Sviss Vllaznia, Albaníu Benfica, Portúgal Liðin sem eru í neðri styrkleikaflokki meistaraleiðar: SFK 2000 Sarajevo, Bosníu Köge, Danmörku Valur, Íslandi Vorskla-Kharkiv, Úkraínu Brann, Noregi Rangers, Skotlandi KuPS Kuopio, Finnlandi Sveindís eina með öruggt sæti Liðin keppast um að bætast í hóp með meisturum Lyon, Barcelona, Chelsea og Wolfsburg sem þegar eru örugg um sæti í riðlakeppni Meistaradeildarinnar. Sveindís Jane Jónsdóttir, leikmaður Wolfsburg, er eini Íslendingurinn sem nú þegar á öruggt sæti þar. Umspilið skiptist í tvennt; meistaraleið og deildarleið. Á deildarleiðinni spila lið sem urðu ekki meistarar í sínu landi en enduðu í 2. eða 3. sæti í einhverri af sterkustu deildum Evrópu. Efri styrkleikaflokkur á deildarleið: PSG, Frakklandi Bayern München, Þýskalandi Arsenal, Englandi Sparta Prag, Tékklandi Real Madrid, Spáni Neðri styrkleikaflokkur á deildarleið: Ajax, Hollandi Häcken, Svíþjóð Real Sociedad, Spáni Rosenborg, Noregi Roma, Ítalíu Meistaradeild Evrópu í fótbolta kvenna Valur Fótbolti Tengdar fréttir Sara lagði upp tvö í Meistaradeildarsigri Juventus Sara Björk Gunnarsdóttir, fyrirliði íslenska kvennalandsliðsins í knattspyrnu, lagði upp tvö mörk Juventus er liðið tryggði sér sæti í umspili um laust sæti í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu með 2-1 sigri gegn ísraelska liðinu Kiryat Gat í kvöld. 21. ágúst 2022 20:26 Valskonur í umspil eftir öruggan sigur Valskonur eru komnar í umspil um sæti í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu eftir öruggan 3-0 sigur gegn írska liðinu Shelbourne í Slóveníu í dag. 21. ágúst 2022 17:21 Svava kom inn af bekknum er Brann tryggði sér sæti í umspili Svava Rós Guðmundsdóttir lék seinustu 25 mínútur leiksins fyrir norska liðið Brann er liðið tryggði sér sæti í umspili um laust sæti í riðlakeppi Meistaradeildar Evrópu með 3-1 sigri gegn serbneska liðinu Subotica. 21. ágúst 2022 18:54 Mest lesið Uppgjörið: Grindavík - KR 86-83 | Tímabilinu lokið hjá KR en Grindavík mætir Val Körfubolti Hlaupapabbinn lamdi dóttur sína í andlitið Sport Leik lokið: Tindastóll - Valur 88-74 | Tindastóll er deildarmeistari Körfubolti Uppgjör og viðtöl: Þór - Keflavík 114-119 | Keflvíkingar tryggðu sér sæti í úrslitakeppninni Körfubolti Til skoðunar að tilkynna málið til lögreglu Fótbolti Gömul ummæli Bartons dregin fram: „Menn sem berja konur eru skíthælar“ Enski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 103-110 | Tókst ekki að stela öðru sætinu Körfubolti Frakkland, Ísrael og Belgía bættust í EM-riðil Íslands Körfubolti Sjáðu alla möguleikana á óhemju spennandi lokakvöldi Körfubolti Segir Aþenu svikna um aðstöðu Körfubolti Fleiri fréttir Slegin út með tíu mörkum í tveimur leikjum Fögnuðu grimmt og gætu fengið bann Helgi Kolviðs aftur í þjálfun Sænska stórveldið keypti Ísabellu Söru Grindvíkingar sækja um í hamfarasjóð UEFA Heimi finnst aldursumræðan algjörlega galin Brassar vilja fá Ancelotti til bjargar Eiginkonan varð að færa Marquinhos miklar sorgarfréttir Ný treyja KR kynnt með pompi og prakt Gömul ummæli Bartons dregin fram: „Menn sem berja konur eru skíthælar“ „Þetta er veikara lið“ Besta-spáin 2025: Leiðin orðin grýttari Til skoðunar að tilkynna málið til lögreglu Chelsea og Man City gætu þénað sextán milljarða á HM félagsliða Glæsimark Russo fullkomnaði endurkomu Arsenal Lyon örugglega áfram á kostnað Bayern Glódís Perla aftur á bekknum Umboðsmaður Davies gagnrýnir landsliðsþjálfarann Reiði í Danmörku: Sagður skvapaður og eins og barn með lömunarveiki „Mjög krefjandi tímabil framundan“ „Lærir með hverju árinu hvað maður á að hlusta á og hvað ekki“ Besta-spáin 2025: Ætla að brosa aftur í mótslok Argentína rústaði Brasilíu og er komin á HM Rekinn fyrir að vera í sambandi með leikmanni en vill annað tækifæri Rannsaka hatursorðræðu í garð Banda Aftur hefur KR leik í Laugardalnum Stórskotaliðið gerði sitt þegar Norðmenn lögðu Ísrael Nýi markvörður KA kom snemma inn af bekknum í fyrsta leik Ísabella Sara sögð á leið til Rosengård Barton dæmdur fyrir að ráðast á eiginkonu sína Sjá meira
Valskonur freista þess að leika sama leik og Blikar gerðu fyrir ári síðan með því að komast í riðlakeppni Meistaradeildarinnar. Riðlakeppnin var tekin upp í fyrra þegar fyrirkomulagi Meistaradeildar var breytt og með sínum árangri náðu Blikar að spila fótbolta fram að jólum, við stórlið á borð við Real Madrid og PSG. Þó að Breiðablik sé fallið úr leik í undankeppninni í ár þá er liðið mun ofar en Valur á styrkleikalista UEFA. Það hjálpaði Blikum að fá viðráðanlegri andstæðing í umspilinu í fyrra, þegar liðið mætti Osijek frá Króatíu. Valskonur eru hins vegar í neðri styrkleikaflokki þegar dregið verður í umspilið í ár, 1. september. Það þýðir að þær gætu dregist gegn afar sterkum andstæðingum á borð við Juventus eða Rosengård, sem Guðrún Arnardóttir leikur með. Þriðji Íslendingurinn sem Valskonur gætu mætt er Cloé Eyja Lacasse, fyrrverandi leikmaður ÍBV og landsliðskona Kanada, sem spilar með Benfica. Liðin sjö sem Valur gæti dregist gegn: Slavia Prag, Tékklandi Rosengård, Svíþjóð Juventus, Ítalíu St. Pölten, Austurríki Zürich, Sviss Vllaznia, Albaníu Benfica, Portúgal Liðin sem eru í neðri styrkleikaflokki meistaraleiðar: SFK 2000 Sarajevo, Bosníu Köge, Danmörku Valur, Íslandi Vorskla-Kharkiv, Úkraínu Brann, Noregi Rangers, Skotlandi KuPS Kuopio, Finnlandi Sveindís eina með öruggt sæti Liðin keppast um að bætast í hóp með meisturum Lyon, Barcelona, Chelsea og Wolfsburg sem þegar eru örugg um sæti í riðlakeppni Meistaradeildarinnar. Sveindís Jane Jónsdóttir, leikmaður Wolfsburg, er eini Íslendingurinn sem nú þegar á öruggt sæti þar. Umspilið skiptist í tvennt; meistaraleið og deildarleið. Á deildarleiðinni spila lið sem urðu ekki meistarar í sínu landi en enduðu í 2. eða 3. sæti í einhverri af sterkustu deildum Evrópu. Efri styrkleikaflokkur á deildarleið: PSG, Frakklandi Bayern München, Þýskalandi Arsenal, Englandi Sparta Prag, Tékklandi Real Madrid, Spáni Neðri styrkleikaflokkur á deildarleið: Ajax, Hollandi Häcken, Svíþjóð Real Sociedad, Spáni Rosenborg, Noregi Roma, Ítalíu
Slavia Prag, Tékklandi Rosengård, Svíþjóð Juventus, Ítalíu St. Pölten, Austurríki Zürich, Sviss Vllaznia, Albaníu Benfica, Portúgal
SFK 2000 Sarajevo, Bosníu Köge, Danmörku Valur, Íslandi Vorskla-Kharkiv, Úkraínu Brann, Noregi Rangers, Skotlandi KuPS Kuopio, Finnlandi
PSG, Frakklandi Bayern München, Þýskalandi Arsenal, Englandi Sparta Prag, Tékklandi Real Madrid, Spáni
Meistaradeild Evrópu í fótbolta kvenna Valur Fótbolti Tengdar fréttir Sara lagði upp tvö í Meistaradeildarsigri Juventus Sara Björk Gunnarsdóttir, fyrirliði íslenska kvennalandsliðsins í knattspyrnu, lagði upp tvö mörk Juventus er liðið tryggði sér sæti í umspili um laust sæti í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu með 2-1 sigri gegn ísraelska liðinu Kiryat Gat í kvöld. 21. ágúst 2022 20:26 Valskonur í umspil eftir öruggan sigur Valskonur eru komnar í umspil um sæti í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu eftir öruggan 3-0 sigur gegn írska liðinu Shelbourne í Slóveníu í dag. 21. ágúst 2022 17:21 Svava kom inn af bekknum er Brann tryggði sér sæti í umspili Svava Rós Guðmundsdóttir lék seinustu 25 mínútur leiksins fyrir norska liðið Brann er liðið tryggði sér sæti í umspili um laust sæti í riðlakeppi Meistaradeildar Evrópu með 3-1 sigri gegn serbneska liðinu Subotica. 21. ágúst 2022 18:54 Mest lesið Uppgjörið: Grindavík - KR 86-83 | Tímabilinu lokið hjá KR en Grindavík mætir Val Körfubolti Hlaupapabbinn lamdi dóttur sína í andlitið Sport Leik lokið: Tindastóll - Valur 88-74 | Tindastóll er deildarmeistari Körfubolti Uppgjör og viðtöl: Þór - Keflavík 114-119 | Keflvíkingar tryggðu sér sæti í úrslitakeppninni Körfubolti Til skoðunar að tilkynna málið til lögreglu Fótbolti Gömul ummæli Bartons dregin fram: „Menn sem berja konur eru skíthælar“ Enski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 103-110 | Tókst ekki að stela öðru sætinu Körfubolti Frakkland, Ísrael og Belgía bættust í EM-riðil Íslands Körfubolti Sjáðu alla möguleikana á óhemju spennandi lokakvöldi Körfubolti Segir Aþenu svikna um aðstöðu Körfubolti Fleiri fréttir Slegin út með tíu mörkum í tveimur leikjum Fögnuðu grimmt og gætu fengið bann Helgi Kolviðs aftur í þjálfun Sænska stórveldið keypti Ísabellu Söru Grindvíkingar sækja um í hamfarasjóð UEFA Heimi finnst aldursumræðan algjörlega galin Brassar vilja fá Ancelotti til bjargar Eiginkonan varð að færa Marquinhos miklar sorgarfréttir Ný treyja KR kynnt með pompi og prakt Gömul ummæli Bartons dregin fram: „Menn sem berja konur eru skíthælar“ „Þetta er veikara lið“ Besta-spáin 2025: Leiðin orðin grýttari Til skoðunar að tilkynna málið til lögreglu Chelsea og Man City gætu þénað sextán milljarða á HM félagsliða Glæsimark Russo fullkomnaði endurkomu Arsenal Lyon örugglega áfram á kostnað Bayern Glódís Perla aftur á bekknum Umboðsmaður Davies gagnrýnir landsliðsþjálfarann Reiði í Danmörku: Sagður skvapaður og eins og barn með lömunarveiki „Mjög krefjandi tímabil framundan“ „Lærir með hverju árinu hvað maður á að hlusta á og hvað ekki“ Besta-spáin 2025: Ætla að brosa aftur í mótslok Argentína rústaði Brasilíu og er komin á HM Rekinn fyrir að vera í sambandi með leikmanni en vill annað tækifæri Rannsaka hatursorðræðu í garð Banda Aftur hefur KR leik í Laugardalnum Stórskotaliðið gerði sitt þegar Norðmenn lögðu Ísrael Nýi markvörður KA kom snemma inn af bekknum í fyrsta leik Ísabella Sara sögð á leið til Rosengård Barton dæmdur fyrir að ráðast á eiginkonu sína Sjá meira
Sara lagði upp tvö í Meistaradeildarsigri Juventus Sara Björk Gunnarsdóttir, fyrirliði íslenska kvennalandsliðsins í knattspyrnu, lagði upp tvö mörk Juventus er liðið tryggði sér sæti í umspili um laust sæti í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu með 2-1 sigri gegn ísraelska liðinu Kiryat Gat í kvöld. 21. ágúst 2022 20:26
Valskonur í umspil eftir öruggan sigur Valskonur eru komnar í umspil um sæti í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu eftir öruggan 3-0 sigur gegn írska liðinu Shelbourne í Slóveníu í dag. 21. ágúst 2022 17:21
Svava kom inn af bekknum er Brann tryggði sér sæti í umspili Svava Rós Guðmundsdóttir lék seinustu 25 mínútur leiksins fyrir norska liðið Brann er liðið tryggði sér sæti í umspili um laust sæti í riðlakeppi Meistaradeildar Evrópu með 3-1 sigri gegn serbneska liðinu Subotica. 21. ágúst 2022 18:54
Uppgjör og viðtöl: Þór - Keflavík 114-119 | Keflvíkingar tryggðu sér sæti í úrslitakeppninni Körfubolti
Uppgjör og viðtöl: Þór - Keflavík 114-119 | Keflvíkingar tryggðu sér sæti í úrslitakeppninni Körfubolti